Morgunblaðið - 30.07.2003, Qupperneq 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Mokkakaffi Aðalheiður S. Ey-
steinsdóttir opnar sýningu sem er
liður í verkinu „40 sýningar á 40
dögum“.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Á TÓNLEIKUM Bláu Kirkjunnar á
Seyðisfirði í kvöld verða sönglög
Ellýjar og Vilhjálms Vilhjálmssonar
flutt af austfirskum tónlistarmönn-
um með söngkonuna Aðalheiði Borg-
þórsdóttur í fararbroddi.
Flytjendur með henni eru Ágúst
Ármann Þórláksson hljómborð,
Bjarni Freyr Ágústsson söngur og
gítar, Einar Bragi Bragason saxó-
fónn og flauta, Jón Hilmar Kárason
gítar, mandolín og bassi, og Marías
B. Kristjánsson trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er
aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir full-
orðna en frítt fyrir 16 ára og yngri.
Bláa kirkjan
Lögin þeirra
Ellýjar og
Vilhjálms
SÝNING á ljósmyndum Ragnars Ax-
elssonar, ljósmyndara Morgun-
blaðsins, stendur um þessar mundir
yfir á Photowork-hátíðinni á Val
d’Orcia í Toskanahéraði á Ítalíu. Á
sýningunni, sem nefnist Ljósbrigði
norðursins mikla, eru um 40 ljós-
myndir sem Ragnar hefur tekið á Ís-
landi, í Færeyjum og á Grænlandi á
síðastliðnum 15 árum. Eru þær hluti
af verkefni sem hann vinnur að um
lífshætti sem eru að hverfa í Norður-
Atlantshafinu.
Ragnar var heiðursgestur hátíð-
arinnar, en sýningin á myndum hans
var sett upp í kastala frá 13. öld. Úr
honum sér vítt yfir Toskanahérað
og er hann vinsæll viðkomustaður
ferðamanna. Tvær aðrar ljós-
myndasýningar voru settar upp á
hátíðinni að þessu sinni, í nálægum
kirkjum. Þar eru sýnd verk tveggja
ítalskra ljósmyndara, Coletti og
Turetta. Annar hefur myndað
trúarhátíðir á Ítalíu en hinn fylgdi
lögreglumönnum eftir og myndaði
mannlífið sem þeir upplifðu.
Samhliða sýningunum eru haldin
námskeið fyrir starfandi ljósmynd-
ara í bænum við kastalann, Castigl-
ione d’Orcia, en kennararnir koma
úr listaháskóla í Rómaborg. Photo-
work-hátíðin er hluti af Val d’Orcia-
listahátíðinni sem er kunn á Ítalíu
fyrir fjölbreytilegar listrænar uppá-
komur.
Frá ljósmyndasýningu Ragnars Axelssonar á Photowork-hátíðinni á Val d’Orcia í Toskana-héraði á Ítalíu.
Ljósmyndir Ragnars
Axelssonar í Toskana
Ljósmynd/ Björk Hreiðarsdóttir
Kastalaturninn þar sem sýning Ragnars er. Þaðan sér vítt yfir Toskana.
ÞAÐ á við um tónlistina eins og
ýmislegt annað, að það sem við fáum
að heyra og sjá, er aðeins eins konar
lokaniðurstaða – afrakstur ómældrar
vinnu tónlistarmannanna – vinnu
sem við vitum að hefur skipt vikum,
mánuðum, árum og áratugum – í
flestum tilfellum frá blautu barns-
beini. Þarna spilar upplag líka inní
dæmið, músíkalskir hæfileikar, agi
og einbeiting til að stunda þessa
kröfuhörðu vinnu. Enn aðrir þættir
sem hafa áhrif á lokaniðurstöðuna
eru tilviljanakenndari, tónleikagest-
ir, umhverfi, andrúmsloft og þess
háttar – jafnvel svolítil heppni. Þegar
allir þessir þættir eru í sínu hásuðri,
allt gengur eins og best verður á kos-
ið, verða óskastundirnar til, og mað-
ur óskar þess að tíminn líði ekki al-
veg svona hratt. Sjöunda
Reykholtshátíðin var haldin um
helgina, með þátttöku frábærs tón-
listarfólks, flutningi úrvals tónlistar,
við einstakar kringumstæður – allt
lagðist á eitt og óskastundirnar urðu
til.
Listrænn stjórnandi Reykholtshá-
tíðarinnar er Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanóleikari, og hefur henni
tekist að skapa hátíðinni bæði vel
heppnað form og innihald. Hátíðin
hefst á föstudagskvöldi, með tónleik-
um sem helgaðir eru einhverju einu
tónskáldi að þessu sinni Franz Schu-
bert. Á laugardagseftirmiðdegi eru
ljóðatónleikar, kammertónleikar
með lengri verkum á laugardags-
kvöldi, og á sunnudagseftirmiðdegi
eru lokatónleikar með blandaðri dag-
skrá. Efnisskráin er ætíð hlaðin önd-
vegisverkum tónbókmenntanna, -
þar hefur ekki verið um neinar mála-
miðlanir að ræða. Oftast hafa nor-
rænir gestir komið fram á hátíðinni –
að þessu sinni danski tenórsöngvar-
inn Jens Kroggaard, en auk hans
komu frá Englandi Ásdís Valdimars-
dóttir víóluleikari og Brindisi tríóið.
Íslensku þátttakendurnir voru svo
auk Steinunnar Birnu, Eþos kvart-
ettinn og Hulda Björk Garðarsdóttir
sópran.
Schuberttónleikar á föstudags-
kvöldinu hófust með söng, þegar
Hulda Björk og Steinunn Birna
fluttu tvo ljóðasöngva, An die Musik
og Liebesbotschaft, og aríu í ítölsk-
um stíl, La pastorella. Flutningur
þeirra var mjög stílhreinn – landslag
ljóðanna þaulhugsað og einstaklega
fallega mótað. Steinunn Birna og
Bryndís Halla léku Litaníu Schu-
berts listilega vel, og Ásdís Valdi-
marsdóttir lék með Steinunni Birnu
Arpeggione sónötuna, sem í dag
heyrist oftar leikin á selló og píanó.
Ég er ekki frá því að víólan fari þessu
vinsæla verki betur en sellóið. Að
vísu missir það nokkuð af sínum
virtúósíska blæ, sem helgast af því að
það er erfiðara að spila það á selló en
víólu en fyrir vikið öðlast það meiri
mýkt og þokka, sem Ásdís kom afar
fallega til skila. Flutningur Eþos á
Strengjakvartett í a-moll ópus 29 var
óhemjufallegur. Auður Hafsteins-
dóttir er firnagóður leiðari og með
einstakri samstillingu hópsins skap-
aðist mikil músíkölsk spenna. And-
antekaflinn var sérstaklega vel leik-
inn, með sínu þokkafulla
upphafsstefi, uppáhaldsmótívi Schu-
berts, hnígandi stórri þríund (mí –
mímí – do – do), sem Schubert notaði
bæði í Impromptuunum, Rósa-
mundu, ljóðasöngvum og víðar. Í
ländlerdansinum í þriðja þættinum
var inngangurinn líka fallega útfærð-
ur, hvernig Schubert eins og hikar og
stígur varlega til jarðar áður en hann
sleppir sér í dansinn. Þetta var frá-
bærlega músíkalskt og fallega gert.
Ljóðatónleikar Jens Krogsgaard
og Steinunnar Birnu voru það sem
kom ánægjulegast á óvart á Reyk-
holtshátíðinni nú. Á fyrri hluta efnis-
skrárinnar voru eingöngu lög eftir
Peter Heise, þann danska rómantík-
er sem söngvarinn kveðst hafa mest-
ar mætur á. Þessi lög eru lítið þekkt
hér, því miður, því þær reyndust
sannkallaðar perlur og mikið lán að
fá að kynnast í frábærum flutningi.
Reyndar fór Jens Krogsgaard nokk-
uð varlega af stað, en eftir tvö lög var
hann kominn í gott form og söng
dásamlega fallega, með bjartri lýr-
ískri rödd. Lögin úr flokknum
„Farlige dr¢mme voru best, sérstak-
lega Så lad sangen I salene bruse, og
Det blinker með perler, þar sem
heyra má að Heise þekkti til Schu-
berts, lagið minnir á söng hans Die
junge Nonne.
Flokkurinn An die ferne Geliebte
eftir Beethoven var fremur daufur.
Þessi fyrsti rómantíski söngvasveig-
ur geldur þess hve þeir sem á eftir
komu – eftir Schumann og Schubert
hafa tekið honum fram í vinsældum.
Hér er Beethoven þó upp á sitt besta,
en það hefði þurft að vera meiri
kraftur í söngnum. Jens Krogsgaard
fann sig hins vegar afar vel í söngv-
um Richards Strauss sem hann söng
með eindæmum vel. Þau Steinunn
Birna sköpuðu margar sterkar
stemmningar, til dæmis í Die Nacht,
þar sem þau byggðu upp myndarlegt
crescendo þar til í undurveiku loka-
ljóðinu, í Ruhe, meine Seele, þar sem
tært eftirspilið undirstrikaði við-
kvæma dýpt ljóðsins, og í Heimliche
Aufforderung, þar sem leynilegt
stefnumót elskenda var túlkað með
erótískum innileik og mýkt.
Brindisi tríóið var í aðalhlutverki á
laugardagskvöldið, og lék Tríó í G-
dúr K 564 eftir Mozart, Tríó í d-moll
op. 120 eftir Fauré og Tríó í B-dúr
op. 8 eftir Brahms. Hljóðfæraleikar-
arnir koma úr röðum fremstu lista-
manna Breta og hafa unnið til marg-
háttaðra viðurkenninga og verðlauna
fyrir leik sinn. Sjaldan hefur gagn-
rýnandi verið jafnorðlaus um leik
kammerhóps á Íslandi. Hér var ekki
efni til að dæma eða segja eitt öðru
betra í flutningi hópsins. Svo full-
komlega agaður og músíkalskur
hljóðfæraleikur getur varla gleymst
nokkrum þeim sem á hlýðir – full-
komlega hafinn yfir stað og stund. Á
endanum er það í mesta lagi spurn-
ingin um hvaða tónskáld hugnast
hlustandanum umfram annað, svo
heilsteyptur og stílhreinn var leikur
tríósins í öllum verkunum þrem –
tærleikanum hjá Mozart, ljóðræn-
unni hjá Fauré og eldinum og ástríð-
unum hjá Brahms. Óskandi að þessi
hópur kæmi hingað oftar og mikið
lán að Ríkisútvarpið skyldi vera á
staðnum til að fanga augnablikið.
Á lokatónleikum á sunnudag voru
fjögur verk. Steinunn Birna, Auður
og Bryndís Halla léku tríó í G-dúr
eftir Haydn, sem þekktast er fyrir
frábæran lokakafla, bráðfjörugt ung-
verskt rondó. Píanóið og fiðlan eru í
aðalhlutverki hér, og „dobla“ hvort
annað eftir atvikum, meðan sellóið
sér um bassarödd og hefur ekki mik-
ið umleikis þess utan. Fantagóður
leikur kvennanna, ekki síst í kraft-
miklum lokaþættinum gerði þetta
þokkafulla verk sérdeilis áhrifamik-
ið.
Hulda Björk, Steinunn Birna og
Bryndís Halla frumfluttu Höfund
aldar, nýtt verk eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur við texta Snorra
Sturlusonar. Verkið var á margan
hátt, en þó í bestu merkingu gamal-
dags, minnti um margt á elstu verk
Jóns Leifs og Sigurðar Þórðarsonar.
