Morgunblaðið - 30.07.2003, Side 31

Morgunblaðið - 30.07.2003, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 31 ✝ María Guð-mundsdóttir fæddist á Hverfis- götu 87 í Reykjavík 12. október 1913. Hún lést í Landspít- alanum við Hring- braut 21. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sæmunds- dóttir frá Fagradals- tungu í Saurbæjar- hreppi, Dalasýslu, f. 30. apríl 1882, d. 26. ágúst 1956, og Guð- mundur Sæmunds- son verkamaður frá Grjóti í Þver- árhlíð í Mýrasýslu, f. 9. nóvember 1870, d. 30. janúar 1963, þau voru lengst af til heimilis að Hverfis- götu 87 í Reykjavík. Systkini Mar- íu eru: Stefanía Jóna, f. 1. júlí 1908, d. 10. júlí 1980, maki Valdi- mar Daníelsson, f. 8. september 1909, d. 20. desember 1992; Sig- ríður Gíslína, f. 29. júní 1912, d. 10. júní 1998, maki Sigurbjarni Tómasson, f. 17. september 1910, d. 9. janúar 1985; Laufey Elísabet, f. 7. nóvember 1915, d. 6. júlí 1916; Árný Anna, f. 10. nóvember 1918, maki Tyrfingur Agnarsson, f. 27. mars 1908, d. 6. desember 1981; Aðalsteinn Sigurður, f. 9. október 1923, d. 1. september 1985, maki Geirþrúður Stefánsdóttir, f. 31. október 1920; Sveinn Gestur, f. 2. ágúst 1926, d. 1. júní 2003, maki Stefanía Lóa Valentínusardóttir, f. 17. júní 1932; og Dagbjört, f. 5. febrúar 1928, maki Þórarinn Sæ- mundsson, f. 10. ágúst 1927. María giftist 31. mars 1945 Har- aldi Jónssyni, leigubílstjóra og verslunarmanni, f. 30. janúar 1924. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson fisksali frá Hruna- króki í Árnessýslu, f. 13. júní 1879, d. 25. maí 1950, og Júlíana Björnsdóttir frá Þjóðólfshaga í Holtum í Rangárvallasýslu, f. 19. júlí 1884, d. 14. nóv- ember 1974. Börn Maríu og Haralds eru: 1) Jón Júlíus útibússtjóri, f. 15. nóvember 1944, maki Þóra Björg- vinsdóttir, f. 4. apríl 1945, börn þeirra eru: a) Haraldur, f. 1965, hann á tvö börn, b) Kristín, f. 1972, sambýlismað- ur Sigfús Helgi Guð- jónsson, f. 1973, þau eiga tvö börn, og c) María Júlía, f. 1979, sambýlismaður Þórður Sigurðs- son, f. 1976, þau eiga eina dóttur. 2) Gunnar húsasmiður, f. 22. mars 1947, maki Sesselja Stella Bene- diktsdóttir, f. 1944, börn þeirra eru: a) Guðrún, f. 1963, maki Gunnar Ármannsson, f. 1959, þau eiga þrjú börn, b) Rúnar, f. 1968, hann á eina dóttur c) María, f. 1971 samb.m. Björn Vilhjálmsson, f. 1971, þau eiga tvö börn, og d) Grétar Torfi, f. 1980. 3) Stefán verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1954, maki Fanney Ólafsdóttir, f. 15. desember 1952, synir þeirra eru: a) Haraldur Már, f. 1975, maki Ásta Björk Jónsdóttir, f. 1971, þau eiga einn son, b) Ólafur Andri, f. 1978, og c) Hlynur Þór, f. 1982, sambýliskona Gunnhildur Magn- úsdóttir, f. 1984, þau eiga eina dóttur. María vann við ræstingar í Laugarnesskóla í fjölda ára. Árið 1965 tóku þau hjónin við rekstri Hvítárskála í Borgarfirði og ráku hann til 1980, það sama ár keyptu þau gjafavöruverslunina Loftið við Skólavörðustíg og ráku hana um tíma. Árið 1995 fluttu þau hjón í Árskóga 8 og var María virkur félagi í því félagslífi sem þar er. Útför Maríu fer fram frá Selja- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín er fallin frá. Hún átti eftir tæpa þrjá mánuði í nírætt þegar kallið kom. Það er sárt og erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um þig, Mæja mín. Minningarnar hrannast upp því að frá þeim rúmu 40 árum sem við áttum samleið er margs að minnast og margt að þakka. Mér er sérstak- lega minnisstætt er ég kom fyrst á heimili ykkar, 16 ára unglingur, það var á jóladag 1962. Þú komst til dyra brosandi og bauðst mig hjartanlega velkomna. Þú fannst að mér var brugðið því að ég hélt að Nonni væri einn heima. En það var nú aldeilis ekki, því ég kom inn í jólaboð fjöl- skyldunnar og þú gerðir allt sem þú gast til að láta mér líða sem best. Já, þannig var nú mín fyrsta heimsókn á Rauðalæk 4. Svo voru það rósirnar tíu sem ég sendi þér á fimmtugsafmæli þínu, ég hafði bara