Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 47 Barna- og unglingaráð (BUR) knattspyrnudeildar Fjölnis óskar eftir umsóknum í eftirfarandi störf: Yfirþjálfari Starfið felur í sér að hafa umsjón með starfi yngri flokkana í samráði við BUR og fylgja eftir stefnu BUR. Þjálfari Starfið felst í þjálfun í yngri flokkum knattspyrnudeildar Fjölnis (8.-3. flokki drengja og 6.-3. flokki stúlkna). Starfsmaður á skrifstofu Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf, mótamál o.fl. Um er að ræða hálft starfshlutfall. Allar frekari upplýsingar fást hjá Inga Pétri Ingimundarsyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Fjölnis, netfang: ingi@fjolnir.is, gsm 824 2299. Umsóknir sendist til Inga Péturs Ingimundar- sonar, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Fjölnis, Dalhúsum 2, 112 Reykjavík (netfang: ingi@fjolnir.is). Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2003. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Knattspyrnudeild Fjölnis er fjölmennasta knattspyrnudeild landsins. BUR knattspyrnudeild Fjölnis sér um málefni og rekstur yngri flokka Fjölnis. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega,heimamenn voru nær því að skapa sér opin færi, en alltaf vantaði herslumuninn. Heimamenn börðust af krafti um hvern einasta bolta en gekk ekkert að skapa sér marktækifæri. Gestirnir náðu því hins vegar, fyrst á 29. mínútu þegar þeir komust þrír gegn tveimur varn- armönnum Grindvíkinga, komust upp að endamörkum en sendingin, sem var vel hugsuð, út í teig lenti fyrir aft- an sóknarmanninn og ekkert varð úr. Skömmu síðar átti Helgi Valur Daníelsson skot í stöngina og fyrir fætur Finns Kolbeinssonar alveg við markstöngina, en Helgi Már Helga- son, markvörður Grindvíkinga lokaði vel á hann. Markvörðurinn ungi, sem átti fínan leik, kom hins vegar engum vörnum við mínútu síðar þegar Sverrir Sverr- isson kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu sem var réttilega dæmd er Kekic felldi Ólaf Pál Snorra- son. Spurning hvort Kekic hefði ekki átt að fá rautt spjald í stað guls vegna brotsins. Skömmu fyrir leikhlé jafnaði Ey- þór Atli Einarsson fyrir heimamenn með glæsilegu marki, hans fyrsta mark í efstu deild. Dæmið snérist við í síðari hálfleik. Fylkismenn voru mestmegnis með knöttinn og sóttu látlítið en heima- menn fengu færin, það er að segja Óli Stefán Flóventsson fékk tvö fín færi, skaut yfir af markteig í því fyrra en mistókst að taka boltann með sér rétt framan við markstöngina í því síðara. Í millitíðinni fengu gestirnir horn- spyrnu og mikil þvaga myndaðist á markteig heimamanna. Því lauk með laglegri dýfu Helga Más markvarðar sem lét sig vaða inn í þvöguna og handsamaði knöttinn. Sinisa Kekic fékk síðan sitt annað gula spjald á 79. mínútu og í kjölfarið rautt spjald. Hann var á þriðjudaginn dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og nú bætist annar leikur við vegna rauða spjalds- ins. Heimamenn þjöppuðu sér vel sam- an eftir að þeir misstu mann útaf og ef eitthvað var voru þeir heldur betri það sem eftir lifði leiks. Það dugði þeim þó ekki til að skora. Þrátt fyrir að marktækifæri yrðu ekki mörg var leikur liðanna alls ekki leiðinlegur. Baráttan var mikil og fínt samspil sást á köflum þó svo á stund- um væri miðja liðanna yfirspiluð með löngum sendingum. Varnir liðanna voru þéttar fyrir með dyggri aðstoð miðjumanna sem voru duglegir að vinna til baka. „Ég er svona sæmilega sáttur, en ekki meira því ég hefði viljað fá fleiri stig. Miðað við hvernig við lékum í fyrri hálfleik er það kannski ekki sanngjarnt en við vorum sterkari í síðari hálfleik. Það vantaði samt eitt- hvað hjá okkur, við lékum ágætlega saman, viljinn og baráttan var til stað- ar en við klikkuðum á smáatriðum,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálf- ari Fylkis eftir leikinn og nefndi rétti- lega sem dæmi ein þrjú tilvik þegar sóknarmenn hans voru að leggja af stað og stinga sér inn fyrir vörnina en stigu á knöttinn og féllu við.  