Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 21
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 21
✝ Grétar Árnasonfæddist í Reykja-
vík 12. nóv. 1926. Hann
lést á Landspítalanum
í Landakoti 27. apríl
síðastliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Ing-
unn Ófeigsdóttir hús-
móðir í Reykjavík, f. í
Miðhúsum í Gnúp-
verjahreppi 20. júlí
1905, d. 24. sept. 1995,
og Árni Ámundason
verkamaður hjá
Reykjavíkurhöfn, f. á
Kambi í Villingaholts-
hreppi 29. maí 1901, d.
29. maí 1986. Grétar var elstur
þriggja systkina. Systkini hans eru
Haraldur og Guðrún Anna, bæði
búsett í Reykjavík. Hinn 5. júlí 1952
kvæntist Grétar eftirlifandi eigin-
konu sinni Sigríði Sigurðardóttur,
f. 25. nóv. 1929. Þau bjuggu öll sín
hjúskaparár í Reykjavík, lengst af í
Fossvoginum. Foreldrar Sigríðar
voru hjónin Gróa Halldórsdóttir og
Sigurður Viggó Pálmason, sem
bæði eru látin. Börn Sigríðar og
Grétars eru: Sigurður Viggó, f.
1952, maki Erna Björnsdóttir.
Börn hans eru Grétar Örn, f. 1977,
Pálmi, f. 1980, Fjóla, f. 1983, og
barnabarn Kolbrún
Kara Pálmadóttir, f.
2000. Árni, f. 1955,
maki Lene Salling.
Börn hans eru Elfar
Hrafn, f. 1983, Sigríð-
ur, f. 1986, Jens Óli, f.
1989, Helga Elísabet,
f. 1992, og Anna Ing-
unn, f. 1995. Bjarni, f.
1957. Börn hans eru
Bjarni Grétar, f. 1980,
Unnar Þór, f. 1982,
Torfi Björn, f. 1990,
Tinna og Bjarki, f.
1992. Gróa Ingibjörg,
f. 1961, maki Kristján
Egill Halldórsson. Börn þeirra eru
Arna Þórey og Gréta Björk, f.
1986 og Sigríður Dóra, f. 1993.
Grétar var alla tíð mikill áhuga-
maður um íþróttir og útiveru og
var á sínum yngri árum framar-
lega í röðum skíða- og hnefaleika-
manna. Megnið af sinni starfsævi
rak Grétar í samstarfi við aðra
vélaverkstæðið Þ. Jónsson & Co
og bifreiðaumboðið Svein Egils-
son hf. Hann hafði átt í baráttu við
Alzheimerssjúkdóminn um árabil.
Útför Grétars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Pabbi ólst upp í tryggum foreldra-
húsum á Ljósvallagötu 30 í Reykja-
vík, sem faðir hans hafði byggt. Er
pabbi og systkini hans stofnuðu fjöl-
skyldur bjuggu þau öll samtímis í
húsinu sem ávallt var rammi um
óvenju sterk fjölskyldubönd. Hreysti
og líkamlegur styrkur voru einkenn-
andi fyrir pabba, enda áttu íþróttir,
útivera og ævintýri hvers konar hug
hans. Á yngri árum var hann í Flug-
björgunarsveitinni, og tók þátt í leit-
inni að Geysi á Vatnajökli. Hann ferð-
aðist um Norður-Ameríku, var einn
af bestu hnefaleikamönnum landsins
og keppnismaður í alpa- og norræn-
um skíðagreinum. Eignaðist hann á
þessum árum fjölda góðra vina úr
hópi íþróttafélaga, sem haldið hafa
saman alla tíð síðan.
Árið 1951 gerðist pabbi meðeigandi
að vélaverkstæðinu Þ. Jónsson og co.,
og síðar hluthafi i Ford-umboðinu
Sveini Egilssyni HF. Starfaði hann
við Þ. Jónsson og co., nú Vélaland
HF. til ársins 1996. Oft á tíðum voru
vinnutímarnir margir og reksturinn
erfiður, en með einstakri samheldni
og dugnaði eigenda og starfsmanna
varð fyrirtækið brautryðjandi á sínu
sviði. Margir starfsmannanna urðu að
góðum persónulegum vinum enda
meira og minna fast starfslið í ára-
tugi.