keypt níu því ekki átti að gefa annað en oddatölu. Þú sagðir að þetta vissi á eitthvað gott. Upp frá þessu varð Rauðilækurinn mitt annað heimili. Þangað var gott að koma og gott að vera. Svo var það í apríl 1965 að ég flutti inn á heimilið ykkar því við Nonni vorum að byggja og þið hjónin máttuð ekki heyra nefnt að við færum að leigja úti í bæ. Halli okkar fæddist 2. júní og fyrstu tvö og hálfa árið hans bjuggum við hjá ykkur. Ég fór að vinna hálfan daginn rétt fyrir jólin og þú passaðir fyrir okkur, mikið hafð- irðu gaman af því. Þegar við fluttum í Fellsmúlann 17. nóv. 1967 og þið komuð um kvöldið stóð Halli uppi í rúminu og kallaði: „Amma, ég vil fara heim,“ mikið átt- irðu erfitt með að skilja við hann það kvöldið. En eftir að við fluttum hætti ég að vinna og við mæðginin komum gjarna labbandi í kaffi til þín á Rauða- lækinn. Svo var það fastur liður að koma til ykkar í mat á sunnudags- kvöldum og leyfa Halla að horfa á Stundina okkar. Árið 1965 tókuð þið hjónin við rekstri Hvítárskála við Hvítárbrú og rákuð hann til ársins 1980. Svo var það árið 1970 að við litla fölskyldan fórum að vinna hjá ykkur í Skálanum. Við ætluðum að vera í sex mánuði en vorum þar meira og minna næstu tíu árin. Þetta var skemmtilegur tími, sumrin voru oft æði erfið og vinnu- dagurinn langur, því engin voru vaktaskiptin. Sama fólkið frá klukkan átta á morgnana og fram yfir mið- nætti, því eftir lokun þurfti að þrífa. Þú varst alltaf fyrst á fætur og sein- ust í rúmið. En alltaf tókstu brosandi á móti viðskiptavinum, því þjónusta var þér í blóð borin. Enn í dag minnist fólk á hve gott hafi verið að koma í Skálann því viðmót ykkar hjóna hafi verið einstakt. Kristín okkar fæddist 23. maí 1972 og var komin upp í Skála rúmlega mánaðargömul. Já, mikið þótti þér gaman að hafa börnin í kringum þig. Oft var þröng á þingi þegar allir voru komnir til að vinna; þið og Stefán, við fjölskyldan og Gunni með sína fjölskyldu og svo bensínstrákarnir. Þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvernig við gátum þetta en með góð- um vilja og góðri samvinnu er allt hægt. Samlokurnar sem við smurðum við mjög litla aðstöðu skipta eflaust þúsundum og oft var hlegið við þá vinnu. Já, minningarnar frá árunum í Skálanum er margar og góðar. Svo fæddist María Júlía 21. febrúar 1979 og tæpu ári eftir það veiktist ég og varst þú hægri hönd okkar í veikind- um mínum og hugsaðir um heimilið fyrir okkur, þannig að börnin okkar öll fengu að njóta þess að alast upp með þér. Já, Mæja mín, fyrir alla þá hjálp sem þú veittir okkur í gegnum lífið og allt sem þú varst okkur vil ég þakka þér af alhug. Þið hjónin keyptuð gjafavöruversl- unina Loftið árið 1980 og rákuð hana um tíma. Þar naustu þín innan um alla þá fallegu muni sem þar voru til. Árið 1977 fluttuð þið hjónin í Sæviðarsund 32, og bjugguð þar til ársins 1995 að þið fluttuð í Árskóga 8. Þú varst ekki sátt í fyrstu en það varaði ekki lengi, því fljótlega fórstu að taka þátt í öllu því félagslífi sem þar er, leikfimi, boccia, pútti, að ógleymdri handa- vinnunni sem þú hafðir unun af. Stolt sýndirðu okkur alla bikarana og verð- launapeningana sem þið Halli unnuð í boccia og pútti. Glæsileg handavinna eftir þig prýðir heimili ykkar Halla. Börn, barnabörn og barnabarnabörn eiga líka fallega muni sem þú gerðir og er það okkur öllum ómetanlegt. Heimili ykkar Halla var glæsilegt því þú varst mikil og góð húsmóðir og barst hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Þótt komin værir fast að níræðu sástu um heimilið af mikilli prýði. Já, Mæja mín, ég gæti skrifað heila bók með öllum minningunum sem ég á um þig en læt þetta duga, allar hinar minningarnar geymi ég með sjálfri mér. Elsku Halli minn, missir okkar allra er mikill en mestur er þó missir þinn. Þú hefur misst lífsförunaut til rúmra 60 ára, þið voruð svo samrýnd og gerðuð allt saman, þið voruð eitt. Bið ég góðan Guð að vernda þig og styrkja á þessum erfiðu tímum. Við munum gera allt sem við getum til að styðja þig og styrkja. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka hjúkrunarkonunum sem stunduðu Mæju heima síðastliðið ár og einnig hjúkrunarfólkinu á 14E á Landspítalanum. Þið voruð öll alveg yndisleg og reyndust henni vel. Henni þótti svo vænt um ykkur öll, hafið hjartans þökk fyrir. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt það sem þú varst mér, elsku Mæja mín. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Þóra. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Það er svo mikið sem er búið að fara í gegnum hugann síðustu daga, svo mikið af fallegum minning- um sem ég á. Það eru svo margar stundir sem ég eyddi hjá ykkur afa í Sæviðarsund- inu. Ég man morgnana sem ég vakn- aði við söng þinn á meðan þú varst í eldhúsinu og við húsverkin og kvöldin þegar ég fékk að vaka lengi, horfa á sjónvarpið og stelast í nammiskálina sem var alltaf á sínum stað. Þegar ég var að drekka úr glasinu og beit það í tvennt, það minntistu oft á og þér fannst það sniðugt. Ég man þegar þið afi komuð í Borgarnes að passa mig og afi var að reyna að skrúfa frá vatn- inu í baðinu og fékk stóra gusu yfir sig. Já, amma mín, minningarnar eru margar og dýrmætar. Svo kom að því að þið fluttuð úr Sæviðarsundinu árið 1995 og fóruð í Árskóga 8. Það leist þér nú ekki alltof vel á í fyrstu en annað kom á daginn. Þið afi blómstruðuð, það var alltaf nóg að gera í félagslífinu, ekki mátti missa af leikfimi, púttinu og boccia en í því eruð þið afi sérfræðingar. Svo varstu svo dugleg að föndra, það eru mörg handverkin sem þú skilur eftir þig og hvert öðru glæsilegra. Það eru margar stundirnar sem við áttum saman. Frá því ég byrjaði í hárgreiðslu 1996 hefur helst enginn mátt laga þig nema ég. Þú varst ein sú fyrsta sem kom í skólann til mín sem módel og varst alltaf jafnánægð. Síð- an fór ég að vinna í Kópavoginum og fórum við Þórður þá alltaf til þín og afa á fimmtudögum eða föstudögum í mat, það var hvergi eins vel útilátið og hjá þér, elsku amma. Oft hófst mál- tíðin á súpu, síðan var aðalréttur og loks ís eða karamellubúðingur, já, amma, þú varst snillingur með pott- ana þína og súrar gúrkur gerir eng- inn eins góðar og þú. Eftir mat blés- um við á þér hárið, lökkuðum neglurnar og lituðum og plokkuðum augabrúnir þegar þess þurfti. Já, elsku amma, þú varst alltaf vel til höfð, enda stórglæsileg kona og barst aldurinn vel. Eftir að Þórunn Birta fæddist kom- um við ekki alveg eins oft, en þá kom- uð þið bara til okkar. Þú lést þig ekki muna um það að labba upp á þriðju hæð til að kíkja í heimsókn, það er ekki nema um einn og hálfur mán- uður síðan þið komuð til okkar. Þá komuð þið óvænt, voruð að sækja myndina og púðann hennar Þórunnar Birtu til að setja á handavinnusýn- inguna hjá þér. Elsku amma mín, mikið eigum við eftir að sakna þín, ég sé þig fyrir mér á gólfinu í Árskógum að ýta græna bílnum fyrir Þórunni Birtu, þú hafðir svo gaman af henni og hún af þér. Við verðum dugleg að segja henni frá þér, afi gaf henni afmælisgjöfina sem þið voruð búin að kaupa fyrir hana og dúkkan var látin heita Mæja, mikið var hún falleg. Elsku afi minn, sem nú horfir á eft- ir yndislegri eiginkonu, guð gefi þér styrk á erfiðum tímum og megi minn- ingin um frábæra konu og gott líf ykkar saman ylja þér á erfiðum stundum. Þórður og Þórunn Birta vilja þakka fyrir allar góðar stundir sem þau áttu með þér. Við söknum þín öll. Guð geymi þig, elsku amma. Þín María Júlía. Elsku amma er látin og okkur lang- ar að minnast hennar í nokkrum orð- um. Amma var mjög hlý, falleg og bros- mild kona. Hana var alltaf gott heim að sækja því að hún tók alltaf á móti okkur með faðmlagi og kossi þegar við komum í heimsókn. Við eigum dýrmætar minningar um ömmu okk- ar og allar jólahátíðirnar með henni og afa. Fjölskyldusamkomur okkar verða aldrei þær sömu án hennar. Amma var mikill listamaður í hönd- unum og eigum við