Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR
44 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRYNJAR Björn Gunnarsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu, mun
æfa með enska 1. deildarliðinu
Nottingham Forest næstu daga og
fram í næstu viku en hann lék í
stundarfjórðung með liðinu gegn
Ajax frá Hollandi á miðvikudag,
þar sem liðin skildu jöfn, 2:2.
Brynjar sagði í gær við Morgun-
blaðið að hann myndi skoða sig um
hjá félaginu næstu daga og að leik-
urinn gegn Ajax hefði ekki verið af-
gerandi þáttur í þessu ferli. „Þeir
eru með fáa leikmenn og þurfa að
styrkja sig fyrir komandi tímabil.
Ég mun því æfa með liðinu næstu
daga en það er ómögulegt að segja
hvort mér verði boðinn samningur,
það verður að koma í ljós,“ sagði
Brynjar Björn og taldi engar líkur
á því að hann myndi leika með
Stoke City á ný en samningur hans
við félagið rann út í sumar.
Ekkert heyrt frá Barnsley
Spurður um hvort hann væri orð-
inn tvístígandi um stöðu sína þar
sem skammt er þar til keppnis-
tímabilið á Englandi hæfist á ný –
um miðjan ágúst, sagði Brynjar
Björn að hann væri með ýmis járn í
eldinum. „Ég hef ekkert heyrt frá
Barnsley sl. viku enda er liðið enn í
greiðslustöðvun og má til að mynda
ekki leika æfingaleiki. Hins vegar
gerir maður ráð fyrir öllu og drög
að varaáætlun eru til nú þegar en
það er ekki hægt að segja frá þeim
að svo stöddu,“ sagði Brynjar Björn
Gunnarsson.
Brynjar verður til reynslu
hjá Nottingham Forest
KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir,
sundkona frá Akranesi, setti
Íslandsmet og náði Ólympíu-
lágmarki í 100 metra skrið-
sundi á heimsmeistaramótinu í
Barcelona í gær. Hún synti á
57,94 sek. og hafnaði í 38. af
87 keppendum í undanrásum.
Kolbrún Ýr bætti eigið met um
fjórðung úr sekúndu.
Lára Hrund Bjargardóttir,
SH, varð 47. á 59,07 sek.
Íris Edda Heimisdóttir, ÍRB,
varð 30. af 44 keppendum í
200 m bringusundi á 2.38,04
sek.
Kolbrún Ýr
setti met
fyrri hálfleikur fínn og menn börðust.
Við skorum síðan snemma í síðari
hálfleik en Skagamenn koma í kjöl-
farið með tvö og það sló okkur útaf
laginu.“ Nú líður að seinni hluta
deildarkeppninar og þá reynir á
Þróttara á að fóta sig. „Það hefur ver-
ið mikil umfjöllun um Þrótt og nú
kemur í ljós hvort við höndlum það,
ég geri ráð fyrir að við gerum það þó
að menn tapi einhverjum leikjum. Ég
er samt bjartsýnn enda enginn
ástæða til annars þó þessi leikur hafi
tapast og við höldum áfram með bull-
andi sjálfstraust,“ bætti Páll við.
Þróttarar voru ágætir framan af en
voru yfirspilaðir þegar leið á leikinn.
Þeim gekk illa að komast síðasta spöl-
inn að markinu.
Skagamenn áttu hinsvegar ekki í
vandræðum með að koma sér í færi
en Garðari Gunnlaugssyni og Julian
Johnson var fyrirmunað að hitta
markið. Það mæddi því á vörninni að
halda sjó og það gerðu Gunnlaugur
og Helgi Pétur Magnússon auk þess
að Pálmi Haraldsson var mjög traust-
ur á miðjunni. „Ég er gríðarlega sátt-
ur með þrjú stig, sem við höfum ekki
séð lengi,“ sagði Gunnlaugur fyrirliði
ÍA eftir leikinn. „Baráttan var til fyr-
irmyndar og langt síðan við höfum
séð þrjú mörk í einum leik. Við viss-
um að Þróttur er vel spilandi lið en
ætluðum að sækja framarlega og
pressa á þá. Þeir náðu spila sig vel út
Þegar Þróttarar nálguðust markÍA gekk oftast allt á afturfótun-
um en þó sóknarlína Skagamanna
væri ekki árennileg
skilaði hún litlu
framan af því þegar
kom að færum tókst
þeim að hitta ekki
markið. Á 39. mínútu var umdeilt at-
vik. Þá lenti Grétar Rafn Steinsson úr
ÍA í samstuði og meiddist á fæti,
dómarinn lét leikinn halda áfram og
markahrókurinn Björgólfur Takef-
usa var kominn í gott færi en þá
stöðvaði dómarinn leikinn.
Fjörið byrjaði ekki fyrr en eftir hlé.
Þá brá Gunnlaugur Jónsson varnar-
jaxl og fyrirliði ÍA sér í sóknina og
braut ísinn en þremur mínútum áður
var dæmt á hann víti, sem Sören Her-
mansen notaði til að koma Þrótti í 1:0.
Eftir mark Gunnlaugs var meira ör-
yggi í leik hans manna á meðan það
fjaraði út hjá Þrótturum og Skaga-
menn bættu við tveimur mörkum áð-
ur en tólf mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik. Þeir voru komnir með und-
irtökin og áttu fleiri færi þó Þróttur
kæmist inn í leikinn um tíma.
„Við töpuðum fyrir betra liði í dag,“
sagði Páll Einarsson fyrirliði Þróttar
eftir leikinn. „Þetta var ekki nógu
gott og þeir voru örlítið sterkari í dag
þó bæði lið hefðu skapað sér fullt af
færum en við vorum eitthvað tauga-
óstyrkir upp við markið. Reyndar var
úr því í fyrri hálfleik en við gáfumst
ekki upp og uppskárum þrjú mikil-
væg stig. Við höfum átt tvo frábæra
leiki í röð og sjálfstraustið er komið.
Ég sagði eftir síðasta leik að fyrst við
unnum hann yrði það vendipunktur-
inn fyrir okkur og það er að koma í
ljós.“
Morgunblaðið/Kristinn
Með augun lokuð reyna Þróttararnir Eysteinn Lárusson og Ingvi Sveinsson að hemja knöttinn en
Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson fylgist með.
FÓLK
VALA Flosadóttir, ÍR, stökk 4.30
metra í stangarstökki og varð í 2. sæti
á móti í Karlsruhe í Þýskalandi á
miðvikudagskvöld. Vala átti góðar til-
raunir við 4.40 metra, en ef hún hefði
náð að stökkva yfir þá hæð hefði hún
tryggt sér farseðilinn á heimsmeist-
aramótið í París. Sigurvegari varð
Nastja Rysisch, Þýskalandi, sem
stökk sömu hæð og Vala, en notaði
færri tilraunir. Vala er greinilega að
ná sér á strik á nýjan leik eftir smá-
lægð.
KNATTSPYRNUMAÐURINN,
Calum Bett, sem lék með FH-ingum í
fyrra, er genginn til liðs við 1. deild-
arlið Stjörnunnar. Callum lék 10 leiki
með FH í fyrra og gerði 2 mörk.
PETER Reid, knattspyrnustjóri
Leeds, tók Mark Viduka útaf eftir 12.
mínútur í æfingaleik gegn York í
fyrrakvöld. Það gerði Reid eftir að
dómari leiksins bað hann um að taka
Viduka af velli. Viduka braut gróf-
lega á varnarmanni York en ef dóm-
arinn hefði vísað honum af velli hefði
Viduka byrjað keppnistímabilið í
þriggja leikja banni.
FRAMHERJINN Savo Milosevic er
genginn til liðs við Celta Vigo á Spáni
– frá ítalska liðinu Parma að láni. Mil-
osevic, 29 ára, hefur áður leikið með
Real Zaragoza og Aston Villa.
FJÖGUR lið í NBA-deildinni í
körfubolta skiptu á sex leikmönnum í
fyrrinótt. Latrell Sprewell fór frá
New York Knicks til Minnesota
Timberwolves. Glenn Robinson mun
leika með Philadelphia 76ers ásamt
Marc Jackson en Robinson lék með
Atlanta á síðasta tímabili en Jackson
með Minnesota. Keith Van Horn mun
spila með New York en hann var í
herbúðum Philadelphia á síðustu
leiktíð. Terrell Brandon og Randy
Holcomb fara til Atlanta en Brandon
spilaði með Minnesota og Holcomb
var í liði Philadelphia.
ALAN Harris, fyrrverandi bak-
vörður Chelsea, er landsliðsþjálfari
Malisíu, sem leikur gegn Chelsea í
dag. Reiknað er með að um 70 þús.
áhorfendur mæti til að sjá hið unga lið
Malisíu.
REAL Zaragoza hefur keypt Gabr-
iel Milito frá Independiente de Avell-
aneda í Argentínu. Milito er varnar-
maður og kostar Zaragoza um 270
milljónir íslenskra króna. Hann var á
leið til Real Madrid en liðið hætti við
að kaupa hann vegna þess að Milito
hefur átt í erfiðum meiðslum.
TÉKKINN Vladimir Smicer skor-
aði tvö mörk í seinni hálfleik er Liver-
pool vann landslið Tælands í Bangk-
ok í gær, 3:1. Emile Heskey skoraði
fyrsta markið.
LEO Koswal, 27 ára hollenskur
sóknarmaður, er kominn til reynslu
hjá Stoke. Hann er samningslaus – en
hefur meðal annars leikið með Vit-
esse Arnhem.
Skagamenn að
rétta úr kútnum
SKAGAMENN skora nú mörkin og virðast vera að rétta úr kútnum ef
marka má frammistöðu þeirra gegn Þrótti í Laugardalnum í gær-
kvöld. Framan af tókst þeim að klúðra færum sínum en fundu loks
markið og unnu 3:1. Sigurinn skilar þeim aðeins upp um eitt sæti en
þaðan eru sex stig í efsta lið deildarinnar. Þróttur hinsvegar missti
af tækifæri til að taka toppsætið eftir jafntefli Grindavíkur og Fylkis.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Þróttur 1:3 ÍA
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin,
11. umferð
Laugardalsvöllur
Fimmtudaginn 24. júlí 2003
Aðstæður:
14 stiga hiti NA gjóla, stöku
skúrir, blautur völlur.
Áhorfendur: 1.191
Dómari:
Magnús Þórisson, Keflavík, 2
Aðstoðardómarar:
Svanlaugur Þorsteinsson,
Sigurður Þór Þórsson
Skot á mark: 8(5) - 17(7)
Hornspyrnur: 3 - 9
Rangstöður: 4 - 6
Leikskipulag: 4-4-2
Fjalar Þorgeirsson M
Guðfinnur Þ. Ómarsson
(Erlingur Þ. Guðmundsson 76.)
Jens Sævarsson M
Eysteinn P. Lárusson
Hilmar Ingi Rúnarsson
(Ólafur Tryggvason 64.)
Halldór A. Hilmisson M
Páll Einarsson M
Charles McCormick
Ingvi Sveinsson
(Hjálmar Þórarinsson 76.)
Björgólfur Takefusa
Sören Hermansen
Þórður Þórðarson
Hjálmur Dór Hjálmsson
Helgi Pétur Magnússon M
Gunnlaugur Jónsson M
Andri Lindberg Karvelsson
Grétar Rafn Steinsson
(Guðjón H. Sveinsson 46.)
Pálmi Haraldsson M
Hjörtur J. Hjartarson M
Julian Johnsson
Stefán Þór Þórðarson M
(Kristian Gade Jörgensen 75.)
Garðar Gunnlaugsson
(Baldur Aðalsteinsson 83.)
1:0 (48.) Halldór Hilmisson átti góða sendingu innfyrir vörn ÍA á Sören Her-
mansen, sem rakti boltann inn í vítateig. Þar náði Gunnlaugur Jóns-
son honum og sparkaði boltanum í burtu en fékk fyrir það gula spjald-
ið og Þróttur vítaspyrnu. Sören skoraði sjálfur upp í þaknetið í mitt
markið.
1:1 (51.) Eftir góða sókn Skagamanna uppskáru þeir hornspyrnu frá hægri.
Hana tók Stefán Þór Þórðarson og skaut inn í markteig þar sem Gunn-
laugur Jónsson skallaði af öryggi í markið.
1:2 (57.) Aftur fengu Skagamenn hornspyrnu frá hægri og Stefán Þór skaut inn í
teiginn. Boltinn hrökk í gegnum þvöguna þar til Guðjón Heiðar Sveins-
son skallaði boltann í markið.
1:3 (82.) Skagamenn náðu skyndisókn og Garðar Gunnlaugsson komst með
boltann upp völlinn hægra meginn. Þaðan gaf hann inn í markteig á
Hjört Hjartarson, sem renndi sér glæsilega og skoraði
Gul spjöld: Andri Lindberg Karvelsson, ÍA (20.) fyrir brot. Gunnlaugur Jónsson, ÍA (47.)
fyrir brot. Stefán Þór Þórðarson, ÍA (75.) fyrir óíþróttamannslega fram-
komu. Kristján Hagalín Guðjónsson, ÍA (85.) fyrir brot. Charles McCor-
mick, Þróttur R. (88.) fyrir töf. Björgólfur Takefusa, Þróttur R. (90.) fyrir töf.
Rauð spjöld: Engin