Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 33
Hrefna er dáin. Hún
var ein af tengda-
mæðrum mínum, ég
fékk þrjár þegar ég
giftist Edda. Hann
hafði alist upp hjá ömmu sinni og
móðursystrum frá barnsaldri fram
á unglingsár er hann fluttist aftur
til foreldra sinna. Þær héldu þó
áfram systurnar Hrefna og Sigga
að ala hann upp, sáu um að hann
gengi almennilega til fara og væri
hreinn um hárið, klipptur og hefði
vel burstaða skó. Og peninga fékk
hann fyrir klippingu þegar þeim
blöskraði háralengdin. Um hverja
helgi var farið í mat til Siggu og
HREFNA
NÍELSDÓTTIR
✝ Hrefna Níels-dóttir fæddist á
Balaskarði í Laxár-
dal í Austur-Húna-
vatnssýslu 21. janúar
1924. Hún lést á
Landakoti 6. júlí síð-
astliðinn og fór bál-
för hennar fram 21.
júlí, í kyrrþey að
hennar ósk.
Hrefnu og þvílíkur
matur. Elsti sonur
okkar Sigurður Hrafn
var skírður í höfuðið á
þeim systrum og hann
lærði fljótt að meta
matinn hjá þeim, það
er til upptaka af hon-
um 3 ára þar sem
hann er að biðja okkur
um að fara í mat til
Siggu og Hrefnu því
þær búi til svo góðan
mat. Það er erfitt að
skilja þær að, systurn-
ar, því alltaf voru þær
saman, gerðu flest
saman, stelpurnar voru þær kall-
aðar.
Þegar við fluttum í íbúðina okkar
í Breiðholtinu þá buðust þær til að
mála gluggana, það gerðu þær af
natni, það var þeirra verkefni,
fannst þeim. Þær kenndu mér að
tína svartsfuglsegg. Þær fóru í
berjamó og komu heim með fullar
fötur þaðan sem enginn annar sá
ber. Kóngulóin var þeim vinveitt.
Hrefna fann myndefni allstaðar og
eru margar fallegar myndir til af
berjalyngi, mosa, steinum og blóm-
um og öllum öðrum nema henni
sjálfri. Strákarnir mínir voru svo
hamingjusamir á myndunum henn-
ar Hrefnu, mér tókst aldrei að fá
svona fallegan svip á þá á mínum
myndum. Það var eitthvað með
hana Hrefnu sem gerði allt svo fal-
legt nálægt henni.
Við bjuggum í Svíþjóð í 9 ár og
komu þær systur nokkrum sinnum
í heimsókn, seinasta heimsóknin
þangað var um páska til að fara á
skíði með okkur, þar sem þær flugu
á undan mér á gönguskíðunum sín-
um, Hrefna í essinu sínu með
myndavélina um hálsinn.
Það hefur ekki verið slæmt að
eiga þrjár tengdamæður og nú er
ein af þeim farin. Ég held hún hafi
verið fegin, henni var farið að leið-
ast þetta, var búin að vera svo lengi
kvalin, eins og fangi í sínum eigin
líkama. Hrefna var lífsglöð og lif-
andi kona sem hafði unun af úti-
veru, ferðalögum, listum og öllu því
sem fagurt var. Fannst svo margt
spennandi og skemmtilegt, líkam-
inn var bara ekki alltaf sammála.
Hún hafði andlegan styrk sem var
aðdáunarverður og bar ég mikla
virðingu fyrir henni, hún var frá-
bær tengdamamma.
Guðrún H. Bjarnadóttir.
Í dag kveðjum við
okkar gamla félaga úr
sviffluginu, Gísla Sig-
urðsson flugvélasmið. Gísli var að
mörgu leyti mjög sérstæður per-
sónuleiki og í reynd þjóðsagnaper-
sóna í íslensku flugi. Hann var upp-
runninn úr íslensku bændasamfélagi
og átti rammar taugar til heimahag-
anna í Borgarfirði. Á hinn bóginn var
hann heimsmaður, sem var vel að sér
í erlendum tungumálum og á heima-
velli á erlendri grund. Hann var um
áratuga skeið einn af burðarásum í
starfsemi Svifflugfélags Íslands á
Sandskeiði og gegndi því mikilvæga
hlutverki að halda við og stundum
endursmíða flugflota Svifflugfélags
Íslands.
Gísli er okkur mjög minnisstæður
frá okkar fyrstu árum á Sandskeiði á
sjötta áratugnum. Þótt hann ætti til
að vera nokkuð hrjúfur í tilsvörum
komumst við fljótt að því að mað-
urinn hafði ánægju af því að upp-
fræða okkur unglingana og miðla
okkur úr þeim hafsjó af þekkingu,
sem hann hafði á byggingu sviffluga
og eiginleikum þeirra. Gísli var að
mestu sjálfmenntaður. Hann fékk
ungur áhuga á öllu, sem laut að flugi,
en hans fyrstu kynni af því munu
hafa verið í Flugmódelfélaginu á ár-
unum fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Þaðan lá leiðin í Svifflugfélagið og
stuttu síðar var hann orðinn aðalspil-
maður á Sandskeiði, sem átti eftir að
verða starfsvettvangur hans um nær
fjögurra áratuga skeið.
