Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 20
AKUREYRI
20 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu
sumarbústaður
í Hrísey.
Upplýsingar gefur:
Narfi Björgvinsson,
Hrísey, sími 898 7345.
Sumarbústaður í Hrísey
Farið verður frá Húsavíkurhöfn kl. 17:00 um hvalaslóðir
út í Flatey, eyjan skoðuð og snæddur grillmatur. Ef aðstæð-
ur leyfa verður komið við í Lundey á leiðinni til baka.
Gert er ráð fyrir að koma til Húsavíkur aftur milli
kl. 23:00 og 24.00
Bátsferðin og matur kostar kr. 5.300 pr. mann.
Sætaferðir frá Umferðarmiðstöð Akureyrar kl. 15:00.
Mikilvægt er að fólk skrái sig í ferðina eigi síðar en
fimmtudaginn 3. júlí.
Allir velkomnir.
Skráning og frekari upplýsingar:
Alfreð, sími 862 3323 og Jóhanna, símar 461 2575
og 861 1709 á kvöldin.
Einnig má senda tölvupóst á xd@aey.is
Stjórnin.
Sumarferð
sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi
verður farin laugardaginn 5. júlí 2003
ÁGÚST Frímann Jakobsson
hefur verið ráðinn aðstoðar-
skólastjóri Brekkuskóla. Um-
sækjendur um stöðuna voru
fimm, þau Snorri Óskarsson,
Sigríður Kristín Bjarnadóttir,
Helga Sigurðardóttir, Hrafn-
hildur S. Sigurgeirsdóttir og
Ágúst Frímann. Á fundi skóla-
nefndar hinn 23. júní var til-
kynnt að Ágúst hefði verið ráð-
inn í starfið frá og með 1. ágúst
á þessu ári.
Ágúst sagði við Morgunblað-
ið að hann væri mjög ánægður
með að hafa fengið þetta starf.
„Þetta er spennandi því fram-
undan er í gangi mjög mikil
uppbygging við skólann. Síð-
astliðinn vetur starfaði ég sem
deildarstjóri á eldra stigi í
Giljaskóla. Áður var ég í grunn-
skóla Húnaþings vestra, að-
stoðarskólastjóri þar í tvö ár,
en ég er frá Hvammstanga,“
sagði Ágúst.
Ágúst
aðstoðar-
skólastjóri
Brekkuskóla
Fjölmenningarhljómsveitin Spað-
arnir kemur í Ketilhúsið í kvöld kl.
21.30 og skemmtir með léttri tón-
list, upplestri, söng og dansi. Þetta
er engin venjuleg hljómsveit eins
og allir vita, en hana skipa lands-
kunnir listamenn, sem fæstir eru
þó kenndir við hljóðfæri eða söng.
Meðlimir hljómsveitarinnar eru
Guðmundur Andri Thorsson, söng-
ur; Aðalgeir Arason, mandolín;
Gunnar Helgi Kristinsson, harm-
ónikka; Magnús Haraldsson, gítar;
Guðmundur Pálsson, fiðla; Hjörtur
Hjartarson, klarínett, flauta og gít-
ar; Guðmundur Ingólfsson, bassi;
og Sigurður G. Valgeirsson,
trommur.
Miðasalan verður opnuð í Ketilhús-
inu í kvöld kl. 20 og er aðgangs-
eyrir 1.500 krónur.
Í DAG
JÓHANNES Páll páfi II var ekki
viðstaddur messuna í Péturskirkj-
unni í Róm í fyrradag þar sem
Karlakór Akureyrar – Geysir söng,
eins og til stóð.
„Nei, hann mætti ekki heldur
kom einn af monsignorunum hans í
staðinn til þess að messa. Þetta var
samt alveg stórkostlegt og vel
heppnað; við sungum uppi við aðal-
altari kirkjunnar þar sem aðeins 12
ákveðnir karlmenn mega messa, á
stað þar sem ferðamenn fá aldrei að
koma,“ sagði Erla Þórólfsdóttir,
kórstjóri, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Akureyringarnir fengu enga
skýringu á því hvers vegna páfi kom
ekki sjálfur til messunnar.
Erla sagðist hafa orðið undrandi
á því að kórinn fengi leyfi til þess að
syngja þarna í þessari viku vegna
þess að senn hefst mikil hátíð heil-
ögum Pétri til dýrðar og þegar svo
er er yfirleitt ekki hnikað frá hefð-
bundinni dagskrá.
Kórinn söng fjögur lög við mess-
una eins og til stóð, og meira til;
óvænt var einn kórfélaga fenginn til
þess að lesa ritningargrein við
messuna og kom það í hlut Birgis
Guðmundssonar, blaðamanns.
„Það var alveg stórkostlegt að fá
tækifæri til þess að taka þátt í
þessu. Þetta er nokkuð sem gerist
ekki nema einu sinni á ævinni – og
varla er hægt að orða það þannig
því aðeins sárafáir fá tækifæri til að
gera þetta,“ sagði Erla við Morgun-
blaðið.
