Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. RUSLPÓSTUR er að verða að miklu vandamáli í netheimum, og raunar í raun- heimi líka þar sem mikill kostnaður hlýst af misnotkun fólks á þessari samskipta- leið. Áætlað er að á hverjum degi séu í heiminum sendir út um 13 milljarðar óumbeðinna tölvuskeyta. Þetta mikla umfang veldur álagi bæði á gagnaflutn- ingsleiðir og á vefþjóna víða um heim. Að sögn Friðriks Skúlasonar, forstjóra Friðriks Skúlasonar hf., hafa kræfir rusl- póstssendendur notast við fjölmargar að- ferðir til þess að komast yfir netföng. Þegar netfang er komið á slíkan lista geti verið erfitt að losna undan flóði óumbeð- ins pósts. Í mörgum óumbeðnum póstsendingum eru viðtakendur hvattir til þess að láta vita ef þeir hafi ekki áhuga á að fá slíkan póst. Friðrik segir þetta vera brellu sem ruslpóstssendendur noti til þess að kom- ast að því hvort ruslpósturinn sé lesinn af viðkomandi móttakenda. Mikilvægast sé þó að svara aldrei svona pósti því með því staðfesti þeir að netfangið sé í notkun. Í kjölfarið megi búast við því að fá miklu meira af ruslpósti. Ruslpóstur vaxandi vandamál  Getur/26 DORGVEIÐAR eru sígilt tómstundagaman þó að oft þurfi mikla þolinmæði til. Þessir piltar lönduðu mynd- arlegum fiski í Hafnarfjarðarhöfn og veiðistöngin bognaði mikið við átökin. Eflaust hafa þeir farið með veiðina heim í soðið en það er víst ekki svo algengt að ætir fiskar rati á beitu dorgveiðimanna við bryggju. Morgunblaðið/Golli Myndarleg veiði HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í hesta- íþróttum verður sett í dag í Herning í Danmörku. Öll aðstaða á móts- staðnum þykir afar góð, svæðið afar rúmt og vel að allri skipulagningu og undirbúningi staðið. Athygli vek- ur að öll gæsla á svæðinu er mikil en þar eru um 500 sjálfboðaliðar úr röðum aðdáenda íslenska hestsins í Danmörku. Í fréttablaði mótsins, sem ætlunin er að gefa út daglega á meðan á móti stendur, segir að 3,8 starfsmenn séu á hvern hest sem þátt tekur í mótinu. Mikill fjöldi Íslendinga er nú þeg- ar kominn á staðinn og kom fram á blaðamannafundi að nú þegar væri komið talsvert fleira fólk á svæðið en mótshaldarar höfðu reiknað með á fyrsta degi mótsins. Búist er við að yfir 15 þúsund manns muni sækja mótið. Í dag verður formleg opnun mótsins en áður en hún hefst verður keppt í gæðingaskeiði og eftir há- degið fer fram forkeppni í fjórgangi. Í Herning ríkir góður andi og velkj- ast menn ekki í vafa um að í uppsigl- ingu er eitt besta heimsmeistaramót sem haldið hefur verið til þessa. Frásögn af kynbótasýningu á mótinu frá í gærdag má sjá á www.mbl.is. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Benedikt Líndal kynnir hnakka þá sem hann hefur hannað og söðla- meistari Stubben-hnakkaframleið- andans fylgist með. Fjöldi Ís- lendinga á HM í hesta- íþróttum Herning. Morgunblaðið. VERSLANAKEÐJAN Bonus Stor- es, dótturfélag Baugs Group í Bandaríkjunum, sótti fyrir helgi um að vera tekin til gjald- þrotameð- ferðar (svo- kallað Chapter 11) á meðan á víðtækri endurskipulagn- ingu fyrirtækisins stendur. Sam- þykkt var fyrir rétti í Delaware- fylki á mánudag að heimila gjald- þrotameðferðina. Bonus Stores, sem rekur 336 verslanir í Bandaríkjunum, tilkynnti nýverið að ákveðið hefði verið að selja 214 af verslunum keðjunnar auk þess sem dreifingarmiðstöð hefði verið lokað. Áður hafði verið ákveðið að selja 25 verslanir og ger- ir það samtals 239 verslanir sem áætlað er að verði seldar. Eftir standa þá 97 verslanir sem stefnt er að að verði áfram í eigu félagsins. Í fréttatilkynningu, sem félagið sendi frá sér sl. föstudag, segir að til standi að fara með félagið í gegn- um mikla endurskipulagningu. Þess vegna hafi verið lögð inn beiðni um gjaldþrotameðferð, en slíkt mun vera vanalegt í Bandaríkjunum þeg- ar um víðtækar björgunaraðgerðir fyrirtækis er að ræða og skapa þarf svigrúm til þeirra fyrir kröfuhöfum. Dreifingarkostnaður lækkaður Verslanir Bonus Stores eru í 12 fylkjum Bandaríkjanna og miðar endurskipulagningin að því að stytta vegalengdir á milli verslana og ná þannig fram hagræðingu m.a. með lækkun dreifingarkostnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi Group eru þær 97 verslanir sem fyrirtækið heldur eftir í fylkjunum Mississippi, Louisiana og Alabama. Þær verslanir sem á að selja eru hins vegar í öðrum fylkjum og eins og fram hefur komið standa við- ræður yfir við 5 verslanakeðjur um kaup á þeim. Ekki fæst uppgefið að svo stöddu um hvaða keðjur er að ræða. Baugur Group á 65% hlut í Bonus Stores en aðrir hluthafar eru Kaup- þing ásamt innlendum og erlendum fjárfestum. Félagið hefur verið rek- ið með miklu tapi og svo virðist sem endurfjármögnun þess sl. haust hafi ekki skilað sér. Þá lánaði Fleet Bank of Boston allt að 3,5 milljarða króna til rekstursins auk þess sem Baugur lagði til um 800 milljónir króna í nýtt hlutafé í nóvember. Baugur hefur þegar lýst því yfir að það muni ekki setja meira fjár- magn til reksturs Bonus Stores og áformi að draga sig út af Banda- ríkjamarkaði en einbeita sér að Bretlandsmarkaði. Lýsti forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, því yfir á fundi með fjárfestum í maí sl. að áhætta Baugs af þessari fjárfest- ingu næmi tveimur milljörðum króna. Heimildir Morgunblaðsins herma að hópur stjórnenda hjá Bonus Stores með framkvæmdastjórann Jack Koegel í fararbroddi muni kaupa þær 97 verslanir sem félagið ætlar að halda eftir. Ekki náðist í Koegel í gær vegna þessa máls eða Jón Ásgeir Jóhannesson. Fallist á beiðni Bonus Stor- es um gjaldþrotameðferð REKSTUR Íslandsbanka skilaði 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem er 46% aukning frá sama tíma í fyrra og er það talsvert um- fram væntingar á markaði. Gengishagnaður bankans af ann- arri fjármálastarfsemi nam 1.163 milljónum króna á tímabilinu og er það 1.100 milljóna króna aukning frá fyrra ári. Sú aukning er fyrst og fremst til komin vegna hagnaðar af hluta- og skuldabréfum. Forstjóri bankans, Bjarni Ár- mannsson, segir aukin umsvif og hagstæða verðþróun á hluta- og skuldabréfamarkaði hafa einkennt tímabilið. Enn fremur segir hann að staða ýmissa viðskiptamanna bank- ans hafi farið batnandi og að ný útlán bankans séu að meðaltali betri en þau útlán sem fyrir voru. Aukning útlána Íslandsbanka til viðskiptavina nam 20 milljörðum króna og var 259 milljarðar króna, en um 60% nýrra útlána voru til er- lendra viðskiptavina. Íslands- banki hagn- ast um 2,4 milljarða  Hagnaður Íslandsbanka /14 FJÖLVEIÐISKIP Samherja, Vil- helm Þorsteinsson og Þorsteinn, hafa mokveitt síld inni á verndar- svæðinu við Svalbarða. Skipin hafa landað fullfermi með nokkurra daga millibili í Sortland í Noregi. Áhafnir beggja skipanna flaka og frysta síld- ina um borð og ná þannig að þre- til fjórfalda aflaverðmætið miðað við að landað sé til bræðslu. Þorsteinn landaði síðustu nótt frystum flökum sem svaraði til 800 tonna afla úr sjó og Vilhelm var í Sortland á laugardag með 590 tonn af flökum, sem svarar til 1.200 tonna af síld upp úr sjó. Í gær var Vilhelm svo kominn með 150 til 170 tonn af flökum, en um sólarhrings sigling er af miðunum í land. Þessi skip eru þau einu nú sem stunda veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum, enda er heildarkvótinn nánast bú- inn. Þessi tvö skip Samherja eiga eftir tvo til þrjá túra á síldinni, en þá tekur kolmunninn við. Norska sjávarútvesgblaðið Fisk- eribladet hafði það eftir Guðmundi Jónssyni, skipstjóra á Vilhelm Þor- steinssyni, að þeir hafi aðeins verið 5 daga að veiða og vinna þessi 1.200 tonn af síld, síldin sé frekar smá og því sé verðið lægra en áður. Kvóti íslenzku skipanna var um 103.000 tonn á þessari vertíð og þar af var leyfilegt að taka 12.000 innan lögsögu Noregs. Ekkert íslenzkt skip hefur veitt innan norsku lögsög- unnar og bendir allt til þess að þau ljúki kvótanum án þess að sækja þangað. Kristján Vilhelmsson, einn stjórnenda Samherja, segir það styrkja samningsstöðu um hlutdeild úr síldinni að hafa ekki veitt innan norsku lögsögunnar. Veiðin gangi mjög vel og að kvóta loknum fari skipin á kolmunna. Moka upp síld við Svalbarða Fjölveiðiskipin fjórfalda aflaverðmæti með flökun og frystingu um borð Morgunblaðið/Kristján Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA mokar nú upp síld við Svalbarða. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.