Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 1
DANIR hafa verið gagnrýndir fyrir að vilja ekki taka þátt í sameiginlegum mótmælum ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja við áætlunum grískra yfirvalda um að fjölga vændishúsum í Aþenu til að þjóna gestum Ólympíuleikanna 2004. Margareta Winberg, jafn- réttisráðherra Svíþjóðar og sitjandi forsætisráðherra, og stjórnarandstaðan á danska þinginu saka dönsku stjórnina um að taka þátt í að viður- kenna að vændi sé í lagi. „Ég er með eindæmum hissa. Danmörk hefur verið með í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja gegn verslun með konur og vændi í nágrenni við okkar lönd,“ segir Winberg við Svenska Dagbladet. Danski jafnréttisráðherrann Henriette Kjær svaraði fyrir sig í gær og sagði Winberg vera barnalega. „Það er smá- stelpuháttur að vera með vísi- fingurinn á lofti. Vændi er leyfilegt í Grikklandi og við verðum að virða það,“ tjáði hún Berlingske Tidende. Jafnréttis- ráðherrar í hár saman Jöklakrikket og Elton John Fyrirliðinn enski með dálæti á íslenskum húmor Fólk 50 STOFNAÐ 1913 199. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Atvinnubótavinnan orðin útrásarfyrirtæki Daglegt líf 6 Birgir Leifur leiðir Spennandi keppni á fyrsta degi Íslandsmótsins Íþróttir 46 Hlæjandi húfur til Noregs TÆPLEGA þrítugur Íslendingur sit- ur nú í varðhaldi í Þórshöfn í Fær- eyjum og bíður dóms en hann var handtekinn eftir að um 20 kíló af hassi fundust í bifreið hans. Lögregla hefur ekki greint frá málinu fyrr, þar sem rannsókn hefur staðið yfir á Íslandi og í Danmörku, að því er færeyska ríkisútvarpið greindi frá í gær. Maðurinn var handtekinn þegar hann kom með Norrænu til Þórshafn- ar frá Hanstholm í Danmörku 7. júlí. Tollverðir ákváðu að bíll hans yrði einn þeirra sem þeir myndu kanna þennan mánudagsmorgun og fundur þeir fimm kíló af hassi falin í hverri hurð, samtals 20 kíló. Færeyska út- varpið segir að maðurinn hafi átt pantað far til Íslands tveimur dögum síðar og því sé talið víst að hann hafi ætlað að smygla hassinu þangað en ekki selja það í Færeyjum. Verðmæti efnanna í götusölu er ríflega 50 millj- ónir. Maðurinn, sem er 29 ára gamall, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 4. ágúst nk. Mest 30 kíló í einu Þetta er ein stærsta sending sem færeyska tollgæslan hefur lagt hald á en er þó önnur stórsendingin sem tek- in er með stuttu millibili. Í júní var danskur karlmaður handtekinn með jafnmikið magn sem hann bar í hand- farangri frá Norrænu. Slíkar stór- sendingar nást einnig sjaldan hér á Íslandi. Í fyrra lagði lögregla alls hald á 57 kíló af hassi hér á landi, þar af voru 30 kíló í einni sendingu. Það er mesta magn sem lögregla eða toll- gæsla hefur lagt hald á í einu lagi. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, vildi lítið tjá sig um rannsókn málsins. Sagði þó að lögreglan hefði verið í góðu sambandi við starfsfélaga sína í Færeyjum vegna málsins. Talinn hafa ætlað að smygla 20 kílóum af hassi til Íslands Fimm kíló af hassi voru í hverri hurð SKÆRULIÐAR uppreisnarmanna og stjórnarhermenn í Líberíu börð- ust enn í kring um hafnarsvæði höfuðborgarinnar Monróvíu í gær, er leiðtogar Vestur-Afríkuríkja hétu því að fyrstu friðargæzluliðarnir yrðu sendir á vettvang innan viku. Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja og fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna funduðu í grannríkinu Sierra Leone til að skipuleggja fjölþjóðlega friðargæzlu í Líberíu, sem ítrekað hefur verið kallað eftir frá því í byrjun sumars, er uppreisnarmenn hófu fyrstu sóknina af þremur að Monróvíu. Mohamed ibn Chambas, fram- kvæmdastjóri samtaka Vestur-Afr- íkuríkja (ECOWAS) sagði að 770 hermenn úr röðum Nígeríuhers yrðu komnir til Líberíu innan viku. Fleiri friðargæzluliðar myndu síðar bætast við. Milligöngumenn í borg- arastríðinu í Líberíu sögðu að von- azt væri til að fyrstu gæzluliðarnir yrðu komnir á vettvang strax á sunnudag. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandarísk stjórnvöld myndu leggja friðargæzlunni í Líberíu lið með tæknilegri aðstoð, en ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort bandarískir hermenn tækju þátt í friðargæzlunni sjálfri. Þúsundir flýja borgina Mest voru átökin í gær við höfn Monróvíu, sem er á mörkum þeirra svæða sem eru á valdi uppreisnar- manna annars vegar og stjórnar- hermanna Charles Taylors forseta hins vegar. Aðalmatvælabirgða- geymslur borgarinnar eru á hafn- arsvæðinu og nú á valdi uppreisnar- manna, sem gerir matvæla- og drykkjarvatnsskort í borginni, sem er full af flóttafólki, enn alvarlegri. Þúsundir skelfingu lostins fólks streymdu út úr Monróvíu í gær í leit að öryggi, mat og drykkjar- vatni. AP Liðsmenn Rauða krossins ýta vagni með særðum mönnum eftir götu nærri bandaríska sendiráðinu í Monróvíu. Friðargæzlulið sent til Líberíu innan viku Monróvíu. AP, AFP. Átök halda áfram í Monróvíu þrátt fyrir vopnahlé Sögðust talsmenn Bandaríkjahers vonast til að myndbirtingin myndi verða til þess að draga máttinn úr skæruliðum hollum Saddam sem haldið hafa uppi árásum á hernáms- liðið að undanförnu. Hafa allt að 12 slíkar árásir verið gerðar daglega. Þrír bandarískir hermenn féllu í skotárás á lest herflutningabíla í Norður-Írak í fyrrinótt. Myndirnar af bræðrunum voru birtar tveimur dögum eftir að banda- rískir sérsveitamenn felldu þá í skot- bardaga í húsi frænda þeirra í Mosul í Norður-Írak. Á myndunum sjást aðeins illa leikin höfuð líkanna. Myndirnar voru birtar í íraska sjónvarpinu og á öðrum arabískum sjónvarpsstöðvum eins og gervi- hnattastöðvunum al-Arabiya og al- Jazeera. Boða hertar árásir Hvort myndbirtingin getur orðið til þess að dragi úr árásum á her- námsliðið í Írak er þó allsendis óvíst. Þrír bandarískir hermenn létu lífið í Norður-Írak í fyrrinótt er skotárás var gerð á bílalest sem þeir voru í, eftir því sem talsmaður hersins greindi frá. Í gær gerðist það einnig að tveir Írakar voru skotnir til bana er þeir óku bíl að einni eftirlitsstöð Bandaríkjahers í Bagdad og virtu ekki stöðvunarboð. Al-Arabiya-sjónvarpsstöðin sendi út myndbandsupptöku þar sem menn sem sögðust mæla fyrir munn hóps Fedayeen-úrvalssveitarher- manna Saddams Husseins hétu því að hefna þeirra Udays og Qusays, sona einræðisherrans fyrrverandi. „Við viljum segja hernámsliðinu (...) að dauði þeirra muni hleypa nýj- um krafti í árásir gegn því,“ sagði einn mannanna á myndbandinu, en þeir huldu allir andlitin. Fedayeen- sveitirnar lutu á sínum tíma stjórn Udays Husseins. Vonast til að draga muni úr árásum Bagdad, Washington. AP, AFP.  Myndbirtingin/14 BANDARÍSKI herinn birti í gær ljósmyndir sem fullyrt var að væru af andlitum látinna sona Saddams Husseins. Var myndbirtingin liður í tilraunum bandaríska hernámsliðsins í Írak til að sannfæra Íraka um að bræðurnir væru örugglega ekki lengur á lífi. Myndir birtar af sonum Saddams Henriette Kjær Margareta Winberg RANNSÓKNALEIÐANGUR sex líffræðinga og vistfræðinga í Surtsey nú í júlí leiddi í ljós að þrjár nýjar plöntur hafa fest rætur í eynni. Þær eru friggjar- gras, gul- mura og gul- víðir. Einnig eru mörg svæði orðin vel gróin í eynni, sér- staklega í henni sunnanverðri. Gróðurfar, fuglalíf og skordýr voru skoðuð í þessum sérstæða leiðangri sem ber upp á fertugs- afmælisár Surtseyjar. Nýjar plöntur finn- ast í Surtsey  Gulvíðirinn dafnar/4 Fýlsungi í gróðurskjóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.