Eftir að heimsstyrjöldinni lauk
hófst mikil uppbygging svifflug-
íþróttarinnar á Íslandi. Keyptar
voru tvær svifflugur af fullkomnustu
gerð í hlutum frá Svíþjóð og kom
sænskur svifflugusmiður til Íslands
til að stjórna smíði þeirra. Gísli varð
hans hægri hönd og var fljótur að ná
tökum á handverkinu. Hann var
einnig fljótur að ná tökum á sænskri
tungu þótt formleg menntun í tungu-
málum væri ekki mikil. En Gísli
gerði meira en að læra handverkið.
Hann aflaði sér og las bækur um
svifflugusmíði og flugeðlisfræði og
varð því fljótt mjög vel að sér um allt
GÍSLI
SIGURÐSSON
✝ Gísli Sigurðssonfæddist í Hrauns-
ási í Hálsasveit í
Borgarfirði 26. jan-
úar 1919. Hann lést á
Elli- og dvalarheim-
ilinu Grund 19. júlí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 29.
júlí. Jarðsett verður
frá Stóra-Ási í dag
klukkan 16.
sem laut að flugi. Í
þessu skyni lærði hann
af eigin rammleik
þýsku, enda átti svif-
flugið uppruna sinn í
Þýskalandi á árunum
eftir fyrri heimsstyrj-
öldina, þegar Þjóðverj-
ar máttu ekki framleiða
eða eiga hreyfilknúnar
flugvélar. Hér kom
einnig til að samband
Svifflugfélags Íslands
við Þýskaland var jafn-
an náið á þeim tímum
sem Helgi Filippusson
var í forystu fyrir ís-
lenskum svifflugmönnum.
Þótt Gísli færi ekki oft til annarra
landa á mælikvarða nútímans dvaldi
hann um nokkurn tíma í Svíþjóð og
Þýskalandi til að kynna sér betur
svifflugusmíði. Þá var hann nokkrum
sinnum liðsmaður og fararstjóri þeg-
ar íslenskir svifflugmenn tóku þátt í
erlendum svifflugmótum. Eftir-
minnileg er ferð á heimsmeistara-
mótið í Þýskalandi árið 1960, þegar
Þórhallur Filippusson var þátttak-
andi fyrir hönd Íslands. Í þessari
ferð lék Gísli á als oddi, enda gafst
honum tækifæri til að kynna sér all-
ar helstu nýjungar í svifflugtækninni
og blanda geði við helstu svifflug-
frömuði heimsins. Þetta tækifæri
nýtti hann til hins ýtrasta, enda átti
hann ekki í neinum erfiðleikum með
að tjá sig, hvort heldur var á þýsku,
ensku eða norðurlandamálum. En
hann var einnig góður ferðafélagi. Á
kvöldin sagði hann okkur gjarnan
skemmtisögur af mönnum og mál-
efnum að íslenskum sveitasið og
naut hans mikla kímnigáfa sín vel á
þessum stundum. Sögurnar snerust
flestar um flug en hann var einnig
vel að sér um mörg önnur málefni og
hafði þekkingu og skoðanir á gangi
heimsmála ekki síður en þjóðmála.
Ekki sakaði að Gísli bjó yfir stál-
minni, sem hann naut til síðasta
dags.
Gísli var einhleypur, en átti ara-
grúa góðra vina og kunningja innan
flugsins, sem hann hafði eignast á
langri starfsævi. Hann lét sig aldrei
vanta þar sem flugáhugamenn eða
gamlir starfsfélagar gerðu sér glað-
an dag, hvort sem var á árshátíð
Flugmálafélagsins eða starfsmanna-
samkomum hjá Flugmálastjórn. Síð-
ustu árin dvaldi Gísli í góðu yfirlæti á
öldrunarheimilinu Grund, en hélt þó
áfram að vera virkur í smíði tréflug-
véla til æviloka. Hann tók t.a.m. mik-
inn þátt í starfi Flugsögufélagsins.
Hans aðalverkefni var að endur-
byggja Olympíuna, sviffluguna, sem
hann hafði byggt úr hlutum árið 1946
og hafði verið förunautur hans með
hléum í tæp sextíu ár. Áður hafði
hann lokið endurbyggingu Klemm-
flugvélarinnar, sem þýski svifflug-
leiðangurinn kom með til landsins
árið 1938, þegar hann var starfsmað-
ur Flugmálastjórnar um átta ára
skeið á níunda áratugnum. Auk þess
að halda sviffluguflota Svifflug-
félagsins við um áratuga skeið og
leggja með því drjúgan skerf til upp-
byggingar og framgangs svifflugs á
Íslandi lagði Gísli því gjörva hönd á
margt sem verður til þess að varð-
veita íslenska flugsögu um ókomna
framtíð.
