Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ All taf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.500 kr. Fjóla Steinsdóttir hefur lifað ævintýralegu lífi, en hún settist m.a. að í Síerra Leóne með fjölskyldu sinni eftir að hafa orðið skipreika þar. Elín Pálmadóttir ræddi við hana. Þak yfir höfuðið Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur verið líflegur und- anfarið og nú eru uppi hugmyndir um að hækka lánafyr- irgreiðslu upp í 90%. Hjálmar Jónsson kynnti sér málin. Brjálaðir Íslendingar Sænski kvikmyndaframleiðandinn Bo Jonsson á hlut að nokkrum vinsælustu myndum Norðurlanda. Pétur Blön- dal fræddist um kynni hans af íslenskri kvikmyndagerð. Skipreika í Síerra Leóne á sunnudaginn HASS Í HURÐUM Tollgæslan í Færeyjum lagði hald á 20 kíló af hassi sem falin voru í hurðum bifreiðar Íslendings sem kom með Norrænu til Þórshafnar frá Danmörku. Talið er víst að hann hafi ætlað að smygla hassinu til Íslands. Fimm kíló af hassi voru í hverri hurð bílsins. Söluverðmæti þess nemur rúmlega 50 milljónum króna. Rjúpur friðaðar til 2006 Bannað verður að veiða rjúpur næstu þrjú árin, samkvæmt ákvörð- un Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra sem hún kynnti á blaða- mannafundi í gær. Rjúpnaveiðar munu hefjast aftur árið 2006, að sögn ráðherrans, en skotveiðimenn óttast að þær muni leggjast af með öllu verði miðað við að stofninn nái þeim styrk sem hann hafði í byrjun liðinnar aldar. Myndir af Saddamssonum Bandaríski herinn birti í gær ljós- myndir sem fullyrt var að væru af andlitum látinna sona Saddams Husseins. Voru myndbirtingarnar liður í tilraunum bandaríska her- námsliðsins í Írak til þess að sann- færa Íraka um að bræðurnir væru örugglega ekki lengur á lífi. Þrír bandarískir hermenn til viðbótar féllu í skotárás á herbílalest í Norð- ur-Írak í fyrrinótt. Nýjar plöntur í Surtsey Líffræðingar hafa fundið þrjár nýjar plöntutegundir í Surtsey, friggjargras í góðum vexti, gul- möðru og gulvíði. Um 60 háplöntur hafa verið skráðar í eyjunni sem á fertugsafmæli 14. nóvember í haust. Gæslulið fer til Líberíu Skæruliðar uppreisnarmanna og stjórnarhermenn í Líberíu börðust enn í kringum hafnarsvæði höfuð- borgarinnar Monróvíu í gær þegar leiðtogar Vestur-Afríkuríkja hétu því að fyrstu friðargæsluliðarnir yrðu sendir þangað á vettvang innan viku. Þúsundir örvæntingarfullra borgara streymdu út úr Monróvíu í gær í leit að öryggi, mat og drykkjarvatni, sem mikill skortur er orðinn á í borginni. F Ö S T U D A G U R 2 5 . J Ú L Í 2 0 0 3 B L A Ð B  SKILABOÐ SKÍNA ÚR ANDLITUM /3  BLÚSINN FYLGIR HJART- SLÆTTINUM /2  SJÓÐHEITUR DAGUR Í SVEITINNI /4  STOKKIÐ INN Í ÆVINTÝRI /6  Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA? /7  AUÐLESIÐ /8  GÖTULEIKHÚS Hins hússinshefur verið á fleygiferð í sum-ar eins og svo oft áður. Hóp- inn skipa fjórtán framhaldsskóla- og háskólanemar sem hafa að markmiði að skapa, skemmta og fá fólk til þess að staldra við í amstri hversdagsins. Í sumar hefur Götuleikhúsið tekið þátt í föstudagsbræðingi Hins hússins, en þar hafa hópar á vegum hússins gert miðborgina að vettvangi ljóðlistar, tónlistar, leiklistar og myndlistar. Götuleikhúsið hefur vakið athygli fyrir líflega búninga. Á bak við þá stendur ungur maður, Oddvar Hjart- arson, 26 ára gamall meðlimur leik- hússins til fjögurra ára. „Ég byrjaði sem götuleikari, fór svo að starfa meðfram því í Listsmiðjunni sem er tæknileg bækistöð Götuleikhússins, með búningaherbergi, sminki og smíðaverkstæði. En í sumar hef ég eingöngu séð um búningana,“ segir Oddvar og er hæstánægður með dugnað hópsins í sumar. Í Listsmiðj- unni er saumavél sem hann kennir leikurunum á og svo er reynt að út- færa snjalla búninga fyrir sem minnstan pening. „Við hringjum út um hvippinn og hvappinn og spyrjum fyrirtæki hvort þau þurfa að láta eitthvað frá sér, rýma lagerinn. Þetta eru t.d. búðir eins og Vero Moda og Hjá Guðsteini.“ Til þess að móta yf- irbragðið hittast götu- leikararnir og kasta á milli tillögum. „Svo tek ég í endana og hnýti saman. Oft fáum við lánuð viðeigandi föt, eins og jakkaföt fyrir gömlu dansana á fyrsta bræðingnum, en kjól- arnir voru flestir til hérna og ég þurfti bara að gera aðeins við þá.“ Oddvar er nýútskrif- aður úr fjöltæknideild LHÍ og er á leið til Dan- merkur í ljósmynda- nám. Þá hefur hann lært hárgreiðslu og not- ar alla þessa kunnáttu í búningavinnuna. „Síð- asta föstudag sá ég um að hanna balletbúninga sem voru tú-tú-pils og tátiljur, hanskar og hár- ið sleikt í balletsnúða. Svo settum við vatt ofan á snúðana sem urðu eins og afródúskar,“ segir Oddvar og rifjar einnig upp ísdrottningar sem gengu í sérlegum hægagangi frá Ráðhúsinu í öfugsnúnum sloppum frá Bláa lóninu og dragsíðum pilsum með kínverskan varalit. „Þetta er voðalega feminískt leikhús. Það eru margar stelpur í hópnum og svo er leikstjórinn, Stein- unn Knútsdóttir, dálítill femínisti. En það er bara frábært,“ segir Oddvar og brosir breitt. Í dag fer fram síðasti föstudags- bræðingur sumarsins og um leið uppskeruhátíð Hins hússins. Allir þrettán skapandi sumarhópar húss- ins taka þátt í fjölbreyttri dagskrá sem hefst með tónleikum Trio Cant- abile í Ráðhúsinu kl. 12:15. Myndlist á ruslatunnum skreytir Lækjargötu, klukkan 16 verða tónleikar á Ingólfs- torgi og í kvöld frumsýnir Reykvíska listaleikhúsið Líknarann í Fríkirkj- unni. Þema dagsins hjá Götuleikhús- inu er „laugar-dagur“ á föstudegi, sem er óður til gamla Laugavegarins. „Við verðum klædd að hætti Emils í Kattholti og förum um með bala og þvottasnúrur, skrúbbum Laugaveg- inn og okkur sjálf – þetta verður mjög fallegt,“ segir búningastjórinn Oddv- ar að endingu. Föstudagsbræðingur Hins hússins nær hámarki Á föstudagsbræðingi í júní. Fötin fékk Götuleikhúsið að láni í Spútnik og víðar. Morgunblaðið/Jim Smart Strákar og stelpur í balletbúningunum góðu. gleðinnar Nýju fötin Yf ir l i t Í dag Viðskipti 12 Þjónustan 31 Erlent 14/18 Minningar 33/38 Höfuðborgin 19/22 Skák 38 Akureyri 22 Bréf 40 Suðurnes 23 Dagbók 42/43 Austurland 24 Íþróttir 44/47 Landið 25 Leikhús 48 Listir 26/27 Fólk 48/53 Forystugrein 28 Bíó 50/53 Viðhorf 32 Ljósvakamiðlar 54 Umræðan 32 Veður 55 * * * HJÓNIN sem létu lífið í umferð- arslysi í Almannaskarði í fyrradag hétu Haraldur J. Haraldsson og Ingibjörg Jónsdóttir, til heimilis á Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi. Haraldur, sem ók bifreiðinni, var 72 ára, fæddur 5. mars árið 1931. Ingibjörg var 73 ára, fædd 6. júlí árið 1930. Haraldur og Ingi- björg láta eftir sig þrjá uppkomna syni. Ingibjörg Jónsdóttir Haraldur J. Haraldsson Létust í Al- mannaskarði SALTSÝRA lak úr 20 þúsund lítra saltsýrutanki á at- hafnasvæði Eimskips við Sundahöfn í gær og var hluta svæðisins lokað um tíma meðan eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stöðvuðu lekann. Starfsmenn Eimskips urðu lekans varir í gærmorgun við eftirlit og gerðu strax ráðstafanir með því að kalla á sér- hæfða aðstoð. Saltsýra er ætandi og mjög hættuleg við innöndun og myndaðist eiturský á svæðinu, en engum varð meint af. Gróflega áætlað er talið er að á milli 20 og 60 lítrar hafi lekið úr tanknum að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, varaslökkviliðsstjóra SHS. Rúnar Helgason, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á