Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 56
Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefnahundar lögreglunnar í Reykjavík leita að hugsanlegum ólöglegum efnum í innanlands- pósti hjá Flugfélagi Íslands. Fíkniefnaneysla hefur oft verið nokkur um verslunarmannahelgina. LÖGREGLAN í Reykjavík hefur hert fíkni- efnaeftirlit sökum þess að nú styttist í versl- unarmannahelgina en í gegnum tíðina hefur eit- urlyfjaneysla talsvert sett mark sitt á skemmtanahald um þessa helgi. Hundarnir Ar- on og Dofri þefuðu áhugasamir af póstsendingu í farangursgeymslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli í gær en fundu engin fíkni- efni í þetta skiptið. Sjaldan eða aldrei hafa skipulögð hátíðarhöld verið í boði á jafnmörgum stöðum um verslunarmannahelgina en sextán hátíðir eru fyrirhugaðar í ár. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, segir að eftirlit með póst- og vörusend- ingum hafi þegar verið hert. Þegar nær dregur helginni verði lögreglumenn við helstu sam- komustaði, þ.m.t. flughafnir og við áfangastaði fólksflutningabíla. Lögreglan í Reykjavík á nú sex fíkniefnaleitarhunda og einn sem er sér- þjálfaður í leit að sprengjum. Aukinn kraftur verður þar að auki settur í umferðareftirlit eins og venja er til. Strax um helgina verður sér- staklega gætt að því að á bílum með tjaldvagna í eftirdragi sé speglabúnaður í lagi og að þeim sé ekið á löglegum hraða en ekki geri allir sér grein fyrir því að hámarkshraði með tjaldvagn sé 80 km/klst. Að auki verður lögregla með hert eftirlit í íbúðarhverfum um þessa miklu ferða- helgi. Karl Steinar hvetur fólk til að skilja vel við hús sín og ef kostur er að biðja nágranna um að hafa auga með heimilinu. Einnig eru ýmsar upplýsingar á lögregluvefnum, www.logreglan- .is. Á annan tug skipulagðra hátíðarhalda er fyr- irhugaður á landinu öllu um verslunarmanna- helgina. Dagskrá flestra hátíðanna er sniðin að þörfum fjölskyldunnar, en fólk á öllum aldri ætti að geta fundið sér eitthvað við að vera. Á Ísafirði verður unglingalandsmót UMFÍ, kántrítónleikar verða á Skagaströnd, þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, kotmót í Kirkjulæk, auk fjölda annarra móta. Þá hefur vímulausum há- tíðum fjölgað. Í fyrra kom út skýrsla starfshóps sem var skipaður til að fara yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og dómsmálaráðuneytið hef- ur fylgt henni eftir með bréfi til ríkislögreglu- stjóra og allra lögreglustjóra. Að sögn Jóns Þórs Ólasonar, lögfræðings hjá dómsmálaráðu- neytinu, er lögð sérstök áhersla á gott samráð milli lögreglunnar, heilbrigðisstofnana, björg- unarsveita og mótshaldara á hverjum stað fyrir sig. Lögreglan hefur hert leitina að fíkniefnum 16 hátíðir um verslunarmannahelgina og hafa sjaldan verið fleiri  Fjölskyldan/miðopna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁRNI Friðriksson, skip Hafrannsóknar- stofnunar, er nú djúpt suður af landinu við kortlagningu hafsbotnsins. Mælingarnar eru gerðar vegna kröfugerðar til landgrunns- nefndar Sameinuðu þjóðanna en Ísland hef- ur m.a. gert kröfu um yfirráð yfir Hatton- Rockall svæðinu. Hafrannsóknarstofnun vinnur verkefnið fyrir Orkustofnun. „Í þessu gegnir afmörkun landgrunnsfót- arins lykilhlutverki og verkefnið gengur út á að kortleggja hann af mikilli nákvæmni,“ sagði Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar. „Við lítum á þetta sem hluta af kortlagningu af Íslandsmiðum og gögnin nýtast einnig fyrir það verkefni.