Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjórisegist telja nauðsynlegt vegna þeirr-ar stöðu sem hann gegnir að skýraþátt sinn vegna fyrri hluta frumat- hugunar Samkeppnisstofnunar á olíufélögun- um og frétta um meint verðsamráð olíufélaga, þar sem nafn hans hefur m.a. komið við sögu en hann var á sínum tíma framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Olíufélaginu. „Ég legg áherslu á að athugun Samkeppn- isstofnunar hefur ekki verið birt opinberlega né heldur frumgögn og enn hafa tvö félaganna ekki skilað inn neinum umsögnum, athuga- semdum eða andmælum til Samkeppnisstofn- unar. Öll félögin hafa áskilið sér rétt til að gera það seinna. Það sem ég hef gert er að ég hef boðið Samkeppnisstofnun alla þá aðstoð sem ég hugsanlega gæti veitt miðað við þá þekk- ingu sem ég hafði á þessu máli. Ég fór þangað í þrjú viðtöl í fyrra og þeir hafa getað leitað til mín aukalega eins og þeim sýnist. Ég hef gætt trúnaðar við Samkeppnisstofnun. Ég fékk líka vitneskju um ýmislegt á þeim fundum sem ég vissi ekki áður og er bundinn trúnaði um.“ Þórólfur segir að þótt ekki sé hægt um vik vegna rannsóknarinnar, hafi hann frá því að málið kom upp ætlað sér að skýra opinberlega þau málsatvik sem hann varða fyrir borgarbú- um. „Það trúnaðarsamband sem ég verð að eiga við borgarbúa gerir það að verkum að ég tel nauðsynlegt að tjá mig nú um helstu efn- isþætti málsins.“ Þórólfur hóf störf hjá Olíufélaginu sem framkvæmdastjóri markaðssviðs 16. október árið 1993 og gegndi því starfi til 30. apríl árið 1998. Áður hafði hann verið markaðsstjóri hjá Marel í sjö ár. „Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Olíufélag- inu fór ég að sjá að ýmislegt á sviði verð- ákvarðana og samvinnu milli félaganna var með öðrum hætti en almennt tíðkast í sam- keppnisrekstri. Án efa er ástæðan, ef maður fer að reyna að gera sér hana í hugarlund, ára- tugalangt samstarf sem upphaflega byggðist á forsögn af hálfu stjórnvalda. Ég gekk út frá því í upphafi að þetta vinnuumhverfi væri eðlilegt í þessum viðskiptum. Þetta var við lýði áður en ég kom til starfa og hélt áfram eftir að ég fór af vettvangi. Ég var yngsti maðurinn sem starf- aði á markaðssviði þegar ég hóf störf þar 36 ára og var að læra og skilja og reyna að átta mig á því hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Sem markaðsstjóri hafði ég umsjón með bens- ínstöðvum Esso og var sem markaðsstjóri ábyrgur fyrir að innleiða Safnkortið og aðrar markaðsaðgerðir. Markmið mitt var að gera markaðssetningu fyrirtækisins líflegri og nú- tímalegri. Við fórum að bæta umhverfið á bensínstöðvunum og selja þar matvöru og neytendavörur í staðinn fyrir einungis olíu og tvist. Ég hafði mikil tengsl við helstu viðskipta- menn og held að hluti af áhuga Olíufélagsins á mér hafi verið tengsl mín við útgerðarmenn. Ég hafði selt þeim flestum Marelvogir og ferðast mikið um landið til að hafa tal af þeim og heyra hvað þeir væru að gera. Hjá Olíufélaginu lagði ég áherslu á að færa markaðsaðgerðir inn í nútímalegra umhverfi, koma á afsláttarkerfum, koma fyrirtækjum fyrir í afsláttarflokkum og bæta samkeppn- isstöðu félagsins. Það tókst víða og var mikil samkeppni t.d. í viðskiptum við verktakafyr- irtæki með olíuvörur, um sölu á pappír og öðr- um tengdum rekstrarvörum við ýmsa aðila. Í þessum málum sem undir mig féllu markaði ég einarða samkeppnisstefnu. Mér var hins vegar gert það ljóst frá upphafi að ákvarðanir um verðlagningu fljótandi elds- neytis, bensíns og olíu á bíla, skip og vinnu- vélar, væru ekki á mínu starfssviði. Ábyrgð á verði á þeim vöruflokkum var hjá forstjóra. Ég sat hins vegar í vinnuhópi um verðlagsmál á þessu sviði þar sem mín þátttaka byggðist fyrst og fremst á framkvæmd verðbreytinga, s.s. að tilkynna verðbreytingar til umboðs- manna og allra bensínstöðva, koma birgðataln- ingu á í sambandi við verðbreytingar og kynna þær út á markaðinn með auglýsingum, bréfum og tilkynningum til viðskiptamanna. Ég gerði tillögur um verðstefnu innan þess hóps út frá markaðssjónarmiðum. En ég réð aldrei í verð- ákvörðuninni.