Pabbi giftist eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigríði Sigurðardóttur árið
1952. Gagnkvæm virðing, kærleikur
og samheldni einkenndi hjónaband
þeirra allt til síðasta dags þótt ólík
væru að eðlisfari. Heimili þeirra var
alltaf trygg bækistöð fyrir börn,
tengdabörn, barnabörn, vini og ætt-
ingja, einskonar miðstöð þar sem allt-
af var pláss fyrir smáa og stóra i gleði
og sorg. Stórar fjölskyldur og vina-
hópur, ferðalög og sumarbústaðurinn
við Þingvallavatn voru fastir þættir í
þeirra lífi. Dvöl í sumarbústaðnum
var kannski táknræn fyrir verka-
skiptinguna á heimilinu, mamma sá
um félagslegu hliðina og pabbi kenndi
okkur börnunum að veiða og reri með
okkur um vatnið þvert og endilangt.
Pabbi var ekki margorður, talaði
ekki um sjálfan sig, og hallmælti aldr-
ei nokkrum manni.
Hann var hinsvegar gæddur ein-
stökum hæfileika til að tjá sig án orða.
Mér eru einkum minnistæðar margar
dagsferðir á skíði, þar sem við nutum
samverunnar og fórum í gegnum ým-
is mál nánast án þess að segja auka-
tekið orð allan daginn. Barnabörnin
hændust líka öll að honum, hans blíða,
áhugi og innri ró gerði hann að eft-
irsóttum leikfélaga og virtum afa.
Pabbi veiktist af Alzheimers sjúk-
dómi fyrir allmörgum árum, og var
sárt að sjá þá hnignun og niðurlæg-
ingu sem hann þurfti að ganga í gegn-
um af völdum sjúkdómsins. Baráttu-
andann missti hann þó aldrei og alltaf
stóð mamma sem klettur við hlið
hans. Ég vil þakka öllum vinum og
fjölskyldumeðlimum fyrir veittan
stuðning og sérlega þakka alla þá ein-
stöku alúð og kærleik sem pabbi fékk
frá starfsfólkinu deild 4-L á Land-
spítalanum í Landakoti.
Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur Lene og börnunum
mínum í veganesti sem faðir, tengda-
faðir og afi.
Árni.
Takk drottinn að fá að sitja hjá
pabba síðustu nóttina hans.
Elsku pabbi minn þú varst mér
góður faðir og kenndir mér margt um
ævina. Þessi nótt er dagsverkinu var
að ljúka hjá þér var hljóðlát, vorið fyr-
ir utan gluggann þinn. Á sólbekknum
var rósin frá mömmu, klukkan fyrir
ofan hurðina og Biblían á borðinu.
Ritað er:
Vér horfum ekki á það sýnilega, heldur það
ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið
ósýnilega eilíft.
Samvera okkar eins og lífið hér á
jörð er stundleg. Er þú hvílist í þinni
gröf og ert horfin mér, verður það
ósýnilega eilíft. Minningin um þig.
Þetta segir mér að lífsgangan er
stutt. Fyrir þig fékk ég að kynnast
sjúkdómi og ekki get ég gert mér í
hugarlund þína innri baráttu í veik-
indunum, því tár í augnkrók voru þín
tjáning í lokin.
Elsku pabbi minn, eitt veit ég að
heiðarleiki og samviskusemi voru þér
gefin í vöggugjöf og alltaf varstu
tilbúinn að hjálpa. Fyrir mig varst þú
hógvær og af hjarta lítillátur. Góður
drengur.
Bjarni Grétar, Unnar Þór, Torfi
Björn, Tinna og Bjarki eiga margar
góðar minningar um traustan og góð-
an afa. Þau biðja Guð um að blessa
þig og varðveita.
Elsku mamma mín. Ég bið Guð um
að styrkja þig í sorginni. Þú er hetja.
Ég vil þakka sérstaklega allan
þann kærleika og hlýju frá öllu því
ómetanlega fólki sem annaðist pabba
í veikindum hans.
Pabbi minn, drottinn blessi þig og
varðveiti. Drottin láti sína ásjónu lýsa
yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn
upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi
þér frið.
Bjarni.
