Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 29

Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 29 ÞVÍ HEFUR verið haldið fram hér á landi að óhjákvæmilegt sé að Ísland gangi í Evrópusambandið. Sam- skiptin við Evrópusambandsríkin séu nauðsynleg og að núverandi form þeirra samskipta, EES-samning- urinn, sé að syngja sitt síðasta. Þessi skoðun byggist á því að ekkert þýði að streitast á móti og þess vegna sé alveg eins gott að drífa sig inn. Þetta er að sjálfsögðu della. Samskiptin við Evrópusambandsríkin eru okkur vit- anlega nauðsynleg, en við erum okk- ar eigin gæfu smiðir í samskiptum við aðrar þjóðir. Og það er ýmissa kosta völ. Nýlega kom út skýrsla Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands og norskrar stofnunar um utanríkismál (NUPI). Þar kom fram að þrjár leiðir væru færar í samskiptum Íslands og Noregs við Evrópusambandið. Í fyrsta lagi gætu samskiptin byggst á tvíhliða samningi við sambandið, svo- kallaðri „svissneskri leið“. Í öðru lagi á EES-samningnum líkt og nú er og í þriðja lagi gætu þjóðirnar gerst að- ilar að sambandinu. Ég ætla ekki að taka hér afstöðu til þessarar skýrslu eða röksemda hennar að baki nið- urstöðunum, en vek athygli á þeirri niðurstöðu að skýrsluhöfundar telja tvíhliða samning vera raunhæfan kost. Það er ekkert nýtt að þeirri skoðun sé haldið fram, en meira hef- ur borið á fullyrðingum stuðnings- manna aðildar um að sá kostur sé ekki raunhæfur. Í ljósi umræðu um gallana á EES-samningnum hljóta Íslendingar að vilja gera alvöruat- hugun á því hvort slíkt tvíhliða sam- band hentaði okkur betur í dag en EES-samningurinn. EES-samstarfið hefur að vísu gengið vel og vissulega má ekki gera of mikið úr göllunum. En mikið hefur t.d. verið talað um áhrifaleysi Íslands í mótun reglna sem falla undir gildissvið EES- samningsins. Lausn stuðningsmanna aðildar á þeim vanda hefur yfirleitt falist í að sækja um aðild, sem mér sýnist munu minnka áhrif Íslendinga á mótun samfélagsins frá því sem nú er. Væri ekki rökréttara að taka skrefið í hina áttina? Það er yfir í tví- hliða samskipti án slíks valdframsals sem felst í EES-samningnum? Gerhard Sabathil, sendiherra Evr- ópusambandsins fyrir Ísland og Nor- eg, gagnrýndi framangreinda skýrslu harðlega í norska blaðinu Dagsavisen. Sabathil sagði skýrsluna hreina æfingu fræðimanna sem ætti heima á safni. Hann nefndi sér- staklega vangaveltur um „svissnesku leiðina“ og kvað þá leið ekki raun- hæfa. Atlaga hans að hugmyndum um tvíhliða samninga kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Áslaug Haga, sem er formaður miðflokksins í Noregi, gaf lítið fyrir gagnrýni Sabathils. Hún gaf í skyn að lítið væri að marka hann í þessu efni og sagði að hann væri í vinnu við að draga Noreg inn í Evrópusambandið eins hratt og auð- ið væri. Hún hefur lengi barist fyrir því að fá meiri umræðu og upplýs- ingar um þýðingu þess fyrir Norð- menn að gera tvíhliða samning við Evrópusambandið. Hún segir í við- tali við Dagsavisen á laugardag að hún túlki skýrsluna þannig að „sviss- neska leiðin“ sé Noregi fær. Sabathil sagði í viðtalinu við Dag- savisen að EES-samningurinn hefði virkað mjög vel í áratug og hann sæi ekki hvers vegna draga ætti ein- hvern annan kost fram í umræðuna. Þetta er nokkuð athyglisvert í ljósi þess að stuðningsmenn aðildar á Ís- landi tala sífellt um það að EES- samningurinn sé að deyja drottni sínum. Ekki er að sjá á ummælum sendiherrans að svo sé. Í austurríska blaðinu Die Presse er nýlega haft eftir Gunter Verheugen, sem fer með stækkun Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni, að hann gæti ímyndað sér að einn daginn hefði Ísrael sömu stöðu á innri mark- aði Evrópusambandsins og Ísland, Noregur og Liechtenstein. Eftir