Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRUCE Dickinson, söngvari bresku þungarokksveitarinnar Iron Maiden, segir að hljómsveitin hafi mikinn áhuga á að halda tónleika á Íslandi á næstu misserum. Dick- inson er einnig flugmaður hjá breska flugfélaginu Astraeus sem annast flug fyrir Iceland Express og sagði í samtali við Morgunblaðið eftir flug til Kaupmannahafnar í gær að landið væri í miklu uppá- haldi hjá sér. „Við héldum tónleika á Íslandi fyrir um 10 árum (1992) og ég hef verið að segja við strákana æ síðan að við þyrftum að snúa aftur þang- að. Ég veit líka um prýðilegt flug- félag sem myndi án efa flytja bún- aðinn okkar til Íslands gegn vægu gjaldi,“ segir hann og hlær. Ný plata í september Dickinson hefur dvalist talsvert á Íslandi vegna vinnu sinnar fyrir Iceland Express að undanförnu, skoðað landið og seg- ir það sífellt vinna á. „Ég kann afbragðs- vel við mig á Íslandi og það yrði frábært að halda þar tónleika á ný.“ Það var engin til- viljun að Dickinson flaug vél Iceland Express til Kaup- mannahafnar í gær en Iron Maiden var aðalnúmerið á Hróarskelduhátíðinni í gærkvöld. „Þar sem ég átti ekki fyrir miðanum lá beint við að gera þetta með þessum hætti,“ segir hann kíminn. Dickinson sagði tónleikana leggjast vel í sig enda hefði Iron Maiden aldrei verið í betra formi frá því að sveitin var stofnuð á ofanverðum áttunda áratugnum. „Við erum betri, þroskaðri og þéttari en nokkru sinni fyrr, eins og fólk mun heyra þegar nýja platan kem- ur út í september.“ Ólafur Hauksson hjá IE í Kaup- mannahöfn segir frábært að hafa hinn nafnkunna söngvara í sínu liði. „Dickinson er afskaplega geð- þekkur maður og félagar hans í fluginu segja að hann sé mesti orkubolti sem þeir hafa fyrir hitt, hann stoppi hreinlega ekki. Það er líka eins gott þegar menn standa í ströngu á tvennum víg- stöðvum eða fleiri. Hann var t.d. með tónleika í París í fyrrakvöld og svo aftur á Hróarskeldu núna en kom þessu flugi að á milli.“ Aðdáendur hittu átrúnaðargoðið Ólafur segir IE hafa vitað strax þegar samið var við Astraeus að Dickinson myndi fljúga fyrir félag- ið. „Við fréttum það hins vegar of seint þegar hann byrjaði að fljúga fyrir okkur þannig að þeirri törn var lokið áður en við gátum gert fjölmiðlum viðvart. Einhverjir far- þegar voru hinsvegar búnir að átta sig á þessu áður. Best er sagan af því þegar hann skaust aftur í til að pissa og nokkrir ungir menn störðu á hann og spurðu: „Er þetta ekki Bruce Dickinson úr Iron Maiden?!?““ Nokkrir aðdáendur Iron Maiden voru um borð í vélinni í gær og fengu þeir að hitta átrúnaðargoðið að flugi loknu. Gaf Dickinson sér tíma til að spjalla við þá, stilla sér upp fyrir myndatöku og gefa eigin- handaráritanir. Einn aðdáendanna, Emil Húni Bjarnason, segir það hafa verið frábæra upplifun að fljúga með Dickinson. „Það fór fiðringur um mann þeg- ar hann ávarpaði farþega í hátal- arakerfinu. Ég beið eftir að hann tilkynnti að þetta væri flug númer 666.“ Bruce Dickinson segist vilja spila aftur á Íslandi Flug 666 til Kaupmannahafnar Þegar orkuboltinn Bruce Dickinson er ekki í leðrinu klæðist hann einkennisbúningi flugmannsins og flýgur fram og aftur yfir Norður-Atlantshafið. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Ljósmynd/Teitur Jónasson ATVINNA mbl.is Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 2 vik ur á to ppnu m í US A! Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. kl. 2, 4, 6, 8 og 10. bi. 14 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og Powersýning kl. 10. B.i. 14 Sýnd kl. 3, 5.30 og 8. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr. Ef þú skellir á ertu dauður! Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! lli ! lli . i i í . l í lj i ! Síðustu sýningar POWE R SÝNIN G KL. 10 Frumsýning 2. SÝNING LAUARDAG 28/6 - KL. 15.00 UPPSELT 3. SÝNING SUNNUDAG 29/6 - KL. 17.00 UPPSELT 4. SÝNING FIMMTUDAG 3/7 - KL. 20.00 UPPSELT 5. SÝNING FÖSTUDAG 4/7 - KL. 20.00 UPPSELT 6. SÝNING SUNNUDAG 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT 7. SÝNING FIMMTUDAG 10/7 - KL. 20 UPPSELT 8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 LAUS SÆTI 9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 LAUS SÆTI 10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.