Það er ekki laust við að ég hafi ver-
ið hálfundrandi þegar ég sá tengda-
föður minn fyrst úti í sjoppu á Háa-
leitisbraut en þá vorum við farin að
draga okkur saman, ég og elsti sonur
hans. Bílinn þekkti ég og út úr honum
kom kaffibrúnn, silfurgráhærður,
myndarlegur maður. Síðar komst ég
að því að sólin og Grétar áttu vel sam-
an og þær voru ófáar ferðir þeirra
hjóna til Kanarí-eyja eða á Litlu-
Mallorku, sem er sumarbústaðapall-
urinn þeirra við Þingvallavatn, en þar
áttum við öll góðar stundir saman í
sveitasælunni.
Tengdafaðir minn var traustur
maður og gott til hans að leita. Ég
veit ekki hvernig ég hefði farið að þau
tíu ár sem Siggi var til sjós, þegar bíll-
inn bilaði, ef ég hefði ekki getað
hringt í Grétar sem alltaf kom og
bjargaði málum í snarhasti, en hann
var einn af eigendum Þ. Jónsson &
Co. og starfaði þar sem verkstjóri í 40
ár.
Síðan var það árið 1988 sem við
Siggi fórum með Grétari í rekstur á
Vélalandi ehf., Þ. Jónsson & Co. og
fékk ég þá að kynnast honum í
vinnunni. Hann var góður fagmaður
og menn leituðu mikið til hans eink-
um með vélavandamál, þar sem yf-
irleitt var nóg fyrir hann að heyra lýs-
ingu á vandamálinu eða hlusta vélina
til þess að vita hvað að var.
Ekki er hægt að minnast tengda-
föður míns án þess að nefna Sissu,
tengdamóður mína, en saman hafa
þau gengið farsællega í rúm 50 ár.
Hann bar hana á höndum sér og hún
launaði honum vel, ekki síst í veik-
indum hans síðastliðin ár.
Starfsfólki á deild 4L á Landakots-
spítala þökkum við frábæra umönn-
un.
Elsku Sissa mín. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur vegna fráfalls góðs
manns.
Erna Björnsdóttir.
GRÉTAR
ÁRNASON
Fleiri minningargreinar um Grét-
ar Árnason bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Elín Jónsdóttirfæddist á Bala í
Gnúpverjahreppi 12.
september 1909. Hún
lést á St. Jósefsspít-
alanum í Hafnarfirði
25. apríl síðastliðinn.
Foreldrar Elínar
voru Jón Eiríksson,
bóndi og síðar múr-
ari í Reykjavík, f. á
Sólheimum í Hruna-
mannahreppi 6. júlí
1885, d. 7. maí 1970,
og kona hans, Kristín
Jónsdóttir, f. á Bala í
Gnúpverjahreppi 4.
sept 1879, d. 1. sept 1969. Systkini
Elínar eru, Guðrún, f. 18. júní
1911, Aðalheiður, f. 6. febrúar
1914, Sigurlaug, f. 12. janúar
1922, og Eiríkur, f. 3. ágúst 1923.
Elín giftist 16. júní
1934 Sigurði Árna
Bjarnasyni frá
Grund á Kjalarnesi,
d. 17. sept 1992.
Fyrst bjuggu þau í
Reykjavík, en flutt-
ust til Hafnarfjarðar
1940 og bjuggu þar
síðan. Sonur Elínar
er Ásgeir Kr. Sören-
sen, f. 10. nóvember
1931, kona hans er
Renate Sörensen.
Fóstursonur Elínar
er Jón Aðalsteins-
son, f. 21. nóvember
1943, kona hans er Guðbjörg Jóna
Eyjólfsdóttir.
Útför Elínar verður gerð frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Langri ævi er lokið. Í dag kveðjum
við móðursystur okkar Elínu Jóns-
dóttur, eða Ellu frænku eins og við
systurnar kölluðum hana. Ella
frænka dó á öðrum degi þessa sumars
á 94. aldursári. Eiginmaður hennar
var Sigurður Á. Bjarnason sem við
systurnar kölluðum aldrei annað en
Sigga hennar Ellu, Siggi lést fyrir ell-
efu árum.
