Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12ára with english subtitles Sýnd kl. 6. Ensk. texti Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV Sýnd kl. 5.50 og 10.. B i. 12  X-IÐ 97.7  DV HL MBL SG DVRoger Ebert Miðaverð kr. 800. Sýnd kl. 8. Bi.14. Sýnd kl. 6.10 og 10.10. B i. 12 JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. FRUMSÝNING ERIC BANA JENNIFER CONNELLY NICK NOLTE KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8, 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.10. SG. DV AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. SG. DVÓ.H.T Rás2 Í sumar skaltu sleppa útilegunni. Frábær spennuhrollur sem sýnir að það getur reynst dýrkeypt að taka ranga beygju. FRUMSÝNING Stranglega bönnuð börnun innan 16 ára. Á SUNNUDAGINN birtist veglegt viðtal við John Travolta vegna spennu- myndarinnar Grundvallaratriði (Basic) sem frumsýnd var um helgina. Í spjalli Travolta við blaðamann kom fram að hann hafði séð Grease-sýningu hér á landi og voru áhöld um hvort það hefði verið uppfærsla frá ’94 eða ’98. Í ljós hefur hins vegar komið að um var að ræða sýninguna Allt vitlaust, sem sett var upp í Broadway árið 1987 er veit- ingahúsið hafði aðsetur í Mjóddinni. Sýningin var sett upp af þeim Birni Björnssyni og Agli Eðvarðssyni og þar sungu Björgvin Halldórsson, Eyjólfur Kristjánsson, Eiríkur Hauksson og Sigríður Beinteinsdóttir þekkt lög frá rokktímabilinu ásamt sautján dönsur- um. Björgvin bauð Travolta á sýninguna og mætti hann þar ásamt konu sinni og fleiri fjölskyldumeðlimum og skemmti sér konunglega að sögn Björgvins, heilsaði fólki baksviðs að lokinni sýningu og var hinn alúðlegasti. Travolta á Broadway árið 1987 ásamt dönsurunum Ylfu, Önnu, Guðbjörgu, Siggu og Írisi. Kíkti á Broadway ’87 Enn af John Travolta Ljósmynd/Björn Björnsson ALLT síðan Korn gerði hið svo- kallaða nýþungarokk að stofustássi fyrir um tíu árum hafa Deftones ver- ið í framlínu stefnunnar, þá sérstak- lega hvað listræna inneign varðar. Þrjár plötur þeirra til þessa eru allar frábærar, hver á sinn hátt. Tvær fyrstu þrusurokkarar og á þeirri síð- ustu, White Pony, fór að gæta vel út- færðrar tilraunamennsku. Sú plata kom út fyrir meira en þremur árum og ýmislegt gerst í rokkheimum síð- an. Sem gerir það að verkum að það er einhver óþægileg stöðnunarára sem leikur um plötuna. Deftones halda fast í einkennishljóm sinn, rokka feitt og Moreno jafnástríðu- fullur og alltaf. En…ég bjóst við því betra verð ég að viðurkenna. Ein- faldlega af því að þetta eru Deftones. Nýþungarokkið er fullunnið og á vissan hátt eru Deftones hér eins og risaeðlur. Maður bjóst t.d. við meiri ævintýra- mennsku, sér- staklega með til- liti til síðustu plötu. Deftones er of hefðbundin og veldur að því leytinu til vonbrigðum. Og ég veit að Moreno og félagar væru til í að vera þekktari fyrir annað…eða hvað? Deftones er fín Deftones-plata. Um leið er hún heldur neistalaus og venjubundin nýþungarokksplata. Og það er bara ekki nógu gott.  Lykillög: „Hexagram“, „When Girls Telephone Boys“ Tónlist Deftones Deftones Maverick Fjórða Deftones-platan. Meira af því sama. Fín plata…en formúlan pínu þreytt. Gamla góða nýþunga- rokkið… Arnar Eggert Thoroddsen Timoleon Vieta Come Home: A Senti- mental Journey eftir Dan Rhodes. Canon- gate gefur út 2003. 