Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 21 NÝVERIÐ lauk fyrsta áfanga í endurgerð Hafnargötu, sem er að- alverslunargata bæjarins. Í þessum fyrsta áfanga var tekinn götukafl- inn frá horni Tjarnargötu að horni Aðalgötu. Skipt var um jarðveg, lagnir endurnýjaðar og gatan hellulögð, auk þess sem ljósastaur- ar voru endurnýjaðir og blóma- kerjum komið fyrir. Gatan hefur fengið nýtt og glæsilegt útlit en áætlað er að endurgerð götunnar verði að fullu lokið fyrir ljósanótt á næsta ári. Hins vegar er stefnt að því að ljúka næstu tveimur áföngum fyrir komandi ljósanótt í septemberbyrjun, en það er kafl- inn frá horni Aðalgötu og norður fyrir Duus-hús, að Gróf. „Ég er mjög ánægð með þessar breytingar á Hafnargötunni og ég gat ekki betur heyrt á fundi kaup- manna í Reykjanesbæ fyrir skömmu en þeir væru sama sinn- is,“ sagði Sirrý Þorsteinsdóttir, verslunarstjóri og eigandi Útivist- ar og sports í samtali við Morg- unblaðið. Aukin umferð og miðbæjarstemning Endurnýjun Hafnargötu er óneytanlega mikið rask fyrir fyr- irtækjaeigendur en að sögn Sirrý- ar hafa menn einblínt á jákvæðu hliðina. „Þetta er búið að vera erf- iður tími og framkvæmdirnar hafa bitnað illa á mörgum. Fyr- irtækjaeigendur eru hins vegar mjög sáttir því gatan er orðin mjög skemmtileg og á eftir að verða glæsileg þegar þessu verður lokið.“ Sirrý sagðist merkja aukna um- ferð við götuna, enda væru bæj- arbúar ekki síður ánægðir með þessar breytingar. „Þetta er mikill meðbyr og nú erum við fyr- irtækjaeigendur með í bígerð að stofna miðbæjarsamtök, þar sem m.a. verður rætt að hafa reglulega uppákomur í miðbænum,“ sagði Sirrý að lokum en þess má geta að stofnfundur samtakanna verður á Ránni n.k. mánudagskvöld kl. 20. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ný og falleg umgjörð Hafnargötunnar gæðir miðbæ Keflavíkur sannkölluðum miðbæjarblæ. Stefnt er að stofnun mið- bæjarsamtaka Keflavík MIKILL erill hefur verið í framkvæmdum í Garði undan- farið og sér ekki fyrir endann á því. Verið er að byggja tíu íbúðir fyrir aldraða við hjúkr- unarheimilið Garðvang í Garði. Þær verða brátt auglýstar lausar til umsóknar og ganga íbúar sextíu og sjö ára og eldri fyrir. Tekið verður á móti formlegum umsóknum frá og með mánudeginum 14. júlí nk. og reiknað með að íbúðirnar verði afhentar fullfrágengnar fyrsta nóvember næstkom- andi. Sigurður Jónsson, sveitar- stjóri Gerðahrepps, segir mik- inn framkvæmdaanda vera í fólki og hraða uppbyggingu eiga sér stað í Garði. „Búmenn eru að byggja nýjar íbúðir fyr- ir fimmtíu ára og eldri. Þegar hefur verið flutt inn í tíu þeirra, fjórar verða afhentar um miðjan júlí en sex í febrúar á næsta ári. Auk þess er allt á fullu í stórátaki við lagningu gangstétta og malbikun gatna. Einnig er mikið um að bæði einstaklingar og verktakar séu að byggja sér íbúðarhús hér og eru nú í byggingu um 40 einkaíbúðir.“ Fram- kvæmda- gleði og uppbygging Garður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.