Páfinn
mætti ekki
til messu
Birgir Guð-
mundsson sá um
ritningarlestur
HÚSNÆÐI Tónlistarskólans á
Akureyri hefur verið selt en í gær var
samþykkt kauptilboð frá eignarhalds-
félaginu Parma ehf. upp á 47,5 millj-
ónir kr. Áætlað er að breyta húsnæð-
inu, Hafnarstræti 81 a og b, í íbúðir en
skólinn flytur í sumar í Linduhúsið
svokallaða við Hvannavelli.
Guðríður Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Fasteigna Akureyrar-
bæjar, sagðist vera sátt við það verð
sem fékkst fyrir húsnæðið. „Við erum
búin að auglýsa húsnæðið tvisvar til
sölu en þá komu engin tilboð í það.
Þannig að miðað við allt og allt þá
held ég að þetta sé bara mjög gott
verð sem við fáum fyrir það,“ sagði
Guðríður.
Loftur Gunnar Sigvaldason, einn af
þeim sem standa að Parma ehf., sagði
að ætlunin væri að breyta húsinu í
íbúðir. „Það er ekki enn búið að
ákveða hvort þær verða seldar eða
leigðar út, báðir möguleikarnir eru
fyrir hendi. Ákvörðun um fjölda íbúða
liggur ekki fyrir, en þær verða á
bilinu tíu til tuttugu, sennilega nær
seinni tölunni því húsnæðið er það
stórt, eða um 1.300 fermetrar. Það á
eftir að breyta húsnæðinu mikið og
meðal annars þarf að setja lyftu í
það,“ sagði Loftur.
Ásamt Lofti eru það Bárður Hall-
dórsson og Bjarni Pétursson sem
standa að Parma ehf. „Við sem kom-
um að fyrirtækinu höfum allir komið
við í þessum bransa, bæði í sambandi
við leiguhúsnæði og eins í sambandi
við breytingar á húsnæði. Arkitektinn
sem er að vinna með okkur heitir Páll
Björgvinsson og er í Reykjavík,“
sagði Loftur.
„Við fáum húsið afhent 1. septem-
ber og þá gefum við okkur átta mán-
uði til að breyta því. Við stefnum að
því að það verði að fullu búið í júní á
næsta ári. Það er mikil vinna fram-
undan því að þetta eru í raun tvö hús
sem eru byggð á mismunandi tíma og
búið endalaust að byggja við þau og
breyta. Þetta er talsvert verk en þetta
á eftir að skapa vinnu,“ sagði Loftur.
Þegar hann var spurður um hvort
þeir ætluðu að bjóða framkvæmdina
út sagði Loftur að hann reiknaði með
að þeir myndu ráða byggingarstjóra
og meistara yfir verkinu. „Verkið er
of flókið til þess að við getum boðið
það allt út í einu lagi. Við eigum samt
eftir að bjóða einhvern hluta af verk-
inu út því að þetta eru svo margir
þættir eins og til dæmis lyftumál og
fleira.“
Húsnæði tónlistar-
skólans breytt í íbúðir
AKUREYRINGUM verður boðið
upp á Evrópuleik í knattspyrnu á
Akureyrarvelli í dag þegar KA
tekur á móti liði Sloboda Tuzla frá
Bosníu Herzegóvínu í Intertoto-
keppninni, Getraunakeppni Evr-
ópu sem svo er kölluð. Þetta er
seinni leikur liðanna í fyrstu um-
ferð keppninnar en þeim fyrri lauk
með jafntefli, 1:1, í Tuzla um síð-
ustu helgi.
Þetta er aðeins þriðji Evrópu-
leikurinn sem fram hefur farið á
Akureyrarvelli í gegnum tíðina.
Þegar KA-menn urðu Íslands-
meistarar 1989 mættu þeir CSKA
Sofia frá Búlgaríu um haustið og
sumarið 1999 tóku svo Leift-
ursmenn frá Ólafsfirði á móti belg-
íska stórliðinu Anderlecht á vell-
inum í Getraunakeppninni.
Síðasti leikur KA á Íslands-
mótinu, gegn Val í vikunni, tap-
aðist 1:2 á heimavelli og er myndin
tekin augabragði eftir að Elmar
Dan Sigþórsson kom KA í 1:0 í
fyrri hálfleiknum. Varnarmað-
urinn Ármann Smári Björnsson
liggur eftir, Hreinn Hringsson
fagnar marki samherja síns úti í
teig en engu líkara er en Ólafur
Þór Gunnarsson markvörður vilji
bjóða Elmari Dan upp í dans. Í dag
kemur í ljós hvers konar dans KA-
menn stíga við mótherjana frá
Bosníu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Boðið upp í Evrópudans
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur
ákveðið að um 130 unglingum
sautján ára og eldri, sem ekki hafa
fengið vinnu í sumar, verði boðið
sex vikna starf hjá Akureyrarbæ.
Þetta var gert er niðurstöður úr
könnun þar sem atvinnuhorfur 17
ára og eldri voru teknar til athug-
unar. Þar kom í ljós að 130 ungling-
ar væru enn atvinnulausir og er það
um þriðjungs aukning frá því í
fyrra.
130 unglingum
boðin vinna
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111