Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 15
SAMKVÆMT skýrslu Vegagerð- arinnar um mat á umhverfisáhrifum er arðsemi ganga á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð 14,5%, sem er góð arðsemi. Til sam- anburðar má nefna að í sambæri- legri skýrslu fyrir Austfjarðagöngin er arðsemin metin 4,3% miðað við að farið sé í stóriðjuframkvæmdir. Arð- semi Héðinsfjarðarganga er sam- bærileg og vænta má af Sundabraut skv. upplýsingum Vegagerðar. Í út- reikningum fyrir Héðinsfjarðargöng er gert ráð fyrir minni umferð en er um Ólafsfjarðargöng í dag og ekki er tekið tillit til annars sparnaðar sem af framkvæmdinni hlýst hjá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum og íbú- um svæðisins, landsmönnum öllum til hagsbóta. Með jarðgöngum mun leiðin á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar styttast um 47 kílómetra miðað við leiðina yfir Lágheiði, sem er ófær að meðaltali um 160 daga á ári. Þá daga er leiðin um 219 kíló- metrum styttri og er þá miðað við að fara þyrfti um Öxnadalsheiði. Stækkun atvinnusvæðis er stórt hagsmunamál fyrir allan atvinnu- rekstur í Eyjafirði og skapar aukið atvinnuöryggi fyrir íbúana. Með til- komu ganganna verða yfir 4.700 manns á skilgreindu atvinnusvæði Siglufjarðar. Göngin opna hring- tengingu á Tröllaskaga sem gefur aukin sóknarfæri í ferðaþjónustu á öllu svæðinu frá Skagafirði til Eyja- fjarðar, í stað þess að bæði Siglu- fjörður og Ólafsfjörður séu enda- stöðvar þar sem erfitt er að byggja upp ferðaþjónustu. Áhugi er fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu bæði meðal almennings og sveitar- stjórnarmanna og í október 1996 var unnin skýrsla af Rekstri og ráðgjöf ehf., þar kemur fram að spara má verulegar upphæðir í rekstri sveit- arfélaganna með sameiningu. Þar var bent á að spara mætti 38 millj- ónir á ári á núvirði, eingöngu með sameiningu sveitarfélaga við utan- verðan Eyjafjörð. Stærri sameining á svæðinu ætti að geta þýtt enn meiri sparnað og sóknarfæri alls svæðisins með Akureyri sem þunga- miðju. Rétt er að minna á eindreginn stuðning sveitarstjórnarmanna á Akureyri og við utanverðan Eyja- fjörð við göngin eins og t.d. kom fram á sameiginlegum fundi þeirra nýlega þar sem útboði ganga var fagnað. Styrking Eyjafjarðasvæðis- ins er eitt besta sóknarfæri í byggðamálum sem býðst í dag og Héðinsfjarðargöng vega þungt í að gera Eyjafjörð að enn blómlegri byggð. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur þá er matskýrsluna ásamt fylgigögnum að finna á heimasíðu Vegargerðarinnar undir vefslóðinni http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/ pages/fr_umhverfismat_trolla skagi.html. Eftir Unnar Má Pétursson „Stækkun atvinnu- svæðis er stórt hags- munamál fyrir allan atvinnurekst- ur í Eyjafirði og skapar aukið atvinnuöryggi fyr- ir íbúana.“ Höfundur er fjármálastjóri og bæjarfulltrúi. Arðsemi Héðinsfjarðar- ganga sambærileg við arðsemi Sundabrautar UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 15 Menn skipta ekki um hest í miðri á Kjartan Ólafsson alþingismaður og búfræðingur í Ölfusi Við Íslendingar höfum náð miklum árangri undanfarin ár: þrátt fyrir efnahagslægð í heiminum hefur okkur tekist að verja hagvöxt umliðinna ára, kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt og umfram allt höfum við búið við stöðugleika, sem gerir okkur kleift að gera raunhæfar áætlanir fram í tímann. Það á bæði við um atvinnulífið og einstaklingana, hvert okkar og eitt. Framundan blasir við enn frekari efnahagsleg velsæld, en hún er ekki sjálfgefin og enn síður er sjálfgefið að hún verði nýtt landsmönnum öllum til hagsbóta. Okkur hefur tekist vel upp undanfarin ár og skulum halda áfram á þeirri braut. Menn eiga ekki að skipta um hest í miðri á. Í DAG 5. maí er haldinn hátíðlegur alþjóðadagur ljósmæðra. Alþjóða- samtök ljósmæðra ICM hafa sent ljósmæðrum um heim allan hvatning- arorð í tilefni dagsins. Ljósmæður eru hvattar til að nota hæfileika sína, þekkingu og reynslu til að hafa áhrif á stefnu heilbrigðisyf- irvalda í málefnum mæðra og barna þeirra. Við tökum að sjálfsögðu áskoruninni og hefjumst strax handa. Á hvern hátt geta ljósmæður beitt sér hér á landi ? Í fyrsta lagi; geta þær lagt sig fram um að sannfæra yfirvöld um mikil- vægi þess að ljósmæður hafi áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum. Í öðru lagi geta þær aukið hlut ljós- mæðra í heilbrigðisþjónustunni s.s. á heilsugæslustöðvum þar sem sér- fræðiþekking ljósmæðra er sums staðar vannýtt. Í þriðja lagi; geta þær staðið vörð um hlutverk sitt og menntun með því að vera stöðugt með þá þætti í endur- skoðun. Á stjórnarfundi ICM í Vínarborg í apríl 2002 var fjallað um erfiðleika ljósmæðra víða um heim til að öðlast viðurkenningu yfirvalda á tilveru sinni. Í yfir 50 löndum eu ljósmæður í erfiðleikum með að fá viðurkenningu á réttindum, stöðu sinni og menntun. Við íslenskar ljósmæður teljum okkur ekki búa við það sem ljósmæð- ur áðurnefndra þjóða búa við en við höfum samkennd með þeim. Það eru ekki mörg ár síðan íslenskar ljós- mæður voru í svipaðri stöðu vegna af- stöðu yfirvalda og eimir raunar enn eftir af henni sumsstaðar. Í dag er ljósmóðurnám 60 eininga háskólanám að loknu 120 eininga grunnnámi í hjúkrunarfræði. Ljós- móðurnámið er byggt upp af fræði- legum og verklegum þáttum og er náminu lokið með embættisprófi. Við gerum kröfu um að þetta nám og þau réttindi sem það veitir hljóti þann sess og virðingu innan heilbrigð- iskerfisins sem það á skilið. Ljósmæður! Til hamingju með daginn, höldum hann hátíðlegan. Þetta er okkar dagur. Ljósmæður til forystu! Eftir Ólafíu Margréti Guðmundsdóttur og Ingibjörgu Th. Hreið- arsdóttur Ólafía er formaður LMFÍ, Ingibjörg er varaformaður og fjölmiðlafulltrúi LMFÍ. „Við gerum kröfu um að að þetta nám og þau réttindi sem það veitir hljóti þann sess og virð- ingu innan heilbrigð- iskerfisins sem það á skilið.“ Ingibjörg Ólafía Margrét

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.