Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 38
MINNINGAR
38 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Egill Helgasonfæddist í Núps-
öxl á Laxárdal
fremri 4. ágúst 1919.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Sauðárkróks að
morgni laugardags-
ins 21. júní síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
J. Guðmundsdóttir,
f. 27.11. 1894, d. 3.5.
1983, og Helgi
Magnússon, f. 13.5.
1995, d. 25.10. 1981.
Egill er elstur af níu
systkinum, næst er
Guðríður Bjargey, f. 16.3. 1921,
Þórólfur, f. 27.10. 1923, Guð-
mundur, f. 30.6. 1926, Kristín, f.
23.8. 1927, María, f.
7.4. 1933, Stefán, f.
19.9. 1934, Valdís, f.
10.11. 1935, og
Andrés, f. 27.5.
1954.
Sambýliskona Eg-
ils var Ásta Jóns-
dóttir, f. 22. júní
1920, d. 3. apríl
1999. Sonur hennar
er Herbert Hjálm-
arsson, sem varð
hans uppeldissonur,
en þeim varð ekki
annarra barna auð-
ið saman.
Útför Egils verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Egill ólst upp við öll algeng
sveitastörf, sem hann tók virkan
þátt í frá ungum aldri eins og títt
var um börn þeirra tíma, sem fylgdu
foreldrum sínum til allra verka,
strax og þau gátu gengið óstudd og
borið fyrir sig hendur.
Fljótt mátti sjá að á hans höndum
voru allir fingur á réttum stað og
heilir, því hann varð snemma hand-
laginn, kappsfullur og afkastamikill
til verka.
Strax 8 ára gamall fékk hann orf
og umbúnað við hæfi og sýndi í verki
að honum var fyrir því trúandi, því
það sumar sló hann og þurrkaði
ásamt systur sinni, sem var hálfu
öðru ári yngri, um 30 hestburði af
heyi, en þau fengu þá að sýna getu
sína á umsköfum utan túns, á meðan
fullorðnir slógu loðið túnið og rifj-
uðu þyngra hey.
Þetta sýnir að nokkru þá útsjón-
arsemi, sem höfð var við vinnubrögð
þeirra tíma, og nýtni fólks á orku og
afkastagetu allra, ungra og eldri. Og
þannig óx börnum þrek, metnaður
og ábyrgðartilfinning jafnframt öðr-
um þroska svo störfin urðu leikur og
gleði við að leggja sitt af mörkum og
taka virkan þátt í daglegu lífi fólks-
ins. Samkenndin og samábyrgðin
kom af sjálfu sér og varð tryggur
förunautur ævina út.
Egill varð afburðagóður sláttu-
maður, tók hreint úr höggi, skárinn
beinn og breiður, ljáförin taktföst.
Hann hafði líka gott lag á að búa sér
í hendurnar, beit vel og beitti sér
létt að verki. Það voru þessir eig-
inleikar sem auðkenndu störf og
stefnu Egils Helgasonar allan hans
langa starfsdag.
Hann var eftirsóttur liðsmaður til
allra verka, listaskrifari og virkur
vel í félagsmálum, þar sem hann
fann sinn vettvang víða, lét fjúka í
kveðlingum og gamanmálum,
kryddaði tilveruna sögum og hnytti-
yrðum sem vöktu gjarnan góðan fé-
lagsanda og starfsgleði.
