Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  HERMANN Hreiðarsson, lands- liðsmiðherji í knattspyrnu, og fé- lagar í enska úrvalsdeildarliðinu Charlton Athletic unnu stórsigur á 3. deildarliðinu Leyton Orient á laugardaginn, 5:0. Hermann spilaði allan leikinn en Shaun Bartlett gerði þrjú markanna.  STUÐNINGSMÖNNUM Charlton létti nokkuð við þessi úrslit því Hermann og félagar voru ekki sannfærandi í tveimur fyrstu æf- ingaleikjum sínum. Þá gerði Charlt- on jafntefli, 1:1, bæði við utan- deildaliðið Welling og 2. deildarliðið Colchester. Charlton var aftur á ferðinni á sunnudag og vann þá 2. deildarlið Peterborough, 2:1.  ATLETICO Madrid hefur fengið Matias Lequi frá River Plate. Leq- ui er varnarmaður og Argentínu- maður en hann mun vera í láni hjá Atletico á næstu leiktíð.  LEE Bowyer, leikmaður New- castle, fékk kaldar kveðjur er hann gekk af leikvelli eftir viðureign við Chelsea um Malasíubikarinn í Kuala Lumpur. 47 þús. áhorfendur bauluðu á Bowyer, sem var í sviðs- ljósinu fyrir tveimur árum, þegar hann var fundinn sekur um að ganga í skrokk á innflytjanda frá Asíu í Leeds. Bowyer skoraði í vítaspyrnukeppni, sem Chelsea vann, 5:4.  PAUL Robinson, markvörður enska knattspyrnufélagins Leeds United, hefur greint frá því að hann ætli að vera áfram hjá félag- inu þó að forráðamenn liðsins hafi reynt að selja hann Aston Villa fyrr í sumar. Robinson er 23 ára gamall enskur landsliðsmaður en hann hef- ur verið hjá Leeds síðan hann var 14 ára.  CHRISTIAN Ziege, leikmaður Tottenham, mun jafnvel aldrei leika knattspyrnu framar. Ziege lenti í alvarlegum meiðslum á síð- asta tímabili og hefur ekki enn náð sér eftir meiðslin. Hann hefur verið að æfa með Tottenham á undirbún- ingstímabilinu en læknir liðsins hef- ur sagt honum að það geti farið svo að hann geti ekki leikið framar.  MASSIMO Maccarone, ítalski sóknarmaðurinn hjá Middles- brough, meiddist illa á ökkla í æf- ingaleik gegn Hull City um helgina og missir líklega af fyrstu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.  BLACKBURN Rovers hefur gengið frá kaupunum á írska lands- liðsmanninum Steven Reid frá 1. deildarliðinu Millwall. Blackburn greiddi Millwall þrjár milljónir punda fyrir kappann. Miklar breyt- ingar hafa verið á leikmannahópi Blackburn í sumar. Auk Reids hafa þeir Brett Emerton og Lorenzo Amoruso gengið til liðs við Black- burn en í staðinn hafa þeir Damien Duff og David Dunn verið seldir annað. STEINAR Þór Guðgeirsson, þjálf- ari knattspyrnuliðs Fram, segir að að öllum líkindum verði ekki fengnir nýir leikmenn í hóp sinn fyrir lokabaráttuna, sem er að hefjast. Framarar sitja nú í botn- sæti efstu deildar, sex stigum á eftir þriðja neðsta liði. Stuttur tími er fyrir þau lið sem sækjast eftir liðsstyrk fyrir lokaátökin, því lokað er fyrir félagaskipti á miðnætti annað kvöld. Í samtali við Morgunblaðið sagði Steinar að hann hygðist treysta á þann hóp sem hann hef- ur. „Það hafa verið töluverð meiðsli hjá mínum mönnum, en þeir eru nokkrir að koma til. Baldur Bjarnason er búinn að ná sér og þá vona ég að Ágúst Gylfason geti leikið með gegn Grindvíkingum. Aftur á móti er óvíst með Eggert Stefánsson. Þorbjörn Atli Sveinsson verður lengur frá – er enn að jafna sig eftir heilahimnubólgu,“ sagði Steinar. Hans menn mæta Grindvík- ingum á Laugardalsvellinum ann- að kvöld. Frömurum hefur geng- ið afar erfiðlega gegn Grindvíkingum undanfarin ár og þeir hafa aðeins einu sinni sigrað þá á heimavelli í efstu deild. Steinar Þór treystir á sína menn spyrnu þegar Jóhann virtist felld- ur í vítateig Keflvíkinga en mönn- um til mikillar furðu áminnti hann Jóhann fyrir leikaraskap. Það var síðan nokkuð gegn gangi leiksins þegar