240 síðna kilja. FÁTT er mönnum meira til ama en ástin, en að sama skapi veitir ekkert annan eins unað. Ástin er uppbyggi- leg og fögur en hún er líka grimm og miskunnarlaus þegar sá gállinn er á henni. Þannig birtist hún að minnsta kosti í bókinni Timoleon Vieta Come Home: A Sentimental Journey eftir Dan Rhodes. Bókin segir frá mis- heppnuðu samkynhneigðu tónskáldi, Cockroft, sem er búið að drekka sig út úr samfélagi listamanna í Bretlandi og býr í einskonar útlegð á Ítalíu. Cockroft er sjálfselskur og tilætlun- arsamur, drykkfelldur dóni, sem eng- um þykir vænt um nema hundinum hans, Timoleon Vieta, blendingi með óvenjufalleg augu, sem elskar hann líka skilyrðislaust. Vesalings Timol- eon þarf að gjalda fyrir þá ást eins og flestir þeir sem koma við sögu í þessari listavel skrifuðu bók. Dan Rhodes vakti mikla athygli fyrir smásagnasafn sitt Anthropology: and a Hundred Other Stories sem kom út fyrir þrem- ur árum, en í því safni voru 101 saga og fjölluðu allar um samband milli karls og konu, misskilninginn sem sambönd byggjast almennt á, ekki síst misskilninginn um ástina. Anthr- opology var ótrúlega fjörlega skrifuð og skemmtileg og þótt ekki sé sama flugeldasýning í sögunni af Timoleon Vieta er innsæi Rhodes ekki minna og kaldhæðnisleg krufning hans á ást- inni og þeim ógöngum sem hún leiðir okkur einatt í, ekki síst ef hún er fölskvalaus, skilyrðislaus og sönn, æv- intýraást, eins og sú sem Timoleon Vieta ber til húsbónda síns. Heimur þeirra Cockrofts og Timol- eons Vietas breytist fyrir fullt og fast þegar Bosníumaðurinn birtist, þ.e. maður sem lætur sem hann sé frá Bosníu, eins og kemur í ljós síðar í sögunni. Timoleon sér strax að þar er illmenni á ferð en Cockroft er heill- aður af karlmannlegri hörkunni sem geislar af Bosníumanninum og fellst á að aka með hundinn til Rómar og skilja hann þar eftir. Þá hefst hið eig- inlega ævintýri því að í leit sinni að húsbóndanum sem hann elskar svo heitt verður Timoleon aukapersóna í fjölda beiskra ástarævintýra. Frábær bók. Erlendar bækur Ástin er grimm Árni Matthíasson BÖRKUR Gunnarsson, rithöfundur og leikstjóri, fékk úthlutað styrk úr Tékkneska kvikmyndasjóðnum til að ljúka kvikmynd sinni Aftur. Þetta er í fyrsta skipti í 8 ár sem útlendingi er veittur styrkur úr sjóðnum en Börkur var í hópi tékk- neskra stórrisa í umsækjenda- hópnum. Sjóðurinn hafði sem jafn- gildir um 60 milljónum íslenskra króna til ráðstöfunar og fór þorr- inn af þeirri upphæð til óskars- verðlaunahafans Jan Sverák sem leikstýrði Kolya, Hynek Bocan sem hlaut aðalverðlaun Rotterdam- kvikmyndahátíðarinnar fyrir tveimur árum og Jan Hrebejk sem hlaut tilnefningu til óskars- verðlauna fyrir mynd sína Samein- aðir föllum vér árið 2000. Verkefni Barkar hlaut 2 milljóna króna styrk sem notaður verður til að fjármagna lokafrágang mynd- arinnar en tökum er þegar lokið. Myndin var tekin upp fyrr á árinu og settu mikil flóð í Tékk- landi strik í reikninginn við gerð myndarinnar. Þannig flæddi Moldá inn á skrifstofu framleiðanda myndarinnar og aðalleikonan missti heimili sitt. Kvikmyndin segir frá tveimur vinkonum sem fyrir tilviljun hittast í Prag og fara í örlagaríkt sum- arfrí til æskuslóða þeirra úti í sveit. Börkur Gunnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Aftur, ásamt Petru Cicak- ovu, einni af leikurum myndarinnar. Börkur fær tékk- neskan styrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.