Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 39 EINN af öflugustu fé- lagsmálamönnum sem íslenska skákhreyfingin hefur átt, Þráinn Guð- mundsson, fyrrverandi skólastjóri, varð sjötug- ur 24. apríl sl. Ólíklegt er að nokkur finnist sem tekið hefur þátt í skák- mótum eða starfi skák- hreyfingarinnar síðustu áratugi sem ekki þekkir til Þráins Guðmunds- sonar. Í nær 40 ár hefur hann setið í stjórn Skák- sambands Íslands eða á annan hátt gegnt lykil- hlutverki í framvindu skákmála í landinu. Nú um stundir er hann rit- stjóri tímaritsins SKÁK, sem SÍ hef- ur gefið út eftir fráfall Jóhanns Þóris Jónssonar. Mér er til efs að aðrar áhugamannahreyfingar hafi átt svo ötulan og traustan fylgismann sem skákhreyfingin hefur átt í Þráni Guð- mundssyni. Þráinn fæddist á Siglufirði 24. apríl 1933. Faðir hans var Guðmundur Þorleifsson, fyrrum bóndi á Syðsthóli í Sléttuhlíð í Skagafirði en fluttist til Siglufjarðar á síldarárunum. Móðir Þráins var Ingibjörg Jónsdóttir frá Sauðaneskoti á Upsaströnd við Dal- vík. Þráinn kynntist ungur síldaræv- intýrinu á Siglufirði og stúdentspróf tók hann frá MA 1953. Hann tók kennarapróf frá Kennaraskólanum og nam síðan íslensk fræði við Há- skóla Íslands. Hann var kennari við Miðbæjarskólann en varð síðar yfir- kennari og svo skólastjóri við Lauga- lækjarskóla um 30 ára skeið eða 1963 til 1993. Þráinn hefur verið gæfumaður í einkalífi sínu. Kona Þráins er Mar- grét Guðmundsdóttir en foreldrar hennar voru Guðmundur Helgason, bakari í Reykjavík, og kona hans, Þuríður Þor- steinsdóttir. Hafa þau hjón verið samhent og er ánægjulegt að koma á heimili þeirra. Þau Þráinn og Margrét eiga fimm börn, Ingi- björgu sem búsett er í Bretlandi, Guðmund Ómar aðstoðaryfirlög- regluþjón, Huldu leik- skólakennara, Mar- gréti sem er kennari í Árósum og Lúðvík sem er viðskiptafræðingur. Þráinn var skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur um tíma og tímabundið fræðslustjóri í Reykjavík. Starf Þrá- ins að kennslu og fræðslumálum er fjölbreytt og margþætt og hygg ég að hann geti ánægður litið yfir starfs- feril sinn á þessum tímamótum, yfir farsælt starf og árangursríkt. Þó er ótalið það sem ég gæti trúað að Þráni þætti vænst um á löngum ferli í starfi. Hann hafði með stofnun Kvöldskól- ans í Reykjavík forystu um að komið var á fót hér á landi fullorðinsfræðslu sem með prófum veitti réttindi til framhaldsskólanáms. Þótt við Náms- flokka Reykjavíkur hafi áður verið komið á fót fullorðinsfræðslu var hér stigið nýtt skref í þróun fullorðins- fræðslu á okkar landi. Síðustu ár hef- ur Þráinn starfað í hlutastarfi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur en hef- ur nýlega látið af störfum og fæst nú við bókband í frístundum ásamt fjöl- mörgum áhugamálum. Þau ár sem ég starfaði að málefn- um skákhreyfingarinnar vorum við Þráinn nánir samstarfsmenn. Þegar ég horfi aftur til þeirra ára verður mér starsýnast á hversu traustur Þráinn er. Það sem hann tók að sér var í lagi, af því þurfti ekki að hafa áhyggjur. Þar fór saman samvisku- semi hans og það hversu úrræðagóð- ur hann var og fylginn sér að leiða mál til lykta. Þráinn er virtur innan skákhreyfingarinnar vegna mann- kosta sinna og á löngum ferli hans hafa hlaðist á hann ýmis trúnaðar- störf. Hann var forseti Skáksam- bandsins 1986 til 1989. Mörg ár var hann fulltrúi Íslands á þingum Al- þjóðaskáksambandsins FIDE og sat fundi þess en var þá oft einnig far- arstjóri íslensku Ólympíuskáksveit- arinnar. Þráinn var útnefndur af FIDE alþjóðlegur skákdómari árið 1990 en þá höfðu að mig minnir að- eins þrír Íslendingar náð því marki. Í mörg ár vann Þráinn ásamt þeim Ólafi H. Ólafssyni, Þorsteini Þor- steinssyni og Kristni Þorsteinssyni að þeim kunnu unglingaskákmótum sem bandaríski skákáhugamaðurinn Collins var frumkvöðull að. Þá fór fram keppni íslenskra unglinga við óopinbert unglingalandslið Banda- ríkjanna og var mikill viðburður og lyftistöng fyrir marga íslenska ung- linga á fyrstu árum þeirra við skák- borðið. Teflt var ýmist hér á landi eða í Bandaríkjunum. Þetta unglinga- starf var íslenskri skákhreyfingu mikilvægt. Mest hefur þó líklega reynt á Þráin hjá skákhreyfingunni þegar hann vann að heimsmeistaraeinvíginu í skák sem hér fór fram árið 1972. Þrá- inn var þá einn þeirra manna sem höfðu tekið að sér að sitja í stjórn Skáksambands Íslands en stóðu skyndilega og óvænt með einn stærsta skákviðburð sögunnar í fang- inu með illleysanlegustu ágreinings- efnum sem fram hafa komið á skák- mótum. Nú eru horfnir af sjónarsviðinu tveir menn sem tóku þátt í þeim darraðardansi, þeir Ás- geir Friðjónsson og Guðlaugur Guð- mundsson. Eftir standa úr fremstu víglínu Þráinn Guðmundsson, Hilmar Viggósson og Guðjón Stefánsson auk margra sem stóðu aftan sjálfrar eld- línunnar. Ég hef áður sagt að það hafi verið gæfa íslensku skákhreyfingar- innar að á þessum örlagatímum höfðu valist til starfa þessir menn sem voru hæfir til þess að axla ábyrgð, áraun og eril þessara mánaða. Þar var þátt- ur Þráins Guðmundssonar stór. Í huga minn koma margir erfiðir fund- ir og flóknar ákvarðanatökur þar sem tillagna hans og ráða naut við. Þeir Þráinn og Guðlaugur Guðmundsson áttu stóran þátt í því að einvígið heppnaðist fjárhagslega og þegar svitinn lak af enni þeirra í erfiðri glímu við þær þrautir held ég að hafi myndast grunnur að vináttu þessara tveggja manna sem stóð traust með- an Guðlaugur lifði. Þráinn ritaði sögu Skáksambands Íslands í tveim bindum. Er það mál manna að þar hafi vel tekist til enda fáir ef nokkrir kunnugri sögu skák- hreyfingarinnar en hann. Ég er upp með mér af því að hafa átt þátt í því að hann var fenginn til þessara ritstarfa enda hreyfingunni ómetanlegt að eiga sögu sína skráða. Í því efni mun framtíðin þakka honum. Þráinn Guðmundsson hefur verið útnefndur heiðursfélagi bæði Skák- sambands Íslands og Taflfélags Reykjavíkur og er mér ókunnugt um að annar Íslendingur hafi náð því at- hyglisverða marki. Hann er snarpur skákmaður og teflir reglulega í hin- um svonefnda VISA-skákklúbbi og reynist þar hverjum sem er skeinu- hættur. Ólíklegt þykir mér að íslensk skák- hreyfing eigi eftir að eignast marga jafnoka Þráins Guðmundssonar í fé- lagsmálum. Hygg ég að nafn hans og nærfellt 40 ára starf muni lengi gnæfa yfir þegar rætt er um fé- lagsmál innan hreyfingarinnar. Með þessari síðbúnu afmælis- kveðju flyt ég þeim hjónum, Þráni og Margréti, og fjölskyldu þeirra allri innilegustu árnaðaróskir með vonum um árangursrík ár fram undan. Guðm. G. Þórarinsson. ÞRÁINN GUÐMUNDSSON AFMÆLI  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbikssögun  Kjarnaborun  Loftræsi- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544 Útsala Útsala Útsala COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.