Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 26

Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ og upplifa söngvana, manninn og lífs- starf hans á allt annan hátt en ég get nokkurn tíma gert. Staða mín er að vissu leyti sú að opna safn persónu- legra og mjög tilfinningamótaðra sendibréfa en geta ekki brugðist við þeim fullkomlega sem kveðju til mín. Einnig gera þær „takmarkanir við lagasmíði og skortur á kunnáttu í þeim efnum“, eins og Árni greinir frá, það að verkum að söngvarnir hans verða mjög mótaðir af úrvinnslu og útsetningu „tónlistarmenntaðra“ manna, þannig að fagleg umfjöllun ætti engu að síður að beinast að hand- verki þeirra en sönglagasmíð, ljóða- gerð og ljóðavali Árna sjálfs. Ég vel þá leið að líta á söngvana sem Árni hefur samið og valið fyrir þessa út- gáfu sem dýrmæta heimild um mann sem lifði og hrærðist, og gerir örugg- lega enn, í sönglífi og býður vinum sínum og samferðafólki að öðlast hlut- deild í því lífi, eins og það er. Styrk- leiki plötunnar felst í því að höfundur kemur hreint til dyra og er ekkert að fela, en veikleikinn felst í því að tón- lagið, yrkisefni og útfærsla verður of einhæf fyrir heila plötu. Þarna verð ég strax að setja fyrirvara um tak- markanir mínar á að setja mig í spor þeirra sem kveðjuna eiga í vinahópi Árna. Lögin hans Árna eru yfirleitt með ljúfsárum blæ og textar oft tengdir trega, en eru margir mark- aðir djúpri trúarvitund. Það sönglag sem að mínu mati er áhrifamest er lagið Sofðu vinur, sem Árni semur bæði ljóð og lag við og tileinkar syni sínum. Páll Kr. Pálsson útsetti lagið MÉR er nokkur vandi á höndum að fjalla um geisladiskinn Kveðjan mín og það verður raunar skiljanlegra í hverju sá vandi liggur við lestur for- mála Árna Gunnlaugssonar í heftinu sem fylgir. Þar greinir hann frá því að hugmyndin að útgáfu þessari hafi orðið til við hvatningu vina og vel- unnara og ég veit að þeir greina betur þátt söngs og söngva Árna í lífi sínu fyrir orgel, selló og einsöng, en á plöt- unni flytja þeir lagið saman Árni, Oliver J. Kentish á selló og Kári Þor- mar á orgel. Einlægt, auðmjúkt og næmt samhengi ljóðs, lags, útsetning- ar og flutnings er þarna í fyrirrúmi, sem skapar sannfærandi heild. Það veitir plötunni einnig styrk að nær 20 ára gömul leikmannsupptaka með söng Ólafs Magnússonar frá Mosfelli fær að vera með. Lag og ljóð er eft- irmæli Árna um föður sinn, og flutt við útför hans 1985 af Ólafi, Hrönn Geirharðsdóttur á fiðlu og Guðna Þ. Guðmundssyni á orgel, en Guðni heit- inn útsetti lagið á smekklegan hátt. Eyþór Þorláksson gítarleikari hefur gert flestar útsetningarnar á lögum Árna og unnið af stakri smekkvísi og eru mörg píanóundirspilin skemmti- leg. Auk laga Árna á plötunni eru gamlar upptökur úr söngþátttöku hans, bæði þegar hann söng Gluntana á móti Stefáni Skaftasyni og einnig með félögum úr Karlakórnum Þröst- um í Ríkisútvarpið 1951. Þarna er aft- ur um að ræða brot úr lífssögu Árna í söngnum, fremur en viðbót við þær fjölmörgu upptökur sem til eru af sama efni. Flutningur söngvara og hljóðfæraleikara er góður og skilar vel þeim angurværa blæ sem er ein- kenni flestra laganna. Hljóðvinnsla er góð,þó erfitt sé alltaf að bæta lélegar gamlar upptökur. Hönnun plötuum- slags er fremur hugmyndarík. Platan veitir innsýn í það líf, þá lífs- skoðun og það söngvaval sem ein- kennt hefur Árna Gunnlaugsson. TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur með 16 lögum eftir Árna Gunnlaugsson og 7 lögum eftir aðra höf- unda. Útgáfuár: 2003. Útgefandi: Árni Gunnlaugsson í Hafn- arfirði. Hljóðvinnsla og samsetning: Halldór Vík- ingsson. Hönnun: Gunnar Þór Halldórsson. Filmuvinnsla: Prisma-Prentco. Framleiðsla: Sony DADC Salzburg. Einsöngvarar í lögum Árna: Árni Gunn- laugsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Jóhanna Linnet, Margrét Ír, Ragnheiður