Hann var góður námsmaður,
næmur og minnugur, enda þótt
efnahagur æskunnar leyfði ekki
framhaldsnám umfram stutta
skyldu, þá var hann fundvís á sjálfs-
nám og lestur góðra bóka, hafði
glöggt auga fyrir vinnuhagræðingu
og smíðaði sér oft sjálfur verkfæri
til slíkra nota, þó til þess þyrfti að
glíma við léleg verkfæri og lítinn
efnivið. Hann smíðaði brennimörk af
miklum hagleik og list, sem víða um
land finnast enn í dag og bjöllur í
horn forustusauða og áa skörtuðu
lengi á þeim gáfuðu fríðleikshöfðum,
mórauðum, svörtum, arnhöfðóttum,
blesóttum og ferhyrndum. – En það
var hans líf og yndi að umgangast
þessa ferfættu vini sína og sýna
þeim virðingu og nærgætni. Allar
skepnur áttu í honum vin og skiln-
ingsríkan meðbróður, jafnvel tófan,
sem hann skaut og vann grenin hjá,
átti skilið fulla virðingu fyrir vit og
útsjónarsemi, þó að líflátsdómi dýr-
bítsins væri ekki skotið til hæsta-
réttar, en hreinlega framfylgt á
staðnum og stundinni. Byssuleyfi og
meðferð þeirra fór hann vel með frá
ungum aldri við fjölbreyttar aðstæð-
ur og ábyrgðarstörf. Aflífun hús-
dýra var framkvæmd snöggt með
styrkri hendi og vafningalaust, þess
vegna voru þau störf honum falin
öðrum fremur ef kostur var.
Um fermingaraldur fór Egill
fljótt að ráðast sem vetrarmaður til
bænda á nálægum slóðum, en vann
heima við heyskapinn á sumrin og
er kostur var, í vegavinnu að vorinu,
en þá voru ennþá handverkfæri og
hestar notaðir til þeirra verka eins
og annarra framkvæmda á þeim
tíma.
Vorið 1935, þegar Egill var 16
ára, fluttist hann með foreldrum sín-
um og fjölskyldu norður yfir fjöllin
að Tungu í Gönguskörðum. Þar var
áfram haldið kunnuglegum aðferð-
um við sömu störf, fyrst um sinn.
Smám saman fóru verkfæri og
vinnulag að breytast með vélvæð-
ingu og hjálpartækjum, en áfram
þarf hugvit og handlagni til að hafa
af þeim fyllstu not. Það tileinkaði
Egill sér eins og annað af verklagni
og samviskusemi. Hann varð meira
að segja „meðhjálpari“ Óla norska
við að ala tófur og fóðra í búrum, í
staðinn fyrir að rekja slóðir og
skjóta, því þá gekk í garð „nýsköp-
un“ í landbúnaði og mannfólkið
fylgdi straumnum, sem síðan fór að
breyta bændaþjóðfélaginu í þorp og
borgríki, hægt og þungt í fyrstu svo
fólkið greindi varla stefnuna, en með
vaxandi hraða í tímans rás. Egill
kom víða við á þessari vegferð og
alls staðar virkur þátttakandi í
dagsins önn.
Árið 1948 hóf hann sambúð með
Ástu Jónsdóttur. Þau bjuggu fyrst
saman í ráðsmennsku hjá bónda í
Hegranesi, en fluttu síðan til Sauð-
árkróks, fyrst í leiguhúsnæði, en
fljótlega keyptu þau húsið nr.17 við
Skógargötu á Sauðárkróki þar sem
þau bjuggu síðan ásamt syni Ástu,
Herbert Hjálmarssyni, sem var 4
ára er þau hófu sambúð þá sem ent-
ist þar til Ásta dó, 3. apríl 1999. Her-
bert fyrir löngu farinn að heiman,
búinn að stofna sitt eigið heimili á
Dalvík og kom bara í heimsókn með
afabörnin til ömmu, eða þau
skruppu norður. En bæði störfuðu
langan dag og strangan í fastri
vinnu á Sauðárkróki og drógu ekki
af sér.
Alltaf átti Egill nokkrar kindur í
gömlu fjárhúsunum á Hlíðarenda
uppi á Nöfum. Þar var enn nokkurt
tún í kring, en meiri heyskap þurfti
að sækja og lengra til, fram á Ey-
lendi á engjar bænda í Víkurtorfu og
víðar. Egill hafði mikið yndi af þessu
erfiði sínu og aukavinnu við kind-
urnar og sveitalífið, því alltaf bjó í
honum bóndinn, með eðli sínu og
örtum, þótt tilveran skákaði honum
niður við önnur aðalstörf á öðrum
vettvangi.
Þegar Egill var 27 ára varð hann
fyrir því að fá lömunarveikina, sem
gekk þá sem faraldur og kom víðar
við með ýmsum afleiðingum. Egill
lagðist veikur snemma í nóvember
1946, eftir volk við haustsmalanir og
áreynslu við að inna þau störf af
hendi af sinni meðfæddu ábyrgðar-
tilfinningu og skyldurækni.
Læknirinn sem til var kallaður,
bjóst við algjörri lömun til lang-
frama, en Egill var á öðru máli, orti
vísur, safnaði skeggi, lá og las í
nokkra mánuði, en upp úr áramót-
um fór hann að safna kröftum sam-
an, því handleggirnir fóru aldrei í al-
gjört verkfall. Og batinn kom með
þolinmæði og góðum vilja. – Hann lá
heima í foreldrahúsum í Tungu allan
tímann, svo þar gat hann haft sína
hentisemi með afköstin og enginn
sagði flýttu þér, nema hann sjálfur
sem fann best hvað orkan megnaði,
en kappið og hugurinn bar hann
hálfa leið og loks alla, að svo miklu
leyti sem komist varð, því aldrei
náði hann fullu þreki aftur og
hryggsúlan þurfti stuðning af breiðu
stálgormabelti upp frá því er náði
frá bringspölum niður fyrir mjó-
hrygg.
Þetta, ásamt skertri hreyfigetu,
varð hans fylgifiskur upp frá því, en
aftraði honum ekki frá að ganga upp
um fjöll og firnindi á rjúpnaveiðar
og í tófuleit, því lengst af var hann
grenjavinnslumaður nærliggjandi
hreppa, og sinnti því af trúmennsku.
Auk þess sem hann átti sínar kindur
og gerði af þeim fjallskil eins og lög
gera ráð fyrir.
Hann stóð við gálgann í slátur-
húsinu öll haust og bætti við vísum á
færibandið af minnsta tilefni. – Það
var aldrei hans háttur að leggjast
fyrir með vol og víl þó á móti blési
„því öll él birtir upp ... og aftur skín
sól“ eins og hann sagði sjálfur í einni
af sínum ágætu vísum. Hann
íþyngdi heldur ekki öðrum með sín-
um vandamálum umfram það sem
minnst mátti verða og bar sínar
byrðar sjálfur að settu marki meðan
kraftar entust. Sú var hans ættar-
fylgja og aðalsmerki.
Guðríður B. Helgadóttir.
Hann Egill bróðir minn er farinn.
Fékk lausn frá sínum þjáningum og
fjötrum hins jarðneska lífs laugar-
dagsmorguninn 21 júní. Hann barð-
ist hetjulegri baráttu við hinn
grimma sjúkdóm, kvartaði sjaldan
og hélt sinni reisn til síðasta dags.
Ég sakna heimsóknanna til hans og
allra samverustunda. Hann var ætíð
góður bróðir og vinur.
Minningarnar streyma að, flestar
ljúfar og skemmtilegar. Egill var
alltaf glaðbeittur í æsku og honum
fylgdi þróttur og athafnasemi. Hann
var oft fullur af góðlátlegri stríðni
við okkur yngri krakkana, orti þá
stundum um okkur vísur, sem okkur
líkaði misjafnlega vel. Allt var það
góðlátlegt grín og ekki man ég eftir
að hann gerði níðvísu um nokkra
manneskju. Hann var alltaf greið-
ugur og góður við mig. Lánaði mér
oft hestinn sinn Sörla, sem var í sér-
stöku uppáhaldi hjá okkur systkin-
unum, alltaf síviljugur og traustur.
Já, minningarnar eru margar og
kærar og verða vel geymdar.
