Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 47
Golfklúbbur Sandgerðis
Kirkjubólsvöllur
Minningarmót Sigurðar Bjarnasonar
sunnudaginn 29. júní
Ræst verður út frá kl. 09.00 til 11.00 og frá kl. 13.20 til 15.20
Skráning er á www.golf.is/gsg eða í síma 423 7802
Hl. m/án. Hámarks forgj.: Ka. 24 - Ko. 28
„Glæsileg verðlaun“
Styrktaraðilar mótsins eru:
Útisport Keflavík - Óskin KE - Sjáfarmál ehf.
Láttu sjá þig - Mótanefnd GSG
ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA,
ákvað í gær að höfðu samráði við forvíg-
ismenn knattspyrnumála í Kamerún að úr-
slitaleikur Frakklands og Kamerún í Álfu-
keppninni í knattspyrnu fari fram í París á
sunnudaginn þrátt fyrir andlát Marc Viviens
Foes, landsliðsmanns Kamerún.
Foe var úrskurðaður látinn síðdegis í fyrra-
dag skömmu eftir viðureign Kamerún og Kól-
umbíu í undanúrslitum, en hann missti skyndi-
lega meðvitund á 72. mínútu leiksins þar sem
hann stóð á miðjum leikvellinum. Í fyrrakvöld
var talið að ekkert yrði af úrslitaleiknum
vegna fráfalls Foes en nú hefur verið ákveðið
að halda óbreyttri áætlun.
Sepp Blatter, forseti FIFA, heimsótti leik-
menn Kamerún í gær á hótel þeirra í Lyon,
þar sem leikurinn í gær fór fram. Hann vottaði
þjálfurum, leikmönnum og öðrum aðstand-
endum landsliðs Kamerún samúð sína. Áður
hafði hann haft samband við fjölskyldu Foes í
sömu erindagjörðum. Vegna fráfalls Foes
verða fánar Kamerún og FIFA í hálfa stöng í
Lyon í dag.
Þá var þeirri hugmynd velt upp í gær að í
framtíðinni verði Álfukeppnin nefnd eftir leik-
manninum.
Númer 23 ekki notað framar
Leikmenn Manchester City leika ekki í
treyju númer 23 í framtíðinni. Verður það gert
til þess að minnast Marc Viviens Foes, leik-
manns liðsins, en hann klæddist treyju númer
23 í leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Foe var í
leigu hjá Manchester City á síðustu keppnistíð
og þótti standa sig vel, skoraði m.a. níu mörk,
þar á meðal það síðasta sem það skoraði á sín-
um fornfræga Maine Road-leikvangi.
Frá því snemma í gærmorgun var stöðugur
straumur stuðningsmanna Manchester City að
höfuðstöðvum félagsins þar sem þeir minntust
Foe með því að skilja eftir blóm, keppn-
ispeysur, myndir, kort og ýmsa hluti í minn-
ingu hans.
Úrslitaleikurinn fer fram
Reuters
Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, heimsótti leikmenn
Kamerún í gær þar sem haldin var stutt athöfn til minningar um Marc Vivien Foe.
PÉTUR Marteinsson, leikmaður
Stoke City, er undir smásjánni
hjá sænsku úrvalsdeildarlið-
unum Hammarby og Djurgården
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Pétur sagði í samtali í
gær að hann hefði heyrt af
áhuga þessara liða en vissi ekk-
ert frekar þar sem hann hefur
verið í sumarfríi og ekki sett sig í
samband við forráðamenn Stoke
City eða umboðsmann sinn. Pét-
ur er öllum hnútum kunnugur
hjá Hammarby því hann lék með
liðinu á árunum 1996–1998 við
góðan orðstír. Leikmaðurinn
heldur út til Englands til æfinga
hjá Stoke City eftir helgi.
Pétur undir smásjá
sænskra félaga
ALEKSANDAR Linta sem samdi
við knattspyrnulið ÍA þann 31. maí
sl. mun koma til Íslands á mánudag
en umsókn hans um atvinnuleyfi hér
á landi tók töluverðan tíma en nú
hefur leikmaðurinn fengið atvinnu-
leyfi hér á landi. Ólafur Þórðarson,
þjálfari Skagamanna, sagði í gær að
Linta kæmi til landsins á mánudag-
inn en ekki væri víst að hann yrði í
leikmannahópi liðsins á þriðjudag er
ÍA mætir liði Keflavíkur í 16-liða úr-
slitum VISA-bikarkeppninnar.
LINTA hefur beðið í Júgóslavíu á
meðan umsókn hans um atvinnuleyf-
ið var enn í vinnslu en hann lék áður
með ÍA árið 1997 og hann var einnig í
herbúðum Skallagríms árið 1999.
SAMKVÆMT frétt norska staðar-
blaðsins Romerikes Blad er allt útlit
fyrir að leikmenn norska úrvals-
deildarliðsins Lilleström verði að
taka á sig töluverða launalækkun að
loknum sumarleyfum knattspyrnu-
manna í júlí. Rekstraráætlanir fé-
lagsins hafa ekki gengið eftir og nú
er ljóst að um 44 milljónir ísl. kr.
vantar upp á að endar nái saman á
yfirstandandi rekstrarári. Með Lille-
ström leika fjórir íslenskir leikmenn,
Ríkharður Daðason, Davíð Viðars-
son, Indriði Sigurðsson og Gylfi
Einarsson.
