Morgunblaðið - 30.06.2003, Page 21

Morgunblaðið - 30.06.2003, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 2003 21 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsmanni. Leitað er að félagsráðgjafa, sálfræðingi eða starfsmanni með hliðstæða menntun til að sinna félagsþjónustu, barna- vernd og afmörkuðum verkefnum skólaþjón- ustu. Viðkomandi bíður spennandi starf við áframhaldandi uppbyggingu félagsþjónustu og samþættingu félags- og skólaþjónustu á Snæfellsnesi. Á starfssvæði Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga búa tæplega 4000 manns og er mannlífið í takt við umhverfið, fjölbreytt og kraftmikið. Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guð- mundsdóttir forstöðumaður í síma 430 7800 en umsóknir skulu berast Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ, fyrir 15. júlí nk. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Mömmur athugið, ef barnið pissar undir Undraverður árangur með óhefðbundnum aðferðum. Sigurður Guðleifsson, sv.nuddk. og reikim. S. 587 1164 og 895 8972. FÉLAGSLÍF Hvernig á að hugleiða? Indverski yoga- kennarinn Acarya Shubhatmananda heldur fyrirlestur um hvernig iðkun yoga og hugleiðslu getur bætt heilsu og vellíðan í annríki dagsins. Þriðjudag og miðvikudag, 1. og 2. júlí kl. 19.30. Ármúla 44, 3. h., inng. Grensás- megin, sími 897 8190. ATVINNA mbl.is LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitj- anabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólar- hringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknal- ind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Lækna- sími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 08 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sól- arhringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólar- hringinn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól- arhringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. tekið þátt í sex samsýningum á ár- unum 1993 til 2000. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma Café Nielsen og liggja frammi upplýsingar um listakon- una og á hvaða sýningu hvert verk var málað. Sýningin er sölusýning og rennur andvirði verkanna til næstu uppfærslu Óperustúdíós Austurlands. OPNUÐ hefur verið sýning á Café Nielsen á Egilsstöðum á mál- verkum Ingibjargar Hauksdóttur, sem máluð voru á sviðinu í upp- færslu Óperustúdíós Austurlands á Don Giovanni. Fjórar óperusýn- ingar voru á Eiðum og tvær í Reykjavík og því eru sex verk á sýningunni. „Myndirnar eru mjög ólíkar,“ sagði Ásta Bryndís Schram, fram- kvæmdastjóri Óperustúdíósins, í samtali við Morgunblaðið. „Inn- blásturinn var mismunandi eftir sýningum, sérstaklega fyrir sunn- an og fyrir austan.“ Hún segir eig- inmann sinn, Keith Reed, stofn- anda og burðarás Óperustúdíósins, hafa séð Ingibjörgu í Mósaíkþætti í sjónvarpinu og haft samband við hana. „Hann spurði hvort hún væri til í að taka þátt í sýningunum sem listmálari á sviði og hún sló til. Hún kom til okkar á Eiða um svip- að leyti og hljómsveitin, setti sig inn í óperuna og æfði sig á sviðinu við að mála. Útkoman var skemmtileg.“ Skrítin upplifun „Þetta var skrítin upplifun,“ segir Ingibjörg Hauksdóttir. „Þeg- ar ég fór inn á sviðið þá var ég með einhverja ákveðna hugmynd til að halda mér í og svo gerðist alltaf eitthvað allt annað. Ég held að ég hafi náð að fanga upplifun mína í hverri sýningu fyrir sig. Enda eru litirnir í myndunum ólík- ir þótt grundvallarformið sé svip- að. Þegar Keith kom með þessa hugmynd var hún svo klikkuð að ég varð að segja já, af því að mér fannst þetta svo fráleitt. Að koma út af vinnustofu þar sem maður er alltaf og vera svo með tvö hundruð manns á öxlunum sem fylgjast með hverri pensilstroku er út í hött. Svo komst ég svo lítið frá verkinu, gat ekkert bakkað eins og maður gerir á vinnustofunni til að virða verkið fyrir mér. Þess vegna var eins og ég réði ekki mjög miklu um framvindu myndarinnar. Þetta er algerlega einstök upplifun.“ Ingibjörg er menntuð í Otis- listaskóla Parsons-hönnunarskól- ans í Los Angeles og Laguna- listaskólanum í Kaliforníu. Þá var hún við nám í Myndlista- og hand- íðaskólanum á árunum 1988–1992 og við Listaakademíuna í Þránd- heimi. Að auki hefur hún lagt stund á kennslufræði við HÍ og margmiðlunarnám. Ingibjörg hef- ur haldið fjórar einkasýningar og Verk undir áhrifum Don Giovannis til sýnis á Egilsstöðum Málað á óperusýningum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ingibjörg Hauksdóttir myndlistarmaður málaði eitt verk á hverri sýningu Óperustúdíós Austurlands á Don Giovanni. Myndirnar eru nú til sýnis á Café Nielsen á Egilsstöðum. Austurland AÐ morgni hins sautjánda júní var undirritaður samningur á milli Hús- næðissamvinnufélags Skagafjarðar, HSFS, og Krókshúsa ehf. um bygg- ingu sextán íbúða fjölbýlishúss við Sauðármýri sunnan Ártorgs á Sauðárkróki. Fór athöfnin fram undir berum himni í glampandi sól og blíðviðri, þar sem hið nýja hús mun rísa. Húsið er fjórar hæðir og fjórar íbúðir á hverri hæð, tólf þriggja herbergja og fjórar tveggja her- bergja. Krókshús ehf. sér alfarið um framkvæmd verksins og eru verklok áætluð 10. júlí 2004 en þá verður húsinu skilað fullbúnu með frágenginni lóð. Hönnun og teikningar hússins voru í höndum Arkitekta- og verk- fræðistofu Hauks ehf. á Akureyri. Á lóðinni hefur verið gert ráð fyrir þremur samskonar bygging- um. Hönnun hússins er gerð með til- liti til þarfa eldri borgara meðal annars með skerta hreyfigetu og því er í húsinu lyfta og gott aðgengi hjólastóla að öllum íbúðum. Þegar eftir að aðilar höfðu und- irritað samningana, tók Guðmundur Márusson, formaður félags eldri borgara í Skagafirði, fyrstu skóflu- stunguna, og lét þess getið í stuttri ræðu að sér væri þetta mikið ánægjuverk á svo fögrum degi, enda hefði orðið nokkur bið á að all- ir endar væru hnýttir svo fram- kvæmdir gætu hafist af fullum krafti. Þegar hafa verið seldar fjórtán af sextán íbúðum hússins og voru flestir hinna væntanlegu íbúa við- staddir athöfnina. Húsnæðissamvinnu- félag Skagafjarðar byggir fjölbýlishús Sauðárkrókur Guðmundur Márusson tekur fyrstu skóflustunguna og ávarpar gesti. Morgunblaðið/Björn Björnsson BÆJARRÁÐ Akraness samþykkti á fundi nýverið viljayfirlýsingu þess efnis að ganga til viðræðna við Akra- torg ehf. um kaup bæjarins á hús- eigninni Suðurgötu 57, þar sem Landsbankinn hefur verið með útibú sl. áratugi. Gísla Gíslasyni, bæjar- stjóra Akraness, var falið að undir- rita samkomulagið en einn fulltrúi minnihlutans, Gunnar Sigurðsson af D-lista, sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. Hugmyndin er að hluti kaup- verðs verði greiddur með húseign- inni Heiðarbraut 40 þar sem bókasafn og héraðsskjalasafn eru, en stefnt verður að því að söfnin verði flutt í nýtt menningarhús við Akratorg – ef samningar ganga eft- ir. Hins vegar hefur Landsbankinn sett skilyrði fyrir því að fram- kvæmdir hefjist við verslunar- og þjónustuhús austan við Stillholt, en þangað hyggst m.a. Landsbankinn flytja starfsemi sína. Ef ekkert verð- ur af þessum framkvæmdum mun verða bið á því að menningarhúsið við Akratorg verði að veruleika. Menningarhús við Akratorg gangi samningar eftir Akranes Væntanlegt menningarhús verður við Akratorg þar sem Landsbankinn er með starfssemi sína og er framkvæmdin háð samþykki bankans. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.