“ Þórólfur segir viðskipti á stórnotendasviði að mörgu leyti hafa verið sérstök en þau voru á verksviði fjármálasviðs. Samkvæmt landslög- um hafi verið bannað að veita afsláttarkjör og samkeppnisforskot til útgerðar byggðist því nær eingöngu á fyrirgreiðslu, s.s. lánastarf- semi við skipakaup, kaup og leigu á kvóta og kaup á ýmiss konar aðstöðu. „Mér er sérstak- lega minnisstæð ein saga, ég var á leið norður í land að ræða við viðskiptamann og ræddi við þáverandi yfirmann fjármálasviðs og upplýsti hann um að ég væri að fara að heimsækja þennan tiltekna aðila. Þá sagði hann: „Er hann viðskiptavinur hjá okkur?“ – „Já, einn af þeim betri tel ég, svaraði ég. „Já, þá hlýtur hann að borga vel,“ sagði hann þá. „Ég þekki hann nefnilega ekki.“ Þessi viðskiptavinur hafði sem sagt aldrei þurft að fá lán hjá Olíufélaginu. Við- skiptaumhverfið byggðist á því að fjármálafyr- irgreiðsla við útgerð réð viðskiptunum. Eign- arhlutur Olíufélagsins í útgerðarfélögum byggðist á því að skuldbreyting lána leiddi til kaupa á hlutafé. Þetta hafði ég ekkert um að segja, sem þó var einn stærsti viðskiptalegi hluti Olíufélagsins. Það er svo aftur mjög sér- stakt að útgerðarmenn hafa ætíð verið í stjórn hjá félaginu og mikil samtenging verið á milli útgerðarmanna og Olíufélagsins.“ Borgarstjóri segir að í starfi hans á sínum tíma hjá Olíufélaginu hafi einnig falist að sjá til að öllum útboðum og fyrirspurnum viðskipta- manna yrði svarað en verðákvörðun vegna til- boða eða tilkynninga hafi verið á ábyrgð for- stjóra. „Ég ákvað aldrei verð á bensíni eða olíu til viðskiptavina. Ég setti inn tölur samkvæmt fyrirmælum forstjóra. Í byrjun, þegar ég er að byrja að vinna þarna, er einungis verðlisti til staðar. Það var ekki heimilt að veita afslætti fyrr en ég var búinn að starfa hjá félaginu í eitt ár. Þá er komin upp sú staða að við verðum að magntengja viðskiptin á einhvern hátt. Við gengum á undan með því að setja upp afslátt- arflokka sem voru að mig minnir frá 20 aurum upp í 70 aura á lítra allt eftir magntölu við- skipta. Við gengum á undan og fórum til út- gerðarmanna og verktakafyrirtækja með af- sláttartölur á slíkum grunni á árabilinu 1995–1997.“ Hann segir mikilvægt að menn átti sig á þeim tölum sem um var að ræða í rekstri félagsins. Olíufélagið hafi á þessum tíma selt um 280 milljónir lítra af olíu á ári en hending að hagnaður næðist yfir 200 milljónir króna. Heildarrýmið hafi því verið innan við eina krónu á lítra. „Okkur þótti þetta sjálfum stundum litlir afslættir en 20–70 aurar á lítra eru stórir peningar þegar magnið er þetta mik- ið í reikningsdæminu.