Egill var miklum andlegum hæfi-
leikum gæddur. Var flugnæmur og
hafði frábært minni, vísnasjóður sá
er hann mundi fram á síðasta dag er
fágætur. Hann var einnig lista skrif-
ari og hafði góðan stíl. Hafði einnig
gaman af að rifja upp liðna atburði
og segja frá. Fyrst og síðast var
hann náttúrubarn, unni frelsi á fjöll-
um, átti þar örugglega sínar bestu
stundir, með hesti og hundi. Þar var
andinn frjáls. Hann unni víðsýninu
og öllu því sem andann dregur. Allar
skepnur er hann umgekkst hændust
að honum. Hann var einnig barn-
góður, sýndi þeim skilning og talaði
við þau sem fullorðna. Hann fór ekki
alltaf troðnar slóðir, hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og var ekki
alltaf sammála síðasta ræðumanni,
en alltaf drenglyndur. Spáði mikið í
veðrið og afkomu lands og þjóðar.
Las mikið og var vel fróður um
marga hluti. Minni hans var óbrigð-
ult. Ég sótti til hans fróðleik til
hinstu stundar. Og sakna hans sárt.
Guð blessi minningu míns kæra
bróður.
Kristín Helgadóttir.
Egill lést á sjúkrahúsi Skagfirð-
inga laugardaginn 21. júní. Hann
fæddist á Núpsöxl í Laxárdal í Aust-
ur-Húnavatnssýslu rétt eftir að fyrri
heimsstyrjöld lauk. Foreldrar hans
bjuggu lengi á þessari jörð, sem
fremur mátti kalla rýra til búsetu.
Þó ólust þar upp allmörg börn, sem
öll urðu mannvænlegir þjóðfélags-
þegnar. Þetta er mér vel kunnugt
því að ég ólst upp svo að segja á
næsta bæ, á Sneis. Börnin í Núpsöxl
áttu öll auðvelt með nám, sem
stundað var í farskóla eins og þá var
títt í sveitum. Þetta nám, jafnstutt
og það var og að mörgu leytri ófull-
komið, reyndist mörgum nota-
drjúgt. Fólk var vel skrifandi, les-
andi og reiknandi eftir að þessu
námi lauk. Börnin í Núpsöxl fóru þó
ekki langskólagötuna, heldur út í at-
vinnulífið, og reyndust þar dugandi.
Egill vann að búi foreldra sinna,
fyrst í Núpsöxl og síðar í Tungu í
Gönguskörðum, eftir að þangað var
flutt (1935). Erfiður flutningur með
búslóð, fullt hús af börnum og allan
búsmala. Vafalaust var þarna
brugðið búi til bóta, því að Tunga er
ólíkt vænlegri til ábúðar en Núpsöxl
á Laxárdal, þótt erfið sé á marga
lund. Þegar foreldrar mínir fluttust
að Refsstöðum í Laxárdal vorið 1938
varð fólkið í Tungu nágrannar okkar
á nýjan leik, þótt vegalengdin væri
margföld, eða norður fjöll til Skaga-
fjarðar. Helgi Magnússon var bónd-
inn og kona hans Kristín Guð-
mundsdóttir frá Kirkjuskarði. Mikill
samgangur var milli þessara tveggja
heimila. Egill gisti nokkrum sinnum
hjá okkur á Refsstöðum. Hann var
góður gestur, er óhætt að segja.
Hann var ljóðelskur og vel hag-
mæltur. Mér er vel í minni, er hann
kom með nýútkomna bók til okkar
rétt fyrir jólin 1940, er heitir Ljóð
og laust mál, eftir Andrés Björnsson
eldri (1883–1916). Sjaldan hef ég
hrifist meira af ljóðabók en þarna.
Vísur Andrésar er hreinar perlur.
Margir þeir, sem voru að brjótast til
mennta fyrr á tíð, urðu að vinna
hörðum höndum fyrir námskostnaði
sínum. Var þá algengt, að piltar,
sem hugðu á skólanám, leituðu eftir
vegavinnu. Egill hafði unnið í Siglu-
fjarðarskarði, og ég skrifaði honum
bréf, og spurðist fyrir um vinnu þar.
Jú, því svaraði hann á þann veg, að
mér væri óhætt að koma, ég fengi
vinnu. Annað mál er, að ég vann
aldrei í Skarðinu, heldur í Fljótun-
um. Bréfinu lauk Egill með vísu.
