Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Skúli Sigurðsson badmintonþjálfari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2003 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 5. ágúst - 18. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7400. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. VÆNTINGAVÍSITALA bandarísku stofnunarinnar Conference Board lækkaði óvænt í júlí en sérfræðingar höfðu almennt búist við hækkun vísitölunnar. Svo virðist sem neytendur telji nú að efnahags- batinn muni láta á sér standa og ástandið á vinnumarkaði skáni ekki í bráð. Segja sérfræðingar að væntingar neytenda muni ekki aukast fyrr en atvinnutæki- færum fer að fjölga að marki. Elsta manneskjan 124 ára TÉTSENSK kona, sem varð 124 ára gömul á þessu ári, er nú talin vera elsta manneskja heims en hingað til hefur hin japanska 115 ára gamla Kamato Hongo verið talin elst núlifandi manna. Konan, Zabani Khach- ukayeva, er frá litlu fjallahéraði og eignaðist sex börn en fjögur þeirra dóu ung. Hún á 24 barna- börn, 38 barnabarnabörn og er langalangamma sjö barna. Þrátt fyrir háan aldur sér hún enn um heimilið, gætir barnaskarans og biður fimm sinnum á dag. Alnæmi aftur að aukast ALNÆMISTILFELLUM fjölgaði í Bandaríkjunum í fyrra, í fyrsta skipti í áratug, sam- kvæmt nýrri skýrslu heilbrigð- isyfirvalda. Aukningin er 2,2%. HIV-smituðum körlum fjölgaði einnig líkt og síðustu ár en þar var aukningin 7,1%. Karlar virð- ast vera sá hópur sem á helst á hættu að smitast en hjá þeim hefur HIV-smittilfellum fjölgað um 17,7% síðan árið 1999. STUTT Væntingar neytenda minnka FEÐGAR virða fyrir sér rústir hjól- hýsisins sem þeir dvöldu í á Colomb- ier-tjaldstæðinu í bænum Frejus í suðurhluta Frakklands í gærmorg- un. Skógareldar eyðilögðu tjald- stæðið í fyrrakvöld en 1.700 franskir slökkviliðsmenn börðust enn við eld- ana í gær. Talið er mögulegt að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi þar sem eldur braust út á 30 stöðum samtímis á mánudagskvöld. Fjórir hafa farist í eldsvoðunum og þúsundir manna voru í fyrra- kvöld fluttar á brott frá sumarleyf- isstöðum á frönsku Rívíerunni auk þess sem eldarnir hafa valdið mikl- um skemmdum á skóglendi ofan við Miðjarðarhafsstrandlengjuna. Jacques Chirac Frakklands- forseti, sem staddur er í frönsku Pólynesíu, sagði í gær að hverjum þeim sem fyndist sekur um íkveikju á svæðinu yrði „refsað af sérstakri hörku“. Fjórir látnir í skógar- eldum í Frakklandi AP PAUL Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að varnarmálaráðu- neytið hefði hætt við að koma upp á Netinu markaði þar sem menn geta gert „framvirka samninga“ eða veðjað um líkurnar fyrir hryðjuverkum, einkum í Mið-Austurlöndum, til dæmis um það hvort Yasser Arafat yrði ráðinn af dögum eða Abdullah Jórd- aníukonungi steypt. Taldi ráðuneytið, að þetta gæti komið að gagni fyrir leyniþjónustuna en demókrat- ar, sem gagnrýndu uppátækið harðlega, lýstu því sem „ótrúlegum og ruddalegum fíflaskap“. „Hryðjuverkamarkaður“ varnarmálaráðuneytis- ins hafði fengið heitið FutureMAP og var sniðinn að markaðinum með framvirka samninga. Sögðu tals- menn DARPA, stofnunar, sem fjármagnar rann- sóknastarf varnarmálaráðuneytisins, að þessi markaður hefði reynst mjög vel við að spá fyrir um ýmsa hluti, til dæmis kosningaúrslit, og oft farið miklu nær raunverulegri niðurstöðu en sérfræðing- ar. FutureMAP virkar þannig, að menn kaupa framvirkan samning um eitthvert hryðjuverk eða annan ófarnað og þeir, sem eru svo „heppnir“ að veðja rétt, græða en hinir tapa. Demókratarnir Ron Wyden og Byron Dorgan, öldungadeildarþingmenn fyrir Oregon og Norður- Dakóta, sögðu á fréttamannafundi í fyrradag, að það væri yfirgengilegt hneyksli, að ríkið skyldi ætla að standa að veðmálum um ódæði og hryðjuverk og hvöttu til, að þessi „ótrúlegi og ruddalegi fíflaskap- ur“ yrði stöðvaður strax en til stóð að fara að skrá þátttakendur í hryðjuverkamarkaðnum á föstudag, 1. ágúst, en starfsemin átti að hefjast 1. október. „Hvernig liði ykkur sem konungi Jórdaníu ef þið kæmust að því, að bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið væri með veðmál í gangi um það hvort ykkur yrði steypt af stóli?“ spurði Dorgan og bætti við: „Getið þið ímyndað ykkur, að annað ríki beiti sér fyrir veð- málum um það hvort einhver bandarískur ráðamað- ur verði myrtur eða þessi eða hin stofnunin eyði- lögð?“ Eins og fyrr segir var FutureMAP ætlað að spá fyrir um framvinduna í arabaríkjunum og í Íran en fyrsta grafíkin gaf einnig kost á eldflaugaárás frá Norður-Kóreu. Hún var hins vegar fjarlægð strax eftir fréttamannafund þeirra Wydens og Dorgans. Pentagon hættir við umdeilda áætlun eftir harða gagnrýni Átti að veðja um lík- urnar á hryðjuverkum Washington. AFP. BRESKIR lögreglumenn, sem rann- saka morð á nígerískum dreng, handtóku 21 mann í gær er 200 lög- reglumenn gerðu áhlaup á níu íbúðir í Lundúnum. Hinir handteknu eru grunaðir um mansal þar sem „hundruð jafnvel þúsundir“ barna, aðallega frá Afríku, hafa verið flutt ólöglega til Englands til þrælavinnu. Talið er að fólkið tengist hugsan- lega einu óhugnanlegasta morðmáli síðustu ára í London. Höfuð- og út- limalaust lík drengs fannst í Tham- esá nálægt Tower Bridge í septem- ber 2001 og grunar bresku lögregluna að drengurinn hafi verið myrtur í trúarathöfn eftir að hann var fluttur með ólöglegum hætti frá borginni Benin í Nígeríu. Ekki er vitað hver drengurinn er, en lögregla hefur nefnt hann Adam og málið er kallað Adam-málið. BBC segir að 13 þeirra, sem hand- teknir voru í morgun, séu upprunnir frá þessu svæði í Nígeríu og að lög- reglan vilji gera DNA-rannsóknir á þeim til að kanna hvort þeir séu skyldir Adam. Var um að ræða 10 karla og 11 konur. Við húsleitina fundust „áhuga- verðir munir“, að sögn lögreglunnar, eins og hauskúpa af dýri sem nagli hafði verið keyrður gegnum. „Hlutir af þessu tagi hafa augljóslega trúar- lega þýðingu,“ sagði stjórnandi rannsóknarinnar. Handtökur í níu íbúðum í London Lundúnum. AFP. Gamalt morðmál í Bretlandi KOFI Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hefur skip- að Harri Holkeri sem sér- legan fulltrúa sinn og æðsta embættismann SÞ í Kosovo. Holkeri tekur við af Þjóðverjanum Michael Steiner sem gegndi starf- inu um átján mánaða skeið. Holkeri er fyrrverandi forsætisráðherra Finn- lands. Hann verður fjórði maðurinn til að gegna starfi æðsta embættis- manns SÞ í Kosovo, sem í raun er landstjóri héraðs- ins, en áður hafa Frakkinn Bernard Kouchner og Daninn Hans Hækkerup gegnt starfinu, auk Stein- ers. Holkeri tekur við í Kosovo Sameinuðu þjóðunum. AFP. Harri Holkeri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.