Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 25
Í DAG, laugardaginn 28. júní, verð-
ur opnuð sýning Aðalheiðar S.
Eysteinsdóttur í Boekie Woekie,
Bernenstraat 16, Amsterdam í Hol-
landi. Opnun sýningarinnar er liður í
verki Aðalheiðar „40 sýningar á 40
dögum“.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
FYRIR nokkrum misserum
færði Gunnar Helgason hrl.
Ríkisútvarpinu fágætar hljóð-
ritanir úr safni bróður síns,
tónskáldsins og tónvísinda-
mannsins dr. Hallgríms Helga-
sonar. Hér er um að ræða
kammer-, kór- og einsöng-
sverk eftir tónskáldið í flutn-
ingi þýskra, danskra og
norskra tónlistarmanna.
Hljóðritanirnar voru allar
gerðar erlendis um miðja 20.
öldina og eru aðeins til í einu
eintaki.
Plötugjöf
til Ríkis-
útvarpsins
FJÖGURRA vikna leiklistarnám-
skeið á vegum Leynileikhússins og
Rjómagrúbbu Kramhússins hefst
hinn 30. júlí nk. Námskeiðið er ætl-
að fullorðnu áhugafólki og mun því
ljúka með mannmörgu götuleikhúsi
á götum Reykjavíkur á menning-
arnótt borgarinnar hinn 16. ágúst.
„Þemað er „Reykjavíkurskáldin“
og unnið er átta virk kvöld og fjóra
helgardaga. Kynntar verða mis-
munandi spunaaðferðir leikarans og
þær síðan notaðar í uppsetningu á
átta sjálfstæðum einþáttungum sem
sýndir verða á handahófskenndum
stöðum í miðbænum fyrrnefnda
nótt. Þátttökugjaldi er haldið í lág-
marki, enda markmiðið að allir geti
verið með,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Kennari og leikstjóri er Agnar
Jón Egilsson leikari. Framkvæmda-
stjórn er í höndum Vignis Rafns
Valþórssonar leiklistarnema, Val-
gerðar Rúnarsdóttur dansara og
Gunnars Vigfúss Gunnarssonar.
Námskeiðið fer fram í listastúd-
íóinu Kramhúsinu við Bergstaða-
stræti.
Frekari upplýsingar er hægt að
nálgast með því að senda póst á
netfangið agnarjon@mi.is.
Námskeið
í leiklist
ÚTHLUTAÐ hefur verið úr
Menningarsjóði Sjóvár-Almennra
trygginga hf.
Alls voru 3,4 milljónir króna
veittar 18 aðilum. 120 sóttu um
styrk að þessu sinni.
Hæsta styrkinn fékk Síld-
arminjasafnið á Siglufirði að upp-
hæð 500 þús. kr. vegna verkloka
á bræðsluiðnaðarsafninu Gránu,
en Síldarminjasafnið hefur af
Safnaráði verið tilnefnt til Evr-
ópsku safnverðlaunanna.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að
upphæð 200 þús. kr.: Minning-
arsjóður Kristjáns Eldjárns gít-
arleikara, Unnur Elísabet Gunn-
arsdóttir, dr. Erlingur
Jóhannsson og hópur fræði-
manna, Bjarni Skúlason, Kvenna-
sögusafn Íslands, Bjarni Frímann
Bjarnason, Sigrún Einarsdóttir
og Ólöf Einarsdóttir / Gler í
Bergvík.
Styrk að upphæð 150 þús. kr.
hlutu: Kristín Þórarinsdóttir, dr.
Guðmundur Pálmason, Ingólfur
Örn Björgvinsson, Ari Trausti
Guðmundsson, Jón Atli Jónasson,
Sigríður Matthíasdóttir, Guðrún
Birgisdóttir og Pétur Jónasson,
Félag um tónlistarbúðir til nám-
skeiðshalds fyrir nemendur í
fiðlu- og sellóleik í Skálholti svo
og til tónleikahalds og Kór Lang-
holtskirkju.
Styrkir úr Menningar-
sjóði Sjóvár-Almennra
Handhafar styrkja úr menningarsjóði Sjóvár-Almennra.
mbl.is
STJÖRNUSPÁ