vettvangi, sagði slökkviliðsmenn hafa reynt að tryggja svæðið sem best með því að einangra það og loka nið- urföllum. „Við tókum síðan gáminn niður, lokuðum gat- inu og erum að hefja hreinsun,“ sagði hann. Ekki er ljóst hversu mikið af saltsýru slapp úr tanknum, en gatið sjálft var örlítið, á stærð við gat eftir 3 tomma nagla. Það voru starfsmenn Eimskips sem sáu rjúka úr tanknum og voru slökkviliðsmenn af stöðvum við Tunguháls og Skógarhlíð kallaðir út eftir tilkynningu frá þeim. Fékk slökkviliðið lánaðan sérhæfðan verðmæta- og eiturefnagám frá útibúi SHS í Hafnarfirði. Tveir eiturefnakafarar auk reykkafara hjálpuðust að við að reka fleyg í gatið á tanknum, sem átti síðan að tæma með sérhæfðum búnaði. Fluttur upp í Gufunes Tankurinn var fluttur upp á svæði Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi þar sem átti að setja saltsýruna yfir á nýjan tank. Svæðið í Gufunesi þykir hentugt hvað snertir öryggi slökkviliðsmanna auk þess sem þar á staðnum er fyrir hendi þekking og reynsla starfsmanna áburðar- verksmiðjunnar í meðhöndlun saltsýru. Tankurinn var fullur af efninu og kom með Goðafossi til landsins í fyrradag. Efnið var flutt inn af Olís fyrir Þormóð ramma á Siglufirði að sögn Eyþórs H. Ólafs- sonar hjá skiparekstrardeild Eimskips. Unnið var eftir skilgreindum aðferðum Eimskips um meðferð hættu- legra efna þegar atvikið kom upp. Saltsýra lak úr 20 þúsund lítra tanki í Sundahöfn Morgunblaðið/Júlíus Eiturefnakafarar slökkviliðsins þétta gatið á saltsýru- tanknum. Gróflega áætlað láku út 20 til 60 lítrar. Eiturský myndaðist á svæð- inu en engum varð meint af Fljúga áætlunarflug til Síerra Leóne LOFTLEIÐIR Icelandic, dóttur- félag Flugleiða, hefur náð samkomu- lagi við vesturafríska flugfélagið SNA, Sierra National Airlines, um flug milli Gatwick-flugvallar í Lond- on, Freetown í Síerra Leóne og Banjul í Gambíu og var fyrsta flugið farið 18 júlí sl. SNA leigir Boeing 757-200 þotu, ásamt áhöfn, viðhaldi og tryggingum. Loftleiðir Icelandic annast öflun leiguverkefna og á veg- um Loftleiða Icelandic annast Icelandair nú verkefni fyrir aðila í Norður- og Mið-Ameríku, Evrópu og Afríku með fjórum Boeing 757 flugvélum og einni Boeing 767 breið- þotu sem reknar eru á flugrekstr- arskírteini Icelandair. Að sögn Guðna Hreinssonar, markaðsstjóra Loftleiða, er samn- ingurinn til átta mánaða og lág- marksverðmæti hans um fimm millj- ónir dala en félagið flýgur tvisvar sinnum í viku til Síerra Leóne. „Við erum með eina áhöfn í Freetown og aðra í Gatwick sem skiptast á. Raun- ar gistir áhöfnin okkar í Síerra Leóne á sama hóteli og þyrlusveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli þannig að aðbúnaður og félagsskap- urinn er góður.“ Guðni segir að kom- ist hafi á góður friður í Síerra Leóne fyrir um það bil þremur árum. „Það hefur verið gott stjórnmálaástand síðan og þeir hafa unnið mjög mark- visst og mikið í því að endurreisa bæði efnahagslífið og pólitískan stöðugleika. Þá hafa þeir unnið að því að endurbæta stjórnkerfið og uppræta spillingu,“ segir hann. EINKAFLUGVÉLAR, fjarstýrð flugvélalíkön, fallhlífar, svifflugur og fleira verður til sýnis í Smára- lindinni á svo- kölluðu „Flug- dúndri“ á vegum Flugmálafélags Íslands sem hefst í dag og stendur til 27. júlí. Um er að ræða kynningu á áhugaflugi í allri sinni dýrð, að sögn talsmanna Flug- málafélagsins. Á sýningarsvæðinu verður einnig sett upp sérstakt barnasvæði, flugvélasmíðaverk- stæði, flugsögulegir gripir sýndir, kvikmyndasýningar, happdrætti, keppnir, getraunir, skemmtiatriði og ýmsar óvæntar uppákomur. „Flugdúndur“ í Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.