Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 49
„VIÐ munum auðvitað reyna að fá ekki á okkur
mark en við getum ekki leyft okkur að mæta til
leiks með það eitt að markmiði að leggjast í
vörn. Það verður einnig sóknarleikur á okkar
dagskrá gegn Sloboda Tusla,“ sagði Þorvaldur
Örlygsson, þjálfari og leikmaður KA frá Ak-
ureyri, í gær en KA tekur á móti bosníska liðinu
í Intertoto-keppninni í dag á Akureyri og hefst
leikurinn kl. 15 á Akureyrarvelli. Fyrri leik lið-
anna í Bosníu lauk með jafntefli, 1:1, þar sem
Nusret Muslimovic, fyrirliði Sloboda Tusla,
skoraði úr vítaspyrnu á 81. mínútu en Hreinn
Hringsson skoraði gríðarlega mikilvægt mark
fyrir KA er hann jafnaði leikinn skömmu eftir
að heimamenn komust yfir. Þorvaldur sagði að
Tusla væri sterkara lið en KA en sterkur varn-
arleikur á útivelli hefði komið liðinu í góða stöðu
fyrir síðari leikinn á Akureyri. „Við vissum ekk-
ert um þetta lið er við fórum í fyrri leikinn og ég
get ekki sagt að við höfum legið mikið yfir
þeirra leikaðferðum í undirbúningi okkar fyrir
leikinn sem fram fer í dag. Það er samt sem áð-
ur ljóst að þetta er gott lið og við þurfum að
leika vel ef við ætlum okkur að komast áfram í
þessari keppni.“ Það eru 13 ár frá því að KA lék
síðast í Evrópukeppni en þá mætti liðið CSKA
frá Moskvu. „KA leikur ekki Evrópuleiki á
hverju ári og því eru þessi verkefni ákaflega
mikilvæg fyrir alla sem koma að þessu félagi.
Ég vona að okkar stuðningsmenn sýni okkur
stuðning með því að mæta á völlinn.“ Dean
Martin verður í liði KA á ný eftir að hafa verið
frá vegna meiðsla og Þorvaldur Makan Sig-
björnsson verður einnig klár í slaginn en hann
lék ekki með í 2:1 tapleik liðsins gegn Val á dög-
unum vegna leikbanns.
„Sóknarleikur verður
einnig á okkar dagskrá“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Elmar Dan Sigþórsson, leikmaður KA,
verður í eldlínunni með félögum sínum
gegn Sloboda Tuzla.
RÚNAR Sigtryggsson, landsliðs-
maður í handknattleik, hefur
ákveðið að ganga til liðs við þýska
1. deildarliðið Wallau Massenheim
á næstu leiktíð, en Rúnar hefur sl.
ár leikið með Ciudad Real á Spáni.
Rúnar varð spænskur bikarmeist-
ari, í sigurliði EHF-keppninnar og í
öðru sæti í spænsku deildinni á ný-
liðinni leiktíð.
Rúnar, sem átti eitt ár eftir af
samningi sínum við Ciudad, gerði
eins árs samning við Wallau, en
með félaginu leikur m.a. Einar Örn
Jónsson, horna- og landsliðsmaður.
Wallau er eitt af þekktari liðum í
þýsku deildinni. Það hafnaði í 9.
sæti í deildinni á síðustu leiktíð.
Rúnar hefur áður leikið í Þýska-
landi, lék þá með Göppingen.
Rúnar til
Wallau
Í GÆRKVÖLD var dregið í
riðla í Slóveníu fyrir úrslit Evr-
ópukeppni landsliða í hand-
knattleik karla, en keppnin fer
fram þar í landi 22. janúar–1.
febrúar á næsta ári. Ísland er í
C-riðli en liðin sem komast upp
úr þeim riðli mæta liðunum sem
komast úr D-riðli í milliriðlum.
A-riðill
Sviss, Rússland, Svíþjóð og
Úkraína.
B-riðill
Króatía, Spánn, Danmörk og
Portúgal.
C-riðill
Ungverjaland, Tékkland, Ís-
land og Slóvenía.
D-riðill
Pólland, Frakkland, Þýska-
land og Júgóslavía.
Íslend-
ingar stál-
heppnir
Stórleikur átta liða úrslitabikar-keppni kvenna fór fram í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi þegar bik-
armeistaralið KR
kom í heimsókn. Lið-
in mættust í deild-
inni á mánudag þar
sem KR hafði mikla
yfirburði og sigraði örugglega. Það
var ljóst frá fyrstu mínútu að Eyja-
liðið ætlaði ekki að láta það henda
aftur og náði það tökum á leiknum
strax í byrjun og vann leikinn 4:2.
Þóra Helgadóttir, markvörður
KR, átti skot í þverslána frá miðju á
sjöundu mínútu en tveimur mínútum
síðar skoraði Olga Færseth fyrsta
mark leiksins. Hrefna Jóhannes-
dóttir, KR, rak stóru tána í boltann á
26. mínútu og fór hann í fjærhornið,
1:1.
Heimamenn tóku miðju, brunuðu
fram, boltinn barst til Karen Burke
sem lék sig í gegnum vörn KR og
setti boltann yfir Þóru. Glæsilega
gert.
Þegar tuttugu mínútur voru til
leiksloka lentu Ásthildur Helgadótt-
ir og Rachel Brown í harkalegu sam-
stuði sem endaði með því að Ásthild-
ur var flutt á sjúkrahúsið í Eyjum
með stóran skurð á höfði. Á 77. mín-
útu jók ÍBV svo forskot sitt þegar
Olga Færseth var ekki í vandræðum
með að skora og bætti við þriðja
markinu. Það dró svo til tíðinda á 88.
mínútu þegar Anna Berglind Jóns-
dóttir minnkaði muninn fyrir KR
þegar hún fylgdi eftir skoti Hrefnu í
stöng Eyjamarksins. Gestirnir sáu
nú von og lögðu allt kapp á að jafna
metin og eftir eina slíka sókn barst
knötturinn fram völlinn þar sem
Olga var ein og yfirgefin, enginn
varnarmaður KR nálægt og tók hún
sér góðan tíma í að fullkomna þrenn-
una gegn sínum gömlu félögum og
gulltryggja sigur ÍBV.
Olga Færseth, fyrrverandi leik-
maður KR, var sínum gömlu fé-
lögum erfið í gærkvöld, hún var
kampakát að leikslokum og sagði
leikinn algjör umskipti frá því á
mánudag þegar KR sigraði ÍBV
örugglega í deildinni 3:0. „Eftir frek-
ar dapran síðasta leik, þar sem við
vorum hreinlega ekki með, þá
ákváðum við að spýta í lófana og
gera betur. Tala nú ekki um mig per-
sónulega, en ég átti ekki einu sinni
skot á markið í Vesturbænum. Nú
var annaðhvort að duga eða drepast
og þú sást hversu vel stemmdar við
vorum frá fyrstu mínútu.“
Olga Færseth afgreiddi KR
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar
Íslenska liðið leikur leiki sína íCelje og verður fyrsti leikur liðs-
ins gegn heimamönnum þann 22.
janúar, þann 23. er
leikið gegn Ungverj-
um og 25. janúar
gegn Tékkum. Þrjú
efstu liðin úr riðlun-
um fjórum komast áfram í milliriðla
og gæti Ísland leikið í milliriðli gegn
Frökkum, Þjóðverjum og Júgóslöv-
um sem eru í D-riðli.
„Við erum ekki búnir að setjast al-
mennilega niður og fara í gegnum
okkar möguleika gegn þessum liðum
en við fyrstu sýn eru þessi lið mjög
jöfn. Það er mjög erfitt að ráða í það
hvaða möguleika við eigum gegn
þessum liðum en ég veit að við getum
unnið öll þessi lið en við getum líka
átt í vandræðum gegn þeim. EM er
erfitt mót,“ sagði Einar í gær þar
sem hann var í sumarbústað á Norð-
urlandi.
Ísland var í fyrsta styrkleikaflokki
þegar dregið var í riðla ásamt Evr-
ópumeistaraliði Svía, Þjóðverjum og
Dönum. Tékkar eru í öðrum styrk-
leikaflokki, Slóvenar í þeim þriðja og
Ungverjar í fjórða. Slóvenar fengu
að velja sér riðil þegar búið var að
draga úr 1., 2. og 4. styrkleikaflokk-
unum og töldu forráðamenn liðsins
C-riðilinn vera vænsta kostinn.
Líkamsástandið kannað
Einar sagði að undirbúningur liðs-
ins fyrir EM yrði hefðbundinn og lít-
ill tími gæfist til þess að koma lands-
liðinu saman. „Við munum gera
mælingar á líkamsástandi leikmanna
í september, leikum gegn Pólverjum
um mánaðamótin október-nóvember
en landsliðshópurinn kemur saman
rétt fyrir jólahátíðina. Þannig að
þetta verður hefðbundið og byggt á
gömlum grunni að venju,“ bætti Ein-
ar við en leikmenn m.a. úr þýsku
deildinni munu koma síðastir allra til
móts við íslenska hópinn í desember.
Tvö stórmót framundan
Spurður um innri markmið þeirra
sem standa að íslenska landsliðinu í
handknattleik fyrir EM sagði Einar
að tvö stórmót væru á næsta ári hjá
íslenska liðinu. „Það verður erfitt að
ná hámarksárangri hjá landsliðinu á
tveimur stórmótum en þá er ég ekki
að segja að það sé ekki hægt. Við
mætum alltaf til leiks til þess að gera
betur en á síðasta móti og verða
betri sem landslið en ég held ég kjósi
að tjá mig ekki um markmið okkar á
þessari stundu – það kemur að því
þegar nær dregur,“ sagði Einar Þor-
varðarson í sumarblíðunni á Norður-
landi.
Einar Þorvarðarson telur möguleika Íslendinga ágæta á EM gegn Tékkum, Slóvenum og Ungverjum
Morgunblaðið/RAXGuðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari, brosandi
eftir viðureign við Júgóslavíu á EM, ásamt nokkrum leikmanna
sinna – Guðjón Valur Sigurðsson, Dagur Sigurðssson, Sigurður
Bjarnason og Ólafur Stefánsson.
„Getum
unnið öll
þessi lið“
DREGIÐ var í riðla í gær fyrir úrslitakeppni Evrópumóts karlalands-
liða í handknattleik sem fram fer í Slóveníu í janúar á næsta ári og
er Ísland í C-riðli ásamt Tékkum, Slóvenum og Ungverjum. Einar
Þorvarðarson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og framkvæmdastjóri HSÍ,
sagði í gær að menn þar á bæ væru sáttir við þessa niðurstöðu en
hefðu þó kosið að fá Sviss í stað Ungverjalands úr fjórða styrk-
leikaflokknum.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson