Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Hver var Lárus? Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn Kanntu að slá með orfi og ljá? Heyannir sunnudag. Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi Viðey: Ganga þriðjudag kl. 19.30 Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535 og 693 1440 Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur sími 567 9009 Sjáið einu talandi eldavél landsins! Opið 13-17 alla daga. Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1. sept. 2003. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Íslensk samtímaljósmyndun, Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Lokað vegna sumarleyfa starfsmanna. Opnum aftur 12. ágúst. Fjölbreytt dagskrá framundan. www.gerduberg.is www.borgarbokasafn.is Upplýsingar um afgreiðslutíma sími 552 7545 MÖGNUÐ MIÐBORG Bókmenntaganga um miðborgina laugardaginn 26. júlí Lagt af stað frá Grófarhúsi Tryggvagötu 15 kl. 16 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ Kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla: Jaap Schröder fiðluleikari fjallar um strengjaverk Joseph Haydns. Kl. 15:00 Strengjakvartettinn „Sjö orð Krists á krossinum“ eftir Joseph Haydn. Flytjendur: Jaap Schröder barokkfiðla, Rut Ingólfsdóttir barokkfiðla, Svava Bernharðsdóttir barokkvíóla og Sigurður Halldórsson barokkselló. Sr. Egill Hallgrímsson les úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar milli þátta. Kl. 17:00 Guðrún Óskarsdóttir semballeikari leikur þrjár franskar svítur eftir Johann Sebastian Bach SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ KL. 15:00 Endurflutt dagskrá frá laugardegi kl. 17:00 Einleikur á sembal: Guðrún Óskarsdóttir. Kl. 16:40 Orgelstund fyrir messu. Flutt verða íslensk orgelverk. Hilmar Örn Agnarsson orgel. Kl. 17:00 Messa með þátttöku tónlistarmanna. AÐGANGUR ÓKEYPIS Dagsferð frá Hótel Loftleiðum laugardag kl. 13:30 Kynnisferðir, sími 562 1011 SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTSSKIRKJU 28. júní - 4. ágúst 2003 Sumarkvöld við orgelið 26. júlí kl. 12 Lars Frederiksen orgel 27. júlí kl. 20 Lars Frederiksen Verk m.a. eftir Buxtehude og Reger. 18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 UPPSELT 19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 UPPSELT 20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 LAUS SÆTI 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ! TALA tvífætlinga á hríseyskri grundu varð hærri en hinna fjór- fættu um helgina síðustu en þá var fagnað fullveldi perlu Eyjafjarðar – eins og Hrísey er gjarnan kölluð. Allt að tvö þúsund manns sóttu þessa sívinsælu fullveldishátíð að þessu sinni. Hátíðin er árlegur við- burður og stendur yfir frá föstu- degi fram á sunnudag en í ár var hún haldin í sjöunda skiptið. Hátíðardagskráin verður mynd- arlegri með ári hverju, en fyrir ut- an allt það sem fjölskrúðug náttúra eyjarinnar sjálfrar hafðu upp á að bjóða, skipulögðu eyjaskeggjar hina ýmsu viðburði sem stóðu nær linnulaust frá síðdegi föstudags fram á síðdegi sunnudags. Komið var upp leiktækjum fyrir yngstu hátíðargestina, haldnar skemmti- legar keppnir á borð við söngva- keppni fyrir börn og unglinga, kassaklifur, stultukeppni, vatns- slag, ratleik, sjóstangveiði, þolfimi, akstursleikni á dráttarvélum o.fl. Ennfremur stóð gestum til boða að kynnast eynni betur, starfsháttum og menningu. Boðið var uppá skoð- anaferðið norður í vitann, farið var í dúntekjuferð og hópakstur um byggðina á hinum glæsilega forn- dráttarvélaflota bæjarbúa. Óvissu- ferðin var á sínum stað og reyndist vera Dalvíkurferð hvar efnt var til heljarinnar húllumhæs á bryggj- unni. Þá var hátíðargestum boðið að kynna sér hina eftirtektarverður bláskeljarrækt sem stunduð hefur verið skammt undar ströndu Hrís- eyjar í tvö ár með góðum árangri. Myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hélt svo sýningu í fé- lagsheimilinu Sæborgu sem var lið- ur í verkinu „40 sýningar á 40 dög- um“. Veitingarstaðirnir Brekka og Fossinn buðu upp á skemmtun fram á nótt alla helgina. Á Brekku héldu uppi fjörinu gleðisveitin Skál í botn og Johnny King á meðan hið síunga og vandaða Jassband lék á Foss- inum stutt gestaspilurum á borð við Dan Cassidy fiðlusnilling. Á laugardagskvöldið leiddi hinn óþreytandi og síkáti kynnir hátíð- arinnar Ómar Hlynsson veglega dagskrá á hátíðarsviðinu. Þar flutti Einar Georg fyrrum skólastjóri grunnskólans í Hrísey erindi um sjálfstæðisbaráttu Hríseyinga. Fyrstu ræðismenn hinnar sjálf- stæðu Hríseyjar voru skipaðir þeir Árni Tryggvason leikari og Þor- steinn Þorsteinsson,eða Steini rjúpa eins og hann er jafnan kall- aður sökum þekkingar hans og áhuga á fuglalífi eyjarinnar, en báðir hafa þeir löngum haldið nafni Hríseyjar hátt á lofti á meginland- inu. Eftir að Árni Tryggva hafði sagt nokkrar vel valdar gaman- sögur og sungið gömlu góðu „Vögguvísuna“ úr Dýrunum úr Hálsaskógi steig á svið Jóhannes eftirherma og flutti gamanmál. Þá var komið að Rögnvaldi gáfaða og Hvanndalsbræðrum sem léku gáskafull lög uns varðeldur var kveiktur ofan við höfn. Brekku- söngnum stýrði Ingvar Jónsson Hafnfirðingur, við tók Ómar Hlyns- son kynnir og stjórnaði fjöldasöng og kvöldið endaði með því að gamla sveitin hans Ingvars, hinir vinsælu Papar léku fyrir dansi. Morgunblaðið/Skarphéðinn Hún var glæsileg dráttarvélalestin sem liðaðist um eynna með hátíðargesti. Fínasta fjör á fullveldishátíð Hrísey. Morgunblaðið. ÞEGAR hinir væntanlegu tengda- feður, Steve Tobias og dr. Jerome Peyser, hittast í fyrsta skipti til þess að fagna brúðkaupi barna sinna er fjandinn laus. Peyser er afslappaður fótaað- gerðafræðingur, sem gerir allt hvað hann getur til þess að forðast aukið álag. Tobias, sem starfar hjá bandarísku leyniþjónustunni, tekur lífinu ekki eins rólega. Hann sæk- ist sífellt eftir meiri spennu og af henni fær hann nóg í starfi sínu. Á venjulegum degi þarf hann að semja við vopnasmyglara, stela einkaþotum og beygja sig undan banvænum byssukúlum. Hinn óút- reiknanlegi lífsstíll leyniþjónustu- mannsins hefur nú þegar eyðilagt hjónaband hans, samband hans við soninn Mark er ekki upp á marga fiska og nú er röðin komin að föður brúðarinnar. Hinn jarðbundni fótaaðgerða- fræðingur er ekki alls kostar ánægður með framgöngu Tobiasar, sem lendir í slagsmálum við óðan byssumann og er sífellt að minnast á rússnesku flóttakonuna Olgu. Peyser sér fyrir sér að brúðkaupið muni verða algerlega misheppnað, en áður en hann fær tækifæri til þess að aflýsa því er hann kominn á kaf í ævintýralega baráttu ásamt Tobiasi við illþýði heimsins. Hinir ólíku tengdafeður lenda í ýmsum ævintýrum saman og áður en þeir vita af eru þeir komnir hálfa leið í kringum hnöttinn. Félagi Tobiasar í leyniþjónustunni, Angela, er ekki alls kostar ánægð með bandamann sinn, fótaaðgerðafræðinginn og lætur hún þá skoðun sína óspart í ljós. Hinn ósamvinnuþýði doktor þarf þó að taka þátt í þessu verk- efni, hvort sem þeim líkar það bet- ur eða verr. Þegar börn þeirra eru skyndi- lega í hættu komast Tobias og Peyser að því að þeir mynda í raun og veru prýðilegt teymi. Taugatrekktir tengdafeður Laugarásbíó og Regnboginn frumsýna kvikmyndina The Inlaws (Tengdafor- eldrarnir). Leikstjóri: Andrew Fleming. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Albert Brooks og Ryan Reynolds. Tengdafeðurnir verðandi lenda í ýmsum ævintýrum. HERSTJÓRINN Nathan West held- ur ásamt sex sérsveitarmönnum sín- um inn í skóga Panama, þar sem þeir félagarnir ætla að bæta hæfni sína í meðferð hertóla. Veðurspáin er ekki upp á marga fiska og jafnvel er búist við hvirfilbyl. West, sem er annálaður skaphundur, lætur slíkar hrakspár sem vind um eyru þjóta og eggjar menn sína til æfinga. Það hefði hann betur látið ógert, því einungis tveir þeirra snúa aftur á lífi, sérsveitar- mennirnir Dunbar og Kendall. Kvenskörungurinn og kapteinninn, Julia Osborne, stjórnar rannsókn á hvarfi þessara manna. Henni verður þó lítið ágengt þar sem þeir Dunbar og Kendall neita að gefa nokkuð upp sem gæti varpað ljósi á afdrif félaga þeirra. Fyrrverandi sérsveitar- maðurinn Tom Hardy er þá fenginn til þess að aðstoða við rannsóknina. Fíkniefnalöggan Hardy, sem er í leyfi vegna gruns um spillingu, sýnir sér- sveitarmönnunum enga linkind. Að lokum knýr hann fram játningu bæði hjá Dunbar og Kendall. Þeir tjá honum báðir að sérsveitarmennirnir og West séu látnir, að öðru leyti ber þeim ekki saman í frásögnum. Hvað kom fyrir West og sér- sveitarmenn hans og hvað voru þeir í raun að vilja í skóginum? Hardy og Julia þurfa að klóra sig í gegnum vef blekkinga og lyga áður en þau komast að því hvaða hræðilegu örlög biðu West og manna hans. Lygar og blekkingar Sambíóin og Háskólabíó frumsýna kvik- myndina Grundvallaratriði (Basic). Leik- stjórn: John McTiernan. Aðalhlutverk: John Travolta, Samuel L. Jackson, Connie Nielsen og Giovanni Ribisi. Hershöfðinginn Nathan West er sannkallað hörkutól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.