Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 42
42 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ AFPLÁNAR maður dóm fyrir
að nýta sér aðstöðu sína til að greiða
sjálfum sér vangoldin laun, að eigin
mati. Þessi
áhugaverði dugn-
aðarforkur taldi
sig lágt metinn
og greip til ör-
þrifaráða. En það
er ekki sama
hver er, þegar
við lög og rétt er
að eiga. Annar
maður hafði, með
óskiljanlegum en þó eiginlega lög-
legum hætti, fengið úr opinberum
sjóðum margfalda upphæð hins. Þar
að auki lét hann fyrirtæki í eigu
þjóðarinnar borga háa reikninga
fyrir sig sem honum bar sjálfum að
greiða. Hvernig honum tókst að
komast hjá því að gjalda fyrir slíkt
en ekki hinum er fleirum en mér
hulið. Þessi snjalli samningamaður
vafði ráðherrum og öðrum pólitík-
usum um fingur sér eins og þroskuð
kona barnungum friðlum. Á eftir var
hann fenginn af ríkisstjórnini til að
semja fyrir hennar hönd við þá sem
hann hafði þvælst hvað mest fyrir í
gegnum tíðina. Öldruðum, fyrrver-
andi verkamönnum, gat ekki verið
valinn verri kostur, enda uppskáru
þeir eftir því. Enn er þessi maður í
sviðsljósinu að semja um kaup og
kjör og gengur svo vel að gamlir
verkalýðspostular missa sjónir á
hvaða málstaður umbjóðenda þeirra
er fyrir bestu. Svo er það útaf fyrir
sig þjóðfélagsleg ráðgáta að þessi
bragðarefur blómstri í verkefnum
fyrir þá sem vita að hann reynir að
gera hlut þeirra sem minnstan.
Bragðvísi á ekki að geta gengið
endalaust upp ef hún veldur öllum
öðrum vandræðum en refnum sjálf-
um. Það er ekki sama í hverju snilld-
in fellst og margir slíkir eru þjóðinni
dýrari og gefa verra fordæmi en sá
sem ég nefndi í byrjun, því þar er
dæmið ljósara. Eigingirni virðist
mörgum eðlilegri en sanngirni og
réttlæti. Um þessar mundir
blómstrar fjölbreytt misrétti og mis-
ferli í samfélagi okkar af þvílíkum
krafti að undrum sætir. Á Íslandi
geta menn orðið auðugir af því að
arðræna fyrirtæki, stofnanir og eig-
inlega hvern sem er á löglegan hátt.
Það virðist næstum enginn vandi. Þó
þarf til þess algjört virðingarleysi
fyrir öðrum og magnað siðleysi.
Græðgin, undirrót næstum alls sem
miður fer í samskiptum manna, hef-
ur í gegnum tíðina verið þeirra
helsta einkenni og ódauðlegur fylgi-
nautur. Í gegnum lífsins ólgusjó, allt
þar til dauðinn aðskilur þá frá gull-
inu, skal græðgin fylgja þeim. Því
miður eru dæmin óteljandi um vesa-
linga komna að fótum fram fyrir ald-
urs sakir og krankleika, sem halda
dauðans hönd um milljónirnar sínar
og vilja meira og meira. Svo skelfi-
lega tilgangslausu og hugsjóna-
snauðu lífi hlýtur að fylgja andleg
martröð og sálarkvöl. Ég hef fylgst
með hvernig einstaklingar kaupa
banka og önnur fyrirtæki sem áhrif
og peningar fylgja og öðlast þannig
völd til góðs eða ills, allt eftir hvað
hagnast þeim og hvernig þeir eru
gerðir. Þegar auðmenn eru farnir að
hafa afgerandi áhrif á þjóðþing og
jafnvel farnir að koma í stað þjóð-
kjörinna fulltrúa er mál að þjóð
vakni. Þegar samherjamaður seldi
hlut sinn í fyrirtækinu fyrir rúma
þrjá milljarða (hlutur sem að mestu
var sannanlega eign þjóðarinnar)
skoraði ég á hann í blaðagrein, að
gefa þriðjung í barnaspítala. Hann
kaus frekar að byggja kaupmang-
arahöll úr gleri. Það sorglega er, að
þjóð mín á of marga sem skarta
skrautfjöðrum á hennar kostnað.
Þar skilur á milli gæfu og gjörvu-
leika.
En það eru ljós í tilverunni. Á
Skjá einum voru framúrskarandi
manneskjur ársins kosnar og var
önnur þeirra Ingibjörg Ósk Óladótt-
ir, starfskona hjá Grensási. Hjá
henni skiptir manneskjan meira
máli en peningar og skrautfjaðrir.
Manneskjur eins og Inga gefa lífinu
gildi.
ALBERT JENSEN,
Sléttuvegi 3,
103 Reykjavík.
Löglegt en
siðlaust
Frá Alberti Jensen:
ÉG LAS bréf Kristínar Michelsen til
blaðsins 26. júní sl. þar sem hún
fjallaði um reynslu sína af íslenska
réttar- og heilbrigðiskerfinu.
Vegna reynslu minnar af ýmsu í
kerfinu dettur mér ekki í hug, Krist-
ín, að efast um eitt einasta orð sem
þú segir.
Ég hvet þig til að láta ekki deigan
síga og halda áfram að tjá þig um
þessi mál opinberlega því margt má
betur fara og ýmsir gætu notið góðs
af.
Ef við mæður á Íslandi berjumst
ekki fyrir réttlæti handa börnum
okkar sem ung hafa þurft að horfast í
augu við alvarlega lífsreynslu, þá
gerir enginn það.
Stöndum saman, mæður, og látum
ekki kerfiskarla valta yfir lögbundin
mannréttindi barna okkar með fyr-
irlitningu, eins og börnin séu einskis
verð.
AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Nesbala 56,
Seltjarnarnesi.
Stöndum saman,
mæður
Frá Auði Guðjónsdóttur: