Morgunblaðið - 30.07.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 19
La
n
d
lis
t/
E
R
A
N
Ferðinni er heitið á
ÍSAFJÖRÐ
Kraftur og fjör!
-þar er allt að gerast um verslunarmannahelgina!
Hressir krakkar og kátir foreldarar!
SAMA VERÐ - ALLS STAÐAR Á LANDINU!
OPIÐ ALLA HELGINA:
ekkert
brudl-
Afgreiðslutími í Ljóninu
Ísafirði um verslunarmannahelgina
Fimmtudagur 12.00 til 20.00
Föstudagur 10.00 til 22.00
Laugardagur 10.00 til 22.00
Sunnudagur 12.00 til 22.00
Mánudagur 10.00 til 18.00
Túnfisksteikur
1.500 kr. kg.
Harðfiskur, barinn og óbarinn mikið úrval
Getum vacumpakkað fyrir útileguna
Mikið úrval af grillfiski sem auðvelt er að
taka með í ferðalagið
Stór Hornafjarðarhumar
3.600 kr. kg.
Fiskkóngurinn mælir með í útileguna
Fiskbúðin Vör
Höfðabakka 1 • sími 587 5070 Öll verð pr/kg
HJÚKRUNARHEIMILIÐ Eir og
Garðabær gerðu með sér viljayfir-
lýsingu í júní um samstarf um upp-
byggingu hjúkrunarheimilis á Sjá-
landi, sem er nýtt hverfi í Garðabæ.
Bessastaðahreppur er nú kominn
að þessu máli og undirrituðu Gunn-
ar Valur Gíslason, sveitarstjóri
Bessastaðahrepps, Ásdís Halla
Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ
og Sigurður Helgi Guðmundsson
forstjóri hjúkrunarheimilisins Eir-
ar viljayfirlýsingu þess efnis síð-
asta mánudag.
Samkvæmt viljayfirlýsingunni
skal, ásamt uppbyggingu hjúkrun-
arheimilis á Sjálandi, hugað að
samstarfi um uppbyggingu örygg-
is- og þjónustuíbúða fyrir aldraða í
Garðabæ og Bessastaðahreppi.
Í viljayfirlýsingunni kemur fram
að samstarf Garðabæjar og Bessa-
staðahrepps um hjúkrunarheimilið
Holtsbúð sé með miklum ágætum
og því eðlilegt að skoða frekara
samstarf um aðbúnað og öryggi
eldri íbúa sveitarfélaganna tveggja.
Auk þess er tekið fram að hrepps-
yfirvöld í Bessastaðaheppi muni
hafa samráð við Félag eldri borg-
ara í Bessastaðaheppi um fram-
vindu málsins. Enn fremur segir í
viljayfirlýsingunni: „Við ákvörðun
um staðsetningu [íbúðanna] verði
hugað að nálægð við fyrirhugaðan
þjónustukjarna og íþróttamann-
virki, ásamt beintengingu við þjón-
ustumiðstöð.“
Hjúkrunarheimilið Eir
Bessastaða-
hreppur og Garða-
bær vilja samstarf
Sigurður Helgi, Ásdís Halla og Gunnar Valur takast í hendur.
SKIPULAGS- og byggingaráð
Hafnarfjarðar gerði nýlega við-
horfskönnun meðal Hafnfirðinga
60 ára og eldri. Niðurstöður könn-
unarinnar verða hafðar til hliðsjón-
ar þegar þörf á húsnæði fyrir eldri
borgara er metin. Þær verða einn-
ig nýttar til að ákveða staðsetningu
og hönnun nýs húsnæðis fyrir eldri
borgara.
Langflestir aðspurðra töldu
framboð á húsnæði fyrir eldri
borgara takmarkað og verðlag á
tiltæku húsnæði allt of hátt. Flestir
höfðu hug á að flytja í sérhannað
fjölbýli fyrir eldri borgara. Nær
allir voru á því að bærinn ætti að
bjóða upp á þjónustu fyrir íbúana
svo sem mötuneyti, dægradvöl og
heimilisaðstoð.
Stærsti hluti þátttakenda nýtir
sér bókasafnið og sundlaugina og
heimsækir helmingur þátttakenda
félagsmiðstöð aldraðra.
Flestir völdu þó Rafha- reitinn í
fyrsta sæti fyrir nýjar íbúðir eldri
borgara þótt lítill sem enginn mun-
ur væri á milli miðbæjarsvæðis,
Rafha-reits, Langeyrarmala og
Reykjavíkurvegar. Lítill áhugi var
fyrir nýbyggingarsvæðinu á Völl-
um og Norðurbakkanum.
Húsnæði
takmarkað
og dýrt
Hafnarfjörður
Hafnfirskir eldri
borgarar