EDUARDO Lopez Beci, tæknileg- ur ráðgjafi hjá Deportivo La Coruna á Spáni, sagði í gær að liðið og Bay- ern München væru búin að ná sam- komulagi um að hollenski marka- hrókurinn Roy Maraay færi til Bæjara. Maraay skoraði 28 mörk í 38 deildarleikjum sl. keppnistímabil og fékk Gullskóinn, fyrir að hafa ver- ið mesti markahrókur Evrópu. Hann hefur skorað 79 deildarmörk á þeim fjórum leiktíðum sem hann hefur leikið með La Coruna.  SVÍINN Marcus Allback skoraði þrjú mörk fyrir Aston Villa er liðið lagði Pitea í Finnlandi, 8:0.  ASTON Villa gekk frá kaupum á miðjumanninum Gavin McCann, 25 ára, frá Sunderland í gær á 2,25 millj. punda.  DINO Baggio, 32 ára, einn af kunnustu knattspyrnumönnum Ítal- íu, liggur nú undir feldi og skoðar til- boð frá Wolves í Englandi, sem vilja fá hann til sín frá Lazio. Hann er ekki inn í framtíðarplani Rómarliðs- ins. Baggio hefur leikið yfir 300 deildarleiki með Inter, Juventus, Parma og Lazio og þá á hann 63 landsleiki að baki fyrir Ítalíu.  KOLO Toure, 22 ára, fyrirliði landsliðs Fílabeinsstrandarinnar og leikmaður með Arsenal, segir að litli bróðir hans, Yaya, sé betri leikmað- ur en hann og hann hafi trú á að Ars- ene Wengers, knattspyrnustjóri Arsenal, fái hann til liðs við sig. Yaya lék æfingaleik með Arsenal í Aust- urríki á dögunum og minnti menn á Patrick Vieira. Hann er leikmaður með Beveren í Belgíu, sem er eitt af vinafélögum Arsenal. „Yaya verður einn af stóru nöfnunum hjá Arsenal á komandi árum,“ sagði Kolo. FÓLK Grindavík 1:1 Fylkir Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 11. umferð Grindavíkurvöllur Fimmtudaginn 24. júlí 2003 Aðstæður: Gola, þurrt og 13 stiga hiti. Fínn völlur. Áhorfendur: 954 Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 4 Aðstoðardómarar: Guðmundur H. Jónsson, Eyjólfur Finnsson Skot á mark: 10(4) - 9(3) Hornspyrnur: 3 - 2 Rangstöður: 0 - 3 Leikskipulag: 4-3-3 Helgi Már Helgason M Óðinn Árnason Sinisa Kekic Ólafur Örn Bjarnason M Gestur Gylfason M Guðmundur A. Bjarnason Mathias Jack M (Eysteinn Húni Hauksson 73.) Eyþór Atli Einarsson M Óli Stefán Flóventsson Alfreð Elías Jóhannsson (Jerry Brown 64.) Paul McShane Kjartan Sturluson Þórhallur Dan Jóhannsson Hrafnkell Helgason M Kjartan Antonsson Gunnar Þór Pétursson (Arnar Þór Úlfarsson 65.) Ólafur Ingi Skúlason M Sverrir Sverrisson Helgi Valur Daníelsson M Ólafur Páll Snorrason M (Sævar Þór Gíslason 67.) Finnur Kolbeinsson M Haukur Ingi Guðnason 0:1 (33.) Ólafur Páll Snorrason vann boltann laglega af Sinisa Kekic á vítateig, lék áfram og var kominn í fínt færi þegar Kekic felldi hann og dæmd var vítaspyrna. Úr henni skoraði Sverrir Sverrisson af miklu öryggi. 1:1 (42.) Eyþór Atli Einarsson fékk boltann rétt utan við vinstra vítateigshornið og voru tveir varnarmenn Fylkis á honum. Hann sneri annan þeirra lag- lega af sér og náði fallegu skoti, sendi boltann í boga í honrið fjær – stöngin inn. Gul spjöld: Sinisa Kekic, Grindavík (32.) fyrir brot.  Gunnar Þór Pétursson, Fylki (34.) fyrir brot. Rauð spjöld: Sinisa Kekic, Grindavík (79.) annað gult spjald, fyrir brot.  Morgunblaðið/Jim Smart Grindvíkingurinn Paul McShane í baráttunni við Fylkismennina Þórhall Dan Jónsson og Hrafnkel Helgason. Stöðug stöðubarátta LEIKUR toppliðanna, Fylkis og Grindavíkur á heimavelli síð- arnefnda liðsins var stöðubar- átta frá upphafi til enda. Lítið var um opin marktækifæri, Grindvíkingar sterkari í fyrri hálfleik en Fylkismenn í þeim síðari þannig að 1:1 jafntefli urðu trúlega sanngjörn úrslit. Fylkir áfram í efsta sæti en Grindvíkingar fóru úr því þriðja í annað. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Helgi var að „njósna“ HELGI Kolviðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og Hannes Haubitz, þjálfara Kärnten, liðinu sem Helgi leikur með í Austur- ríki, voru í Grindavík í gærkvöldi. Þeir koma gagngert til að fylgjast með Grindavíkurliðinu í leiknum gegn Fylki. Grindavík mætir Kärnt- en í forkeppni UEFA-keppninnar 14. ágúst í Austurríki og 28. ágúst í Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.