hon- um var líka haft að þegar Rúmenía, Búlgaría, Króatía og jafnvel „Vestur- Balkanríkin“ hefðu gerst aðilar að Evrópusambandinu yrðu nýir „ná- granna“-samningar fyrirmynd sam- skipta við ríki í jaðri sambandsins. Auðvitað verður lítið fullyrt út frá yf- irlýsingum sem þessum, þeim verður að taka með allnokkrum fyrirvara. En í þessu ljósi lítur ekki beinlínis út fyrir að allt stefni í eina átt fyrir Ís- land, þ.e. aðild að Evrópusamband- inu, og að engir aðrir kostir séu tæk- ir. Í gær var nákvæmlega eitt ár liðið síðan Heimssýn, hreyfing sjálfstæð- issinna í Evrópumálum, var stofnuð. Samtökin eru þverpólitísk og hafa frá upphafi reynt að tryggja að rödd þeirra sem eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu heyrist. Ekki er vanþörf á því eins og málum er víða háttað. Sú breyting hefur orðið síðan hreyfingin var stofnuð að meirihluti Íslendinga telur aðild að Evrópusambandinu ekki koma til greina. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki hefur tekist að sýna fram á að kostir séu fleiri en gallar við aðild Ís- lands að sambandinu. Í þessari stöðu er brugðið á það ráð að halda því fram að aðild sé óhjákvæmileg. Við munum neyðast til þess að gerast að- ilar. Ástæðulaust er að gleypa við slíkum áróðri. Það er löngu orðið ljóst að Íslendingum liggur ekkert á í þessu efni. EES-samningurinn hefur þjónað ágætlega sem rammi utan um samskiptin. Hins vegar er skyn- samlegt að meta stöðuna í sífellu. Meðal þess sem við ættum að ræða og rannsaka er það sem við höfum gert lítið af, þ.e. hvort hagsmunum okkar sé nú betur borgið með tví- hliða samningi við Evrópusam- bandið. Kannski verður niðurstaða okkar sú að svo sé ekki, en við skul- um opna þessar dyr. Valkostir í Evrópusamstarfi Eftir Birgi Tjörva Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar. að dragi úr neinu nemi. er þannig en á Norð- ningin, þ.e. lyfja, hefur a óhagstæð m vekur upp r, er nýtt bólgueyðandi lyf, coxíb, sem fékk markaðsleyfi hér á landi árið 2000. Nokkrum árum áður hófst sala þess á hinum Norðurlöndunum, en engu að síður höfum við Íslendingar á þeim þrem- ur árum sem liðin eru siglt hratt og örugglega fram úr vin- um okkar á Norðurlöndunum í neyslu þess og kostnaði hins opin- bera. Frá því fyrsta lyfið í flokki cox-2 hemjara hafa þrjú önnur bæst við og er óhætt að segja að salan á þeim hafi farið fram úr björtustu vonum inn- flytjenda. Af einhverjum dularfullum ástæðum hefur þó notkun eldri lyfja ekki minnkað að sama skapi, notkun skyldra afleiða á borð við íbúprófen og naproxen, hefur jafnvel aukist líka. Þannig var söluverðmæti bólgu- eyðandi lyfja ríflega hálfur milljarð- ur, eða 570 milljónir króna, á síðasta ári og hafði þá vaxið úr 194 milljónum árið 1992. Hlutur hinna nýju coxíb- lyfja vegur hér mjög þungt og var hann um 205 milljónir króna á síð- asta ári, eða um 36% af verðmæti. Virðist um hreina viðbót að ræða, auk þess sem meðalverð hvers dag- skammts af coxíb er 3–4 sinnum hærra en eldri lyfja. Notkun coxíb-lyfja á Norðurlönd- unum telst nú vera um 7–8 skil- greindir dagskammtar á hverja 1.000 íbúa. Hér á landi er notkunin á aðeins tveimur árum hins vegar þegar kom- in yfir 18 dagskammta! Hvernig má slíkt vera, þegar önnur bólgueyðandi lyf seljast enn grimmt? Eigum við að trúa því að bólgur séu almennt al- gengari hér á landi en á hinum Norð- urlöndunum? Hvaða skýringar hafa læknar á þessari gífurlegu notkun bólgueyðandi lyfja? Við Íslendingar stærum okkur jafnan af því að hafa besta og full- komnasta heilbrigðiskerfi sem um getur. Við viljum að landsmenn hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónust- unni, óháð búsetu, stöðu eða efnahag og leggjum gríðarlega fjármuni ár hvert til þess að svo geti