Á þessum tímamótum viljum við
félagarnir þakka honum langa og
góða samferð við iðkun svifflugs,
bæði hérlendis og erlendis, og mikið
og gott framlag til grasrótar flugsins
á Íslandi. Með honum hverfur á
braut mikill áhugamaður um ís-
lenskt flug og góður drengur.
Þorgeir Pálsson,
Sverrir Þóroddsson og
Þórhallur Filippusson.
Nú er látinn vinur okkar Gísli Sig-
urðsson flugvélasmiður. Það eru á
milli 40 og 50 ár síðan við sáumst
fyrst. Árið 1953 gekk ég í Svifflug-
félag Íslands og kynntist Gísla þá
fljótlega, hann varð í raun hluti af
tengdafjölskyldu minni þar sem
bræður konunnar minnar voru allir á
bólakafi í sviffluginu og Gísli, ásamt
fleirri svifflugáhugamönnum, var
tíður gestur á heimili tengdaforeldra
minna. Segja má að vagga svifflugs-
ins hafi að hluta til staðið í Selásnum
þar sem þau bjuggu.
Þegar fram liðu stundir fór ég að
taka þátt í málum félagsins, varð þá
samstarf okkar Gísla nánara og unn-
um við fjölda ára saman í stjórn fé-
lagsins. Gísli dvaldi mörg sumur á
Sandskeiði, sem starfsmaður félags-
ins, og sá um viðhald vélanna og var
einnig langtímum saman á dráttar-
spilinu og dró okkur hina á loft, segja
má að hans starf hafi verið að stuðla
að því að félagarnir gætu flogið. Gísli
var víðlesinn og fróður um ótal hluti
aðra en þá er sneru að flugi, hann var
mikill tungumálamaður og til marks
um það dundaði hann sér á kvöldin,
ef ekki var flugveður, við að ráða
krossgátur á ýmsum tungumálum og
hætti ekki fyrr en allt var ráðið. Ef
farið var í heimsókn á Sandskeiðið á
slíkum kvöldum átti hann til að hella
á könnuna og baka pönnukökur.
Gísli var ekki allra og hafði sína
skoðun á hlutunum en þrátt fyrir að
við værum ekki alltaf sammála
skyggði aldrei á vináttuna.
Nú er genginn góður drengur og
með honum horfin ýmis vitneskja
um frumkvöðla svifflugsins á Íslandi.
Við hjónin sendum aðstandendum
Gísla okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þóra og Þórmundur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AUÐUR JÓNSDÓTTIR COLOT,
Alexandríu, Virginíu,
USA,
lést laugardaginn 26. júlí sl.
Minningarathöfn í Bandaríkjunum mun fara
fram 31. júlí nk.
Sérstök athöfn mun fara fram á Íslandi og
verður hún auglýst síðar.
Hildur Vigmo Colot, Karen Hansen,
Gerður Vigmo Colot, Guðmundur Ásgeirsson,
Þóra Sesselja Rose Colot,
Freyja Valerie Lynn,
Peter Adrien Brooks Colot, Courtney Boissonault,
Freyr Guðmundsson,
Úlfhildur Guðmundsdóttir, Manuel Fernandez Ortiz,
Finnbogi Darri Guðmundsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
verður jarðsungin frá Útskálakirkju, Garði,
föstudaginn 1. ágúst
Jón Kr. Jónsson, Herdís Ellertsdóttir,
Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Frímannsson,
Hjalti Guðmundsson, Erla María Andrésdóttir,
Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnar Hersir,
Kristín Erla Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvarsson,
Svandís Guðmundsdóttir, Helgi Gamalíelsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA ÓLAFÍA JAKOBSDÓTTIR,
áður Norðurbraut 25,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.30.
Kristín Engiljónsdóttir, Lonny Duchien,
Jón Rafn Bjarnason,
Anna Kristín Bjarnadóttir, Guðbjörn Sigurþórsson,
Hörður Bjarnason, Guðbjörg Ása Gylfadóttir,
Thelma Rós Harðardóttir,
Fannar Smári Harðarson,
Engiljón Aron Guðbjörnsson.
Frændi okkar og kær vinur okkar,
HALLDÓR HANSEN
fyrrv. yfirlæknir,
Laufásvegi 24,
sem lést á líknardeild Landspítalans Landakoti
mánudaginn 21. júlí, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 31. júlí
kl. 13.30.
Honum hefði þótt vænt um að þeir, sem vildu minnast hans, létu Barna-
spítalasjóð kvenfélagsins Hringsins njóta þess.
Agla Marta Marteinsdóttir,
Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir hans.
Elskulegur eignmaður minn og faðir okkar,
JÓN ÓLAFSSON,
Árskógum 8,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi,
föstudaginn 1. ágúst kl. 10.30.
Ingigerður Runólfsdóttir,
Sirrý Laufdal Jónsdóttir,
Ólafur Laufdal Jónsson,
Trausti Laufdal Jónsson,
Hafdís Laufdal Jónsdóttir,
Erling Laufdal Jónsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.