Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skógræktarátak í Vestmannaeyjum
„Vaxandi áhugi
á skógrækt“
EYJAMENN minn-ast þess í byrjunjúlí að 30 ár eru
liðin frá því að gosi lauk.
Af því tilefni mun Skóg-
ræktarfélag Vestmanna-
eyja standa fyrir gróður-
setningarátaki og eru
brottfluttir Vestmannaey-
ingar sem og heimamenn
hvattir til þess að gróð-
ursetja tré ofan við þær
götur sem fóru undir
hraun og vikur. Hefur fé-
lagið með aðstoð tækni-
deildar bæjarins komið
fyrir skiltum með nöfnum
16 gatna í landgræðslu-
skóginum austan við bæ-
inn. Gróðursetning hófst
þar fyrir þremur árum á
skipulögðu landsvæði,
Hraunskógi, og er ætlunin
að þar verði kjarr- og síðar skógi-
vaxið útivistarsvæði. Í Hrauns-
kógi hafa sjálfboðaliðar, nemend-
ur vinnuskólans og aðrir
starfsmenn bæjarins gróðursett
um 15 þúsund plöntur á undan-
förnum árum. Þar hafa einnig
áhugahópar helgað sér reiti.
„Tilraunir með trjárækt hófust
með dönsku kaupmönnunum,
sem settust að í Vestmannaeyjum
á 19. öld, að því að best er vitað,“
segir Kristján Bjarnason, for-
maður Skógræktarfélags Vest-
mannaeyja og garðyrkjustjóri.
„En það var dönsk læknisfrú sem
flutti fyrstu hansarósina til Eyja
á fyrri hluta 20. aldar og gróð-
ursetti við Kirkjuveginn. Hansa-
rósin hefur reynst frábærlega vel
og var hún lengi kölluð Vest-
mannaeyjarós.“
Skógræktarfélag Vestmanna-
eyja var stofnað árið 1931 og seg-
ir Kristján að það hafi starfað af
krafti til að byrja með en áhuginn
fór dvínandi með árunum þegar
árangur lét á sér standa. „Skóg-
ræktarfélagið var endurreist
2000 og tók ég þátt í því starfi
ásamt hópi áhugafólks,“ segir
Kristján.
Hvað eru félagsmenn margir?
„Félagið starfar af fullum
krafti með um sjötíu félagsmenn
og er meðal annars faglegur aðili
að landgræðsluskógaverkefninu,
en Vestmannaeyjabær gerði
samning við Skógræktarfélag Ís-
lands til 70 ára um landgræðslu-
skóg í hraunjaðrinum austan við
bæinn. Skógræktarfélag Íslands
útvegar bænum plöntur en
heimamenn gróðursetja. Land-
græðsla ríkisins hefur einnig
stutt okkur dyggilega og sent
okkur þúsundir lúpínuplantna
sem eru að vinna í haginn fyrir
trén og breyta vikri og auðn í
frjósaman jarðveg. Við tökum
líka þátt í tilraun með svepparót á
trjám í samstarfi við landgræðsl-
una. Þá hafa Landgræðslusjóður
og Landbótasjóður nýlega veitt
skógræktarfélaginu styrk til
ræktunar skjólbelta.“
Er áhugi fyrir ræktun meðal
heimamanna?
„Já það er óhætt að fullyrða að
vaxandi áhugi er fyrir
skógrækt í Eyjum.
Það voru aðrir tímar,
aðrar tegundir, önnur
tækni og enn fleiri
kindur þegar þeir
gömlu stofnuðu skógræktarfélag-
ið árið 1931 og því fór sem fór. Þá
var ekki heldur eins mikið vitað
um hvaða tegundir væri best að
rækta. Þar stöndum við hiklaust
betur að vígi í dag. Þær plöntur
sem duga best núna á seinni ár-
um eru plöntur, sem þekktust
ekki hér á landi og voru ekki einu
sinni komnar til landsins árið
1931. Sitkagrenið til dæmis var
ekki komið á þeim tíma, að ekki
sé minnst á allan harðgera víðinn
sem fluttur hefur verið inn á
seinni árum frá Alaska.“
Þolir sitkagreni salt?
„Já það er besta sígræna tréð
gagnvart salti. Furan er miklu lé-
legri.“
Hvað með alaskaöspina?
„Hún gengur vel þótt ekki sé
hún jafnbeinvaxin og víða annars
staðar. Skógrækt ríkisins er með
tilraunareit hérna í Eyjum með
mismunandi kvæmum af víði og
ösp og hægt og rólega er að koma
í ljós hvaða kvæmi þolir best salt.