verið. Hins vegar er engin skynsemi í því að út- gjöld í heilbrigðismálum vaxi óheft ár frá ári, eins og um eitthvert náttúru- lögmál sé að ræða. Það skiptir máli í hvað peningarnir okkar fara. Ætti ekki vöxturinn fyrst og fremst að vera í gæðum þjónustunnar og að fleiri komist að til þess að leita bót meina sinna? Árið 1991 var kostnaður hins op- inbera vegna lyfja ríflega tveir millj- arðar króna. Í fyrra nálgaðist kostn- aðurinn hins vegar sex milljarða og eykst um stórkostlegar upphæðir ár frá ári. Að sjálfsögðu er hluti skýr- ingarinnar framþróun lyfja, minni aukaverkanir og skjótari bati. En alls ekki í öllum tilfellum og með til- komu nýrra lyfja hlýtur að vera gerð sú krafa að eitthvað dragi úr sölu á öðrum sambærilegum um leið. Læknar eru þeir einu sem geta ávísað lyfjum. Samfara hlutverki sínu eru þeir því um leið vörslumenn almannafjár. Hafa þeir ekkert verð- skyn? Geta þeir virkilega ekki notað skattfé þjóðarinnar – hina sameigin- legu sjóði okkar – á vitrænni hátt en þetta? Morgunblaðið/Arnaldur ngisþróun hefur lyfjaverð lítið lækkað hér á landi að undanförnu og vekur hlutur einstakra m athygli, en þau eru undanþegin verðlagseftirliti,“ segir greinarhöfundur meðal annars. Höfundur er varaþingmaður og skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. sláandi tileinkum ari lyf án þess otkun þeirra nemi. ‘ F YRIR stuttu gerði Birgir Hermanns- son stjórnmála- fræðingur um- ræðuleysi um utanríkismál að umfjöllunarefni í pistli á vefritinu Kreml. Þar benti hann m.a. á hversu fátæk- leg umræðan um utanrík- isstefnuna var í kosningabar- áttunni í vor og einnig á það hversu lítil hún er í reynd á milli kosninga. Birgir gerir því skóna að umræðuleysið stafi sumpart af pólitískri leti. Að stjórnmálaflokkarnir hafi al- mennt verið að niðurlotum komnir í lok kalda stríðsins og ekki haft annað um það að segja en að því væri lokið. Ádrepa Birgis Hermannssonar er bæði þörf og tímabær. Lítil og tilvilj- anakennd umræða hefur farið fram um alþjóðamál og stöðu Íslands í breyttum heimi á liðn- um árum, bæði inni á Alþingi og úti í samfélaginu. Þakka ber það sem vel hefur verið gert en betur má ef duga skal. Í þessu ljósi var með ein- dæmum ánægjulegt fyrir áhugafólk um utanríkisstefn- una og alþjóðamál að eiga þess kost að sækja fjóra fyrirlestra í sömu vikunni hér í höfuðborg- inni um flest það sem nú brenn- ur á samfélagi þjóðanna. Fyrst- ur mætti á svæðið David M. Malone frá International Peace Academy í New York og veitti innsýn í verkefni og umsvif Sameinuðu þjóðanna, ekki síst Öryggisráðsins sem hefur verið í brennidepli undanfarin miss- eri. Þá flutti hagfræðingurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, fróðlegt erindi um alþjóðavæð- inguna og áhrif hennar á skipt- ingu tekna, fátækt og ríkidæmi. Í kjölfar hans kom Alyson Bail- es frá Sænsku friðarrann- sóknastofnuninni (SIPRI) en ég mun víkja nánar að henni hér að neðan. Og lestina rak Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Mið- austurlanda, sem gaf stór- fróðlegt yfirlit yfir stöðuna í Írak í opinberum fyrirlestri hjá ReykjavíkurAkademíunni. Það sætir tíðindum að hlaupa skuli á snærið hjá áhugafólki um al- þjóðamál nokkrum sinnum í sömu vikunni hér á landi og vekur vonir um að umræðan sé að glæðast. Alyson Bailes, fram- kvæmdastjóri SIPRI, er virtur sérfræðingur á sviði öryggis- mála og starfaði um árabil fyrir bresku utanríkisþjónustuna. Erindi hennar bar yfirskriftina: Framtíð öryggis í Evrópu; NATO, ESB og Atlantshafs- samstarfið að loknu Íraksstríði. Það er fágætt í umræðunni um öryggismál að hlýða á jafn vel grundaða og vel rökstudda rök- semdafærslu og þá sem fræði- konan Bailes bauð áheyrendum sínum upp á. Ég ætla því að leyfa mér að fara