Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 22
Tilkynning um útgáfu skráningarlýsingar Stáltaks hf. Útgefandi Stáltak hf., kt. 620269-1079, Hjalteyrargötu 20, 600 Akureyri, sími 460 7600, fax 460 7601. Umsjónaraðili Íslensk verðbréf hf., Strandgötu 3, 600 Akureyri, sími 460 4700, fax 460 4717. Félagið birtir nú skráningarlýsingu vegna hækkunar á hlutafé um 90.574.634 krónur að nafnverði. Eftir hækkunina er skráð hlutafé félagsins 175.574.634 krónur að nafnverði og er allt hlutafé félagsins skráð á Tilboðsmarkað Kauphallar Íslands hf. Ástæða hlutafjárhækkunar Stáltaks hf. er uppgjör á nauðasamningi félagsins við kröfuhafa. Skráning Hlutabréf að nafnverði 84.547.025 krónur voru skráð í Kauphöll Íslands hf. hinn 28. mars 2003. Þá voru hlutabréf að nafnverði 6.027.609 krónur skráð í Kauphöll Íslands hf. hinn 10. apríl 2003. Upplýsingar og gögn Skráningarlýsingu, ásamt öðrum gögnum sem vitnað er í, má nálgast hjá Stáltaki hf., Hjalteyrargötu 20, 600 Akureyri. Þá má einnig nálgast skráningarlýsinguna á vefsíðu umsjónaraðila, www.iv.is Hlutafjárhækkun og nafnverð hlutafjár HJÓNIN Clinton og Michelle Duke frá Vancouver í Kanada notuðu góða veðrið á Akureyri í gær til að slappa af og fá sér eitthvað í gogg- inn. Þau hjón, sem eru búsett í London í Englandi, hafa verið að ferðast um landið síðustu daga. Eft- ir að hafa ekið í rigningu og þoku um Suður- og Austurland, voru þau þó ánægð með að fá sól og blíðu fyr- ir norðan. Þau voru þó þrátt fyrir misjafnt veður ánægð með dvölina á Íslandi og hrifust mjög af landinu. Clinton og Michelle nutu miðnætur- sólarinnar á Húsavík, sem hann festi á filmu í gríð og erg. Þau ætl- uðu aftur til Húsavíkur í gær, í hvalaskoðun, en koma svo aftur til Akureyrar, halda til Grímseyjar í dag en halda svo áfram suður á bóginn. „Það fyrsta sem við gerðum þegar við komum til landsins var að fara í Bláa lónið, sem er alveg stór- kostlegur staður og við erum ákveðin í að koma þar við aftur á leiðinni frá landinu á sunnudag.“ Langafi Clintons, Gísli Magnús- son úr Reykjavík, fluttist til Kanada á sínum tíma en afi hans, Marlen Magnusson fæddist í Kanada en tal- aði góða íslensku. „Ég á vafalaust marga ættingja á Íslandi en hef þó ekki hugmynd um hvar þá er að finna.“ Morgunblaðið/Kristján Slappað af í blíðunni AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í vikunni voru lagðar fram tillögur vinnuhóps sem skipaður var af bæj- arráði til viðræðna við Leikfélag Akureyrar vegna rekstrarvanda fé- lagsins. Bæjarráð fellst á tillögurn- ar í öllum meginatriðum. Vinnuhóp- urinn leggur til að Akureyrarbær geri þriggja ára samning við LA um rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri árin 2004 til 2006. Forsenda fyrir gerð þessa samn- ings er að samkomulag náist milli Akureyrarbæjar og menntamála- ráðuneytisins um fjárframlög ríkis- ins til menningarmála á Akureyri á sömu nótum og verið hefur und- anfarin ár og ráðast fjárhæðir samnings Akureyrarbæjar og LA af upphæðum þess samnings. Jafn- framt leggur vinnuhópurinn til, að Akureyrarbær veiti LA fjárhags- lega fyrirgreiðslu að upphæð 25 milljónir króna í formi fyrirfram- greiðslu á tímabilinu ágúst til des- ember 2003. Fjárhæð þessi verði endurgreidd af framlögum til fé- lagsins samkvæmt nánara sam- komulagi á árunum 2004 til 2006. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ann- ast samningsgerðina og útfærslu nánari skilyrða við leikfélagið svo sem hvernig eftirliti með fjárreið- um þess og stjórnun verði háttað. Samningurinn verði síðan lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Jakob Björnsson, formaður bæj- arráðs, sagði við Morgunblaðið að viðræður væru í gangi á milli Ak- ureyrarbæjar og menntamálaráðu- neytisins. „Stefnt er á að þessum viðræðum verði lokið í haust og að það náist samningur á svipuðum nótum og verið hefur. Framlög til leikfélags- ins miðast við forsendur þess samn- ings, en hingað til hefur félagið ver- ið að fá 80 milljónir á ári. Það er samt þó nokkuð í það að hægt verði að ganga frá samningi á milli bæj- arins og leikfélagsins. Við verðum að tryggja að sagan endurtaki sig ekki og að ekki verði farið fram úr fjárhagsáætlun. Þessi fyrirgreiðsla sem félagið er að fá núna er ein- ungis framlag sem endurgreiðist, en er ekki ætlast til að dekkað verði það tap sem verið hefur. Þrátt fyrir eindreginn vilja bæjarráðs þá ligg- ur samningurinn ekki tilbúinn á borðinu, en ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þeir