systkinin marga fallega muni eftir hana. Hún var mjög mikilvæg í lífi okkar og fráfall hennar skilur eftir mikið tómarúm hjá okkur systkinunum. Með þessum orðum kveðjum við ömmu okkar en munum varðveita minningu hennar alla tíð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, Guðrún, Rúnar, María, Grétar Torfi, makar og börn. Kannski er það þannig að maður áttar sig ekki á hvað fólk skiptir mann miklu máli fyrr en það er horfið manni, þegar að því kemur að það er ekki lengur á sínum stað. Það hefur runnið upp fyrir mér síðustu daga hversu miklu amma skipti mig. Senni- lega átti ég eftir að segja henni margt og útskýra eitt og annað. Amma lifði með reisn og dó með reisn. Fólkið hennar skipti hana öllu og þegar hún hné niður í afmæli Kol- finnu Lífar, dóttur minnar, um dag- inn þótti henni „leiðinlegt að gera fólkinu þetta“. Þetta viðmót segir allt sem segja þarf um ömmu. Minningabrotin hrannast upp: Ís- köld mjólk og Prins Póló úr frystin- um, saltkjötsfarsið margfræga, faðm- lögin öll, brosin og hlýjan, afmæli á Rauðalæknum, jólaboð í Sæviðar- sundinu, heitt súkkulaði í Skálanum. Jón Júlíus og Kolfinna Líf sakna nú „bestu langömmu í heimi“ og velta fyrir sér tilgangi lífsins og spyrja til að mynda til hvers sé að fæðast þegar ekkert annað á fyrir fólki að liggja en að deyja. Einföld spurning kannski en íhugul þó. Ég reyni að svara og út- skýra eftir megni. Við söknum hennar öll. Farðu í friði, amma mín. Ég tala við þig í hljóði og það verður allt í lagi. Haraldur. Elsku amma. Það er skrítið að hugsa til þess að nú sért þú farin, söknuðurinn er mik- ill, en minningarnar eru margar og mun ég geyma þær í hjarta mér um ókomna tíð. Ég gæti örugglega skrif- að heila bók um allar þær minningar sem ég á með þér og afa, en ég held að þetta yndislega ljóð lýsi best því sem ég vil segja: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku afi, megi góður Guð vera með þér og styrkja þig á þessum erf- iðu tímum og um framtíð alla. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Kristín. Miðvikudagurinn 9. júlí sl. var einn af fallegri dögum sumarsins. Hjá okk- ur var boðið til veislu þar sem öll fjöl- skyldan var saman komin til þess að fagna. Krakkar voru á hlaupum, hlátrasköll, kökur, kaffi og spjall um það sem á dagana hefur drifið síðan síðast. Inni í stofu situr langamma Mæja í fallegu dragtinni sinni, í hvítum skóm og með rauðan varalit á vörunum, alltaf jafnvel til höfð, alltaf jafnglæsi- leg. Dagurinn var okkar með henni. Þegar kom að kveðjustund veiktist hún öllum að óvörum. Dagurinn breyttist á svipstundu. Hláturinn þagnaði, hlaupinn hættu og í stað fótataks krakkanna heyrðust þung spor sjúkraflutningamanna, ættingja og vina þegar hún var flutt á brott í sjúkrabíl. Nokkrum dögum síðar er hún látin. Eftir sitjum við full af þakk- læti fyrir að hafa átt daginn með henni. Minningin um yndislega konu, hlýtt faðmlag og einlæga vináttu mun fylgja okkur um ókomna tíð. Langafa Halla og fjölskyldu vott- um við samúð okkar. Steinunn, Jón Júlíus og Kolfinna Líf. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og er missir okkar mikill. En við eigum yndislegar minningar um þig sem munu lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Elsku afi, við biðjum góðan Guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku amma, takk fyrir allt og allt. Þín Guðríður Hlíf og Ísak. Elsku amma, Samverustundir okkar síðasta vet- ur voru yndislegar, alltaf þegar við vorum saman fannst mér ég vera um- vafin ást og kærleika. Það geislaði af þér umhyggja. Það má svo sannarlega segja um þig amma mín að hjarta þitt hafi verið úr gulli slegið. Mér er sérstaklega minnisstætt tímabilið þegar ég veiktist, þá varstu svo góð við mig og það hjálpaði mér svo mikið. Við áttum margar yndislegar stundir sem ég mun aldrei gleyma. Megi Guð geyma þig að eilífu. Þinn Ólafur Andri Stefánsson. MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.