Við erum að reyna að fylgja því
eftir og gróðursetja í samræmi
við þær niðurstöður.“
Hvernig hafa Vestmanna-
eyingar tekið fyrirhuguðu átaki?
„Menn eru almennt mjög já-
kvæðir gagnvart aukinni trjárækt
og ýmsir hópar og félög hafa þeg-
ar fengið sína reiti og gróðursett
á völdum stöðum. Nú erum við að
hvetja brottflutta íbúa, sem koma
til Eyja á goslokahátíðina í byrj-
un júlí, til að gróðursetja ofan á
gömlu götunum, sem fóru undir
hraun. Jarðvegurinn er reyndar
sáralítill og verður að flytja efnið
að. Út á það gengur gróður-
setningin og að hlúa að þessu
fyrstu árin. Síðan er gaman að
segja frá því að við erum farin að
sjá tré sprottin upp af fræjum í
hrauninu sem hafa fokið úr bæn-
um eða borist með fuglum, eins
og af reyni og rifs, og sýnir það
hina eðlilegu þróun sem ræktun-
arfólk er aðeins að hraða.“
Verða göturnar merktar?
„Já við erum búnir að merkja
nánast allar götur sem fóru undir
hraun og vikur.“
Á hvaða plöntur
verður lögð áhersla?
„Gróðursetningin
verður hluti af land-
græðsluskógaverkefn-
inu, við fáum mest af
jörfavíði og alaskavíði, auk þess
líka sitkaelri, sitkagreni og harð-
snúin kvæmi af alaskaösp, eins og
keisara og sölku. Elri er að vísu
ekki sú tegund sem þolir best rok
og sjávarseltu en þar sem er
þokkalegt skjól hefur það vaxið
vel. Kosturinn við elrið er m.a. að
það þarf ekki áburð, hefur reynd-
ar ekki gott af áburði og líkist að
því leyti lúpínunni.“
Kristján Bjarnason
Kristján Bjarnason er einn af
tengdasonum Vestmannaeyja en
hann fæddist árið 1956 í Reykja-
vík. Kristján er garðyrkjufræð-
ingur að mennt frá umhverfis-
braut Garðyrkjuskóla ríksins í
Hveragerði. Hann fluttist til Eyja
árið 1999 og var fljótlega ráðinn
garðyrkjustjóri. Kona Kristjáns
er Svava Bogadóttir og eiga þau
samtals fjögur börn.
Vikri breytt í
frjósaman
jarðveg
BEINT flug frá Íslandi til Græn-
lands með Flugfélagi Íslands hófst
að nýju í vikunni eftir tveggja ára
hlé. Flogið verður til Narsarsuaq á
Suður-Grænlandi tvisvar í viku
fram í lok ágúst.
Gert er ráð fyrir að farþegar
verði hátt á þriðja þúsundið, sem er
svipaður fjöldi farþega og sumarið
2000 þegar síðast var flogið á þess-
ari leið. Flugfélag Íslands gerir ráð
fyrir að svipað fyrirkomulag verði
á fluginu næstu þrjú árin, en að
með aukinni markaðssetningu megi
búast við fleiri farþegum á komandi
árum.
„Mest af farþegunum eru erlend-
ir ferðamenn sem koma til Íslands
og eru að tengja saman þessi tvö
lönd í einni ferð,“ segir Árni Gunn-
arsson, sölu- og markaðsstjóri
Flugfélags Íslands. Þeir dvelja þá
hér á landi í eina til tvær vikur og
svo frá þremur dögum upp í viku á
Grænlandi. Einhverjir snúa þessu
þó við og dveljast lengur á Græn-
landi en skemur hér á landi. Árni
segir að Íslendingar fari einnig
nokkuð í þessar ferðir, sérstaklega
veiðimenn sem hafa þegar bókað
nokkuð af ferðum í ágúst.
Á Suður-Grænlandi er ýmislegt
hægt að gera sér til skemmtunar og
margt fyrir ferðamenn að sækja í,
segir Árni. „Sérstaklega er það
náttúran, jöklar og geysilega fal-
legt landslag. Svo er spennandi að
fara og skoða menninguna og fólk-
ið sem býr þarna, jafnvel fornleifar
líka.“ Bær Eiríks rauða er rétt hjá
Narsarsuaq í Brattahlíð ásamt
kirkju Þjóðhildar, konu hans.
