Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SORPSAMLAG Eyjafjarðar leitar enn að nýjum stað undir sorpurðun fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Að sögn Guðmundar Guðlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Sorpsamlagsins, er nú verið að skoða möguleika á sorp- urðun í landi Skúta í Hörgárbyggð. Hann sagði að hugsanlega yrði hægt að ná sátt um þann stað fyrir sorp- urðun en þó hefði ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Jörðin Skútar er í eigu Hörgárbyggðar en er í leigu að hluta. „Þessi staður hefur komið áður upp í umræðunni en hann er þó ekk- ert sérstakur og helsti gallinn er hversu langt er í þekjuefni. Einnig á eftir að rannsaka hvernig grunn- vatnið hreyfist og ómögulegt að segja hvað kemur út úr þeirri rann- sókn,“ sagði Guðmundur. Eins og áður hefur komið fram hafnaði sveitarstjórn Hörgárbyggð- ar því að nýr urðunarstaður yrði á Gásum, m.a. vegna nálægðar við fornminjar og gróðursælan reit í sveitarfélaginu. Helgi Steinsson, oddviti Hörgárbyggðar, sagði að þegar urðun á Gásum var hafnað hefði sorpsamlaginu verið veitt heimild til að skoða aðra hugsanlega staði í sveitarfélaginu. „Það er þó ekki þar með sagt að aðrir staðir verði samþykktir undir slíka starfsemi. Þingeyingar standa frammi fyrir sömu vandamálum og við og því ættu menn að velta því fyr- ir sér að byggja eina öfluga sorp- brennslu fyrir Norðurland. Ég veit þó ekki hvar hún ætti að vera stað- sett,“ sagði Helgi. Leit að nýjum urðunarstað í Eyja- firði hefur tekið mun lengri tíma en menn ætluðu en starfsleyfi fyrir urð- un sorps á Glerárdal ofan Akureyrar rennur út á þessu ári. Leitað að nýjum urðunarstað fyrir sorp Urðun í landi Skúta til skoðunar STANGVEIÐI er vinsælt tóm- stundagaman yfir sumartímann, hvort sem er í ám eða vötnum. Ásókn í veiðileyfi á þekktum veiði- svæðum er mikil og yfirleitt komast færri að en vilja. Nú geta áhuga- samir veiðimenn komist í lax- og silungsveiði í tjörnum við Ystu-Vík, um 22 km frá Akureyri og þar er veiðivonin góð, að sögn Gunnars Blöndal staðarhaldara. Ekki er greitt gjald á stöng, heldur aðeins fyrir veiddan fisk, eða 450 krónur fyrir kílóið. Gunnar sagði að fjöldi fólks hefði lagt leið sína í Ystu-Vík og að aðsóknin væri framar vonum. Í tjörnunum er eldisfiskur frá tveggja punda bleikju upp í 15 punda lax. Stærsta bleikjan sem komið hefur á land síðustu daga var 9,5 pund. Gunnar sagði að hægt væri að fá lánaðar veiðistangir á staðnum og þar er opið alla daga vikunnar frá kl. 12–21. Morgunblaðið/Kristján Gunnar Guðlaugsson með vænar bleikjur úr tjörninni í Ystu-Vík. Lax- og bleikjuveiði í Ystu-Vík Miðvikudagur 30. júlí Hlaðan, Litla Garði v/Drottning- arbraut kl. 12.00. „Ellý, alltaf góð“. Einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Ævars Þórs Benedikts- sonar. Leikstjóri Skúli Gautason. Aðgangur kr. 900. Fimmtudagur 31. júlí Deiglan, Heitur fimmtudagur kl. 21.30. Klezmer/balkan sveitin „Schpilkas“. Hljómsveitina skipa: Haukur Gröndal á klarínett, Nichol- as Kingo á harmónikku, Peter Jørg- ensen á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á trommur og slagverk. Föstudagur 1. ágúst Víólutónleikar í föstudagshádegi í Ketilhúsinu kl. 12.00. Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari flytur verk eftir Áskel Másson, J.S. Bach og Paul Hindemith. Aðgangur kr. 1000. Lokasýning 40 sýninga á 40 dög- um. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir í samvinnu við Frúna í Hamborg. Dagskráin hefst á Ráðhústorgi kl. 18.00 með brúðarkjólasýningu og heldur áfram að og í vinnustofu Að- alheiðar í Listagili. Hjálmar Brynj- ólfsson, harmónikka, Arna Valsdótt- ir, söngur, Þórunn Ólafsdóttir, ljóðalestur og margt fleira. Allir vel- komnir, aðgangur ókeypis. Söngvaka í Minjasafnskirkjunni kl. 20.30. Íslensk tónlist í tónum og tali. Laugardagur 2. ágúst Jónas Viðar opnar sýningu á Café Karólínu í Listagili. Hlaðan, Litla Garði v/Drottning- arbraut kl. 16.00. „Ellý, alltaf góð“. Einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Ævars Þórs Benedikts- sonar. Leikstjóri Skúli Gautason. Aðgangur kr. 900. Menningarvaka Karólínu á Café Karólínu og í Deiglunni frá kl. 23.00. Sunnudagur 3. ágúst Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju kl. 17.00. Magnea Tómasdótt- ir, sópran og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari. Menningarvaka Karólínu á Café Karólínu og í Deiglunni frá kl. 23.00. KOMPANÍIÐ og Menningardeild Akureyrarbæjar standa sameig- inlega að verkefninu „Gestalæti 2003“, en það gengur út á það að blása nýju lífi í miðbæinn með alls- konar uppátækjum sem líkja mætti við götuleikhús. Verkefni þetta er í höndum hóps af ungu fólki og hafa þau verið áberandi í miðbænum síðustu vikur. Ferðamenn jafnt sem heimamenn hafa skemmt sér yfir söngnum, trúðslátunum og öllu því sem þau hafa haft fram að færa. Ungmennin hafa jafnframt tekið á móti ferðamönnum sem koma til Akureyrar með þeim fjöl- mörgu skemmtiferðaskipum sem leggjast hér að bryggju þetta sum- arið. Á daginn halda þau til í mið- bænum, en þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð sá hann til þeirra þar sem þau sváfu vært á torginu og varla hægt að segja að mikið fjör hafi verið í gangi í það skiptið. Hópurinn er undir dyggri stjórn Skúla Gautasonar og hann skipa: Íris Berglind Clausen, Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir, Elvar Guð- mundsson, Brynjar Ólafsson, Fann- ar Hólm Halldórsson, Sigrún Dóra Bergsdóttir og Bjarney Inga Óla- dóttir. Morgunblaðið/Kristján Fjör í miðbænum – eða hvað? Á Minjasafni Akureyrar standa yfir þrjár sýningar: Eyjafjörður frá önd- verðu, Akureyri – bærinn við Poll- linn og Dansi, dansi dúkkan mín. Í fyrrnefndu sýningunum tveimur er leitast við að gera sögu fjarðarins og bæjarins skil á sem bestan hátt. Leikfangasýningin Dansi, dansi dúkkan mín er sumarsýning Minja- safnsins á brúðum og leikföngum í eigu Guðbjargar Ringsted. Laugardaginn 2. ágúst verður leið- sögn um sýninguna Akureyri – bær- inn við Pollinn. Sýningarvörður veit- ir sýningargestum innsýn í líf bæjarbúa fyrr á tíð og bregður upp mynd af litríkum sögupersónum úr bæjarlífi þess tíma. Leiðsögnin hefst kl. 15 og er aðgangseyrir kr. 400. Sunnudaginn 3. ágúst verður farið í sögugöngu um Oddeyrina á Akur- eyri. Skoðuð verða gömlu húsin í suðurhluta Oddeyrarinnar milli Strandgötu og Eiðsvallagötu. Leið- sögumaður verður Guðrún María Kristinsdóttir. Lagt verður upp frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49, kl. 14. Þátttökugjald er kr. 300. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.