“ Danir við svipaðar rannsóknir Í næstu viku leggur rannsóknarskip á veg- um dönsku og grænlensku jarðfræðirann- sóknarstofnunarinnar GEUS (Danmarks og Grønlands Geologiske Undersøgelse) upp í svipaðan rannsóknarleiðangur en skipið mun kanna landgrunn utan 200 mílna lögsögu Grænlands og Færeyja, m.a. á Hatton-Rock- all svæðinu sem Bretar, Danir, Írar og Ís- lendingar hafa gert tilkall til. Tómas H. Heið- ar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins segir að Danir hafi gert kröfu til Hatton-Rockall svæðisins f.h. Færeyinga. Rannsóknarleiðangurinn tengist væntanlega því að Danir muni brátt gerast aðilar að haf- réttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Ríki sem gerist aðili að samningnum hefur 10 ár til að skila greinargerð til landgrunnsnefnd- ar SÞ um svæði sem það gerir tilkall til. Á sínum tíma samþykkti ríkisstjórnin að veita 700 milljónir til að gera mælingar á landgrunninu og undirbúa greinargerð til landgrunnsnefndarinnar. Mælingar hófust í fyrra en standa fyrst og fremst yfir í ár og á næsta ári. Stefnt er að því að skila grein- argerð um kröfur Íslands árið 2005 en frest- ur rennur út vorið 2009. Árni Friðriksson annast mælingarnar, jafnt á Reykjanes- hrygg, Hatton-Rockall og í Síldarsmugunni. Kortleggur hafsbotninn af nákvæmni Árni Friðriksson í veiga- miklum rannsóknarleiðangri MARGRÉT Hallgrímsdóttir, heimasæta á Miðhúsum í Bisk- upstungum, stelst til að fá sér ylvolgan mjólkursopa beint úr spena kýrinnar Sæbjargar. Bun- an rataði ekki alveg rétta leið heldur skaust í augað sem vakti kátínu Lindu Rósar frænku Margrétar sem var í heimsókn og heldur betur liðtæk við fjós- verkin. Þær fullyrtu að hvítur sopi beint úr kúnni væri „besta mjólk í heimi.“ Frænkurnar láta sér fátt fyrir brjósti brenna, kunna að hefta kýrnar og handmjólka ef þörf krefur. Kippa sér ekki upp við það þótt „kannski þurfi að slátra henni Búkollu því hún er með svo stórt júgur að hún get- ur varla gengið“. Þeim finnst best að vera ber- fættar og þær velta sér í ilm- andi töðu á túni, baða hundinn, skella sér á hestbak, príla upp á hlöðuþak og skoða heiminn frá mæninum. Fóðra samvisku- samlega fimmtán kanínur og hafa vökult auga með óboðnum gestum því minkur liggur undir grun. Í Daglegu lífi í dag má sjá nokkur brot úr sólríkum degi í sveitinni með þeim Möggu og Lindu Rós. Morgunblaðið/Jim Smart Besta mjólk í heimi  Daglegt líf /4 EITT af því sem verður í boði á Menning- arnótt þann 16. ágúst næstkomandi verður sýning á myndum eftir hinn heimsþekkta bandaríska popplistamann, Andy Warhol (1928-1987). Að sögn Elínbjartar Jónsdóttur hjá Galleríi Fold er um að ræða por- trettmyndaröð af íþrótta- mönnum í eigu banda- ríska auðkýfingsins og listaverkasafnarans Richard Weisman. „Weisman og Warhol voru góðir vinir og hann fékk Warhol til að gera portrettmyndaröð, alls tíu myndir, af heims- þekktum íþróttamönnum á áttunda áratugn- um á svipuðum tíma og hann var að gera þekktar seríur af leikurum og öðru frægu fólki. Meðal þeirra íþróttamanna sem War- hol gerði myndir af voru Mohammad Ali, Jack Nicklaus og O.J. Simpson. Á sýningunni verða 13 myndir því auk hinna tíu verða tvær aukamyndir af Moham- mad Ali og portrett sem Warhol gerði af Weisman sjálfum.“ Weisman mun sjálfur setja upp sýninguna og verða viðstaddur opnunina en sýningin stendur í viku. Myndir Andy Warhol á sýningu Ein mynda Andy Warhols af Muham- mad Ali. Menningarnótt ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.