Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 50
Iceland Express bauð hei lu kr ikket l ið i t i l landsins
HUGH Ellerton bankamaður með
meiru segir flest stórfyrirtæki í
Bretlandi var með krikketlið,
golfklúbb og fótboltalið. Ell-
erton er kafteinn liðs EFG
bankans og segir liðið reyna að
fara utan á hverju ári til að spila
krikket. Hann segir Íslandsferð
liðsins um síðustu helgi hafa verið
afar vel heppnaða og hrósar Ice-
land Express sérstaklega fyrir
undirbúninginn. Jöklakrikketið
sló í gegn hjá ensku bankamönn-
unum. Ellerton er hrifinn af Íslandi
fyrir margar aðrar sakir, en hann hef-
ur komið nokkrum sinnum til landsins
í viðskiptaerindum. „Ísland er eini
staðurinn í heiminum þar sem ég
get hagað mér eins og heima hjá
mér og komist upp með það,“ segir
Ellerton og bætir við til útskýr-
ingar: „jú sjáðu til, þið Íslendingar
hafið nákvæmlega sama húmor
og við Englendingarnir. Hér
virka sömu brandarar og
heima. Ég er með nokkra stóra
kúnna í Hollywood en þegar ég
fer til Bandaríkjanna þá er allt-
af hætta á að móðga einhvern.
Íslendingar hafa húmor fyrir
sjálfum sér og taka sjálfa sig
ekki eins alvarlega og til
dæmis Bandaríkjamenn
gera.“
Til að leggja enn meiri
áherslu á þetta bregður Ell-
erton sér í hlutverk spyrjand-
ans og vill fá að vita hvaða breski sjónvarps-
þáttur sé í mestu uppáhaldi blaðamanns. „Ég
vissi að þú myndir segja þetta,“ segir hann og
hlær dátt þegar blaðamaður segist hafa gam-
an af að horfa á The Office. „Börnin mín
hefðu nefnilega sagt nákvæmlega það
sama, þau horfa á þennan þátt daginn
út og daginn inn. Þið Íslending-
arnir eruð alveg eins og við
þegar kemur að gríni.“
Til að snúa snúa talinu ör-
lítið að sjálfu krikketi inni
blaðamaður Ellerton eftir
því hvort Íslendingar geti
eitthvað í þessari þjóðar-
íþrótt Breta. „Þeir eru
allavega mun betri núna
en fyrir viku síðan,“
segir Ellerton
og hlær. Hann
upplýsir að ís-
lensku spil-
urunum hefði
þegar verið boðið að spila
í Bretlandi næsta sumar
og segist binda vonir við
að krikket nái fótfestu
hér á landi. „Við unn-
um reyndar alla
leikina en það var
alls ekki auðvelt.
Þeir voru mun
betri en við gerð-
um ráð fyrir.“
Hinir krikket-
glöðu Ís- og Eng-
lendingar spiluðu
nokkra leiki um síðustu helgi og skemmtu sér
meðal annars saman í boði breska sendiherrans
á Íslandi, en hann er sjálfur öflugur krikketspil-
ari að sögn Ellertons. Mynd af Ellerton á Lang-
jökli birtist á forsíðu Morgunblaðsins sl. mánu-
dag. Sjálfur segist hann hafa haft gaman af að
sjá mynd af sér og Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, á sömu forsíðu. Buxurnar sem Ellerton
klæddist í krikketleiknum á Langjökli eru
keyptar af enskum séntilmanni sem er líklega
enn frægari en Blair. „Ég keypti buxurnar á
uppboði sem haldið var á fötum Eltons Johns
fyrir skömmu,“ segir Ellerton og bætir við að
hann hafi klæðst þeim í fyrsta sinn við þetta
tækifæri.
Fann fax frá Elton John í vasanum
„Sjáðu merkið,“ segir Ellerton og bendir
sposkur á ísaumað merki Gianni Versace innan
á fóðri jakkans sem hann er í. „Viltu fá almenni-
lega sögu?“ spyr Ellerton og færist allur í
aukana. „Ég keypti þessi jakkaföt líka af Elton
John, þurfti reyndar að láta klæðskera breyta
þeim þar sem ég og herra John notum ekki
beinlínis sömu stærð. Þegar ég stakk hendinni í
vasann fann ég blaðsnepil sem ég hélt fyrst að
krakkarnir mínir hefðu sett þarna. Ég rétti
þeim blaðið og það sló þögn á hópinn. Á blaðinu
mátti sjá rithönd Eltons Johns og ljóst mátti
vera að hann hafði klæðst fötunum stuttu eftir
lát Díönu prinessu. Blaðið var fax sem sent
hafði verið til útsendingarstjóra í Los Angeles
með uppkasti að textanum við Candle in the
wind,“ segir hann um leið og hann sýnir blaða-
manni faxið. Lagasmiðir eru greinilega mistæk-
ir eins og aðrir og mörg orð höfðu verið strikuð
út út textanum. Undir uppkastið, sem hvílir í
vasa bankamannsins, ritar E. J. Ellerton segist
ætla að geyma faxið í vasanum áfram.
Spilaði jöklakrikket í
buxum af Elton John
Enskt krikketlið mætti íslensku á Langjökli um
síðusu helgi. Eyrún Magnúsdóttir var svo heppin
að ná tali af kafteini enska liðsins sem gengur í
fötum af Elton John og dáir íslenskan húmor.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kuldinn beit ekki á krikketliðið sem yljaði sér á eldgömlu eðalviskíi. Fána breska heimsveld-
isins var hampað líkt og hinum íslenska. Krikket hefur aldrei áður verið spilað á jökli.
Hugh Ellerton er kafteinn krikketliðsins.
Hann klæddist röndóttu Gianni Versace
buxunum í fyrsta sinn á Langjökli en bux-
urnar fékk hann á góðgerðaruppboði á
fötum og fylgihlutum Eltons Johns.
eyrun@mbl.is
50 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Stríðið er hafið!
Sýnd kl. 8.
FORSÝND KL. 10.15 Í KVÖLD
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
SV. MBL
Sýnd kl. 6.
FORSÝNING
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 8, 10 og 12. B.i. 14
X-IÐ 97.7
SV MBL
ÓHT RÁS 2
HK DV
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 4, 5.40, 8, 10.20 og 12.50.
Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 og Powersýning kl. 12.50. B.i. 14 ára.
kl. 6, 8.30 og 11.
Stríðið er hafið!
POWE
R
SÝNIN
G
KL. 12
.50. .
SV. MBL
HK. DV
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
Hitt húsiðSíðasti Föstudagsbræðingurinn í
sumar: Uppskeruhátíð sumarstarfs Hins
Hússins.
Víðsvegar um borgina verða uppákomur fjöl-
margra listahópa. M.a. Tríó Cantabile, Götu-
leikhúsið, Herra Sívertsen og farandspil-
ararnir, Lúðrasveit lýðsins, Fúsion,
Ljóðaleikur, Ofleikur, Sumarópera, Útvarp
mandólín, Glöðu málararnir, flóamarkaður,
leikir
andlitsmálun, Reykvíska Listaleikhúsið og
tónleikar á Ingólfstorgi með Kuai, Original
Melody, Doctuz, Ókind og Bent & 7Berg.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is