Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GYLTURNAR Embla og Eyrún
tóku sig saman og gutu ellefu grís-
um hvor á föstudagskvöldi og
aðfaranótt laugardags. Nú má því
sjá tuttugu og tvo hrausta gríslinga
lúra undir hitaperum í Húsdýra-
garðinum.
Gyltur ganga venjulega með
grísina í þrjá mánuði, þrjár vikur og
þrjá daga eða 114 daga í allt. Báðar
gyltur voru sæddar í apríl og því
hittist svo á að þær gutu báðar á
sama tíma. Í meðalgoti eru á bilinu
tíu til fjórtán grísir, þannig að hér
er um að ræða afar heilbrigt got.
Þrátt fyrir að grísirnir séu
spennandi og falleg kríli er vert að
brýna fyrir gestum Húsdýragarðs-
ins að bæði grísir og gyltur eru afar
viðkvæm fyrstu dagana eftir got og
því er mikilvægt að sýna hvorum
tveggja ýtrustu tillitssemi þegar
krílin eru heimsótt.
TRAMPÓLÍNIÐ hefur jafnan
mikið aðráttarafl fyrir yngri
kynslóðina og sú var raunin á
Fjölskylduhátíð íþrótta- og
leikjanámskeiðanna í Hafnar-
firði sem haldin var á
Thorsplani í síðustu viku.
Fjölmenni mætti á staðinn og
skemmtu ungir og aldnir sér
saman. Meðal annars var farið
í kassabílarall, rappað og
breikað en íbúar Latabæjar
sáu til þess að hita mannskap-
inn upp.
Morgunblaðið/Arnaldur
Fjölskylduhátíð
á Thorsplani
Hafnarfjörður
Í NÝLEGRI könnun sem Gallup gerði á
viðhorfum íbúa höfuðborgarsvæðisins til
bílastæðamála í miðborginni kom meðal
annars fram að 58 prósent aðspurðra töldu
gjöld fyrir notkun bílastæða í miðborginni
vera há. 41 prósent töldu þau vera sann-
gjörn og 1 prósent lág. Þá sögðust 72 pró-
sent telja stöðumælasektir of háar, 27 pró-
sent að þær væru sanngjarnar og 1 prósent
lágar. Nær tveir þriðju aðspurðra sögðust
ekki hafa fengið stöðumælasekt á árinu.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar
sækja nær þrír fjórðu aðspurðra verslun
eða aðra þjónustu í miðborg Reykjavíkur á
hefðbundnum verslunartíma. 80,4 prósent
aðspurðra sögðust aldrei fara á bíl sínum og
skilja hann eftir í miðborginni til næsta
dags þegar þeir færu út að skemmta sér í
miðborginni.
Könnunin var gerð að frumkvæði Þróun-
arfélags miðborgarinnar.
Skoðanakönnun Gallup
Meirihluti
borgarbúa tel-
ur stöðumæla-
gjöld of há
Reykjavík
UNDANFARIN misseri hefur verið mikil
fjölgun á nýjum leiktækjum í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum. Þörf fyrir dagpassa
hefur aukist jafnt og þétt samfara þessari
fjölgun leiktækja og hefur Fjölskyldugarð-
urinn nú hafið útgáfu slíkra passa sem eru
valkostur við skemmtimiða sem áður voru
eina leiðin til að borga fyrir að leika í tækj-
unum. Gildir dagpassinn í öll leiktæki Fjöl-
skyldugarðsins í einn dag, hafi viðkomandi
aldur og hæð til. Dagpassinn kostar 1.500
krónur.
Einar Þór Karlsson, markaðsstjóri Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins, segir dagpassa
hafa selst afar vel og fólk mjög forvitið um
þá. „Þess má geta að tíu miðar í leiktæki
kosta 1.300 krónur, svo þetta er fljótt að
borga sig upp, sérstaklega ef farið er í dýr-
ari tækin eins og skemmtiferðaskipið
Krakkafoss og Fallturninn.“
Dagpassar í
Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn
Reykjavík
Stella Kristjánsdóttir var ljósmóðir og aðstoðaði krílin við að koma
sér fyrir við spenana. Svínslætin leyna sér ekki í öru ungviðinu.
Grísagot hjá
Emblu og Eyrúnu
Reykjavík
Dobermanhundurinn Seifur
sýnir föðurlega umhyggju.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
♦ ♦ ♦