Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 27 gar nar enn n af kja. tum ð til lýs- ka í ð í efur átt ena úr- leg- m. sett t að að dali ngi. Þetta myndi koma í veg fyrir vandann,“ segir Mozena. Hann bendir á að eins og málum sé hátt- að nú sé enginn jaðarkostnaður við sendingu tölvupósts. Það kosti um það bil jafnmikið að senda tíu þúsund tölvuskeyti og að senda milljón. Stungið hefur verið upp á því að láta sendendur tölvupósts greiða „póstburðargjald“ fyrir sendinguna. Gjaldinu yrði stillt mjög í hóf, yrði hugsanelga um ein króna á hvern póst, og hefði því engin áhrif fyrir venjulega notendur. Hins vegar yrði þetta óyfirstíganlegur kostnaður fyrir þá sem senda milljónir tölvu- skeyta á degi hverjum. Þá hefur verið stungið upp á því að skatt- leggja tölvupóstsendingar með öðrum hætti; þ.e. með því að láta örgjörvann í tölvu sendandans leysa handahófskennt verkefni í hvert sinn sem tölvupóstur er sendur. Þetta hefði ekki heldur teljanleg áhrif á þá sem nota tölvupóst með eðlilegum hætti en yrði óviðráðanlegt fyrir stórnot- endur tölvupósts. 30–50% alls pósts ruslpóstur hjá Og Vodafone Pétur Pétursson, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, segir að fyrir- tækið bjóði upp á það að sía póst- hólf fyrir notendur sína. „Við höf- um til þessa veitt þessa þjónustu endurgjaldslaust,“ segir Pétur en að hans sögn eru 30–50% pósts sem fer um póstgátt Og Vodafone flokkuð sem ruslpóstur. „Í grófum dráttum er það þann- ig að við bjóðum upp á þá þjón- ustu að skanna allan póst með til- liti til þess hvort hann sé ruslpóstur. Þá er farið eftir ákveðnum reglum og póstur er merktur sem ruslpóstur en er sendur áfram til viðkomandi með þeirri merkingu. Svo er hægt að óska eftir því að allur póstur sem er flokkaður á þann hátt sé stopp- aður á póstþjóninum okkar. Við eyðum þó aldrei pósti nema við höfum fengið beiðni frá viðkom- andi notanda um að honum sé eytt,“ segir Pétur. Ruslpóstssendingar eru ekki jafnmikið vandamál hér á landi og í Bandaríkjunum. Ein skýring á því er sú að markaðurinn er miklu minni og ólíklegra að ruslpósts- sendendur leggi út í þann kostnað að safna netföngum með rótarlén- inu .is. Hins vegar hafa komið upp tilvik þar sem póstþjónusta hefur verið misnotuð og segir Pétur að Og Vodafone bregðist við öllum kvörtunum sem berast. „Við erum ekki að fylgjast með því hvernig menn nota póstinn sinn en við bregðumst við kvörtunum ef okk- ur er sagt frá því að verið sé að senda ruslpóst í gegnum netgáttir okkar. Við bregðumst við því með því að aðvara sendandann. Úr- ræði við ítrekuðum brotum er lok- un á þjónustu,“ segir hann. axandi vandamál agt sam- ölvupósti thorlindur hjá mbl.is UM ÞESSAR mundir gengur tölvu- póstur á milli manna þar sem því er haldið fram að Bill Gates, eigandi Microsoft, muni gefa þeim, sem dugleg- ir eru við að framsenda póstinn, tiltekna fjárupphæð. Pósturinn er vitaskuld þvæla en til þess að auka trúverðugleik- ann hefur fólk sent á milli sín reynslu- sögur þar sem því er haldið fram að ein- hverjir hafi sannanlega hlotið greiðslur fyrir uppátækið. „Málið er auðvitað sú almenna regla að ef hlutir virðast of góðir til að vera sannir þá er það kjaftæði frá upphafi til enda. Þetta er hins vegar ekki tölvu- vandamál sem slíkt. Slíkir hlutir hafa auðvitað gengið í gegnuml tíðina á öðru- vísi formi. Tölvutæknin gerir það hins vegar auðveldara að reyna að blekkja stóran hóp á stuttum tíma,“ segir Frið- rik Skúlason. Dæmi um ruslpóst Bill Gates gefur peninga JAY Nelson notast við gamalt kennslu- húsnæði í Illinois-fylki í Bandaríkj- unum til að senda út óumbeðinn mark- póst. Árið 1999 höfðaði AOL mál gegn Nelson og hlaut hann 1,9 milljón dala sekt. Samt sem áður heldur hann upp- teknum hætti og sendi um milljarð rusl- skeyta árið eftir. Talið er að einungis um 200 einstaklingar séu ábyrgir fyrir yfir 90% af öllum ruslpóstsendingum á netinu. Stór hluti ruslpósts er klámfenginn. Þar eru auglýstar klámsíður og lyf og tæki til þess að stuðla að vexti tiltek- inna líkamshluta. Sökum þess hve stór hluti ruslpósts er klámfenginn í eðli sínu hafa fjöl- margir foreldrar í Bandaríkjunum brugðið á það ráð að neita börnum sín- um um eigið netfang. Sendi milljarð skeyta með klámfengnum auglýsingum ALRÆMDIR eru nígerískir kaup- sýslumenn sem senda milljónir tölvu- skeyta í þeirri von að örfáir ein- staklingar gleypi við agninu og leggi peninga inn á reikning í þeirri trú að þannig muni þeir auðgast verulega. Venjulega er slíkur póstur stílaður á einstakling og viðtakandanum trúað fyrir því að sökum einhvers óréttlætis í heimalandinu þurfi sendandinn á aðstoð að halda. Bréfin eru gjarnan mjög sann- færandi og því haldið fram að sendand- inn sé virtur lögmaður eða burtrekinn konungssonur. „Nú er að detta inn tölvupóstur frá mönnum sem þykjast vera nýsloppnir frá Sierra Leone með allan gjaldeyr- isvarasjóð landsins í vasanum og þurfi smáhjálp til að koma þessu inn á reikn- ing og bjóða þeim sem aðstoðar gull og græna skóga. En það þarf alltaf að borga eitthvað smávegis inn á reikn- ingana. Og í því er felst svindlið,“ segir Friðrik Skúlason. Ekki er vitað til þess að svör við slík- um gylliboðum á Netinu hafi nokkru sinni skilað árangri. HÖGNI Einarsson, hjá embætti ríkis- lögreglustjóra, segir að á síðasta ári hafi embættinu borist afrit af um 2.500 tölvu- skeytum sem send hafi verið út í þeim til- gangi að hafa fé af viðtakendum. Hann segir að á síðustu misserum hafi mikið borið á ýmiss konar tilkynningum um að fólk hafi unnið háar fjárhæðir í happ- drættum eða lottói, þótt það hafi ekki keypt miða. „Þetta er útvíkkun á aðferð til þess að svíkja fé út úr fólki,“ segir Högni. Hann bendir á að fólk eigi að láta ríkis- lögreglustjóra vita ef því berst tölvu- póstur sem felur í sér einhvers konar gylliboð. „Það má líka benda á að ef um raunverulega peninga væri að ræða, t.d. í póstinum sem sendur hefur verið frá Nígeríu, þá er í raun verið að biðja við- takanda um að taka þátt í peninga- þvætti,“ segir Högni. Af þessum sökum ítrekar hann að fólk láti lögregluna vita ef því berst dularfullur tölvupóstur. Vinnur í happdrætti án miða Gjaldeyrisforði smá- ríkis inn á reikning nn að senda um þúsund milljarða tölvu- hins vegar er prófað að senda á öll fjög- netföng verður umfangið rúmlega sex- uð þúsund. okka hins vegar líkleg netföng niður eftir forskriftum til að takmarka magnið. kin af opinberum heimasíðum. ru sérstakar leitarvélar til þess að safna m textastrengjum á Netinu sem líkjast Netföngunum er svo bætt á útsending- tta er algengasta aðferð netfangasafn- sir. ur gefa upp netfang sitt á svokölluðum m á Netinu geta þeir átt von á að lenda á sta sem notaður er til útsendingar á rusl- dilista? kja gefi slíkt loforð. örg aðskilin netföng. Ef verið er að heim- ður í fyrsta sinn er ráðlegt að útbúa sér- tfang (t.d. hjá hotmail) og gefa það upp en að nota aðalnetfang sitt. stsíu. Hægt er að stilla flest póstforrit að póstur sem líklega er óumbeðinn aug- póstur eða rusl fari sjálfkrafa í sérstaka ng netföng fremur en stutt. Þetta á sér- a við þegar notast er við alþjóðlega tölvu- nustu. Mun ólíklegra er að netfangasafn- ki rétt á netfangið meralltafanetinu@len.is heldur en t.d. en.is. pósti FLUGMINJASAFNIÐ að Hnjóti í Örlygshöfn á sunnanverðum Vest- fjörðum er í stöðugum vexti. Verið er að standsetja gamalt þýskt flugskýli sem Jóhann