Þar var þjóðlegur tónn sleginn af
miklum krafti. Hildigunni lætur ein-
staklega vel að semja fyrir söngrödd-
ina og tók Hulda Björk þennan nýja
rammaslag með trompi í glæsilegum
söng. Aftast í kirkjunni heyrðust
orðaskil þó ekki með besta móti, en
textablöð auðvelduðu hlustendum að
fylgjast með. Þetta var flott og vel
samið verk, og spennandi að fylgjast
með því hver örlög þess verða.
Jacqueline Shave, Ásdís og Mich-
ael Sterling léku sjaldheyrt tríó op.
10 eftir Dohnány – þrælerfitt og
kraftmikið verk með þjóðlegum und-
irtóni. Sérstaka athygli vakti gríðar-
lega fallegt sóló Ásdísar í rómönsu-
þættinum, angurvært og blítt og
annað sóló hennar í tilbrigðaþættin-
um. Saman var hópurinn frábært tríó
og leikurinn eins fullkominn og hægt
er að hugsa sér.
Lokaverkið, Píanókvartett op. 60
nr. 3 eftir Brahms er ekki síður erfitt
í flutningi, en þar lék Ásdís víóluhlut-
verkið með Brindisi tríóinu. Kvart-
ettinn er meðal mestu meistaraverka
Brahms, og þar takast á eldfimar ást-
ríður og undurblíðar tilfinningar í
kynngimögnuðum galdri. Leikur
hópsins var þéttur og fullkomlega
músíkalskur og sellósóló Michaels
Stirlings í hæga þættinum hreinn un-
aður. Þetta var aldeilis frábært nið-
urlag á frábærri tónlistarhelgi í
Reykholti.
Það hefur alltaf verið einskær
ánægja að sækja Reykholtshátíð. Þó
fullyrði ég að aldrei hafi tekist jafnvel
til og í þetta sinn hvað listrænt gildi
snertir. Koma Brindisi-tríósins og
Ásdísar Valdimarsdóttur skipti þar
sköpum og sömuleiðis einstakt tæki-
færi til að heyra Jens Krogsgaard
syngja sönglög Heises. Hitt er þó
ekki síst gaman, að heyra okkar frá-
bæra listafólk í samanburði við þá
allrabestu, og finna að íslenskir tón-
listarmenn eiga vel heima við þeirra
hlið. Andrúmsloftið í Reykholti skipt-
ir líka sköpum. Þangað sækir stór
hópur fastagesta ár eftir ár, og þar
myndast tengsl og kunningsskapur
sem vissulega hafa áhrif á þá
stemmningu sem þar skapast.
Reykholt í
listrænu öndvegi
TÓNLIST
Reykholtshátíð
Eþos kvartettinn: Auður Hafsteinsdóttir
fiðluleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleik-
ari, Guðmundur Kristmundsson víóluleik-
ari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik-
ari, Brindisi tríóið: Caroline Palmer
píanóleikari, Jacqueline Shave fiðluleik-
ari og Michael Stirling sellóleikari; Ásdís
Valdimarsdóttir víóluleikari, Jens
Krogsgaard tenór, Hulda Björk Garð-
arsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanóleikari fluttu verk eftir
Schubert, Mozart, Haydn, Fauré,
Brahms, Dohnany, Heise, Beethoven,
Richard Strauss og nýtt verk eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur.
FERNIR KAMMER- OG LJÓÐATÓNLEIKAR
HELGINA 25.–27. JÚLÍ
Bergþóra Jónsdóttir
Í GALLERÍI Dvergi opnar Geir-
þrúður Finnbogadóttir Hjörvar
myndlistarsýningu sem ber heitið
„The weight of significance“ á morg-
un fimmtudaginn 31. júlí klukkan
18–21.
Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga klukkan 17–19 til 17.
ágúst. Sýningarhúsnæðið er í kjall-
ara á Grundarstíg 21, 101 Reykjavík.
Sýning í Galleríi
Dvergi
♦ ♦ ♦