Morgunblaðið - 30.07.2003, Page 22

Morgunblaðið - 30.07.2003, Page 22
SUÐURNES 22 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ VISSULEGA var erfitt að fara frá jörð sem maður hafði byggt upp og búið á allan sinn aldur en við vildum hætta áður en svo gæti farið að allt færi að grotna niður eða við hefðum ekki þrek til að sinna búskapnum hjálparlaust,“ segir Heiðar Kristj- ánsson, fyrrum bóndi á Hæli í Torfa- lækjarhreppi, en hann og kona hans Kristín Jónsdóttir seldu jörðina á síð- asta ári og fluttu á Blönduós. Þau tóku við búskap á Hæli árið 1966 en þá hafði Heiðar búið í nokkur ár í félagi við foreldra sína, Þor- björgu Björnsdóttur og Kristján Benediktsson. „Ég kynntist konunni minni þegar hún kom hingað á Blönduós í Kvennaskólann og hún eins og margar aðrar konur sem þangað komu átti ekki afturkvæmt. Hún var vön sveitastörfum þar sem hún var fædd og uppalin í sveit þar sem foreldrar hennar bjuggu í Graf- ardal í Borgarfirði.“ Hefði getað orðið smiður Jörðin Hæli stendur í miðri sveit þaðan sem sést vítt um héraðið og til sjávar og búsældarlegt er heim að líta. Heiðar segist hafa haft gaman af smíðum og þau hjón byggðu upp alla jörðina eftir að þau tóku við búskap. Svo mikinn áhuga hafði Heiðar á byggingum að þegar hann var 15 ára 1954 teiknaði hann viðbyggingu við íbúðarhús sem foreldrar hans höfðu byggt um 20 árum fyrr. Teikningin var samþykkt af teiknistofu landbún- aðarins og þetta hús stendur enn ásamt nýrri viðbót. „Ég hefði sjálf- sagt getað orðið smiður og það er ólíkt léttara að standa í svona bygg- ingum ef maður hefur áhuga og eitt- hvert vit á smíðum og það er eig- inlega nauðsynlegt fyrir bónda að þurfa ekki að nota mikið aðkeypta vinnu. Ég var líka hneigður fyrir bú- skap og fór einn vetur á Bændaskól- ann á Hólum til að búa mig undir að taka við búinu.“ Heiðar segist hafa haft sérstaklega gaman af kindum og voru þau Kristín með 650 kindur á fóðrum þegar mest var og þegar þau hættu síðastliðið haust var bústofninn 500 fjár. Fyrstu búskaparárin voru þau einnig með kýr en hættu mjólkurframleiðslu árið 1977. „Ég sagði það stundum að ann- aðhvort myndu kýrnar drepa mig eða ég þær og ég varð fyrri til.“ Þótt búið á Hæli hafi verið stórt vann Heiðar mikið utan heimilis. „Skólaakstur hef ég stundað í um tvo áratugi hérna frá Húnavallaskóla og á haustin hef ég flutt fé í sláturhúsið á Blönduósi bæði hérna úr nágrenninu, frá Ströndum og víðar að.“ Heiðar segir að þegar útséð var um að börnin fjögur væru hnneigð til búskapar hefðu þau ákveðið að selja. „Þau hafa öll farið í langskólanám og afkoma í búskap býður ekki upp á að fólk geti byrjað búskap í dag, mögu- leikarnir eru svo miklu fjölbreyttari í þéttbýlinu fyrir ungt fólk.“ Að vinna aðeins fimm daga í viku Heiðar fékk vinnu hjá KH hf. á Blönduósi í sumar en heldur áfram skólaakstri og fjárflutningum þegar haustar. Kristín starfar í eldhúsi heil- brigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Þau hafa komið sér vel fyrir við Holtabraut í einbýlishúsi með grón- um garði. En hvernig eyðir fólk frí- stundum þegar það flytur úr sveit í kaupstað? „Mér finnst það nú mestu við- brigðin að vinna aðeins fimm daga í viku. Við höfum haft nóg að gera í sumar við að vinna í garðinum, í bíl- skúrnum og dytta að húsinu en það hefur þó komið fyrir að mér leiðist um helgar. Þá höfum við aðeins farið í svona eins til tveggja daga ferðir til dæmis í kringum sauðburðinn í vor og það var skrýtin tilfinning að vera engum til gagns meðan sveitafólk stóð á haus í vinnu.“ Heiðar hefur lengi haft áhuga á kórstarfi og hefur sungið í kórum um tuttugu ára skeið. „Ég syng í tveimur kórum, Kirkjukór Þingeyra- og Und- irfellssókna og Samkórnum Björk svo ég get alltaf fundið mér eitthvað að gera og hef lítinn áhuga á að sitja auðum höndum.“ Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Heiðar Kristjánsson og kona hans, Kristín Jónsdóttir, í gróskumiklum garðinum við hús sitt á Holtabraut á Blönduósi. Úr búskap á Blönduós Blönduós ÞEGAR gengið er fram á svokallað Tóarnef fremst á Dyrhólaey stendur maður ofan á gatinu fræga og horfir nánast beint ofan í sjóinn of- an af þverhníptu bjarginu. Þaðan sést best hvað bergið er hátt og sérstaklega ef horft er í átt til vitans en framan við vitann er mjög vinsælt af ferðamönnum að standa á bjargbrúninni og taka myndir og fara ferða- langarnir oft óþarflega utar- lega til að ná sem bestum myndum. Það er alls ekki hættulaust því að eins og sést á myndinni hefur hrun- ið stór fylla úr berginu enda er bergið víða laust í sér og sprungið. Dyrhólaey vinsæll ferðamannastaður Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ferðamaður að taka mynd beint upp af grjóthruninu í Dyrhólaey. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að ekki komi til greina að bæta svo miklu við þá framkvæmd sem nú er unnið að við breikkun Reykjanesbrautar án þess að það verk verði boðið út. Verktakar fyrsta áfanga breikk- unarinnar hafa lýst yfir áhuga á að taka að sér að ljúka Reykjanes- brautinni til Njarðvíkur á grund- velli sama einingaverðs og þeir vinna nú á og að þeir þurfi ekki að bæta nema átján mánuðum við framkvæmdatímann. „Allir sem komu að þessu máli þegar verkið var hafið ætluðust til þess að því myndi ljúka. Við höfum fagnað þeim áföngum sem við höfum fengið en nú er kominn tími til að yfirvöld samgöngumála segi okkur hvenær fram- kvæmdum við Reykjanesbrautina á að ljúka,“ segir Steinþór Jóns- son, forsvarsmaður Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut. Verk- takar við breikkun fyrsta áfanga Reykjanesbrautarinnar hafa lýst því yfir við áhugahópinn að þeir séu tilbúnir að taka að sér að ljúka tvöföldun brautarinnar á grundvelli sama einingaverðs og þeir vinna nú á og að þeir þurfi ekki að lengja framkvæmdatím- ann nema um átján mánuði. Samsteypa verktakanna Há- fells, Jarðvéla og Eyktar átti lægsta tilboð í fyrsta áfanga tvö- földunar Reykjanesbrautar þegar verkið var boðið út á síðasta ári. Tóku þeir að sér að leggja 8 kíló- metra veg frá bæjarmörkum Hafnarfjarðar og upp á Strand- arheiði fyrir 616 milljónir sem var 62% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar. Á þessum kafla eru tvö mislæg gatnamót. Fram- kvæmdir hófust 11. janúar síðast- liðinn. Síðar var verkið stækkað með því að bætt var við 3,5 kíló- metra kafla þannig að vegurinn mun ná langleiðina að Voga- afleggjara og greiðir Vegagerðin 137 milljónir til viðbótar fyrir það. Samtals vinna verktakarnir því að 11,5 kílómetra kafla, eða hálfa vegalengdina milli Hafnar- fjarðar og Njarðvíkur, fyrir rúm- ar 750 milljónir kr. Munu fyrir- tækin skila verkinu í síðasta lagi 1. desember á næsta ári. Sérhæfð tæki „Þeir Suðurnesjamenn, Stein- þór og fleiri hafa verið duglegir að þrýsta á um að verkinu verði lokið. Það varð til þess að við fór- um að leggja niður fyrir okkur hvernig við gætum komið að því,“ segir Eiður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Háfells. „Við teljum okkur ráða við það að bæta við þessum tólf kílómetrum á til- tölulega stuttum tíma og á sama verði og við erum að vinna nú,“ segir Eiður. Á umræddum kafla eru tvenn mislæg gatnamót, við Vogaafleggjara og Grindavíkur- veg, auk tengingar við byggðina í Njarðvík og hefur Vegagerðin tal- ið að þessi helmingur braut- arinnar yrði dýrari en sá sem nú er unnið að. Eiður segir að hugmyndir fyr- irtækjanna byggist á því að þau hafi keypt sérhæfð tæki fyrir þetta verk, stórar gröfur og námabíla. Ef ekki fáist áframhald- andi vinna fyrir tækin verði þeim skilað og fari þá úr landi. Að sögn Steinþórs og Eiðs hafa þau alvarlegu umferðarslys sem orðið hafa á Reykjanesbrautinni á þessu ári, meðal annars banaslys, einnig orðið til að auka þrýsting- inn á að verkinu verði haldið áfram til loka. Vinna við breikkun Reykjanes- brautarinnar gengur vel, að sögn Eiðs, og er verkið heldur á undan áætlun. Hann segir stefnt að því að hleypa umferð á veginn næsta vor ljúka honum um mitt sumar. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut mun koma hug- myndum verktakanna til sam- gönguráðuneytisins og Eiður býst við að verða í sambandi við ráð- herra um framgang málsins. Hann er bjartsýnn á að hugmynd- irnar verði teknar til jákvæðrar skoðunar enda um afar arðsama framkvæmd að ræða. Líkur eru á að Vegagerðin muni bjóða áframhald breikkunar Reykjanesbrautarinnar út, hvort sem ákveðið verður að flýta fram- kvæmdinni eða ekki. Jónas Snæ- björnsson, umdæmisstjóri á Reykjanesi, segir að tæknilega sé hægt að vinna verkið með þeim hætti sem verktakarnir leggja til, undirbúningur sé vel á veg kom- inn og hönnunargögn að verða tilbúin. „En stjórnsýslulega er þetta sennilega erfiðara mál. Verkið sem var boðið út hefur nú þegar verið stækkað um 25% eða svo, og það er ekki samkvæmt reglum að við getum stækkað verkið meira en það. Við myndum leggja til að þetta yrði boðið út ef það yrði ákveðið að flýta fram- kvæmdum eins og verið er að tala um. Þá hafa þessir verktakar mjög góða aðstöðu til að bjóða í,“ segir Jónas. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að verktakarnir vinni samkvæmt verksamningi sem gerður hafi verið að undan- gengnu útboði. Ekki sé inni í myndinni að bæta svo miklu við án þess að bjóða verkið út. Hann segir að vissulega hafi tilboð verktakafyrirtækjanna verið gott í fyrsta áfangann og vonandi verði tilboð einnig góð í seinni áfangann þegar hann verði boð- inn út. Vinna við endurskoðun vega- áætlunar hefst á næsta ári. Þá verður tekin afstaða til þess hvort unnt verður að flýta seinni áfanga Reykjanesbrautar. Verktakarnir bjóðast til að ljúka breikkun Reykjanes- brautarinnar alla leið til Njarðvíkur á átján mánuðum Framkvæmdin boðin út þegar að henni kemur Reykjanesbraut MESTA mildi þykir að bílstjóri Caterpillar-námabíls, sem valt með hlassi við Reykjanesbrautina í gær, skuli hafa sloppið með smá- skrámur. Að sögn Ólafs Kjartans- sonar, eiganda verktakafyrirtæk- isins Jarðvéla, sem á trukkinn, hvellsprakk á hægra framdekki bílsins með þeim afleiðingum að hann valt. Ef sprungið hefði á vinstra dekkinu hefði getað farið verr því þar fyrir ofan er bílstjórahúsið. „Ég hefði ekki viljað hugsa það til enda ef bíllinn hefði oltið á hina hliðina þar sem bílstjórahúsið er,“ sagði Ólafur. Hann segir að bíllinn hafi verið að koma á nokkurri ferð í beygju þegar dekkið sprakk. „Það á ekki að vera nokkur leið að velta svona bíl en þetta óhapp af- sannar það.“ Bílstjórinn var að vinna á bíln- um við breikkun Reykjanesbraut- ar þegar óhappið varð. Trukkurinn vegur fullhlaðinn hátt í hundrað tonn, þar af hlass á palli tæp 60 tonn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögreglumenn rannsökuðu vettvang í gær og tóku skýrslur en námubíllinn lá á hliðinni við Reykjanesbrautina. Bílstjórinn slapp með skrámur Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.