Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 17 N O N N I O G M A N N I • 0 9 2 0 8 • s ia .i s Nýtt kryddsmjör! MEÐ PE ST Ó • M EÐ PESTÓ • M E Ð PESTÓ•                                                                          !                    www.ostur . is                                                                                                                           Veldu þitt uppáhaldsbragð! LIZ Barham, sérfræð- ingur í forvörnum í London, sýnir krukku með 2.000 ára gömlum smyrslum eða kremi. Krukkan fannst í róm- versku musteri í Lond- on. Hún reyndist inni- halda hvítt krem sem lyktaði af brennisteini. Efnið var að mestu ósnert í dósinni en greina má fingrafar upprunalegs eiganda, að sögn forvarða hjá þjóðminjasafninu í Lundúnum. Kremið var enn merkilega rakt og virtist nær óskemmt þótt það hefði legið í tvö þúsund ár grafið í jörðu. Helst er talið að um sé að ræða and- litskrem en aðrir hafa giskað á að þetta sé tannkrem eða efni sem smurt var á geitur áð- ur en þeim var slátrað. Verið er að efna- greina kremið en krukkan sjálf verður til sýnis í safninu. Hún fannst í niðurfalli í rómverska musterinu en þar hefur upp- gröftur staðið yfir í rúmt ár. Svo virðist sem krukkan hafi verið falin af ásettu ráði í niðurfallinu. AP 2.000 ára gamalt krem ÍBÚUM Afríku mun að líkindum fjölga um einn milljarð á næstu 50 ár- um, en þessi mikla mannfjölgun mun auka enn á vanda matvælaöflunar, vatnsbúskapar og félagslegrar þjón- ustu í álfunni. Þetta kemur fram í nið- urstöðum nýlegrar skýrslu um mann- fjöldaþróun. Ólga og stríð hafa takmarkað getu margra þróunarríkja til að framfylgja áætlunum sem eru forsenda fram- fara, svo sem um útbreiðslu getnaðar- varna og lestrarkunnáttu, að sögn Carls Haub, aðalhöfundar rannsókn- arskýrslu sem mannfjöldarannsókna- stofnunin Population Reference Bur- eau í Washington D.C. gefur út. Í niðurstöðum annarrar nýútkom- innar skýrslu, sem hagfræðingar við Alþjóðabankann og Háskólann í Heidelberg í Þýzkalandi sömdu, kunna efnahagslegar afleiðingar HIV-veirufaraldursins í Afríku að verða mun alvarlegri en áður hefur verið talið. Varað er við því í skýrsl- unni að sum Afríkuríki gætu komizt í algert þrot af þessum völdum, að því er greint er frá á fréttavef BBC. „Það á eftir að kosta Afríku þján- ingar að taka við einum milljarði manna til viðbótar,“ hefur AP eftir Haub. „Hvernig á að bæta lífsgæði fólks, menntun og heilusgæzlu og að berjast gegn eyðnifaraldrinum, allt á sama tíma?“ spyr hann. Í skýrslu Population Reference Bureau er því spáð að mikil mann- fjölgun verði þrátt fyrir að í Afríku sé HIV-smit útbreiddara en nokkurs staðar annars staðar. Verst er ástandið að þessu leyti í Botswana, þar sem nærri tveir af hverjum fimm íbúum á aldrinum 15 til 49 ára eru sýktir. Þetta er talið munu valda því að íbúum Botswana fækki um 43% til ársins 2050, öfugt við meðaltal álfunn- ar, en á sama tímabili er því spáð að heildaríbúafjöldi Afríki vaxi úr um 900 milljónum nú í um 1,9 milljarða eftir hálfa öld. Í Nígeríu, fjölmenn- asta ríki Afríku, er því spáð að íbúa- fjöldinn fari í 307 milljónir fyrir miðja öldina. Þar búa nú um 120 milljónir manna. „Ríkisstjórnirnar hafa ekki ráð á að framfylgja áætlunum. Og allar barn- eignastýringaráætlanir eru rofnar af völdum stjórnmálaátaka,“ segir Haub. Börn verða aðalvinnuaflið Í hagfræðingaskýrslunni um áhrif eyðnifaraldursins er því m.a. spáð að í Suður-Afríku, sem er meðal þeirra landa þar sem HIV-smit er hvað út- breiddast, muni meðaltekjur íbúanna lækka um að minnsta kosti helming á lífstíma næstu þriggja kynslóða, ef ekki tekst að grípa tímanlega til ráð- stafana til að stemma stigu við far- aldrinum. Því er spáð að árið 2080 verði börn orðin aðalvinnuaflið á þeim svæðum þar sem áhrifa faraldursins gætir mest, og efnahagsleg afturför óhjákvæmileg. Skýrslan er ekki fyrsta tilraunin til að spá um efnahagslegar afleiðingar HIV/eyðni-faraldursins, en hún er sú alsvartasta, að því er fullyrt er í frétt BBC. Flestir hagfræðingar sem áður hafa skrifað um þetta efni hafa litið svo á að faraldurinn muni aðeins hafa takmörkuð áhrif, þjóðhagslega séð. Sú ályktun byggist þó ekki á því að gert sé lítið úr þeim áhrifum sem út- breiðsla sjúkdómsins hefur. Hún end- urspeglar öllu heldur kenninguna um að „eins dauði sé annars brauð“; að fækkun fólks af völdum faraldurs- dauða valdi því að þeir sem eftir lifi búi við betri kjör, s.s. að fólk í offjölg- unarhéruðum njóti góðs af betri að- gangi að ræktarlandi og öðrum eign- um. Þessi áhrif, sem oft fylgja banvæn- um faröldrum, bæta samkvæmt kenningunni að nokkru leyti upp þann kostnað sem meðhöndlun sýktra, töpuð framleiðsla og aðrar efnahagslegar neikvæðar afleiðingar faraldursins hafa í för með sér. Rýrir mannauðinn En í nýju skýrslunni er hinn svo- nefndi mannauður í brennidepli, upp- söfnuð reynsla, hæfni og menntun íbúanna sem að miklu leyti skapar forsendurnar fyrir möguleikum við- komandi lands á hagvexti. „Hin raunverulega hætta sem eyðnifaraldurinn veldur er hve skæð- ur hann er ungu fullorðnu fólki,“ segir Hans Gersbach, einn skýrsluhöfunda. „Þar með hindrar hann að mannauð- urinn skili sér frá einni kynslóð til þeirrar næstu.“ Eftir því sem fleira ungt fullorðið fólk deyr fjölgar þeim börnum sem ekki ganga í neina skóla heldur eru knúin af aðstæðum til að vinna. Börn deyjandi foreldra og sýkt börn hafa heldur engan hvata til að afla sér menntunar. Heildaráhrifin verða að mati skýrsluhöfunda þau, að faraldurinn rýri hratt mannauð viðkomandi þjóð- ar og geti af sér hagkerfi sem sé alfar- ið háð vinnu barna. Afríkubúum gæti fjölgað um milljarð Eyðnifaraldurinn kann að reka sum Afríkuríki í algert þrot Washington. AP. Reuters Munaðarlaus börn foreldra sem dáið hafa úr eyðni syngja er George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti heilsugæzlustöð fyrir HIV-smitaða í Entebbe í Úganda fyrr í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.