SLITNAÐ hefur upp úr samninga-
viðræðum umboðsmanns Pauls Rob-
insons, markvarðar Leeds, og for-
svarsmanna Aston Villa. Kaup
Aston Villa á markverðinum eru þar
með í óvissu þrátt fyrir að félögin
hafi komist að samkomulagi um
kaupverð, þ.e. 3 millj. punda, nærri
400 millj. króna.
VAHID Halilhodzic, þjálfari Paris
SG, hefur svo gott sem staðfest að
Ronaldinho verði ekki í herbúðum
félagsins á næstu leiktíð. Fjárhagur
Parísar-liðsins er ekki upp á marga
fiska og m.a. á þeim forsendum get-
ur félagið ekki vísað á bug tilboðum í
Brasilíumanninn. Manchester Unit-
ed og Barcelona þykja líklegir kaup-
endur.
FÓLK
Það er svipað ástand hjá Cleve-land og var árið 1984 er Bulls
fengu Jordan í sínar raðir. Cavaliers
vann aðeins 17 leiki af 82 leikjum
liðsins á síðustu leiktíð líkt og Denv-
er Nuggets en þessi tvö lið voru án
vafa slökustu lið deildarinnar en 29
lið eru í NBA.
LeBron James hefur aldrei leikið
sem atvinnumaður, hann hefur aldr-
ei farið í háskóla né leikið með há-
skólaliði enda er drengurinn aðeins
18 ára gamall, fæddur 30. desember
árið 1984, og lauk námi við miðskóla í
byjun sumars. Hann er rétt rúmir 2
metrar á hæð, líkamlega sterkur,
stekkur hátt, hittir vel og íþrótta-
maður af bestu gerð. Undanfarin tvö
ár hefur mikið verið fjallað um Le-
Bron í Bandaríkjunum þar sem út-
sendarar NBA-liða fylgdust með
hverri hreyfingu hans þegar hann
lék með St. Vincent-St. Mary-skóla-
liðinu.
Aldrei áður hefur leikmaður sem
kemur beint úr miðskóla vakið eins
mikla athygli, en áður höfðu leik-
menn á borð við Kobe Bryant (Lak-
ers), Kevin Garnett (Minnesota) og
Tracy McGrady (Orlando) farið
beint úr miðskóla í „alvöruna“ í
NBA.
Nú þegar er LeBron James vell-
auðugur þrátt fyrir að reglur NBA
kveði á um að hann geti „aðeins“
fengið rúmar 260 milljónir ísl. kr. í
laun á ári frá Cavaliers fyrstu þrjú
árin. Nike hefur þegar samið við Le-
Bron James þar sem hann fær 6,5
milljarða ísl. kr. fyrir að nota skó frá
fyrirtækinu og þeir sem best þekkja
til segja að ekki verði langt þangað
til LeBron James fái andvirði 7,3
milljarða ísl. kr. á ári í formi auglýs-
ingasamninga – líkt og kylfingurinn
Tiger Woods. LeBron James er nú
þegar á allra vörum í Bandaríkjun-
um án þess að hafa glímt við erfitt
keppnistímabil í atvinnumannadeil í
mjög slöku liði.
„Táningarnir“ áberandi
LeBron virðist samt sem áður
vera jarðbundinn enn sem komið er
en skömmu eftir valið sagði hann að
umstangið vegna komu hans í NBA
væri að vissu marki ágætt en hann
benti á að hann hefði enn ekki leikið
eina mínútu gegn bestu leikmönnum
heims. „Ég veit að ég á eftir að sanna
mig í NBA og ég get ekki beðið eftir
því að leiktímabilið hefjist þar sem
ég mun aðstoða við að ná Cleveland á
flug á ný,“ sagði LeBron James m.a.
Það voru táningar sem einokuðu
efstu sætin í nýliðavalinu þar sem
Darko Milicic fer til Detroit Pistons,
Carmelo Anthony til Denver Nug-
gets og Chris Bosh til Toronto Rapt-
ors.
Þetta er í annað sinn á sl. þremur
árum sem leikmaður er valinn fyrst-
ur beint úr miðskóla, árið 2001 var
það Kwame Brown sem leikur með
Washington Wizards en hann hefur
enn ekki látið mikið að sér kveða í
deildinni.
Jón Arnór komst ekki að
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón
Arnór Stefánsson var á meðal þeirra
sem gáfu kost á sér í nýliðavalið en
hann var ekki í hópi þeirra sem kom-
ust að í þessu vali. Jón Arnór lék með
TBB Trier á sl. leiktíð. Jón Arnór
getur því ekki gefið kost á sér aftur í
nýliðavalið en hann getur hins vegar
komist að sem leikmaður í NBA-
deildinni með öðrum hætti í framtíð-
inni, sem samningslaus leikmaður
eins og það kallast.
LeBron á að
verða „kóngur“
FYRSTI valréttur í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 2003 er eign
Cleveland Cavaliers sem velja leikmanninn LeBron James,“ sagði
David Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar, af mikilli innlifun
aðfaranótt föstudags. Ákvörðun forráðamanna Cavaliers kom fáum
á óvart þar sem James „kóngur“ eins og hann er nefndur vestan-
hafs er talinn vera eitt mesta efni sem hefur stigið inn í kastljós
NBA-deildarinnar frá því árið 1984 er maður að nafni Michael Jord-
an var valinn þriðji í röðinni af Chicago Bulls, á eftir þeim Sam Bow-
ie og Hakeem Olajuwon sem Houston Rockets valdi fyrst allra liða.
Reuters
LeBron James brosti breitt þegar honum varð ljóst að hann
væri leikmaður NBA-liðsins Cleveland Cavaliers næstu árin.