aðilar sem stjórna leikfélaginu hafi lagt það þannig niður fyrir sér að málið verði að- gengilegt fyrir Akureyrarbæ,“ sagði Jakob. Í vinnuhópnum áttu sæti bæjar- fulltrúarnir Þórarinn B. Jónsson og Oddur Helgi Halldórsson ásamt Dan Brynjarssyni, fjármálastjóra. Ekki náðist í Sigmund Erni Rún- arsson, formann leikhúsráðs. Tillögur vinnuhóps vegna rekstrarvanda LA Gerður verði þriggja ára samningur við félagið FJÖLMÖRG skemmtiferðaskip hafa komið til Akureyrar í sumar og í gær lágu tvö slík við bryggjur í bænum. Finnska skemmti- ferðaskipið Kristina Regina, sem er um 4.300 tonn að stærð og 100 metra langt, lá við festar í Fiski- höfninni en með skipinu voru um 150 farþegar frá Finnlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem skemmti- ferðaskip leggst þar að bryggju og skipið er jafnframt það stærsta sem komið hefur í Fiskihöfnina. Við Oddeyrarbryggju lá skipið Ocean Monarch. Skipið er 16.000 tonn að stærð og 165 metra langt. Næstkomandi fimmtudag kemur skemmtiferðaskipið Adonia til Ak- ureyrar og er það jafnframt stærsta skip sem komið hefur til bæjarins. Adonia er 77.000 tonn að stærð og 260 metra langt en með skipinu koma vel á annað þúsund farþegar. Gert er ráð fyrir að skip- ið leggist að Oddeyrarbryggju. Alls hafa komur skemmtiferðaskipa verið 27 til þessa í sumar og er von á 18 skipum til viðbótar. Morgunblaðið/Kristján Finnska skemmtiferðaskipið Kristina Regina í Fiskihöfninni. Stærsta skip sem lagst hefur þar að bryggju Skemmtiferðaskip í Fiskihöfninni Stjórnsýslu- kæra lögð fram STJÓRNSÝSLUKÆRA á hendur sýslumanninum á Akureyri var í gær lögð fram í dómsmálaráðuneytinu. Ingólfur Hlynsson, einn af þeim sem lögðu fram kæruna segir að þeir vildu athuga hver réttur þeirra væri, en sýslumaður neitaði þeim um að halda útihátíð á Melgerðismelum um versl- unarmannahelgina. Jón Þór Ólason, lögfræðingur og starfsmaður ráðu- neytisins sagði þrír aðilar hefðu í sameiningu lagt fram kæruna. „Málið verður sent til sýslumannsins á Akur- eyri, þar sem óskað verður umsagnar hans og gagna málsins. Þar sem stuttur fyrirvari er á þessu, verður þess farið á leit við hann að veita mjög skjóta umsögn sem verður svo send kærendum til umsagnar.“ Í Minjasafnskirkjunni á Akureyri verður söngvaka kl. 20:30 í kvöld. Söngvökur eru hefðbundinn þáttur í starfi Minjasafnsins og hafa notið mikilla vinsælda. Nú fara þau Þur- íður Vilhjálmsdóttir og Þórarinn Hjartarson með áheyrendur í söng- ferðalag og leiða þau um íslenska tónlistarsögu í tali og tónum. Verk- efnaskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum og trúarlegum söng til söngva frá nítjándu og tuttugustu öld. Að- gangseyrir er kr. 1000. Í DAG HÖFUÐBORGIN Útsala Útsala Útsala Útsala Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Rauðsmára- Phytoestrogen Fyrir konur á breytingarskeiðinu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Ágúst Hrafnkelsson viðskipta- fræðing í starf forstöðumanns nýrrar innri endurskoð- unardeildar Reykjavíkurborg- ar. Alls bárust 22 umsóknir um starfið. Markmið deildarinnar er að tryggja virkni innra eftirlits, að meðferð fjármuna borgarinnar sé í samræmi við áætlanir borgaryfirvalda og að starf- semi borgarinnar sé í samræmi við lög og reglur. Ágúst lauk viðskiptafræðiprófi af reikningshalds- og fjármálasviði 1989 frá Háskóla Íslands, hann lauk prófi í verðbréfaviðskiptum frá Bank Ad- ministration Institute í Bandaríkjun- um árið 2001 og lauk þaðan prófi í fyrra sem Certified Bank Auditor. Ágúst hefur gegnt starfi forstöðu- manns endurskoðunar hjá Lands- banka Íslands frá ársbyrjun 2002. Á sama tíma hefur hann starfað við innri endurskoðun hjá Heritable Bank Limited í London. Áður hefur hann meðal annars gegnt starfi for- stöðumanns eignadeildar hjá Lands- banka Íslands, auk starfs forstöðu- manns árangursstýringar og for- stöðumanns upplýsingavinnslu. Forstöðu- maður innri endurskoð- unardeildar Reykjavík Ágúst Hrafnkelsson SKIPULAGS- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt að skipa sérstakan starfshóp sem mun leiða vinnu við deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Verkefni hópsins felst í þróun rammaskipulags sem síðan leiðir til deiliskipulags. Hópurinn verður skipaður tveim fulltrúum meirihluta bæjarstjórnar og einum fulltrúa minnihlutans, auk þess mun bæjar- stjóri sitja fundi hópsins en bygging- arfulltrúi verður starfsmaður hóps- ins. Starfshópur skipaður Seltjarnarnes ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.