Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 33 Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6 og 8. / Sýnd kl. 8.  X-97,7  Kvikmyndir.is kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. / kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i. 14. / kl.10. B.i. 14. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRIÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK Tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi, Michael Caine í stórbrotinni kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu Graham Greene. Michael Caine var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14. ÁLFABAKKI Tilboðkr. 500 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 4. ísl. tal / Sýnd kl. 6. ísl. tal ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 4 og 6. Tilboð 500 kr. S HÖFUNDUR einnar athyglis- verðustu myndarinnar á þessari fjöl- breyttu hátíð er kvikmyndagerðar- maðurinn Steve James, sem hefur getið sér gott orð fyrir heimildar- myndir á borð við Hoop Dreams, sem fjallaði um drauma fátækra og þeldökkra, bandarískra unglinga um frægð og ríkidæmi fyrir tilstuðlan körfubolta. Að þessu sinni tekur hann fyrir persónulegra viðfangs- efni, ungan mann, Stevie Fieldings að nafni, en James var stuðnings- fulltrúi, eða „stóri bróðir“ Stevie á háskólaárunum. Stevie er bæði til- finningalega skaddaður og ofvirkur og hafði þá flækst á milli flestra upp- eldisstofnana í fylkinu. Verið hafnað af móður sinni, mátt þola einelti og misþyrmingar, verið óvenju tætt og lemstruð sál. Árin líða og James orðinn frægur kvikmyndagerðarmaður en hefur ekki gleymt „litla bróður“. Hann heimsækir Stevie og þeir ákveða að gera mynd um líf hans. Stevie býr hjá ömmu sinni sem hefur gengið honum í móðurstað. Móðirin er ekki langt undan og eru litlir kærleikar með þeim mæðginum. Líf þessa unga manns hefur verið einkar óyndislegt og í bakgrunni heiftarleg togstreita milli móður hans og ömmu. Stevie er orðinn 21 árs gamall, og hálfgerður utangarðs- maður í samfélaginu þegar gerð myndarinnar hefst áratug eftir fyrstu kynni þeirra James. Hann er í sambúð með þroskaheftri konu, er æstur og reiður og byrjaður að abb- ast upp á lögregluna. James er rétt nýbyrjaður á heim- ildarmyndinni þegar viðfangsefnið lendir í vondum málum, er grunaður um kynferðislega áreitni við 8 ára telpubarn. Á meðan Stevie bíður dóms myndar James viðbrögð mannsins, sem er í algjörri höfnun og hans nánustu, sem er fátækt al- þýðufólk í sveitaþorpi í Illinois. Ræð- ir við ömmu hans, systur og móður, sem hafa frá ýmsu misjöfnu að segja um þennan unga ólánsmann. Eina manneskjan sem treystir honum er vanþroskuð sambýliskonan – sem þó segir sínar farir ekki sléttar. Það sem gerir sögu Stevie svo at- hyglisverða og átakanlega er að James dregur ekkert undan. Kvik- myndavélin skrásetur ömurlegt lífs- hlaup hornrekunnar miskunnarlaust og hlífir enguum fyrir nöprum sann- leikanum. Stevie leitar eftir láni hjá James er honum er sleppt gegn tryggingu á meðan á undirbúningi dómsmálsins stendur, en James neitar. Kvikmyndagerðarmaðurnn leggur vináttu þeirra undir svo hann geti skrásett atburðarásina af fullum heiðarleika og í tilfinningaþrungnun lokakafla þessarar löngu og áhrifa- miklu myndar sættir Stevie sig við það og James tjáir honum að hann verði alla tíð hans stóri bróðir og muni gæta hans. Við fáum ekki aðeins innsýn í dapran heim Stevies heldur einnig bág kjör þeirra Bandaríkja sem sjást almennt ekki í Holly- woodmyndum. Hér blasir við lífið á láglaunasvæðum dreifbýlisins í Mið- ríkjunum þar sem fólk dregur fram lífið á mörkum framfærslu og brauð- strits. Ber er hver að baki KVIKMYNDIR Háskólabíó – Stutt- og heimildarmyndahátíð Höfundur: Steve James. 140 mínútur. Kartemquin Films. Bandaríkin 2002. Stevie Sæbjörn Valdimarsson SAMA, gamla steinbrýnið hefur verið notað til að skerpa kutana í Ófeigsfirði á Ströndum í marga mannsaldra. Þaðan er komið nafn þessarar fróðlegu myndar, en hún var tekin á árunum 1997–2000. Eins höfðar það til seiglunnar sem til þarf að sitja slíkar jarðir því það þarf kjark og krafta til að nýta þær svo vel sé. Nyrstu firðirmir á Ströndum, Ingólfsfjörður og Ófeigsfjörður, voru í gegnum aldirnar eftirsóttir og fjölmennir. Býlin voru mörg og þóttu miklar hlunnindajarðir. Gnótt af rekavið, sel og æðarfugli. Búskap fór hnignandi uppúr miðri síðustu öld og nú eru þessir fögru firðir nánast að leggjast í auðn. Um sum- artímann vaknar þó allt af dvala og þá fer að rjúka úr strompinum hjá Pétri Guðmundssyni í Ófeigsfirði. Hann og hans fólk býr nyrðra á sumrin til að nýta landsgæðin og myndin Gamla brýnið er afrakstur kvikmyndagerðarmannsins Hjálm- týs Heiðdals og félaga hans sem fylgdust með Ófeigsfjarðarfólki í nokkur sumur við störf sín. Pétur er fjórði ættliðurinn sem þar gengur um hús, börnin hans sá fimmti. Spurningin er hvort nægur áhugi sé hjá afkomendum hans að lifa af landsgæðum erfðagóssins, til þess þarf í nútímanum, auk seiglunnar, einurð og talsverða sérvisku. Hér er verið að skrásetja ekki að- eins byggðasögu, heldur forn hand- brögð og hefðir sem tengjast deyj- andi nýtingu á sel og rekavið. Selurinn er veiddur í net á æva- fornum veiðistöðvum, nú einungis vegna skinnsins. Rekaviðinum er fleytt að sögunarmyllunni þar sem hann er flettur og hanteraður í fyrsta flokks söluvöru. Þá er verð- mætur dúnninn snarasti þátturinn í hlunnindabúskapnum en til þess að svo megi verða þurfa Ófeigsfjarð- armenn að halda norður á hverjum vetri til að halda tófunni niðri. og vinna á tugum ef ekki hundruðum minka árlega. Það er sumarfagurt á Ströndum og einkar búsældarlegt. Þessi fal- lega mynd vekur með manni eftirsjá þeirra heillavænlegu tíma er sjálfs- bjargarbóndinn var hornsteinn landsins. Forfeður Péturs lifðu góðu lífi í þessari matarkistu þar sem flest var við hendina sem hugurinn girntist. Svo kom sjónvarpið. Lifað af landsins gæðum Gamla brýnið „vekur með manni eftirsjá þeirra heillavænlegu tíma er sjálfs- bjargarbóndinn var hornsteinn landsins“. Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Stutt- og heimildarmyndahátíð Höfundur: Hjálmtýr Heiðdal. Textagerð og þulur: Þorleifur Hauksson. 45 mínútur. Seylan. Ísland 2002. GAMLA BRÝNIÐ – AF HLUNNINDABÚSKAP Á STRÖNDUM  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.