Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E ITT helsta markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Það markmið kemur m.a. fram í athugasemd- um frumvarpsins, frá árinu 2000, en einnig kom það fram í ræðu þáverandi félagsmálaráðherra, Páls Péturssonar, þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi hið sama vor. Í athugasemdunum segir m.a.: „Markmiðið með þess- ari lögbundnu skiptingu milli for- eldra [þ.e. að hvorki móðir né fað- ir geti framselt sinn þriggja mánaða sjálfstæða rétt til fæðing- arorlofs] er m.a. að stuðla að jafnri foreldraábyrgð sem og jafnri stöðu kynjanna á vinnumark- aði.“ Mikilvægt er að hafa þetta mark- mið í huga þegar rætt er um lögin – sem komu að fullu til fram- kvæmda sl. áramót – og framtíð Fæðingarorlofssjóðs. Lögin eiga m.ö.o. að hafa það í för með sér að jafnmiklar líkur verði á því að konur á barneign- araldri og karlar fari í orlof vegna fæðingar barns. Þar með ætti launabilið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði að minnka. Páll Pétursson fór m.a. inn á þetta í framsöguræðu sinni, vorið 2000, en þar sagði hann m.a.: „Ein skýringin á kynbundnum launamun, sem viðgengst því miður enn þá, er að konur séu meira bundnar heimili en karlar og frátafir þeirra frá vinnu vegna barneigna meiri en karla. Því þarf að gera aðgengilegt fyrir alla feður að taka fæðingarorlof ef þeir kjósa.“ Aðrir þingmenn, úr stjórn og stjórnarandstöðu, sem þátt tóku í umræðunni um frumvarpið á Al- þingi á sínum tíma tóku í sama streng. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði t.d.: „Það að þrír mánuðir verði bundnir föður mun hafa mun víðtækari áhrif til viðhorfs- breytinga á stöðu kynjanna í samfélaginu en við höfum áður kynnst. Það að feður fari inn á heimilin og taki jafnan þátt í upp- eldi og umönnun barna sinna á fyrstu mánuðum mun gerbreyta afstöðu atvinnulífsins til starfs- manna sinna.“ Í stuttu máli hlaut frumvarpið almennt góðar viðtökur á Alþingi og var það að lokum samþykkt með 50 samhljóða atkvæðum á vordögum 2000. Síðan þá hafa stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir eru, hampað lögunum sem einu mikilvægasta skrefi, sem tekið hefur verið, í átt til jafnréttis kynjanna. Og ef um- ræðan er skoðuð grannt kemur í ljós að liðsmenn stjórnarflokk- anna hafa margir hverjir keppst um að eigna sér frumkvæðið að setningu laganna. Allir vildu semsé Lilju (eða Orlofslögin) kveðið hafa… Fyrsti áfangi fæðingar- og for- eldraorlofslaganna tók gildi í upphafi árs 2001 og skv. upplýs- ingum frá Tryggingastofnun rík- isins (TR), nýttu um 80% nýbak- aðra feðra sér sjálfstæðan rétt sinn til fæðingarorlofs fyrstu tvö árin. Karlar tóku að meðaltali 1,5 mánuð í fæðingarorlof á síðasta ári, skv. upplýsingum á heimasíðu TR, en konur tóku að meðaltali 4 mánuði. Á fyrstu fjórum mán- uðum þessa árs fengu að meðal- tali um 800 feður greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en rúmlega 2.100 konur. Þetta hlýtur að telj- ast ánægjuleg þróun, sé litið til markmiða umræddra laga. Til samanburðar má geta þess að ekki nema tíu til fjórtán feður fóru í fæðingarorlof á ári fyrir gildistöku títtnefndra laga. Á hinn bóginn er athyglisvert að sjá að áætlaðar meðalgreiðslur úr sjóðnum til mæðra fyrstu fjóra mánuði þessa árs eru um 152 þús- und kr. en til feðra á sama tíma- bili um 254 þúsund kr. Gefa þess- ar tölur til kynna að enn sé þó nokkur munur á launum karla og kvenna. Á heimasíðu TR kemur jafnframt fram að um 1% mæðra sem fengu greiðslu úr sjóðnum, fyrstu fjóra mánuði ársins, er með hærra en 500 þúsund kr. í meðalgreiðslur eða 11 konur en um 9% feðra eða 106 karlmenn! Nokkuð hefur verið rætt um framtíð laganna, að undanförnu, eftir að í ljós hefur komið að allt stefni í að eigið fé Fæðingar- orlofssjóðs verði að fullu uppurið árið 2005. Útgjöld sjóðsins hafa m.ö.o. stigmagnast undanfarin misseri en tekjurnar hafa aftur á móti lítið hækkað, skv. frétt Morgunblaðsins frá 16. júlí. Ein ástæðan fyrir þessari stöðu sjóðs- ins er sögð sú að fleiri hafi nýtt sér réttindi laganna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Enn fremur kann að vera að laun og þar með greiðslur úr sjóðnum – sér- staklega til feðra – séu hærri en ráð var fyrir gert. Í athugasemdum orlofsfrum- varpsins kemur m.a. fram að það sé einungis „tímabundin aðgerð“ að lögbinda skiptingu fæðingar- orlofs milli foreldra vegna þess að „reynslan hafi sýnt að í [gamla kerfinu hafi] konur aðallega nýtt réttinn til fæðingarorlofs þrátt fyrir að foreldrar [hafi átt] þann rétt sameiginlegan.“ Segir enn- fremur að lögbinda þurfi fyrir- komulagið með þessum hætti meðan réttur feðra til fæðingar- orlofsins festist í sessi. Að mínu mati er binding fæð- ingarorlofsins við foreldri for- senda þess að markmið laganna nái fram að ganga; þ.e. að konur og karlar nái jafnri stöðu á vinnu- markaði; að t.d. kynbundinn launamunur, sem enn er til stað- ar, hverfi að fullu. Þótt feður hafi „brugðist vel við“ lögunum er of snemmt að segja til um það hvort réttur þeirra til orlofs hafi náð að „festa sig í sessi“. Þetta verða þeir, sem nú vinna að endur- skoðun laganna innan félags- málaráðuneytisins, að hafa í huga. Einnig hlýtur hin þver- pólitíska samstaða um lögin að skipta miklu máli. Stjórnmálin snúast m.a. um að forgangsraða. Ljóst er að jafnrétti kynjanna hefur verið sett ofarlega á for- gangslistann. Framhjá því má ekki líta. Allir vildu Orlofið kveðið hafa… „...Liðsmenn stjórnarflokkanna hafa margir hverjir keppst um að eigna sér frumkvæðið að setningu laganna.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Sturlaugur Jó-hannsson fæddist í Bolungarvík 27. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Jón Jensson, f. í Bolung- arvík 15.4. 1898, d. 21.4. 1967, og Sig- urða Sigurðardóttir, f. á Breiðabóli í Hóls- hreppi 9.7. 1895, d. 18.1. 1947. Bræður Sturlaugs eru: 1) Hjörleifur Hafliðason, f. 12.9. 1920, kona hans er Júlíana Hin- riksdóttir; 2) Ágúst Jóhannsson, f. 31.7. 1926, kona hans er Birna Þorbjörnsdóttir; og 3) Sigurður Jóhann Jóhannsson, f. 12.12. 1934, kona hans er Sæunn S. Sigurjóns- dóttir. Sturlaugur kvæntist 31. maí 1947 eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Magneu Gísladóttur, f. á Ísafirði 9.6. 