Morgunblaðið - 05.05.2003, Síða 31
Úr nýjustu sýningu Verzlunarskóla Íslands eftir Jón Gnarr, Made in USA,
en Þorvaldur Davíð Kristjánsson syngur í forgrunni.
MIKIÐ var um dýrðir í Háskóla-
bíói í gærkvöldi þegar haldnir
voru tónleikarnir Víva Verzló en
þar komu fram þjóðþekktir Verzl-
ingar á öllum aldri. Meðal þeirra
sem stigu á svið voru Pálmi Gunn-
arsson, Felix Bergsson, Helga
Möller, Védís Hervör Árnadóttir,
Valgerður Guðnadóttir, Selma
Björnsdóttir og Kór Verzlunar-
skólans og sýnd voru atriði úr síð-
ustu þremur nemendamótum.
Hugmyndin að tónleikunum
kviknaði hjá Þorvarði Elíassyni,
skólastjóra Verzlunarskólans. Tón-
leikarnir eru haldnir á degi sem
ávallt var útskriftardagur Verzl-
inga og var þeim ætlað að vera
vettvangur allra kynslóða nem-
enda skólans auk annarra vel-
unnara.
Hljómsveitarstjóri var Jón
Ólafsson og kynnir Gísli Marteinn
Baldursson en þeir eru báðir fyrr-
verandi forsetar nemendafélags-
ins.
Selma Björnsdóttir var ein þeirra
fyrrv. Verzlinga sem stigu á svið.
Jón Ragnar Jónsson syngur af inn-
lifun í atriði úr Slappaðu af!
Mikið um dýrðir
á Víva Verzló
Morgunblaðið/Árni Torfason
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 31
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 10.20. B.i 12
www.regnboginn.is
HK DV
X-97,7
HJ MBL
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6. B.i 16.
HOURS
Sýnd kl. 6.
Vegna fjölda
áskorana aukasýningar
á þessari mögnuðu hrollvekju
FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINSPOTTING
Sýnd kl. 8 og 10.20.
Sagan
heldur áfram.
Enn stærri og
magnaðri en fyrri
myndin.
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i 12. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12.
Sýnd kl. 8. B.i. 12.
...Þetta er fyrsta stóra
hasarmynd sumarsins
2003 og gæti hæglega
endað sem ein sú besta ...
Kvikmyndir.com
... tt r fyr t t r
r y r i
ti l
i t ...
vik y ir.c Kvikmyndir.is
X-men 2 er mynd
með boðskap, brellur
og brjálaðan hasar...
Hvað viltu meira?
- r
, r ll r
rj l r...
il ir
400
kr
www.laugarasbio.is
Brjálaður hasar og
geggjuð áhættuatriði.
Sagan heldur áfram.
Enn stærri og magnaðri en fyrri
myndin. Missið ekki af þessari!
...Þetta er fyrsta stóra
hasarmynd sumarsins
2003 og gæti hæglega
endað sem ein sú besta ...
Kvikmyndir.com
... tt r fyr t t r
r y r i
ti l
i t ...
vik y ir.c Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.
X-men 2 er mynd
með boðskap, brellur
og brjálaðan hasar...
Hvað viltu meira?
- r
, r ll r
rj l r...
il ir
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
VERSLUNIN Nexus, sem meðal
annars verslar með teiknimyndasög-
ur og skylda hluti, hélt á laugardag
upp á hinn alþjóðlega „Free Comic
Book day“, sem á íslensku útleggst
Ókeypis myndasögur í einn dag.
Júlíus Einarsson, búðarsveinn, varð
fyrir svörum þegar blaðamaður sló á
þráðinn: „Það var stappað, – mörg
hundruð manns sem komu,“ sagði
hann aðspurður um hvernig til tókst.
Allar bækurnar 2.000 sem gefnar
voru runnu út, en þegar verslunin
var opnuð hafði myndast biðröð sem
sveigðist um verslunarportið og upp
á Hverfisgötu.
„Flestir sem vinna í teiknimynda-
sögugerð á Íslandi voru á svæðinu,“
sagði Júlíus. „Margir listamenn
sýndu myndir í sal sem við höfum við
hliðina á versluninni og teiknaðar
voru teiknimyndir á svæðinu og jafn-
vel teiknað á glugga verslunarinn-
ar.“
Meðal þess sem gestum gafst
kostur á að sjá var myndasaga eftir
Megas frá 1953 og starfsmenn
Teiknimyndastúdíós Íslands settu
upp vinnuaðstöðu sína og leyfðu
gestum að fylgjast með þeim að
störfum við teiknimyndasögugerð.
Veður var gott með eindæmum og
voru gestir óþreytandi að rýna í
teiknimyndasögur, jafnt inni í versl-
uninni sem í sólskininu úti.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjöldi manns beið í langri biðröð sem myndaðist þegar útdeila átti ókeypis teiknimyndasögum.
Þeir Ægir, Rúrik og Ari gátu ekki slitið augun af ofurmannlegum hetjum
og ófrenjum í myndasögunum þegar ljósmyndara bar að garði.
Myndasögur
lesnar í
veðurblíðu
Löng biðröð myndaðist á degi ókeypis myndasagna í Nexus
Hinn stimamjúki
og síkáti James
Brown, guðfaðir
soul-tónlistarinnar,
varð sjötugur á
laugardag. James
gamli segist vera
frískur og kátur og
segir að sér líði vel.
Hann segir langt í það að hann setjist
í helgan stein, en á
döfinni hjá honum
er tónleikaferð þar
sem komið verður
við í Rússlandi,
Englandi og í
Hollywood. …
Sagt er að hinn
snotra Vilhjálm
Bretaprins langi að flytjast búferlum
til vesturheims um hríð. Hann hefur í
hyggju annað hvort að stunda fram-
haldsnám sitt þar eða leita sér að
starfi við uppboðshús eða í galleríi.
Segja heimildir að hann telji sig þar
geta notið meira næðis og fallið betur
inn í fjöldann en heima fyrir í Bret-
landi. Villi er samt ekki að fara neitt á
næstunni, því hann á enn eftir tvö ár
af grunnnámi sínu. … Gamli Van
Halen jálkurinn, David Lee Roth,
eða „Demanta-Davíð“, varð fyrir
þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að
maður á flótta undan lögreglu leitaði
skjóls í garði hans um miðja nótt.
Rokkarinn hvíthærði mundaði hagla-
byssu sína og hélt hinum óboðna gesti
þar til lögreglan kom á staðinn.
FÓLK Ífréttum