Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í LOK júní hittust allir forsætis-
ráðherrar Norðurlandanna í Harp-
sund í Svíþjóð og ræddu m.a. ýmis
sameiginleg hagsmunamál Norður-
landanna.
Í fréttartíma finnska sjónvarpsins
sá ég spjallað við tvo þeirra beint frá
fundinum, hinn nýbakaða forsætis-
ráðherra Finnlands, Matti Vanhan-
en, og Göran Petersson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar. Þótti mér
sérkennilegt að finnsku og sænsku
fréttamennirnir sýndu íslenska for-
sætisráðherranum engan áhuga, þó
svo að hann sæti á milli fyrrnefndra
félaga í sjónvarpsviðtalinu. En lík-
leg skýring er þó sú að ýmis hags-
munamál Evrópusambandsins
snerta Finnland og Svíþjóð, og Gör-
an Petersson hefur sýnt mikinn
áhuga á að Svíþjóð fylgi fordæmi
Finnlands og taki upp Evrópumynt-
ina (evruna). Það var kannski af for-
vitni hans um hvernig til hefði tekist
í Finnlandi með evruna, að hann
bauð Matti Vanhanen í einkabáts-
ferð á nærliggjandi vatni, en ekki
Davíð.
Annars eru Finnar hinir ánægð-
ustu með hinn nýbakaða forsætis-
ráðherra Finnlands, sem þykir hinn
viðkunnanlegsti, og ekki spillir fyrir
að hann ber höfuð og herðar yfir
flesta aðra, enda maðurinn rúmir
200 cm á hæð.
Þótt ekki hafi verið spjallað við
Davíð Oddsson í fréttatíma finnska
sjónvarpsins (rás 1), bætti stærsta
dagblað Finnlands, Helsingin
Sanomat, úr því máli, með viðtali við
hann frá fundinum í Svíþjóð og al-
mennri umfjöllun sem yfirtók næst-
um heila síðu í blaðinu. Millifyrir-
sögn greinarinnar vakti sérstaka
athygli mína, þar sem Davíð af sjálf-
umgleði lýsti því yfir að í 12 ára
stjórnartíð hans hafi Íslendingar
orðið opnari, ríkari og þá kannski
um leið hamingjusamari.
Já, þetta þykir mér hin mestu tíð-
indi um hina íslensku þjóð, og allt
Davíð að þakka. Ég tek samt meira
mark á orðum ýmissa annarra
manna, t.d. skrifar Albert Jensen í
lesendadálk Mbl. 28.6. sl. eftirfar-
andi: „Löglegt en siðlaust.“ „Eigin-
girnin virðist mörgum eðlislægrai
en sanngirni og réttlæti. Um þessar
mundir blómstrar fjölbreytt mis-
rétti og misferli í samfélagi okkar af
þvílíkum krafti að undrum sætir. Á
Íslandi geta menn orðið auðugir af
því að arðræna fyrirtæki, stofnanir
og hvern sem er á löglegan hátt“ og
hann skrifaði líka: „Þegar Sam-
herjamaður seldi hlut sinn í fyrir-
tækinu fyrir þrjá milljarða (hlutur
sem að mestu var sannarlega eign
þjóðarinnar) skoraði ég á hann að
gefa þriðjung í barnaspítala. Hann
kaus frekar að kaupa kaupmangara-
höll úr gleri.“
Já það er nú svo að gróði og aftur
gróði er sú stefna ræður ríkjum á
Fróni um þessar mundir og þá er
ekki hlustað á mannlegar áskoranir.
Í greininni í Helsingin Sanomat
mátti skilja á orðum Davíðs Odds-
sonar að undir hans löngu stjórn sé
raunar allt í mjög góðu lagi í hinu ís-
lenska þjóðfélagi. Víst trúi ég því að
Davíð hafi gert ýmsa góða hluti, en
orð Alberts Jensen og margra ann-
arra benda þó til þess að misrétti og
misferli blómstri í hinu íslenska
þjóðfélagi í traustu skjóli ríkis-
stjórnarinnar. Hinir ríku hafa orðið
ríkari, en hinir fátæku fátækari.
Davíð nefndi einnig í finnska dag-
blaðinu að hann láti af forsætisráð-
herraembættinu á næsta ári, og við
embættinu taki Halldór Ásgríms-
son. Að mínu mati eru svona hrossa-
kaup mjög gagnrýnisverð. Jú, Davíð
getur látið af embættinu, en að færa
formanni hins litla Framsóknar-
flokks (bændaflokks), embættið á
silfurfati er alveg út í hött, (löglegt
en siðlaust). Sérstaklega í framhaldi
af hinu mikla fylgistapi ríkisstjórn-
arinnar í síðusu kosningum.
BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON,
myndlistarkennari,
Suður-Finnlandi.
Ríkir og hamingju-
samir Íslendingar
Frá Björgvini Björgvinssyni:
Í HÁDEGINU hinn 22. júlí 2003
var ég undirritaður staddur með
hópi þýskra ferðamanna á Arnar-
stapa á Snæfellsnesi. Allt í einu
barst gríðarlegur hávaði úr vestri
og sjá mátti tvær herþotur frá
bandaríska hernum koma inn með
ströndinni. Allir viðstaddir gripu
fyrir eyrun og óskuðu sendingu
þessari för hið snarasta í hið neðra.
Fuglarnir í björgunum ókyrrðust
og mátti á svipstundu sjá þúsundir
fugla fljúga upp með gargi miklu
enda áttu þeir sér einskis von. Þessi
leifturstutta röskun olli mikilli
truflun bæði meðal hinna erlendu
gesta ekki síður en málleysingj-
anna.
Mér finnst að þau stjórnmálaöfl
íslensk sem vilja halda dauðahaldi í
þetta tilgangslausa hernaðarbrölt
ættu að sjá betur að sér. Kalda
stríðið er löngu liðið – sem betur fer
– og vonandi er betri tíð framundan
fyrir íslenska þjóð en án hers. Ís-
lensk þjóð á að halda áfram áherslu
á að rækta friðsamleg samskipti
meðal þjóða og vera jafnvel í fara-
broddi fyrir alþjóðlegri afvopnun en
ekki mylja meir undir þá banda-
rísku hernaðarhyggju sem nú um
þessar mundir er hvað mest að
spilla heiminum.
Bandarísk hernaðarhyggja á ekk-
ert erindi í íslenskt samfélag. Hún
hefur spillt nóg enda má víða sjá
slóð hverskyns sóðaskapar sem
tengist hyggju þessari.
Mætti eg frábiðja erlenda hern-
aðar-„vernd“ af því tagi sem birtist
fjölda útlendinga sem voru að njóta
friðsældar íslenskrar náttúru við
Arnarstapa.
GUÐJÓN JENSSON,
leiðsögumaður.
Friðarspillar
í náttúruparadís
Frá Guðjóni Jenssyni: