Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
FÍKNIEFNAMEÐFERÐ hjá
Krýsuvíkursamtökunum er um
helmingi ódýrari en sambærileg
meðferð í Svíþjóð en fimm Svíar
dvelja nú á meðferðarheimilinu í
Krýsuvík í langtímameðferð við
fíkniefnaávana. Sænsk yfirvöld
greiða um 1,8 milljónir króna fyrir
sex mánaða meðferð en Lovísa
Christiansen, framkvæmdastjóri
Krýsuvíkursamtakanna, segir með-
ferðina kosta enn minna fyrir Ís-
lendinga.
„Hér eru 15 Íslendingar og ríkið
greiðir rúmar 1.200 þúsund krónur
fyrir þeirra meðferð. Satt best að
segja væri ekki mögulegt fyrir okk-
ur að reka meðferðarheimilið í
þeirri mynd sem nú er ef ekki væri
fyrir sjúklinga sem við fáum frá
Svíþjóð. Framlagið sem við fáum
frá íslenska ríkinu dugir fyrir 10
meðferðarplássum fyrir Íslendinga
en upphæðin sem við fáum frá Sví-
þjóð gerir okkur kleift að bjóða 5
Íslendingum til viðbótar vistun,“
segir Lovísa en Krýsuvíkursamtök-
in hafa í 8 ár verið í samstarfi við fé-
lagsmálayfirvöld í Stokkhólmi sem
senda árlega í kringum 10 fíkni-
efnaneytendur til meðferðar í
Krýsuvík.
Svíar ánægðir með árangurinn
Lovísa segir Svía mjög ánægða
með árangurinn af Krýsuvíkurmeð-
ferðinni, hún hafi gagnast sjúkling-
unum mjög vel en þeir séu margir í
miklum vanda þegar hingað til
lands er komið og eigi jafnvel tugi
meðferða að baki.
Hún segir ólíklegt að þeim Svíum
fjölgi, sem sækja meðferð til Krýsu-
víkur, jafnvel þótt tíu meðferðar-
pláss í Krýsuvík séu ónýtt vegna
fjárskorts. „Við höfum viljað halda
hlutfallinu þannig að Íslendingar
séu í meirihluta þrátt fyrir að það
sé mun dýrara fyrir okkur. En það
komast fáir að og biðlistar eru lang-
ir. Því miður getum við í dag ekki
nýtt húsnæðið okkar til fulls, til
þess eru fjárframlög frá ríkinu of
lág,“ segir Lovísa.
Davíð Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins, seg-
ir gott og virðingarvert starf hafa
verið unnið í Krýsuvík og að ríkið
hafi sýnt vilja til að styðja við þessa
starfsemi. Hins vegar séu Krýsu-
víkursamtökin grasrótarfélag en
ekki heilbrigðisstofnun í strangasta
skilningi þess orðs. Því sé erfitt að
setja sömu mælikvarða á starfsemi
þeirra og lagðir eru á aðra heil-
brigðisþjónustu.
Svíar borga til að komast í fíkniefnameðferð í Krýsuvík
Greiða mun minna fyr-
ir meðferð hérlendis
BRUCE Dickinson, söngvari bresku
þungarokkssveitarinnar Iron Maid-
en, segir að hljómsveitin hafi mik-
inn áhuga á að halda tónleika á Ís-
landi en landið er í miklu uppáhaldi
hjá honum. Dickinson er einnig
flugmaður og flaug vél Iceland
Express til Kaupmannahafnar í gær
en Iron Maiden var aðalnúmerið á
Hróarskelduhátíðinni í gærkvöldi.
Ljósmynd/Teitur Jónasson
Bruce Dickinson í faðmi aðdáenda á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.
Langar aftur til Íslands
Flug/50
HALLI hefur verið á vöruskiptum þrjá mán-
uði í röð og fyrirtæki sem sérhæfa sig í inn-
flutningi eru farin að finna fyrir mikilli aukn-
ingu. Knútur Hauksson, forstjóri Samskipa,
segist telja að aukningin sé á bilinu 20–25%
síðustu tvo mánuði frá sama tímabili 2002.
Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Vöru-
hótels Eimskips, segir að fyrirtækið sé að upp-
lifa metvikur í flutningum.
Vöruskipti í maí voru óhagstæð um 1,7 millj-
arða króna, en í maí árið 2002 voru þau hag-
stæð um 2,3 milljarða á sama gengi. Í mán-
uðinum voru fluttar út vörur fyrir 15,1 milljarð
króna og inn fyrir 16,8 milljarða. Afgangur er
þó á vöruskiptajöfnuði á árinu; 2,5 milljarðar
króna, en síðustu þrjá mánuði hefur hallinn
verið 4,7 milljarðar.
Samkvæmt upplýsingum frá Greiningu Ís-
landsbanka hefur ekki mælst jafnmikill halli
yfir þriggja mánaða tímabil síðan í lok ársins
2001.
Greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka
spáir því að innflutningur haldi áfram að
aukast, en ýmsir hagvísar, eins og væntinga-
vísitala Gallup og einkaneysla á fyrsta árs-
fjórðungi, gefi það til kynna.
Innflutningur
eykst og vöru-
skipti neikvæð
Mikil aukning/Halli/12
SAMKOMULAG náðist á
fimmtudag milli landbúnaðarráð-
herra Evrópusambandsríkjanna
fimmtán um víðtækar umbætur á
landbúnaðarkerfi Evrópusam-
bandsins. Mesta breytingin felst í
því að horfið verður að mestu frá
því að tengja niðurgreiðslur til
bænda við framleiðslu þeirra, í því
skyni að draga úr offramleiðslu og
gera kerfið markaðs- og neyt-
endamiðaðra.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins, segir að þess megi
verði gengið lengra í þessum efn-
um. Það er því mjög líklegt að nið-
urstaða ESB verði það stytzta
sem kemur út úr þeim málum,“
sagði Halldór.
Að hans mati verði Íslendingar
því að vera undir breytingar búnir
sem taki mið af því sem ESB hef-
ur ákveðið í þessu efni.
„Það gefur okkur svigrúm til
þess að auka svokallaða „græna
styrki“ og ég tel að það sé hægt að
finna lausn sem er fullnægjandi
fyrir íslenzkan landbúnað,“ sagði
Halldór.
Evrópusambandinu, þegar nýju
WTO-reglurnar taka gildi.
„Það liggur alveg ljóst fyrir að
ESB mun sækja sitt mál mjög fast
í WTO-viðræðunum,“ sagði Hall-
dór í samtali við Morgunblaðið.
Íslendingar verða að vera
undir breytingar búnir
„Það er ljóst að þessi niður-
staða ESB getur orðið mjög leið-
andi um þá niðurstöðu, því þeir
aðilar sem eru sterkastir þar á
móti, Bandaríkjamenn og fleiri,
munu eflaust krefjast þess að það
vænta að þessi niðurstaða ESB
kunni að verða leiðbeinandi um
þær breytingar sem gera verði á
íslenzka landbúnaðarkerfinu í
tengslum við alþjóðasamninga um
aukið frjálsræði í viðskiptum með
landbúnaðarafurðir, sem eru til
umræðu á vettvangi Heimsvið-
skiptastofnunarinnar, WTO. Hall-
dór hefur áður sagt, að vegna
WTO-viðræðnanna muni þurfa að
breyta styrkjakerfi landbúnaðar-
ins og hann muni að miklu leyti
þurfa að laga sig að þeirri land-
búnaðarstefnu, sem rekin er í
Utanríkisráðherra um umbætur á landbúnaðarkerfi ESB
Leiðbeinandi fyrir Ísland
BYRJAÐ var í gærmorgun að leggja sæ-
strenginn FARICE-1 frá ströndum Skot-
lands en strengurinn á að liggja til Íslands
um Færeyjar, alls 1.407 km vegalengd.
símafélagið ForoyaTele og fleiri aðilar.
Voru fulltrúar þeirra viðstaddir þegar
lagning strengsins hófst í Casteltown í
Skotlandi./4
Gert er ráð fyrir að strengurinn verði
kominn til Seyðisfjarðar fyrir ágústlok og
að hann verði kominn í gagnið í árslok. Að
verkefninu standa íslenska ríkið, færeyska
Ljósmynd/Kristján Bjartmarsson
Byrjað að leggja 1.407 km sæstreng
SÖLUVERÐMÆTI bólgueyðandi lyfja var
570 milljónir króna hér á landi á síðasta ári,
samanborið við 194 milljónir tíu árum áður.
Verðmæti nýrra bólgueyðandi lyfja, svo-
nefndra coxíb-lyfja, nam 205 milljónum króna
í fyrra. Á sama tíma dró ekki úr notkun eldri,
bólgueyðandi lyfja. Þetta kemur fram í grein
Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns og
skrifstofustjóra Framsóknarflokksins, í
blaðinu í dag.
Ennfremur segir í greininni að notkun cox-
íb-lyfja annars staðar á Norðurlöndunum telj-
ist vera um sjö til átta dagskammtar á hverja
þúsund íbúa en hér hafi notkunin á tveimur ár-
um komist yfir 18 dagskammta.
„Hvernig má slíkt vera, þegar önnur bólgu-
eyðandi lyf seljast enn grimmt? Eigum við að
trúa því að bólgur séu almennt algengari hér?
Hvaða skýringar hafa læknar á þessari gíf-
urlegu notkun?“ spyr Björn Ingi í grein sinni.
Bólgueyðandi lyf
fyrir 570 milljónir
Bólgnandi lyfjaverð/28–29
♦ ♦ ♦