“ Þórólfur bendir á að eins og fram hafi komið í fréttum af frumathugun Samkeppnisstofnun- ar telji hún ótvírætt að Skeljungur hafi átt ákveðið frumkvæði að því á árunum 1995–1996 að ná samkomulagi um meðferð útboða á milli félaganna. „Ég er ekki að ljóstra neinu upp með þessu, það er niðurstaða Samkeppnis- stofnunar í sinni frumathugun. Hún bendir á tíða fundi, hún bendir á gögn frá Skeljungi allt frá 1995 þar sem þeir hafa verið að undirbúa samvinnu félaganna um útboð og hún bendir á tíða fundi forstjóra olíufélaganna sumarið 1996 í aðdraganda útboða á vegum Landhelgisgæsl- unnar, Reykjavíkurborgar, ÚA og dómsmála- ráðuneytisins. Þá er það álit stofnunarinnar að á ákveðnum fundi 16. september 1996 hafi for- stjórarnir þrír náð einhvers konar samstarfs- samningi eða heildarsamkomulagi um sam- starf í þeim útboðum sem framundan voru. Þessar niðurstöður Samkeppnisstofnunar hafa komið fram opinberlega, en ég hef ekki frekar en aðrir heyrt hugsanleg andmæli olíufélag- anna.“ Tíðir fundir forstjóra Spurður um hvenær hann hafi haft fyrst vitneskju af fundum forstjóranna segir Þór- ólfur að hann hafi vitað af fundum þeirra en slíkir fundir hafi verið tíðir. „Ég vissi að þeir voru að hittast, en þeir voru oft að hittast forstjórarnir. Það gátu verið mjög eðlilegar ástæður fyrir slíkum fundum. Þeir áttu eignir saman. Birgðastöðvar, bens- ínstöðvar, eldsneytisafgreiðslu í Keflavík og stóðu saman að innkaupum á svartolíu. Þannig að í sjálfu sér var ekki óeðlilegt að þeir hittust. Eftir slíka fundi var stundum beint til okkar millistjórnendanna verkefnum á borð við að breyta skiltum á sameiginlegum stöðvum, tryggja að betur væri farið með eignir eins og birgðastöðvar og sjá til að þær vörur sem áttu að vera í hillum á samreknum stöðvum væru frá öllum félögunum. Þannig að þegar við- skiptavinir sáu þrjá fána gátu þeir verið vissir um að fá sína smurolíutegund. Þetta gat ekki verið mikið öðruvísi. Þess vegna voru sum þau fyrirmæli sem maður fékk um slíka hluti mjög eðlileg. Í umræðu undanfarinna daga hefur meðal annars verið rætt um tvö tölvuskeyti frá mér sumarið 1996. Mér finnst Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn, fljótur til að fella dóm yfir mér í fjöl- miðlum í gær. Hann túlkar tölvupósta úr frumrannsókn sem sönnun þess að ég hafi ver- ið einn aðalforystumaðurinn í verðsamráði ol- íufélaganna. Ég held því hins vegar fram að séu skeytin lesin af yfirvegun og sanngirni í samhengi við annað sem fram kemur í frum- athugun Samkeppnisstofnunar, sýni þeir þvert á móti að mér var í mun að nýta öll tækifæri sem gáfust til samkeppnisaðgerða. Annars vegar er um að ræða skeyti þar sem ég kem til forstjóra félagsins upplýsingum um að Skeljungur vilji ræða verðstefnu í útboðum og að forstjóri Skeljungs vilji ræða það mál við forstjóra Olíufélagsins. Forstjóri Olíufélagsins svaraði því til að hann myndi sjá um þessi sam- skipti þaðan í frá. Það staðfestir að ákvörðun um hugsanlegt samráð um verðstefnu og markaðsskiptingu var ekki í mínum höndum. Skeytið er í fullu samræmi við þær skýringar sem ég gaf á borgarráðsfundi í gær um að- draganda að tilboðsgerð Reykjavíkurborgar. Með þessum pósti vísaði ég umleitunum og hugsanlegum tillögum annarra olíufélaga frá mér til forstjóra míns. Hins vegar er um að ræða innanhússpóst sem hefur verið birtur og mjög rangtúlkaður. Þar er ég að leggja upp hvaða taktík Olíufélag- ið ætti að nota í þeim útboðum sem framundan Samráð var siðferði- lega óviðunandi Þórólfur Árnason borg- arstjóri segir að honum þyki miður að störf hans skuli hafa blandast inn í samráð olíufélaganna á sínum tíma. Hann segist í samtali við Steingrím Sig- urgeirsson sjálfur aldrei hafa borið ábyrgð á verð- ákvörðunum eða samráði í starfi sínu hjá Olíufélag- inu. Þórólfur segist reiðubúinn að starfa áfram sem borgarstjóri. Morgunblaðið/Kristinn Þórólfur Árnason borgarstjóri segir að hann telji sig ekki hafa platað Reykjavíkurborg með undirritun útboðs Olíufélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.