Linnet og Ólafur Magnússon frá Mosfelli (uppt. 1985). Hljóðfæraleikarar í lögum Árna: Carl Möller á píanó, Guðni Þ. Guðmundsson á orgel (uppt. 1985), Hrönn Geirharðs- dóttir á fiðlu, Kári Þormar á orgel og pí- anó, Oliver J. Kentish á selló og Örn Arn- arson á gítar. Einnig félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar, sem jafnframt leikur á bás- únu. Útsetningar á lögum Árna gerðu: Árni Scheving, Carl Möller, Eyþór Þorláksson, Finnur Torfi Stefánsson, Guðni Þ. Guð- mundsson, Helgi Bragason, Páll Kr. Páls- son og Stefán Ómar Jakobsson. KVEÐJAN MÍN Komið hreint til dyra Jón Hlöðver Áskelsson ÞAÐ er til marks um stöðugar vin- sældir hins sígilda söngleiks Grease að nú er verið að setja hann upp í annað sinn á hálfum áratug – eða hvað? Það er ekki nokkur efi um það í huga undirritaðs að velgengni sýn- ingar Leikfélags Reykjavíkur fyrir fimm árum á stóran þátt í að ákveðið er að setja sýninguna upp aftur svo skömmu síðar. Sú sýning átti stóran þátt í því að gera þau Selmu Björns- dóttur og Rúnar Frey Gíslason að stjörnum. Nú eru poppstjörnur sem þegar hafa skapað sér nafn valdar í aðalhlutverkin. Það er greinilegt að ekkert á að geta komið í veg fyrir að sýningin slái í gegn, forsendurnar fyrir því eru allar til staðar enda bendir eftirspurn í miðasölu til þess að aðsókn sé gulltryggð. Þar sem sýning Leikfélags Reykjavíkur er áhorfendum í fersku minni er óhjákvæmilegt að sýningin nú verði borin saman við þá eldri. Töluvert meiru var kostað til sýning- arinnar fyrir fimm árum. Þannig var meira lagt í búninga og leiktjöld, dansarar og leikarar voru nokkru fleiri og leikstjórinn, Kenn Oldfield, vanur maður á réttum stað. Gunnar Helgason hefur líka sett upp söng- leiki áður en einungis áhugamanna- sýningar fyrir Verslunarskólann. Þetta er hans fyrsta söngleikjaupp- færsla með atvinnumönnum, hvort sem er á sviði söngs eða dans, auk þess sem hönnuðir þeir sem starfa við sýninguna er að stíga sín fyrstu skref á atvinnusviði. Það er ólíku saman að jafna að bera saman þessar tvær sýningar en niðurstaðan er samt sú að þessi nýja útfærsla eigi vinninginn. Fágunin og atvinnu- mennskan í sýningu Kenn Oldfields átti ekki eins vel við efnið og hinn grófi og hrái andi sem svífur yfir vötnunum hér. Krafturinn er aðals- merki sýningarinnar og það er nóg af honum, hvort sem á við þýðingu text- ans, söng eða dans. Leikurinn var óneitanlega betri í gömlu sýningunni en hér, en það skiptir ekki meginmáli í sýningu þar sem allar persónurnar eru klisjur út í gegn. Það skiptir ennþá minna máli eftir að Gísli Rún- ar Jónsson hefur umbreytt textanum í þýðingu sinni og fært staðinn frá Bandaríkjunum upp í Grafarvog, tímann frá sjötta áratugnum til dags- ins í dag og skilið tíðarandann og persónur hangandi einhvers staðar mitt á milli rósrauðra endurminn- inga um veröld sem aldrei var og nú- tíma sem hvergi er til og aldrei verð- ur. Margt í þýðingunni er stórkost- legt, sérstaklega söngtextarnir, öðru er hægt að líkja við flóðbylgju sem á upptök sín í hugarheimi Gísla Rún- ars og sem hrífur allt með sér; brot úr dægurlögum nútímans og brand- ara byggða á raunverulegum nútíma Íslendingum, sjónvarpsþáttum, dægurlagastjörnum; hvað sem er verður honum tilefni til að prjóna við textann og honum er ekkert heilagt. Margt af þessu fer fyrir ofan garð og neðan, annað strandar á skilnings- leysi áhorfandans en hitt rennur ljúf- lega niður. Þetta frelsi til að taka hvað sem hægt er að láta sér detta í hug inn í textann, sleppa hverju því sem virkar ekki og breyta þar sem þörf er á gerir þessa sauðmeinlausu og ómerkilegu sögu að umgjörð utan um nútíma revíu. Stutt atriði þar sem Laddi í hlutverki Jóns Alsæls lætur móðan mása í útvarpsþætti er gott dæmi um slíkt. Gísli Rúnar kýs að færa textann nær unglingamáli samtímans með því að tvinna saman kjarnyrtum nú- tímablótsyrðum, skálda upp önnur ný og leggja áherslu á grófan neð- anþindarhúmor. Allt þetta á sinn þátt í að ljá sýningunni kraft en sá böggull fylgir skammrifi að ætla má að forráðamenn barna á viðkvæmum aldri fari hjá sér þegar kemur að því að útskýra munnsöfnuð Gísla Rúnars fyrir ungviðinu. Söngleikurinn Grease er þeim annmörkum háður frá söngleikja- fræðilegu sjónarmiði að framvindan í leiknum skiptir litlu sem engu máli. Söguþráðurinn er nauðaómerkileg- ur, sagan hverfist um nýju stelpuna í skólanum sem enginn vill vera með af því hún er svo hallærisleg. Hún reynir að standa sterk á móti einelt- inu en á endanum brotnar hún og breytir persónueinkennum sínum til að falla í hópinn. Þetta svínvirkar, hún verður geysivinsæl og hreppir eftirsóttasta gæjann í skólanum. Sögulok. Þessi saga er nú kannski ekki til eftirbreytni á þessum síðustu og verstu tímum þegar hrekkjusvínin mega fara að vara sig. Umræða um einelti hefur breytt viðhorfum þjóð- félagsins til þessarar skuggahliðar félagslegra samskipta. Aðstandend- ur sýningarinnar virðast ekki hafa komið auga á þessa hlið málsins og þýðing Gísla Rúnars tekur af öll tví- mæli um að þeir halda með hrekkju- svínunum í leiknum. Kosturinn er sá að væmnin sem átti til að skjóta upp kollinum í fyrri sýningunni er víðs fjarri. Leikstjórnarmáti Gunnars Helga- sonar tekur mið af þeirri vinnu sem hann hefur unnið í nemendamóts- sýningum Verslunarskólans. Þar leyfist allt, leikararnir spinna upp brandara ef þurfa þykir og sýningin verður opin í báða enda, ekkert ómögulegt og allt er hægt. Þetta set- ur að sjálfsögðu svolítinn amatöra- brag á herlegheitin en leikgleðin og krafturinn – enn og aftur krafturinn – verður meiri fyrir vikið. Leikmyndin er hrá og hugvitsam- lega unnin hjá Ólafi Agli Egilssyni. Samvinna hans við ljósahönnuðinn, Halldór Örn Óskarsson, tekst vel – hér eru ekki farnar troðnar slóðir heldur kanna þeir nýja stigu. Rautt ljós á stelpurnar og blátt á strákana kallast á við íslenska fánann alsettan bandarískum stjörnum – gott ein- kennismerki fyrir draumaheim þar sem mæst er á miðri leið milli land- anna og jafnframt í lausu lofti. Bún- ingarnir eru besta dæmið um það frjálsræði sem ríkir í sýningunni. Enginn unglingahópur hefur nokk- urn tímann verið svo fjölbreytilega klæddur en greinilegt var að ýmsar einstakar flíkur féllu vel í kramið og nágrannar undirritaðs á forsýningu ræddu t.d. um hvar væri hægt að festa kaup á sumum þeirra. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um hljómsveitar- og tónlistarstjórn. Í stíl við textann og umgjörðina er grófleikinn í fyrirrúmi. Grípandi lög í óræðum stíl, sem byggist á hug- myndum áttunda áratugarins um hvernig tónlist sjötta áratugarins hljómaði, eru endursköpuð í anda harða rokksins. Rífandi bassi og þéttar trommur kallast á við vælandi gítarana, fiðlur ef svo býður við horfa og allt sett á fullt. Útkoman: Kraftur og aftur kraftur. Söngurinn er í traustum höndum þar sem Jón Jósep og Birgitta Hauk- dal eru og Margrét Eir Hjartardóttir svíkur engan frekar en fyrri daginn en tveir aðrir koma skemmtilega á óvart. Tvíeykið Guðjón Davíð Karls- son og Jóhannes H. Jóhannesson, leiklistarnemarnir knáu sem slitu barnsskónum striplandi á sviði Tjarnarbíós, sýna hér hve mikið þeim hefur farið fram í söng síðan þá, fyrir utan endalaust sprell þeirra í leiknum. Sveinn Þór Geirsson á líka góða spretti í hvorutveggja leik og söng en skortir léttleikann sem ein- kennir félagana auk þess sem hann hefur gert mjög svipaða hluti áður. Hvað leikinn áhrærir hefur sá póll verið tekinn í hæðina að láta Birgittu leika blátt áfram sjálfa sig með litlum breytingum og ferst henni það vel úr hendi. Hennar persóna verður svo eðlileg í samanburði við hinar ýktu týpur sem umkringja hana að hún hlýtur samúð áhorfenda óskipta. Umbreytingin í lokin er aftur á móti ekkert stórkostleg og virðist mest á yfirborðinu – en er kannski trúverð- ugri fyrir vikið. Jón Jósep er greini- lega mikið efni og gaf atvinnuleikur- unum lítið eftir. Hann stóð sig líka með ágætum í dansinum eins og Birgitta gerði raunar líka sem geng- ur þvert á fyrri yfirlýsingar hennar um takmarkaða danshæfileika. Unnur Ösp Stefánsdóttir fer á kostum í bitastæðasta hlutverkinu, frekjunni Krissu, sem gefin er meiri dýpt með því að úthluta henni léleg- ustu bröndurunum sem þýðandinn gat fundið upp á. Frenjan, húmors- laus, varð svo ógnvekjandi að lítil stúlka í röðinni fyrir framan undirrit- aðan beygði af þegar Unnur Ösp stóð ein í kastljósinu. Tinna Hrafnsdóttir fór frábærlega með hlutverk Tottu, skapaði bráðskemmtilega týpu auk þess sem Tinna er svo einbeitt þegar hún leikur að áhorfandinn kemst ekki hjá því að hrífast með. Brynja Valdís Gísladóttir gerði sér líka mat úr hlutverki Maddíar, reitti af sér brandarana, enda í góðri þjálfun að leika afvegaleidda unglinga með Stoppleikhópnum. Esther Taliu Cas- ey voru fengin ýktustu kvenhlut- verkin, hin undurfurðulega Dillí og kennslukonan Hermína Hermanns. Hún uppskar hlátur áhorfenda en leikstíllinn minnti um of á framhalds- skólahúmorinn fyrir smekk undirrit- aðs. Laddi skapaði þarna nýjan kar- akter, andann sem ræður Tottu heilt er hún lendir í nauðum í frábærlega unnu atriði þar sem allt gengur upp. Hann notaðist við þekktari takta sem útvarpsmaðurinn sívinsæli Jón Al- sæll en kjarngóður texti Gísla Rún- ars fór honum svo vel í munni að hon- um fyrirgefst allt. Dansarnir koma kannski ekki beint á óvart en þá einkennir sami kraftur og setur svo ríkan svip á sýn- inguna. Þar bar af Sigrún Ýr Magn- úsdóttir sem skapað líka eftirminni- lega skemmtilega týpu sem Sigurdís Maack. Annar dansari sem vakti eft- irtekt var Hannes Þór Egilsson en Benedikt Einarsson kitlaði hlátur- taugar áhorfenda sem hinn hallær- islegi Guðbjartur. Gunnari Helgasyni hefur tekist að færa kraftinn, leikgleðina og frelsið, sem hefur einkennt framhaldsskóla- sýningar liðinna ára, yfir á atvinnu- sýningu á stærsta sviði landsins. Það hlaut að koma að því að einhver með viðskiptavit kæmi auga á þann möguleika að taka þetta form áhuga- mannasýninga sem hefur verið svo vinsælt, velja til sýninga söngleik sem hefur sannað nýlega að hann hafi mikið aðdráttarafl fyrir áhorf- endur og skipa atvinnuleikara og fræga söngvara í hlutverkin. Ef áhorfendur vilja bera goðin sín aug- um í kraftmikilli og hrárri sýningu er kvöldið vel þess virði. Það er kannski hægt að græða peninga á leikhúsi eftir allt saman. Gróft og hrátt gefur kraft Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Gunnari Helgasyni hefur tekist að færa kraftinn, leikgleðina og frelsið sem hefur einkennt framhaldsskólasýn- ingar liðinna ára yfir á atvinnusýningu á stærsta sviði landsins,“ segir í dóminum. LEIKLIST Bjarni Haukur Þórsson Höfundar: Jim Jacobs og Warren Casey auk lagahöfundanna Barrys Gibb, J. Farr- er o.fl. Þýðing og staðfærsla: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Danshöfundar: Birna og Guðfinna Björns- dætur. Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hljóð: Ívar Ragnarsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Leik- mynd: Ólafur Egill Egilsson. Búningar: Guðrún Lárusdóttir og Helga Rós V. Hannam. Leikarar og dansarar: Benedikt Einarsson, Birgitta Haukdal, Brynja Val- dís Gísladóttir, Esther Talia Casey, Guð- jón Davíð Karlsson, Hannes Þór Egilsson, Jóhannes H. Jóhannesson, Jón Jósep Snæbjörnsson, Jón Páll Eyjólfsson, Mar- grét Eir Hjartardóttir, María Þórðardóttir, Sigrún Blomsterberg, Sigrún Ýr Magn- úsdóttir, Sigurður Hjaltason, Sveinn Þór Geirsson, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Fimmtudagur 26. júní. GREASE Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.