Ásmundsson, safnvörð- ur, segir trúlega eina flugskýli sinnar tegundar í heiminum. Flest þeirra hafi verið sprengd í loft upp í seinna stríði. Skýlið gengur undir nafninu Vatnagarðaskýlið og var reist í Vatnagörðum árið 1931. Það var fyrsta stóra flugskýlið til að hýsa flugvélar Flugfélags Íslands hins fyrra. Skýlið er nú fokhelt og mun í ná- inni framtíð hýsa muni flugminja- safnsins sem geymir sögu flugs á Ís- landi. Jóhann segir þá sögu í raun stutta en þarna sé að finna ýmislegt frá þessum tíma, t.a.m. rússneska tví- þekju sem varð innlyksa hér á landi. Í fyrra fékk safnið afhenta gamla her- flutningavél af Douglas C-117D gerð, sem gekk undir nafninu Ofur-þristur, frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Flugminjasafnið er hluti af Minja- safni Egils Ólafssonar heitins. Það er ekki í alfaraleið en þó fara í kringum sjö þúsund gestir um það á hverju ári og samtvinnast það straumi fólks á Látrabjarg, vestasta odda Evrópu. Sýnir hlunnindabúskap Egill byrjaði ungur að safna ýms- um munum sem tengjast byggðasögu sunnanverðra Vestfjarða og Breiða- fjarðar. Hann var bóndi og flugvall- arstjóri á Patreksfirði. Þar hófst áhugi hans á flugminjum og er einnig að finna á safninu gamlar flugstöðvar frá Þingeyri og Patreksfirði, gerðar úr stýrishúsum báta, sem Jóhann segir að hafi verið dæmigert fyrir flugið á Íslandi í árdaga. Minjasafnið er ótrúlega fjölbreytt og sýnir að sögn Jóhanns hvernig matarkistan á þessu svæði við Breiðafjörðinn var nýtt áður fyrr. Hlunnindabúskapur tengist í fyrstu aðallega sjávarútvegi og veiðum. Lít- ill landbúnaður var á þessu svæði öld- um saman. Reynt er að segja sögu byggð- arinnar á fjölbreyttan hátt. Meðal annars er heimildarmynd um björg- unarafrekið við Látrabjarg árið 1947, þegar breskur togari strandaði við bjargið, varpað á stóran vegg þar sem gestir safnsins getað séð með eigin augum hvernig björgunarmenn báru sig að þessa örlagaríku daga í desember. Myndin er sýnd í sal sem geymir muni úr togaranum og tækin sem notuð voru til að ná skipverjum í land, eins og björgunarstóll og línur sem skotið var yfir í skipið. Innbú Gísla á Uppsölum Þá er einnig að finna á safninu innbú Gísla á Uppsölum og sagt frá lífi hans í máli og myndum. Sjón- varpsþáttur Ómars Ragnarssonar um Gísla er sýndur og ekki má gleyma sögu dægurtónlistar sem virða má fyrir sér á kaffihúsi safns- ins. Jóhann segir mikla uppbyggingu á döfinni á næstunni. Klára á skipu- lagningu svæðisins að utan og bæta aðkomu ferðamanna. Hann segir margar góðar gönguleiðir frá Hnjóti sem veki áhuga margra. Morgunblaðið/Björgvin Guðmundsson Jóhann Ásmundsson, sem er safnvörður á Minjasafni Egils Ólafssonar, segir frekari uppbyggingu safnsins vera á döfinni. Safn Egils Ólafssonar í Örlygshöfn Einstakt flugskýli reist að Hnjóti FIMM manns úr þremur bifreiðum voru fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, eftir sjö bíla árekstur á gatnamótum Laugavegar og Nóatúns í Reykjavík laust fyrir klukkan 14:30 í gær. Tveimur hinna slösuðu var haldið eftir á sjúkrahúsinu vegna frekari rannsókna en hinir fengu að fara heim samdægurs. Tildrög slyssins voru þau að öku- maður bifreiðar missti stjórn á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að hún kastaðist á sex aðrar bifreiðir. Kranabifreið þurfti til að fjarlægja þrjár þeirra og var Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins kallað út til að þrífa upp olíu sem lak á götuna. Miklar umferðartafir urðu á Lauga- vegi á meðan lögreglan og sjúkralið unnu á vettvangi. Umferð var hleypt á að nýju klukkan 15.40. Morgunblaðið/Jim Smart Fimm á slysadeild eftir sjö bíla árekstur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.