Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 1

Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 1
DANIR hafa verið gagnrýndir fyrir að vilja ekki taka þátt í sameiginlegum mótmælum ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja við áætlunum grískra yfirvalda um að fjölga vændishúsum í Aþenu til að þjóna gestum Ólympíuleikanna 2004. Margareta Winberg, jafn- réttisráðherra Svíþjóðar og sitjandi forsætisráðherra, og stjórnarandstaðan á danska þinginu saka dönsku stjórnina um að taka þátt í að viður- kenna að vændi sé í lagi. „Ég er með eindæmum hissa. Danmörk hefur verið með í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja gegn verslun með konur og vændi í nágrenni við okkar lönd,“ segir Winberg við Svenska Dagbladet. Danski jafnréttisráðherrann Henriette Kjær svaraði fyrir sig í gær og sagði Winberg vera barnalega. „Það er smá- stelpuháttur að vera með vísi- fingurinn á lofti. Vændi er leyfilegt í Grikklandi og við verðum að virða það,“ tjáði hún Berlingske Tidende. Jafnréttis- ráðherrar í hár saman Jöklakrikket og Elton John Fyrirliðinn enski með dálæti á íslenskum húmor Fólk 50 STOFNAÐ 1913 199. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Atvinnubótavinnan orðin útrásarfyrirtæki Daglegt líf 6 Birgir Leifur leiðir Spennandi keppni á fyrsta degi Íslandsmótsins Íþróttir 46 Hlæjandi húfur til Noregs TÆPLEGA þrítugur Íslendingur sit- ur nú í varðhaldi í Þórshöfn í Fær- eyjum og bíður dóms en hann var handtekinn eftir að um 20 kíló af hassi fundust í bifreið hans. Lögregla hefur ekki greint frá málinu fyrr, þar sem rannsókn hefur staðið yfir á Íslandi og í Danmörku, að því er færeyska ríkisútvarpið greindi frá í gær. Maðurinn var handtekinn þegar hann kom með Norrænu til Þórshafn- ar frá Hanstholm í Danmörku 7. júlí. Tollverðir ákváðu að bíll hans yrði einn þeirra sem þeir myndu kanna þennan mánudagsmorgun og fundur þeir fimm kíló af hassi falin í hverri hurð, samtals 20 kíló. Færeyska út- varpið segir að maðurinn hafi átt pantað far til Íslands tveimur dögum síðar og því sé talið víst að hann hafi ætlað að smygla hassinu þangað en ekki selja það í Færeyjum. Verðmæti efnanna í götusölu er ríflega 50 millj- ónir. Maðurinn, sem er 29 ára gamall, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 4. ágúst nk. Mest 30 kíló í einu Þetta er ein stærsta sending sem færeyska tollgæslan hefur lagt hald á en er þó önnur stórsendingin sem tek- in er með stuttu millibili. Í júní var danskur karlmaður handtekinn með jafnmikið magn sem hann bar í hand- farangri frá Norrænu. Slíkar stór- sendingar nást einnig sjaldan hér á Íslandi. Í fyrra lagði lögregla alls hald á 57 kíló af hassi hér á landi, þar af voru 30 kíló í einni sendingu. Það er mesta magn sem lögregla eða toll- gæsla hefur lagt hald á í einu lagi. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, vildi lítið tjá sig um rannsókn málsins. Sagði þó að lögreglan hefði verið í góðu sambandi við starfsfélaga sína í Færeyjum vegna málsins. Talinn hafa ætlað að smygla 20 kílóum af hassi til Íslands Fimm kíló af hassi voru í hverri hurð SKÆRULIÐAR uppreisnarmanna og stjórnarhermenn í Líberíu börð- ust enn í kring um hafnarsvæði höfuðborgarinnar Monróvíu í gær, er leiðtogar Vestur-Afríkuríkja hétu því að fyrstu friðargæzluliðarnir yrðu sendir á vettvang innan viku. Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja og fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Sameinuðu þjóðanna funduðu í grannríkinu Sierra Leone til að skipuleggja fjölþjóðlega friðargæzlu í Líberíu, sem ítrekað hefur verið kallað eftir frá því í byrjun sumars, er uppreisnarmenn hófu fyrstu sóknina af þremur að Monróvíu. Mohamed ibn Chambas, fram- kvæmdastjóri samtaka Vestur-Afr- íkuríkja (ECOWAS) sagði að 770 hermenn úr röðum Nígeríuhers yrðu komnir til Líberíu innan viku. Fleiri friðargæzluliðar myndu síðar bætast við. Milligöngumenn í borg- arastríðinu í Líberíu sögðu að von- azt væri til að fyrstu gæzluliðarnir yrðu komnir á vettvang strax á sunnudag. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandarísk stjórnvöld myndu leggja friðargæzlunni í Líberíu lið með tæknilegri aðstoð, en ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hvort bandarískir hermenn tækju þátt í friðargæzlunni sjálfri. Þúsundir flýja borgina Mest voru átökin í gær við höfn Monróvíu, sem er á mörkum þeirra svæða sem eru á valdi uppreisnar- manna annars vegar og stjórnar- hermanna Charles Taylors forseta hins vegar. Aðalmatvælabirgða- geymslur borgarinnar eru á hafn- arsvæðinu og nú á valdi uppreisnar- manna, sem gerir matvæla- og drykkjarvatnsskort í borginni, sem er full af flóttafólki, enn alvarlegri. Þúsundir skelfingu lostins fólks streymdu út úr Monróvíu í gær í leit að öryggi, mat og drykkjar- vatni. AP Liðsmenn Rauða krossins ýta vagni með særðum mönnum eftir götu nærri bandaríska sendiráðinu í Monróvíu. Friðargæzlulið sent til Líberíu innan viku Monróvíu. AP, AFP. Átök halda áfram í Monróvíu þrátt fyrir vopnahlé Sögðust talsmenn Bandaríkjahers vonast til að myndbirtingin myndi verða til þess að draga máttinn úr skæruliðum hollum Saddam sem haldið hafa uppi árásum á hernáms- liðið að undanförnu. Hafa allt að 12 slíkar árásir verið gerðar daglega. Þrír bandarískir hermenn féllu í skotárás á lest herflutningabíla í Norður-Írak í fyrrinótt. Myndirnar af bræðrunum voru birtar tveimur dögum eftir að banda- rískir sérsveitamenn felldu þá í skot- bardaga í húsi frænda þeirra í Mosul í Norður-Írak. Á myndunum sjást aðeins illa leikin höfuð líkanna. Myndirnar voru birtar í íraska sjónvarpinu og á öðrum arabískum sjónvarpsstöðvum eins og gervi- hnattastöðvunum al-Arabiya og al- Jazeera. Boða hertar árásir Hvort myndbirtingin getur orðið til þess að dragi úr árásum á her- námsliðið í Írak er þó allsendis óvíst. Þrír bandarískir hermenn létu lífið í Norður-Írak í fyrrinótt er skotárás var gerð á bílalest sem þeir voru í, eftir því sem talsmaður hersins greindi frá. Í gær gerðist það einnig að tveir Írakar voru skotnir til bana er þeir óku bíl að einni eftirlitsstöð Bandaríkjahers í Bagdad og virtu ekki stöðvunarboð. Al-Arabiya-sjónvarpsstöðin sendi út myndbandsupptöku þar sem menn sem sögðust mæla fyrir munn hóps Fedayeen-úrvalssveitarher- manna Saddams Husseins hétu því að hefna þeirra Udays og Qusays, sona einræðisherrans fyrrverandi. „Við viljum segja hernámsliðinu (...) að dauði þeirra muni hleypa nýj- um krafti í árásir gegn því,“ sagði einn mannanna á myndbandinu, en þeir huldu allir andlitin. Fedayeen- sveitirnar lutu á sínum tíma stjórn Udays Husseins. Vonast til að draga muni úr árásum Bagdad, Washington. AP, AFP.  Myndbirtingin/14 BANDARÍSKI herinn birti í gær ljósmyndir sem fullyrt var að væru af andlitum látinna sona Saddams Husseins. Var myndbirtingin liður í tilraunum bandaríska hernámsliðsins í Írak til að sannfæra Íraka um að bræðurnir væru örugglega ekki lengur á lífi. Myndir birtar af sonum Saddams Henriette Kjær Margareta Winberg RANNSÓKNALEIÐANGUR sex líffræðinga og vistfræðinga í Surtsey nú í júlí leiddi í ljós að þrjár nýjar plöntur hafa fest rætur í eynni. Þær eru friggjar- gras, gul- mura og gul- víðir. Einnig eru mörg svæði orðin vel gróin í eynni, sér- staklega í henni sunnanverðri. Gróðurfar, fuglalíf og skordýr voru skoðuð í þessum sérstæða leiðangri sem ber upp á fertugs- afmælisár Surtseyjar. Nýjar plöntur finn- ast í Surtsey  Gulvíðirinn dafnar/4 Fýlsungi í gróðurskjóli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.