Keflvíkingar komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þórsurum mistókst að hreinsa úr vítateignum og Þórar- inn Kristjánsson refsaði þeim Leikurinn fór rólega af stað enreyndist hin ágætasta skemmtun er yfir lauk. Bæði liðin léku vel og sýndu oft skínandi tilþrif. Fyrsta góða mark- tækifærið kom á 23. mínútu er Atli Már Rúnarsson í marki Þórs varði glæsilega skot frá Keflvíkingnum Hólmari Erni Rúnarssyni og skömmu síðar átti Jóhann Þór- hallsson gott skot yfir mark Kefl- víkinga. Hlynur Birgisson skeiðaði upp allan völl á 32. mínútu og lét vaða að marki en Ómar markvörð- ur bjargaði í horn. Á 35. mínútu hefði verið auðvelt fyrir Egil Má Markússon dómara að dæma víta- harðlega og skoraði af stuttu færi. Seinni hálfleikur var enn fjör- legri og byrjaði með því að Jóhann Þórhallsson skaut í þverslá Kefla- víkurmarksins eftir góða rispu Hlyns Birgissonar. Þórður Hall- dórsson jafnaði síðan metin fyrir Þór á 63. mínútu, 1:1, en Keflvík- ingar sóttu aftur í sig veðrið. Þór- arinn Kristjánsson fékk sendingu inn í teig á 71. mínútu og athafnaði sig með glæsibrag áður en hann þrykkti knettinum upp í þaknetið, 1:2. Annað mark hans í leiknum. Keflvíkingar voru áfram sókn- djarfir en Þórsarar jöfnuðu á 80. mínútu. Orri Freyr Hjaltalín skaut í stöng úr aukaspyrnu en Pétur Kristjánsson fylgdi vel á eftir og skoraði, 2:2. Heimamenn sóttu í sig veðrið á lokamínútunum en urðu að sætta sig við jafntefli. „Jú, auðvitað hefðu þrjú stig komið sér vel. Við spiluðum mjög vel úti á vellinum og hefðum ef- laust skapað okkur enn fleiri færi gegn öðrum liðum en Keflvíking- um en þeir eru mjög vel skipulagð- ir. Mér fannst við heldur sterkari í góðum leik og ef við höldum þess- ari spilamennsku áfram og bætum aðeins í tel ég að liðið eigi erindi í efstu deild,“ sagði Jónas Baldurs- son, þjálfari Þórs, við Morgunblað- ið eftir leikinn. Bæði liðin léku fína knatt- spyrnu. Hlynur Birgisson var afar sterkur í liði Þórs og Pétur Kristj- ánsson, Þórður Halldórsson og Jó- hann Þórhallsson gerðu marga laglega hluti. Magnús S. Þor- steinsson og Þórarinn Kristjáns- son ollu oft usla í vörn Þórs og þeir Zoran Daníel Ljubicic og Haraldur F. Guðmundsson voru traustir. Maður leiksins: Þórarinn Kristj- ánsson, ÍBK Morgunblaðið/Kristján Keflvíkingar fagna fyrra marki Þórarins Kristjánssonar á Akureyrarvelli í gærkvöld. KEFLVÍKINGAR færðust feti nær sæti í efstu deild þegar þeir náðu jafntefli við Þór á Akureyri í gær. Reyndar eru enn sex um- ferðir eftir en fátt virðist geta stöðvað Keflvíkinga. Það eru helst Þórsarar sem hafa staðið í vegi fyrir þeim en Þórsarar hefðu þurft að endurtaka leik- inn frá því í Keflavík fyrr í sumar og sigra til að festa sig í sessi í öðru sæti deildarinnar. Úrslit leiksins urðu 2:2. Fimm stig skilja liðin að en nú geta Vík- ingar laumað sér stigi uppfyrir Þórsara og í annað sætið, takist þeim að sigra Leiftur/Dalvík annað kvöld. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Keflvíkingar náðu mikilvægu stigi ELVAR Guðmundsson, hand- knattleiksmarkvörður er genginn til liðs við 1. deild- arlið FH en frá því var greint á heimasíðu félagsins í gær. Elvar hefur undan- farin fjögur ár leikið með Ajax/Farum í Danmörku en í vor spilaði hann nokkra leiki með Barakaldo í spænsku 1. deildinni. Hann hefur áður leikið eitt tímabil með FH-ingum, 1998-99, en var til þess tíma í Breiða- bliki. Elvar var kallaður til æfinga með íslenska lands- liðinu síðasta vetur þegar það bjó sig undir heims- meistarakeppnina í Portúgal. Elvar í mark FH-inga Morgunblaðið/Kristján Þórarinn Kristjánsson markaskorari Keflvíkinga sækir að Hlyni Birgissyni fyrirliða Þórs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.