1924, dóttir hjónanna Gísla Guðbjarts Hólmbergssonar, f. á Ísafirði 7.8. 1895, d. 29.2. 1988, og Lovísu Þórunnar Kristmunds- dóttur, f. í Tungusveit í Stranda- sýslu 27.9. 1900, d. 16.8. 1973. Börn Sturlaugs og Önnu Magn- eu eru: 1) Páll Helgi, f. 2.10. 1945, eiginkona Emma S. Rafnsdóttir, f. 24.3. 1948, börn þeirra eru: a) dóttir, f. 16.7. 1968, d. 17.7. 1968, b) Rafn, f. 23.3. 1970, eiginkona Marijke C. P. Colruyt, f. 2.12. 1971, synir þeirra eru Gísli, f. 28.4. 1997, og Julo Thor, f. 8.10. 1998, c) Þórunn, f. 10.7. 1971, eig- inmaður Hermann Halldórsson, f. 3.7. 1971, börn þeirra eru Halldór Páll, f. 23.12. 1995, og Emma Jóna, f. 15.10. 1997, d) Fann- ey, f. 7.3. 1974, dóttir hennar og Rolf Stöcklin er Katrín Emma, f. 10.1. 1996, e) Arnar, f. 13.1. 1976, sambýliskona Halla Björk Þorláks- dóttir, f. 30.12. 1974, f) Birna, f. 28.5. 1986; 2) Sigríður El- ísabet, f. 25.9. 1949, eiginmaður Ómar Örn Þorbjörnsson, f. 8.6. 1946, börn þeirra eru: a) Auður Berg- lind, f. 17.8. 1972, sambýlismaður Guðmundur Ingi Jónsson, f. 3.10. 1971, dóttir þeirra er Elísa Karen, f. 28.9. 1998, b) Hákon Örn, f. 30.5. 1977, c) Sturlaugur Aron, f. 30.5. 1977; 3) Þórunn Lovísa, f. 17.12. 1950, d. 14.7. 1987, eiginmaður Bragi Benediktsson, f. 27.3. 1949, börn þeirra eru: a) Anna Lauga, f. 28.8. 1972, sambýlismaður Karl Jakob Löve, f. 20.6. 1966, dóttir þeirra er Þórunn Lovísa, f. 23.11. 2001, b) Benedikt Þór, f. 27.9. 1978, c) Teitur, f. 11.5. 1983;. 4) Guðrún Ingibjörg, f. 3.3. 1958, eiginmaður Karl Jensson, f. 30.3. 1958, sonur þeirra er Hafþór, f. 19.11. 1995. Sturlaugur og Anna áttu heima á Tangagötu 15a á Ísafirði allt fram til ársins 1996 þegar þau fluttust að Dalbraut 18 í Reykja- vík. Útför Sturlaugs fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í minningunni er fallegur síðsum- ardagur á Ísafirði og lítil stúlka bíð- ur óþreyjufull í eldhúsinu hjá mömmu sinni, hún er komin í betri fötin, kjól og sportsokka. Hún er að bíða eftir að pabbi hennar komi heim af síldinni. Eftirvæntingin er mikil, hún hlakkar til að fá pabba heim og veit líka fyrir víst að hann hefur einhvern glaðning meðferðis. Mömmu hennar finnst sjálfsagt nóg um óróleikann og til þess að dreifa huga hennar stingur hún upp á að hún skreppi út í Norðurtanga til að athuga hvort ekki sjáist til ferða Straumnessins. Stúlkan þarf að bíða dágóðan tíma í fjörunni áður en hún sér hvar bátur kemur siglandi inn Skutulsfjörðinn, hún bíður þar til hún er viss um að þetta sé örugglega bátur pabba hennar og tekur þá sprettinn heim í Tangagötu. Þetta er ein af fyrstu minningum mínum tengdum pabba, seinna meir fór hann svo að vinna í landi og þá urðu samvistirnar meiri. Þær hafa þó aldrei verið jafnmiklar og síðustu sjö árin eftir að þau mamma fluttu til Reykjavíkur. Um sama leyti eign- uðumst við Kalli hann Hafþór afa- dreng eins og pabbi nefndi hann alltaf, þeir voru miklir félagar og vinir. Það má segja að á hverjum degi hafi afi komið til Hafþórs til að leika eða fara með drenginn sinn í göngutúr eða út á kirkjuróló. Það að fá að upplifa og fylgjast með sam- skiptum þeirra gaf mér skýrari mynd af því sem pabbi lagði hvað mesta áherslu á í lífi sínu, vinnu- semi, hjálpsemi og vandvirkni en þó fyrst og fremst það að sýna sam- ferðafólki sínu blíðu og væntum- þykju því þá farnaðist manni vel. Það var ómetanlegt fyrir Hafþór að fá að njóta svona mikilla samvista við afa sinn í þessi tæpu átta ár. Hann minnist afa sem alltaf var tilbúinn að leika við hann, kenndi honum vísur og þulur og sagði hon- um sögur frá barnsárum sínum vest- ur í Bolungarvík þegar hann gekk um á skóm úr fiskroði, borðaði fjallagrasagraut og drakk geita- mjólk. Fyrir allt þetta og miklu meira þökkum við nú á kveðjustund. Okkur finnst við hæfi að kveðja hann með einni af mörgum kvöld- bænum sem hann kenndi okkur af- komendum sínum, því að eins og hann sagði alltaf, það má enginn fara að sofa án þess að biðja bæn- irnar sínar og signa sig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi kæran pabba og afa. Guðrún, Karl og Hafþór. Nú þegar við kveðjum afa okkar koma margar minningar upp í hug- ann um allar góðu stundirnar sem við áttum með honum og ömmu á Ísafirði, það var alltaf mikið til- hlökkunarefni þegar stóð til að fara vestur í heimsókn til þeirra. Alltaf bar afi hag okkar allra fyrir brjósti og minnumst við þess með brosi þegar hann mátti ekki heyra okkur hnerra því að þá var hann kominn með Vick-kremið og trefil- inn til þess að fyrirbyggja frekari veikindi. Okkur langar að kveðja elsku afa okkar með bæninni sem hann kenndi okkur þegar við vorum lítil. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Berglind, Sturlaugur, Hákon, Anna Lauga, Benedikt og Teitur. Drengstaulinn, sem nýtur blíð- viðrisins, þar sem hann situr áhyggjulaus í kúskeljabingnum við vararvegginn, hefur valið sér þykka skel til að heyja skeljakapp við leik- bróður innan tíðar. Hann er á þeim aldri þegar öðrum er eftirlátið að hafa áhyggjur af brauðstriti og öðru amstri hvunndagsins. Samt sem áð- ur hefur tal fullorðna fólksins ekki farið fram hjá honum. Kannski þess vegna verður honum litið inn um opnar dyr beitingaskúrinnar, þar sem bróðir hans á sextánda ári stendur við lóðabalann. Byrðar hins fulltíða manns eru farnar að hvíla á herðum hans. Æskan er liðin. Ef til vill eru það óljósar síðari tíma vangaveltur um hlutdeild þessa tíu ára eldri bróður í áhyggjulausri bernsku drengsins, sem varðveitt hafa myndbrotið öðru fremur, þótt yfir sex tugir ára séu síðan runnir í tímans haf. Fáum árum seinna er drengnum ljóst mikilvægi bróðurins, þegar hann heyrir foreldra sína ræða um flutning fjölskyldunnar frá Bolung- arvík til Ísafjarðar. Og áður en hann fær áttað sig er bróðirinn farinn inn á Ísafjörð til búsetu, til að ávinna fjölskyldunni rétt til kaupa á hús- næði þar í bæ; nokkuð sem þætti skondið í dag. Þetta var á stríðs- árunum þegar alls staðar var skort- ur á öllu til alls. Hratt flýgur stund. Strákpattinn í skeljabingnum er orðinn löggilt gamalmenni samkvæmt útlistun samfélagsins. Og bróðir hans, sem forðum stóð við lóðabalann er farinn til nýrra heimkynna. Hann beitir ekki fleiri lóðir og hann hringir ekki oftar í litla bróður til þess eins að vita hvernig hann hefur það. Sturlaugur bróðir minn lagði hönd að mörgu á lífsleiðinni. Hann var lengi landmaður á bátum, bæði í Bolungarvík og á Ísafirði, bifreiða- stjóri til margra ára og á bílaverk- stæðum vann hann í fjölda ára; enda voru bílar áhugamál hans öðru fremur. Fyrir allt þetta minnast hans margir þeir, sem eftir eru. Ég hygg þó að fleiri, nú á ýmsum aldri, minnist hans sem umsjónarmanns í Grunnskólanum á Ísafirði, „skóla- afa“ eins þeir voru gjarnan kallaðir, sem gegndu þessu vandasama og mikilvæga starfi. Með því lauk langri og farsælli starfsævi Stur- laugs Jóhannssonar. Sturlaugur hafði ekki verið lengi á Ísafirði þegar leiðir hans og Önnu M. Gísladóttur sköruðust. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 31. maí 1947 og hófu búskap á Ísa- firði. Nánast alla tíð stóð heimili þeirra í Garðshorni, eins og Tanga- gata 15A heitir á máli innfæddra. Þeim varð fjögurra barna auðið: Sonurinn Páll Helgi er elstur, þá Sigríður Elísabet, Þórunn Lovísa og Guðrún Ingibjörg. Þórunn lést að- eins 35 ára að aldri, frá eiginmanni, Braga Benediktssyni, og þremur börnum. Við fráfall hennar var mik- ill harmur kveðinn að fjölskyldunni allri. Hin síðari ár hrakaði heilsu Önnu svo, að árið 1996 sáu þau sér ekki annan kost en að flytja til Reykjavíkur vegna sjúkleika henn- ar. Þeim umskiptum og veikindum konu sinnar mætti Sturlaugur með æðruleysi. Ég mæri ekki látinn bróður þótt ég fullyrði að Sturlaugur hafi verið hjartahlýr maður, sem ekkert aumt mátti sjá. Hann var frekar hlédræg- ur, flíkaði ekki mikið skoðunum sín- um, en átti engu að síður auðvelt með að umgangast fólk. Hann var það sem kallað er vinur vina sinna, bóngóður og taldi ekki eftir sér sporin ef rétta þurfti hendi, lagði al- úð við allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Samviskusemi var honum í blóð borin. Veikindi Önnu Möggu, eins allir sem til þekktu kölluðu konu hans, voru bróður mínum mikil raun, sem hann mætti af kjarki og staðfestu þess manns, sem fram yfir öll mann- leg mörk er tilbúinn að gefa af sjálf- um sér, sínum nánustu til velfarn- aðar. Í veikindum sínum tók hann ekkert jafn nærri sér og að geta ekki lengur heimsótt Önnu á hjúkr- unar-heimilið Skjól, þar sem hún hefur dvalið um nokkurt skeið. Þrátt fyrir allt gladdist hann þó í hjarta sínu og þakkaði guði fyrir að vita af henni í góðum höndum. Það var hon- um mikilvægara en allt annað. Elsku Anna, Palli, Sigga Beta, Gunna og Bragi. Hugur fjölskyldu okkar Sæu er hjá ykkur á þessari stundu, þótt orða kunni að vera vant. Það á einnig við um fjölskyldur bræðra minna, Gústa og Hjörleifs. Síðustu samverustundirnar á langri samleið færðu mér fullvissu um að bróðir minn hvílist nú á græn- um grundum og mun leiddur verða að vötnum þar sem hann má næðis njóta, af þeim, sem ávallt var honum leiðarljós og sú stoð, sem reyndist honum styrkust á erfiðum stundum. Guð blessi minningu bróður míns, þess góða drengs. Sigurður J. Jóhannsson. STURLAUGUR JÓHANNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.