Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 12
JAPANSKI raftækjarisinn Sony kynnti slakar afkomutölur á öðrum ársfjórðungi í gær. Hagnaður fé- lagsins var 98% minni í lok júní 2003 en á sama tíma í fyrra. Nam hagnaður tímabilsins apríl til júní 1,1 milljarði japanskra jena, eða um 715 milljónum íslenskra króna. Sala Sony á raftækjum dróst saman um 6,9% innan tímabilsins vegna dræmrar sölu á PlayStat- ion2-tölvuleikjum og Trinitron-sjón- vörpum, að því er fram kemur í frétt BBC. Um 42% minna magn af PlayStation-leikjum var flutt út á öðrum ársfjórðungi 2003 en árið áð- ur. Í apríl síðastliðnum tilkynnti Sony að félagið hygðist fara út í víðtæka enduruppbyggingu á rekstrinum sem taka myndi þrjú ár. Áætlunin gengur í stuttu máli út á að skera niður allan óarðbæran rekstur innan samstæðunnar og einblína á færri svið. Afkomutölur Sony voru undir væntingum mark- aðarins en fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir að hagnaður félagsins gæti dregist saman um allt að 89%, segir í frétt Reuters. Hagnaður Sony dregst saman um 98% Sala PlayStation-tölvuleikja minnkar HAGNAÐUR Nýherja á fyrstu sex mánuðum ársins nam 61,4 millj- ónum króna en nam 53,8 milljónum króna á sama tímabili árið áður. Rekstrartekjur félagsins á tíma- bilinu námu 2.230 milljónum króna og jukust um 8% frá sama tímabili 2002. Vörusala jókst um 8% á milli tímabila og þjónustutekjur jukust um 6%, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var 135,2 milljónir króna á tímabilinu en var 114,2 milljónir króna árið áður. Veltufé frá rekstri nam 122 m. kr. en 83,7 m.kr. árið áður. Gengistap félagsins var 4,6 milljónir króna en gengishagnaður var 23,3 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs. Hagnaður af rekstri dótt- urfélaga var 5,5 milljónir en árið áður var 800 þúsund króna hagn- aður af rekstri þeirra. Reikningsskil Nýherja eru verð- leiðrétt. Hefði það ekki verið gert hefði hagnaður verið einni milljón hærri og eigið fé 15 milljónum króna lægra í lok tímabilsins. Eigið fé Nýherja í júnílok nam 1.294 milljónum króna. Í tilkynningu frá Nýherja segir að eftirspurn á upplýsingatækni- markaðinum hafi verið minni en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir þó að velta hafi aukist um 8% frá Sex mánaða uppgjör Nýherja Velta eykst minna en gert hafði verið ráð fyrir 0;0;<=<57;9;                                      *   !    < < <>- 3;109  "   3;109 #  !    $   #  $   %     &' ( "('    """     3;670     3;670 ) &' ( )()' ! "#$%! 3775   &'(')%!     57;9;?75 3773 50;03;?73 #  *+  3775 3773 sama tíma fyrir ári. „Horfur í rekstrarumhverfi upplýsingatækni- fyrirtækja eru áfram óvissar fyrir síðari árshelming en þó má vænta einhverrar aukningar í eftirspurn á síðari árshelmingi, einkum frá meðalstórum og stærri fyrirtækj- um sem hafa unnið að stefnumótun í upplýsingamálum að undan- förnu,“ segir í tilkynningu frá Ný- herja. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Össurar hf. á fyrri helmingi ársins nam 3,3 milljónum Bandaríkjadala, sem er 9% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Össur gerir upp í dölum, en í íslensk- um krónum var hagnaðurinn 254 milljónir. Þetta er undir væntingum greiningadeilda bankanna, sem voru nokkuð samhljóða í spám sínum og spáðu að meðaltali 283 m.kr. hagnaði. „Gengið hefur farið mjög verulega á móti okkur og við höfum náð að spara á móti því nánast alls staðar, nema við höfum ekki viljað skera nið- ur þróunarvinnuna. Það hefur orðið til þess að þróunarkostnaður er mjög hár, en hann fellur að miklu leyti til á Íslandi,“ segir Jón Sigurðsson for- stjóri Össurar. Sala á fyrstu sex mánuðum ársins nam 44,4 milljónum dala, sem er 12% aukning frá fyrra ári. Í krónum nem- ur salan 3,4 milljörðum, en þar sem meðalgengi dalsins hefur lækkað um 21% gagnvart krónunni á milli tíma- bila hefur salan lækkað um 12% í krónum talið sé reiknað með meðal- gengi hvors tímabils. Kostnaðarverð seldra vara eykst heldur meira en sal- an og framlegðarhlutfallið lækkar lít- illega milli ára, eða úr 59,6% í 59,1%. Hagnaður fyrir afskriftir lækkar heldur meira, eða úr 14,4% í 13,2%. Mesta sala frá upphafi Í tilkynningu frá Össuri segir að sala á öðrum fjórðungi þessa árs hafi verið sú mesta í einum fjórðungi frá upphafi. Þá segir að N-Ameríku- markaður haldi áfram að vera þungur og sala á öðrum fjórðungi ársins hafi minnkað um 3% miðað við sama fjórð- ung í fyrra. Vöxtur á Evrópumarkaði er á hinn bóginn töluverður, 42% á öðrum fjórðungi, og yfir heildina var vöxturinn á fjórðungnum 7%. Sölu- og markaðskostnaður lækk- aði lítillega sem hlutfall af sölu á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra og nam 22%. Rannsóknar- og þróunarkostnaður jókst, fór úr 9% í 11%, en markmið fé- lagsins er að þessi kostnaður sé 6%-8% af sölutekjum. Í tilkynning- unni segir að ástæðan fyrir því að þessi kostnaður hafi aukist tímabund- ið sé meðal annars sú að unnið sé af fullum krafti að því að koma út fyrstu vörulínu fyrirtækisins á sviði stuðn- ingstækja og gert sé ráð fyrir að línan fari á markað fyrir árslok. Össur leiti markvisst að fyrirtækjum til kaups á þessu starfssviði, en ekki hafi enn orð- ið af kaupum og þess vegna hafi auk- inn kraftur verið settur í innra þróun- arstarf á þessu sviði. Þróunarkostnaður skýrir minni hagnað fyrir afskriftir Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var 16% af sölu miðað við 17% á fyrri hluta síðasta árs. Í tilkynningu Öss- urar segir að talsverðum fjármunum hafi verið varið til málssókna vegna brota á einkaleyfarétti Össurar. Atli Guðmundsson hjá Greiningu Íslandsbanka segir að á öðrum árs- fjórðungi hafi dregið úr vexti og fram- legð Össurar og uppgjörið sé nokkru lakara en Greining Íslandsbanka vænti. „Á tímabilinu minnkaði sala í Bandaríkjunum en á þeim markaði hefur félagið fundið fyrir harðari samkeppni upp á síðkastið. Jafnframt bitnar efnahagsástandið þar á umsvif- um Össurar. Aftur á móti var góður vöxtur í Vestur-Evrópu og á Norð- urlöndum. Hagnaður fyrir afskriftir dróst saman á tímabilinu miðað við fyrra ár og nam 14% af sölu. Helsta ástæða þess er mikill þróunarkostn- aður en 11% af rekstrartekjum var varið til vöruþróunar á tímabilinu. Langtímamarkmið félagsins er hins vegar 8%. Ástæða þessa er að unnið er að nýrri vörulínu á sviði stuðnings- tækja sem áætlað er að setja á mark- að fyrir árslok,“ segir Atli. Hann segir að styrking krónunnar að undanförnu hafi einnig bitnað á framlegð Össurar líkt og annarra út- flutningsfyrirtækja. Að öðru leyti hafi rekstrarkostnaður félagsins verið í samræmi við þá langtímaforsendu Greiningar Íslandsbanka að framlegð verði um 17% af sölu. Sú forsenda byggi meðal annars á öflugri vöruþró- un félagsins. Í ljósi uppgjörsins séu þó líkur á að spá Greiningar Íslands- banka um hagnað fyrir afskriftir fyrir árið í heild sé of há en spáin hljóðar upp á 1.182 milljónir króna eða 16,7% af sölu. Á næstu árum geri Greining ÍSB ráð fyrir að dragi úr vexti félags- ins. Á árunum 2004 til 2006 sé gert ráð fyrir að árlegur vöxtur verði að jafnaði um 11%, sem sé þó nokkuð yf- ir áætluðum vexti markaðarins. JÓN Sigurðsson forstjóri Össurar segist bjartsýnn á framtíðar- horfur fyrirtækisins, þó að á næstunni muni verða erfitt í Bandaríkjunum. Hann segist gera ráð fyrir sterkri krónu áfram og að fyrirtækið yrði að vinna á móti því með því að flytja kostnað frá Íslandi að einhverju leyti. „Við er- um ekki að tala um að flytja fram- leiðslu úr landi,“ segir Jón, „held- ur að kostnaðaraukningin verði erlendis á næstunni en ekki hér á Íslandi.“ Það sé hins vegar ekki hægt að bregðast við þróun krón- unnar til skamms tíma nema að litlu leyti án þess að skera niður kostnað, og það hafi fyrirtækið verið að gera. Jón Sigurðsson Flytja kostnað frá Íslandi Hagnaður Össurar undir væntingum Söluaukning í Evrópu en samdráttur í N-Ameríku 0;0;<=<57;9;    ,  #-    *+ ,  ,                                ) ) )   ! !"#  " )   * <     !    < < <>- 41;431    & 41;431 #  !    $        & & &(&' & " )  "   !$ !$ & !! "&  80;631 " )  & 80;631 & & &&()' "" ! "#$%! 3775 %&   &'(')%! %&  57;9;?75 3773 50;03;?73 #  *+  3775 3773 HAGNAÐUR Fjárfestingarfélags- ins Straums eftir skatta nam 867 milljónum króna á fyrri hluta árs- ins, en 750 milljóna króna hagnaður varð á sama tímabili 2002. Þórður Már Jóhannesson framkvæmda- stjóri segist vera ánægður með af- komuna. „Annar ársfjórðungur var mjög góður í rekstri félagsins og í takti við þann fyrsta,“ segir hann. „Það er ánægjulegt að sjá í þessu uppgjöri hversu fjárhagslegur styrkur félagsins eykst. Eiginfjár- hlutfallið er 77%, þannig að félagið á mjög mikið inni til vaxtar og stækkunar,“ segir Þórður. Viðburðaríkur rekstur Þórður segir að mikið hafi verið um að vera í rekstrinum á öðrum fjórðungi; kaup á Brú fjárfestingu hf. (áður Íslenska hugbúnaðar- sjóðnum) og meirihluta í Framtaki fjárfestingarbanka. Eignarhlutur í Framtaki hefur þó ekki verið færð- ur í bókhaldi félagsins, enda eru viðskiptin háð samþykki Fjármála- eftirlitsins og Samkeppnisstofnun- ar. Vaxtatekjur félagsins námu 76 milljónum króna, en voru 97 millj- ónir 2002. Innleystur hagnaður af verðbréfaeign var 667 milljónir, en 930 milljónir á fyrra ári. Fjár- magnsgjöld námu 212 milljónum, en í fyrra voru fjármunatekjur 45 milljónir. Hreinar rekstrartekjur voru því 531 milljón króna, en voru 1.072 milljónir 2002. Rekstrargjöld 103 milljónir króna Laun og tengd gjöld námu 53 milljónum króna, en voru 19 millj- ónir 2002 og annar rekstrarkostn- aður var 50 milljónir, en 38 millj- ónir 2002. Alls námu því rekstrargjöld 103 milljónum fyrri helming ársins, en voru 57 milljónir 2002. Hagnaður fyrir tekjuskatt (hreinar rekstrartekjur að frá- dregnum rekstrargjöldum) var 428 milljónir króna, en var 1.014 millj- ónir 2002. Tekjuskattur var þrjár milljónir, en 163 milljónir króna 2002. Innleystur hagnaður fyrri helmings ársins nam því 425 millj- ónum króna, en var 852 milljónir 2002. Við innleystan hagnað bætist óinnleystur hagnaður af verðbréfa- eign, upp á 223 milljónir, og tekju- skattsinneign upp á 219 milljónir. Samtals nam því hagnaður 867 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, en var 750 milljónir á fyrri hluta ársins 2002. Eignir félagsins nema 13 millj- örðum króna, þar af eru hlutabréf upp á tólf milljarða; skráð bréf fyr- ir rúma tíu milljarða og óskráð fyr- ir tæpa tvo. Eigið fé Straums var rúmir tíu milljarðar króna 30. júní 2003 og skuldir tæpir þrír millj- arðar. Þar af eru lántökur á árinu upp á 2,7 milljarða. Í byrjun árs voru eignir átta milljarðar, þar af hlutabréf 7,6 milljarðar. 31. desem- ber 2002 var eigið fé 7,8 milljarðar og skuldir 226 milljónir. Straumur hagnast um 867 milljónir á fyrri hluta árs Innleystur hagnaður 425 milljónir króna 0;0;<=<57;9;    & . / #   -         . (   )*  / 0 1  23 /   $  142 .    &   !  "#    !      < < <>-  )  "&" 05;798 %  $,  , %      $   ( (' '   "+"  !        8;249 () "()' "' ! "#$%! 3775     &'(')%!   57;9;?75 3773 50;03;?73 "   3775 3773 FSA kannar eignarhald á Chelsea FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ í Bret- landi, FSA, er að kanna eignarhald á fótboltafélaginu Chelsea, sem rússneski auðmaðurinn Roman Abramovits keypti meirihluta í á dögunum. Í frétt frá Reuters segir að Fjár- málaeftirlitið segist hafa fengið ábendingar um að opinberar upp- lýsingar um eignarhluti tiltekinna aðila kunni að hafa verið ónákvæm- ar og þess vegna kunni markaður- inn að hafa verið afvegaleiddur um raunverulegt eignarhald fyrirtæk- isins. AFP-fréttastofan segir að Yfir- tökuráðið í Bretlandi telji að rann- sókn Fjármálaeftirlitsins tengist ekki fyrirtækinu sem Abramovits stofnaði um hlutafé í fótbolta- félaginu. Yfirtökuráðið segir að slík mál séu ekki óalgeng í tengslum við yfirtökur og að ef eitthvað komi í ljós muni ráðið gera eigin rannsókn, að því er fram kem- ur í frétt AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.