Ella átti tvo drengi, Ásgeir og Jón,
sem hún alla tíð bar á örmum sér og
dekraði við. Þeir kunnu það vel að
meta og endurguldu henni það alla
tíð.
Ella var alltaf uppáhalds frænkan
okkar systra, og var heimili þeirra
hjóna okkar annað heimili. Á okkar
yngri árum leið ekki sá dagur án þess
að við kæmum við hjá þeim hjónum,
enda stutt á milli heimila okkar. Ella
lét sér annt um allt og alla, hún fylgd-
ist sérstaklega vel með uppvexti allra
systkinabarna sinna.
Þegar við hugsum til baka kemur
fljótt upp í hugann umstangið í kring-
um kindur þeirra hjóna og heyskap-
inn á Jófríðarstaðartúni. Það var
ógleymanlegt fyrir okkur systur að fá
að fara upp í Stykki, en þar var fjár-
húsið þeirra. Þó er það allt í kringum
heyskapinn sem er eftirminnilegt fyr-
ir okkur. Þar naut Ella frænka sín sér
einstaklega vel. Áhugi hennar fyrir
heyskapnum var ávallt það mikill að
oft gleymdi hún sér í sólinni og brann
illa. Þó eru það kaffitímarnir við
heyannirnar sem eru ógleymanlegir í
okkar huga. Þar naut Ella frænka sín
vel með mjólk á flösku og smurt
brauð í heysátunum, enginn fékk að
standa upp fyrr en hann hafði gert
nestinu góð skil. Heilt ævintýri var
þegar farið var í Ölfusréttir með Ellu
og Sigga. Ferðamátinn var þannig að
boddí var sett á vörubílspallinn þeirra
þannig að við gætum komist með.
Þetta er eitt af því sem stendur uppúr
í minningunni og sýnir að alltaf voru
þau hjón tilbúin að taka okkur systur
með.
Ella og Siggi voru dugleg að
ferðast um landið á árum áður. Einn-
ig voru þau mikið í sumarhúsi í Mun-
aðarnesi á haustin, þar naut Ella
frænka sín vel.
Eftir að Siggi dó fór Ella lítið að
heiman. Þó fylgdist hún áfram vel
með öllum sem tengdust hennar fjöl-
skyldu, þar kom síminn að góðum
notum. Minni Ellu frænku var alla tíð
mjög gott allt fram á síðasta dag. Oft
segjum við systur „ef við hefðum bara
minnið hennar Ellu frænku“.
Hún var lánsöm og þakklát að geta
búið í húsinu sínu fram að þeim tíma
að hún fór á sjúkrahúsið, fyrir þrem
vikum. Ásgeir og Renate tengdadótt-
ir hennar bjuggu í húsinu sem gerði
henni þetta kleift. Ásgeir hugsaði
ávallt vel um mömmu sína og erum
við systur honum ákaflega þakklátar
fyrir.
Við kveðjum þig Ella frænka og
þökkum þér fyrir allt sem þú gafst
okkur og við fengum að upplifa með
þér.
Björg, Kristín og Eygló
Aðalsteinsdætur.
Í afmæli ömmu minnar fyrr á
þessu ári sýndi hún mér á ljósmynd
sem tekin var fyrir áreiðanlega
sautján árum. Þarna var öll stórfjöl-
skyldan samankomin; afi, sem nú er
látinn, amma, börnin þeirra og barna-
börnin. Ég veitti því sérstaka athygli
að á þessu augnabliki sem myndin
hefur varðveitt í öll þessi ár var ég
ekki aðeins með hár heldur er það svo
hræðilega uppblásið að framanverð-
unni, eins og tíska þess tíma krafðist,
og einnig svo þykkt og snúið einhvern
veginn að ég gat ekki annað en sagt:
„Það er eins og ég sé með fjögurra
lítra vatnshöfuð.“
Amma fussaði auðvitað yfir þess-
um viðbrögðum mínum en Ella
frænka, elsta systir ömmu, er sat mér
á vinstri hönd, tók andköf af hlátri.
Hún hristist og skókst öll í sætinu, lét
hönd fyrir munninn og tók munn-
þurrku til að þerra tárin, sem runnu
niður hrukkóttar kinnar hennar sem
tíminn hafði markað í öll hennar níu-
tíu og þrjú ár. Hún sagði, að þarna
hefði munað litlu að þetta yrði hennar
síðasta, en að ég gæti sem betur fer
verið ánægður með að vera ekki
svona mikið lengur, því hárið sem ég
hefði nú, væri svotil gufað upp. Ég
gat tekið undir það.
Ella frænka hló áreiðanlega mikið
eftir þetta, jafn hláturmild og glöð
kona sem hún var. Þetta er síðasta
minning mín um hana Ellu, hún
kvaddi þennan heim á Sankti Jóseps-
spítala í Hafnarfirði hinn 25. apríl síð-
astliðinn.
Í mínum augum var Ella frænka
alltaf gömul kona enda bar hún með
sér næstum alla atburði liðinnar ald-
ar; hún var 5 ára þegar fyrri heims-
styrjöldin skall á, fagnaði þrítugasta
árinu þegar nasistar Hitlers hófu
seinni heimsstyrjöldina, þrjátíu og
fjögurra ára þegar Ísland varð sjálf-
stætt ríki og Sveinn Björnsson tók við
forsetaembættinu á Þingvöllum, sex-
tug þegar Neil Armstrong steig
fyrstu skrefin á tunglinu. Hún var
sextíu og þriggja ára þegar hún hélt á
mér á skírnarmyndunum mínum. Og
þetta var nítugasta og fjórða árið
hennar Ellu.
Tíminn gaf og tíminn tók. Ella
frænka tók á honum með jafnaðar-
geði eins og öllu sem að höndum bar.
Hún var vinkona allra, hún Ella, og
virðist hafa gert tímann að svo nánum
vini að aldrei beygði hann beinin
hennar og sveigði eins og hann gerir
við allar góðar konur né tók hann
heldur frá henni húmorinn sem ein-
kenndi Ellu alla tíð.
Ég minnist þeirra óteljandi
bernskustunda er ég sat með mjólk-
urglas og Frónkex fast upp við gömlu
þurrkskápana sem ávallt geymdu
silfrið og kökuhnífana í stóra hvítmál-
aða eldhúsinu í Köldukinninni. Þetta
var alvöru, ekta. Ég hélt að svona yrði
þetta um alla eilífð. Þannig sé ég Ellu
frænku fyrir mér nú; hún stendur í
eldhúsinu og hrærir pönnukökudeig
við gamla eldavél frá Rafha á meðan
jólakökurnar bakast í ofninum. Úti-
hurðin opnast með tilheyrandi
bægslagangi og inn kemur maðurinn
hennar, hann Siggi Bjarna – það
skiptir engu fyrir minninguna að
hann varð bráðkvaddur meir en tíu
árum fyrr, nýbúinn að fara í frakkann
og kyssa Ellu sína kveðjukoss á kinn-
ina og loka á eftir sér hurðinni. Ég
veit ekki hvernig það bar að, en mér
fannst alltaf gott að hans síðasta verk
í þessu lifanda lífi hefði verið að
kveðja hana Ellu.
Hann fer úr frakkanum, tekur
fagnandi á móti Ellu með kossi, en
sest síðan í eldhúskrókinn undir
þurrkskápunum, hellir nýlöguðu kaffi
í bolla og hlustar á nýjustu fréttirnar
af okkur hinum sem nú yljum okkur
við minningar um liðna tíma.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.
ELÍN
JÓNSDÓTTIR
Elsku pabbi minn, þakka þér sam-
fylgdina gegnum árin. Með þinni
styrku hönd kenndir þú mér svo
margt gott og varst mér og mín-
um svo mikils virði. Ég minnist
þín með þakklæti og stolti í huga.
Hvíldu í friði elsku pabbi minn.
Þín
dóttir.
HINSTA KVEÐJA
Guð sá að þú varst þreytt
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“.
Harmþrungin við horfðum
þig hverfa á annan stað,
hve heitt sem við þér unnum
ei hindrað gátum það.
Hjarta, úr gulli hannað,
hætt var nú að slá
og vinnulúnar hendur
verki horfnar frá.
Guð sundur hjörtu kremur
því sanna okkur vill hann
til sín hann aðeins nemur
sinn allra besta mann.
(Höf. ók.)
Blessuð sé minning Elínar
Jónsdóttur.
Guðný, Jónas og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA