Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 27

Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 27 Íslensk náttúra – Ferðalag í myndum eftir Daníel Bergmann fjallar í máli og myndum um villta náttúru Íslands. Hana prýð- ir fjöldi fágætra mynda af dýrum og fuglum og ólýsanlega fallegu landslagi. Slíka bók hefur lengi skort í flóru íslenskra nátt- úrubóka. Í inngangi höfundar segir: „Ég varð að fara frá Íslandi og búa erlendis til að skilja tilfinningar mínar gagnvart landinu sem ól mig. Í dag vil ég hvergi frekar vera, hér eru rætur mínar og þær liggja djúpt. Draumurinn um framandi ferðalög breyttist, ég áttaði mig á því að ferðalagið sem mestu máli skiptir er ferðin innávið, að kjarnanum. Ég á margar djúpstæðar upplifanir, sem staðfesta fyrir mér að í til- verunni er að verki æðri máttur, sem hefur af örlæti sínu gefið mér enn eitt tækifærið til að færast skrefi framar í leynd- ardómsfullu þroskaferli sálar- innar. Af þakklæti heiðra ég æðri mátt með því að ljósmynda sköpunarverkið. Hann gaf mér hæfileikann til að sjá mynd- rænt, honum til heiðurs nota ég hann eins vel og ég get. Ferða- lagið mitt er hafið, það eina sem skiptir raunverulegu máli.“ JPV útgáfa gefur bókina út en hún er einnig gefin út á ensku undir heitinu Icelandic Wildern- ess – A Photographic Journey Bókin er 128 blaðsíður í stóru broti. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ferðabækur BÓKAÚTGÁFAN Forlagið sendir nú frá sér pólska útgáfu bók- arinnar Ísland - landið hlýja í norðri eftir Sigurgeir Sig- urjónsson, Islandia - Ciep-y kraj na Pó-ocy í þýðingu Katrínar Guð- mundsson. Bókin kom fyrst út árið 1994 á nokkrum tungumálum en á þeim níu árum sem síðan eru liðin hafa fleiri tungumál bæst í hóp- inn og eru nú alls orðin 14 tals- ins. Fyrir vikið telst bókin vera sú Íslandsbók sem fáanleg er á flestum tungumálum. Jafnframt er hún einn vinsælasti bókartitill Íslandssögunnar en um 60.000 eintök af henni hafa nú selst og enn er ekkert lát á sölunni. Það er því vel við hæfi að þessi bók sem farið hefur svo víða skuli nú einnig vera til á pólsku. Sigurgeir Sigurjónsson er höf- undur margra vinsælustu ljós- myndabóka sem gerðar hafa ver- ið um íslenska náttúru. Fyrsta bók hans af þessum toga var Ís- landslag, ein glæsilegasta nátt- úrumyndabók sem komið hefur út hérlendis. Hann er einnig höf- undur bókarinnar Amazing Ice- land sem hefur selst í um 25.000 eintökum og árið 2002 kom út Íslandssýn eða Lost in Iceland sem sló í gegn og var mest selda bókin hér á landi mánuðum saman á síðasta ári. Bókin er 144 blaðsíður. Prent- un: Nørhaven A/S, Danmörku. Höfundur texta: Torfi H. Tulinius. Kápuhönnun og útlit: Elísabet Ann Cochran. Leiðbeinandi verð er 1.990. HÉR á landi hefurlöngum verið djúp gjámilli fylgismanna djass-ins og þeirra sem unna klassískri tónlist. Gömlu meistararnir voru allt að því helgir menn í augum aðdáend- anna og afurðir þeirra, meist- araverkin svonefndu, kölluð „æðri tónlist“. Djassinn og dægurlög voru gjarnan spyrt saman í eina bendu sem mörgum þótti „óæðri“ tónlist. Þeir allra velviljuðustu í klassíska geiranum töluðu um „létta tónlist“ og átti það jafnt við um djass sem dægurlög. Og djassunnendur svöruðu fyrir sig: töluðu af nokkurri foragt um allt sinfóníugargið og fúgurnar, sem þeir töldu að væri með öllu ofvaxið skilningi svokallaðs al- mennings; að mestu leyti snobb og fordild þeirra sem þættust merki- legri en aðrir, og upp yfir venju- legt fólk hafnir á andlega sviðinu. Mér hefur alltaf fundist þetta fáránlegt þref. Flokkun í tónlist er vissulega staðreynd á okkar menning- arsvæði, og á sér sögulegar rætur. Samt ber ávallt að hafa í huga að allt eru það hjálparhugtök, mörkin óljós og stundum villandi. Það skiptir ekki máli í hvaða tóntegund lagið er, aðalatriðið er að það hrífi okkur. Bragarháttur kvæðis er ekki aðalatriði, heldur áhrifamáttur þess. Og þótt Mozart hafi stundum samið lystilega í G-dúr nægir ekki að velja sér G-dúr til þess að verða eins og Mozart. Ef við notum ekki hjálp- arhugtökin rétt ruglum við saman aðalatriðum og aukaatriðum; dóm- greind okkar brenglast; skynjun okkar er röng. Þetta kallaði Adorno „falsches Bewusstsein“. Þegar djassinn barst til Evrópu gætti fljótlega áhrifa frá honum í verkum hinna ágætustu tónskálda. Djassáhrif má finna á fyrri hluta 20stu aldar. Og í Bandaríkjunum, upprunaálfu djassins, reyndi snill- ingur á borð við Gershwin að bræða dægurlög, blús og djass saman við klassíkina: sinfónískur djass kallaðist útkoman. Hér á landi var Gunnar Reynir fyrstur manna, að ég hygg, til að blanda saman djassi og klassík, hefja sig yfir og upp fyrir hina þröngsýnu flokkun og það ein- strengingslega mat sem henni fylgir. Þetta var oft kallað „þriðja leiðin“ eða third stream. Síðan hefur verið erfitt að flokka tónlist Gunnars Reynis. Er þetta djass, framúrstefna, elektróník, dægurlög, alþýðu- tónlist, trúartónlist, eða hvað? Bræðingur af þessu öllu? Spyr sá sem ekki veit. Ég held að Gunnar Reynir hafi meðvitað og ómeðvitað hlustað á sína innri rödd. Jón Nordal hefur sagt að menn eigi að semja þá músík sem sé í sátt við þá sjálfa. Þetta eru einföld orð; í þeim felst mikil viska. Ungverska tónskáldið Györgi Ligeti, sem ný-lega varð áttræður,einn helsti tónjöfur vorra tíma, segir að menn eigi að skrifa það sem þeim detti í hug – en um leið – stæla aldrei aðra. Þetta er nokkuð erfitt þegar betur er að gáð, og hygg ég að Gunnar Reynir hafi alltaf haft þetta tvennt að leiðarljósi. Gunnar Reynir kom úr djass- inum. Hann byrjaði sem hljóðfæra- leikari, var afburðagóður víbra- fónisti. Hann spilaði mjög vel, var tæknilega flinkur, smekkvís og frjór. Ég kann ekki að skýra út leyndardóm góðs djassara í orð- um. Best er að hlusta og skynja. En Gunnar Reynir hafði eitt- hvað af hinum sígildu gæðum sem lifa af fjölbreytilegar tískustefnur djassleiksins, líkt og Guðmundur heitinn Ingólfsson píanóleikari eða saxófónistinn Gunnar Ormslev, fé- lagi og meðleikari Gunnars Reynis til margra ára. Þeim var öllum náðargáfan í blóð borin. Kannski var þetta lífs- og leik- gleði, sem nærðist á forvitni og til- raunagleði. Gunnar Reynir spilaði víðaum lönd með mörgumstórhöfðingjum djassins:Ronnie Scott, Chet Bak- er, Lee Konitz, Stephan Grappelli, Sven Asmundssen og fleirum. Það kom að því að Gunnar Reynir fór í skóla til að nema tón- list. Ég vil ekki segja til að mennta sig. Hann var alltaf vel menntaður. Kannski mest vegna forvitni. Nú á tímum vilja margir halda því fram að skólaganga og mennt- un sé hið sama. Svo er þó ekki. Við skulum ekki halda að allir þeir sem hafa lokið háskólaprófi séu menntaðir, og þeir óskólagengnu ómenntaðir. Áður fyrr vissi hver Íslendingur að bóndi, verkamaður eða sjómað- ur gat verið hámenntaður þótt hann eða hún væri lítt skólageng- inn. Og við vissum að til voru illa menntaðir fagidjótar. Gunnar Reynir lærði tónfræðigreinar og tónsmíðar hjá Jóni Þórarinssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en svo fór hann til Hollands og nam hjá hinum ágætasta meistara, Ton de Leeuw, sem var mikill áhrifa- maður og frumkvöðull í hollenskri tónlist og raunar víðar um lönd; hið prýðilegasta tónskáld með víða yfirsýn og afburðakennari. Nokk- ur önnur íslensk tónskáld lærðu síðar hjá Ton, þ.á m. Jónas Tóm- asson, Snorri Sigfús Birgisson, Lárus H. Grímsson og kannski fleiri. Gunnar Reynir dvaldi í Hol- landi frá 1964 til 1975 með hléi á milli. Auk þess nam Gunnar Reynir raftónlist og tónfræði hjá Gott- fried Michael König við Institut voor Sonologie í Utrecht. Þar voru gerðar merkar til- raunir í raftónlist og sambandi komið á milli tölvuheimsins og tónlistar. König kom frá Þýskalandi, hafði verið náinn samstarfsmaður Stockhausens um árabil í Köln, einhver frjóasti hugsuður í tón- fræðum okkar tíma og snilld- artónskáld. Tónlistarlíf í Amst- erdam og Utrecht var fjölbreytt á þessum árum og margt í gerjum. Svo er enn. Hollendingar eru mjög alþjóðlegir í hugsun, fljótir að til- einka sér nýjungar, opnir, um- burðarlyndir og forvitnir. For- dómaleysi hefur fleytt Niður- lendingum langt á menningar- sviðinu. Þetta reyndist Gunnari Reyni góður skóli, gott veganesti þegar heim kom. Ísland var miklu einangraðra og fólk fordómafyllra þá en í dag. Breytingin hér heima er ótrú- leg, þrátt fyrir að útúrboruháttur og útnesjamennska – þessi vonda blanda af minnimáttarkennd og sjálfsánægju – þrífist hér enn. Gunnar Reynir samdi Sam-stæður snemma á ferlisínum. Það var einhverskonar sambræðsla, kammerdjass. Tónlist sem hafði fágað yfirbragð hinnar klassísku stofutónlistar en sveiflu djassins. Þetta reyndu þeir í Modern Jazz Quartet, víbrafónsnillingurinn Lyonel Hampton og félagar, en Hampton var án efa fyrirmynd Gunnars Reynis að mörgu leyti. Ekki veit ég gjörla hver er mun- ur á kammerdjassi og hinum upp- runalega eða hefðbundna djassi. Þó gæti hann verið þessi: í djass- inum er hljómagangur hinn sami í öllum sólóum en í kammerdjass- inum er sérstakur hljómagangur fyrir hverja sóló. Í báðum tilfellum er spuninn jafnmikilvægur. Gunnar Reynir samdi mikið af söngtónlist, og má segja að hann hafi verið „hirðtónskáld“ Pólýfón- kórsins um árabil. Hann samdi messur og messuþætti við latínu- texta og í Missa piccola fyrir ein- söngvara, kór, flautu og orgel læt- ur hann syngja samtímis latínutexta og Passíusálma Hall- gríms Péturssonar. Enn er verið að blanda saman ólíkum hlutum á óhefðbundinn hátt. Sönglög Gunnars Reynis viðljóð Halldórs Laxness eruveigamikill þáttur í listhans. Enn er sótt á óvana- leg mið. Skáldskapur Halldórs er stundum nokkuð súrrealískur og á hann þar nokkra sérstöðu meðal íslenskra skálda. Og Gunnar Reynir finnur skemmtitóna fáránleikans sem fara þessum skáldskap einkar vel. Gott dæmi um þetta eru lögin í Saungbók Garðars Hólm. Mörkin eru oft óglögg milli klassíkur og djass, sönglags og dægurlags, alvöru og skemmtunar hjá Gunnari Reyni. Smellurinn Maður hefur nú – sérkennilegur eyrnaormur; blús eða slagari með Kurt Weill-ívafi – er dæmi um þetta. Textinn er eftir tónskáldið: Maður hefur nú, maður hefur nú, lent í öðru eins í vetur, og staðið sig, og staðið sig svo miklu, miklu, miklu betur. Ef það gengur seint, næstum ekki neitt, þá munum við vinna að því í vor. Ef það gengur ekki í vor og ekki nú í sumar. þá heppnast allt saman í haust – örugglega. Þetta er söngur um hið fárán- lega í daglega lífinu, kvæði sem hefur merkingarlausa merkingu. Lagið er skoplegt og sorglegt í senn, chaplinskt. Það eru fleiri svona textar sem Gunnar Reynir hefur sett saman. Hér eru tveir úr 52 lögum og aukalagi fyrir hlaupársdaginn handa nemendum á öllum aldri: Af hverju heitir það heitavatnið heita vatnið? Af hverju heitir það heita vatnið heitavatnið? Eitthvað verður það að heita – vatnið. Hvað sagði þumalputtinn við dyrabjölluna þegar hún svaraði ekki? „Ertu eitthvað biluð, góða mín?“ Kammermúsík Gunnars Reynis er sá vettvangur þar sem tónmál nútímans sameinast djassinum hvað nánast. Uppruninn og skóla- gangan mynda persónulegan stíl. Ég nefni nokkur dæmi: Hvera- litir fyrir píanó, Burtflognir papp- írsfuglar fyrir blásarakvintett og strengjakvartettinn Net til að veiða vindinn. Annars er erfitt að lýsatónsmíðastíl GunnarsReynis í stuttu máli.Hann spannar fjölmörg stílbrigði frá framúrstefnu og raf- tónlist til hins hefðbundna, sveifl- ast milli hins óvanalega og þess vanalega. Veraldleg tónlist raunsæis og fáránleika fléttast saman við andleg lög trúar- tónlistar á óvanalegan og óvæntan hátt í fjölbreyttu og óhátíðlegu lífsstarfi. Ég leyfi mér að sletta ensku í lokin og staðhæfi að þetta sé bara „full blood music“ þegar allt kem- ur til alls. Gunnar Reynir Sveinsson sjötugur Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld. Höfundur er tónskáld. Eftir Atla Heimi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.