Morgunblaðið/Sverrir
Það er stutt þyrluflug frá Narsarssuaq í Brattahlíð við Eiríksfjörð. Hér eru frá vinstri Magni Arge, forstjóri Atlantis
Airways, Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Salik Hard, frá Narsaq Tourist Office, Árni Gunn-
arsson, markaðsstjóri Flugfélags Íslands, og Emil Guðmundsson, fyrrverandi hótelstjóri Hótels Loftleiða.
FÍ í Grænlandsflug á ný
SAMAN-HÓPURINN, samstarfs-
hópur um forvarnir sem stuðlar að
velferð barna og ungmenna, er að
hefja átak með áherslu á samveru-
stundir fjölskyldunnar. Í Saman-
hópnum eru fulltrúar frá 15 ólíkum
stofnunum og samtökum sem öll eiga
það sameiginlegt að vinna með börn-
um og unglingum.
Með átakinu vill hópurinn hvetja til
þess að fjölskyldan verji sem mestum
tíma saman en rannsóknir hafa sýnt
fram á að samvera foreldra og barna
dregur verulega úr líkum á því að
unglingar neyti vímuefna.
Að sögn Stefáns Más Gunnlaugs-
sonar, fulltrúa Þjóðkirkjunnar í hópn-
um, er mikilvægt að fólk geri sér
grein fyrir því að það skiptir mestu
máli að fjölskyldan eyði tíma saman
en ekki endilega hvað er gert. „Að
horfa á sjónvarpið saman er forvörn í
sjálfu sér. Að borða saman, ferðast
saman innanlands eða bara njóta þess
að vera saman getur verið dýrmæt
stund fyrir fjölskylduna. Samveran
stuðlar að myndun sterkari tengsla
innan fjölskyldunnar og samskipta.
Þannig hafa rannsóknir leitt í ljós að
börnum og unglingum sem tala við
foreldra sína um líðan sína líður al-
mennt betur og eru jákvæðari. Á
sumrin á fjölskyldan einna mestan
frítíma og það er mikilvægt að nýta
hann sem best. Engu að síður er sum-
arið oft sá tími sem unglingar byrja að
nota vímuefni,“ segir Stefán Már.
Samveru-
stundir fjöl-
skyldunnar
mikilvægar
LÆKKAÐ verð og meiri sveigj-
anleiki einkenna nýhafið flug Flug-
félags Íslands til Grænlands. Hægt
er að bóka far aðra leiðina og skil-
málum hefur fækkað.
Þessi breyting er gerð í tegnslum
við breytta stefnu flugfélagsins í far-
gjaldamálum sem verið hefur í gildi á
leiðum félagsins innanlands, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Einnig verður lögð áhersla á net-
tilboð til allra áfangastaða á Græn-
landi, en þeir eru Narsarssuaq á Suð-
ur-Grænlandi og Kulusuk og
Constable Pynt á Austur-Grænlandi.
Lækkað verð
á Grænlands-
ferðum
ÞAÐ voru nemendur á leikskólan-
um Vallarseli á Akranesi sem tóku
fyrstu skóflustunguna að nýrri leik-
skólabyggingu sl. þriðjudag en gert
er ráð fyrir að byggingin verði tekin
í notkun í lok janúar á næsta ári.
Byggingin verður um 380 fermetrar
að stærð, auk þess sem við skólann
verður 90 fermetra listaskáli auk
millibyggingar sem er um 31 fer-
metri að stærð. Leikskólinn verður
með sex deildum að loknum breyt-
ingunum en þrjár deildir eru í dag í
Vallarseli.
Á dögunum voru tilboðsgögn í
bygginguna yfirfarin og var Tré-
smiðja Þráins Gíslasonar með
lægsta tilboðið kr. 50.345.600. Ný-
byggingin verður byggð úr for-
steyptum einingum en innréttingar
og innri frágangur viðbyggingarinn-
ar verður boðið út síðar í sumar.
Auk Trésmiðju Þráins Gíslasonar
buðu þrír aðrir aðilar í verkið: Tré-
smiðjan Kjölur ehf. kr. 51.000.000,
Trésmiðjan Akur ehf. kr.
58.756.000, Loftorka Borgarnesi
ehf. kr. 60.569.000 en Loftorka var
einnig með frávikstilboð kr.
54.569.000.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Strákarnir á Vallarseli eiga eftir að fylgjast grannt með stækkuninni.
Stækkun Vallar-
sels að hefjast
Akranesi. Morgunblaðið.