nokkrum orð- um um erindi hennar. Viðbrögð ríkisstjórna við nýj- um og fjölbreytilegum ógnum í breyttum heimi eftirkalda- stríðsáranna hafa verið ólík, enda ógnanir skilgreindar með mismunandi hætti þótt flestir séu sammála um hættuna sem getur stafað af hryðjuverka- hópum og margs konar um- hverfisvá, svo að dæmi séu nefnd. Viðbrögð Bandaríkja- stjórnar, segir Bailes, hafa á liðnum misserum verið grund- völluð á kenningu þeirra um forvarnastríð, þ.e.a.s. réttinn til þess að grípa til vopna gegn þeim sem stjórnin telur hættu stafa af án tillits til þess hvort árás hafi verið gerð eður ei. Íraksstríðið byggðist m.a. á þessum grunni. Í huga margra eru þessi viðbrögð Bandaríkj- anna nánast jafn truflandi og óttinn við hryðjuverkahópa. Og stefnan kallar án efa á andsvar frá öðrum ríkjum, hvort heldur það eru vinaþjóðir á Vest- urlöndum eða útnefndir óvinir í Íran og Norður-Kóreu. Jafnvægislist stórvelda hefur sett sitt mark á mann- kynssöguna eftir atvik- um til blessunar eða bölvunar. Bailes bendir á að ákveðins jafnvæg- isleysis gæti á al- þjóðavettvangi, ekki síst á sviði öryggismála. Bandaríkin hafi stórkost- lega yfirburði yfir öll önnur ríki hvað herbúnað og varnir varði og Evrópuþjóðir séu mjög treg- ar til þess að verja stærri hluta ríkistekna sinna til varnarmála. Þó séu uppi tilburðir innan ESB um að skipta um kúrs í þessum efnum en slík breyting taki langan tíma. Bailes lýsir NATO sem einhvers konar verkfærakassa aðildarríkjanna, sem gripið sé til ef eitthvað bil- ar en liggi ónotaður þess á milli. Hún varar við þessari þróun og telur hana grafa undan póli- tísku mikilvægi Atlantshafs- bandalagsins. Einnig leggur hún áherslu á að gjána á milli Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins verði að brúa. Það þjóni hagsmunum allra hlut- aðeigandi. Bailes segir Evrópusam- bandið og NATO mynda tvær stoðir öryggis- og efnahags- samvinnu fyrir Evrópuþjóðir og lönd Norður-Ameríku, og fær illa skilið hvernig ríki geti látið aðild að öðru bandalaginu nægja til lengri tíma litið. Ábending Alyson Bailes um að til framtíðar standi valið ekki á milli NATO og ESB, hvorki fyr- ir Ísland né aðrar Evrópuþjóðir í svipuðum sporum, heldur sé pólitískt rökrétt að sækjast eft- ir aðild að báðum bandalög- unum er tímabært innlegg í umræðuna um stöðu Íslands í umheiminum. Eins og Bailes bendir á, þá fær fátt ef nokkuð stöðvað sameiningarferlið í Evrópu, jafnt stækkun NATO sem ESB. Það ferli muni teygja anga sína suðaustur til Balk- anskagans og Tyrklands og jafnvel alla leið austur í Kákas- us, að einhverju leyti með fyr- irsjáanlegum afleiðingum en auðvitað getur enginn sagt ná- kvæmlega fyrir um pólitískt landslag Evrópusambandsins að 10 til 20 árum liðnum. Tilhneigingin er hins vegar skýr og sem fyrr stendur hið pólitíska val milli þess að standa sem þiggjendur á hlið- arlínunni ellegar taka fullan þátt í sameiningarferlinu innan beggja bandalaganna ásamt öðrum ríkjum álfunnar. Stendur valið á milli ESB eða NATO? Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur Höfundur er alþingiskona. ’ Til framtíðar stendurvalið ekki á milli NATO og ESB, heldur er aðild að báðum bandalögum pólitískt rökrétt. ‘ 65 ára hafa en þetta orður- lengi varið mála sem u en aðrar á okkur og um 1%- ð um 5% var unum og ð 6% þá Nauðsyn- egt mark- l mennta- gu á ári háskóli imenntuðu u sinni fyrr. éttir að amlaga hægt að ega 60 ný- nám og þar á 140 vegna tta er Sjálf- ókn- hnotskurn. ækni- mikil og ti og þögn. rf fyrir fólk afa Samtök og hvatt ortur á iðn- að há útrás mt könnun 2000 töldu legt að ingum um Þeirri þörf ti og auð- agið allt. nar og rót- r öll svið andi að á asömum á námi aðarleysis æti í gis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.