Kveð þig svo að kunnum sið,
þó kannske fyrr en varði
vona, að saman syngjum við
á Siglufjarðarskarði
Egill var dugnaðarmaður, og kom
það snemma í ljós. Þegar við unnum
saman í vegavinnu á Dalsáreyrum,
nokkuð fyrir ofan Sauðárkrók, orti
ég um hann tvær vísur, sem ég ætla
að enda þessi minningarorð með um
þennan gamla og góða æskufélaga:
Augum rennir Egill minn
oft til kvenna, glaður.
Í orðasennum óvæginn;
andans brennumaður.
Hefur unga hetjusál,
hikar ei við Grettistakið.
Hatar ávallt hræsni og tál;
hans er sterkt og þolið bakið.
Með þökk og virðingu minnist ég
Egils Helgasonar og votta aðstand-
endum hluttekningu við burtför
hans af þessum heimi. Blessuð sé
minning hans.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum.
EGILL
HELGASON
Sjötta júní síðastlið-
inn var öll fjölskylda
okkar saman komin í
Vestmannaeyjum til að undirbúa
níræðisafmæli afa. Við vildum
heiðra þennan sómamann sem
staðið hefur eins og klettur við
hliðina á okkur öllum öll þessi ár.
En hlutirnir fóru ekki eins og áætl-
að var þar sem afi kvaddi okkur
þremur dögum fyrir afmælið sitt.
Þegar ég var 12 ára gamall fór
ég að vinna hjá Ísfélagi Vest-
mannaeyja við pökkun á saltfiski.
BERGUR ELÍAS
GUÐJÓNSSON
✝ Bergur ElíasGuðjónsson
fæddist í Vestmanna-
eyjum 10. júní 1913.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni í
Vestmannaeyjum
laugardaginn 7. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 14.
júní.
Vinnufélagar mínir
voru afi og langafi.
Langafi skar striga,
afi var matsmaður og
ég var titlaður sem
„altmuligmann“. Það
verður að segjast eins
og er að fyrir afa og
langafa var ekki alltaf
auðvelt að hafa alt-
muligmann í vinnu, en
með þolinmæði, um-
hyggju og ennþá meiri
þolinmæði tókst þeim
að koma kauða inn í
hin ýmsu störf. Ef
maður kvartaði eða
kveinkaði sér glotti afi og sagði að
það þyrfti að gera fleira en gott
þætti og ef maður spurði of mikið
sagði hann: „Já, Bergur minn, það
er margt í mörgu í maganum á
Ingibjörgu.“ Þegar upp var staðið
urðu sumrin í saltfisknum með afa
samtals tíu.
Árið 1987 flutti ég til Noregs og
hóf þar háskólanám. Afa þótti mik-
ið til þess koma en sjálfur gekk
hann aðeins þrjá vetur í skóla til að
læra að lesa, skrifa og reikna. Árin
í Noregi urðu samtals tíu en allan
tímann töluðum við saman svo til í
hverri viku. Það varð nefnilega að
gefa skýrslu um hvernig gengi með
barnabarnabörnin. Alltaf spurði
hann hvort þau væru ekki pínulítið
óþæg og sagði jafnframt að það
væri af hinu góða eða eins og hann
sagði: „Maður þarf að vera pínulít-
ið óþekkur til að spjara sig.“
Seinustu árin talaði afi mikið um
að ég þyrfti nú að flytja til Vest-
mannaeyja og vera nálægt honum
og ömmu svo hann gæti leikið við
dætur mínar og syni, þ.e. hjálpað
mér svolítið við uppeldið. Því miður
varð ekki af því.
Það er erfitt að hugsa sér til-
veruna án þess að hafa afa nálægt,
geta ekki farið í bíltúr um bryggj-
urnar í Eyjum, talað um gamla
tíma, virða fyrir sér mannlífið og
stoppa öðru hverju til að fá sér í
nefið. En svona er víst lífsins gang-
ur.
Elsku afi, nafni og vinur, ég vil
þakka þér fyrir allt það fallega og
góða sem þú gerðir, ég mun alltaf
geyma minninguna um þig í hjarta
mínu.
Þinn
Bergur Elías.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina