Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 32
✝ Birgir Garðars-son fæddist í
Reykjavík 5. ágúst
1935. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
23. júlí síðastliðinn.
Foreldrar Birgis
voru Garðar Jónsson
og Svava Jakobsdótt-
ir. Bræður Birgis eru
Baldur, Bragi og
Bergur.
Hinn 20. desember
1958 kvæntist Birgir
Ingibjörgu Einars-
dóttir ritara, f. 27.5.
1934, d. 16. sept.
1999. Þau eignuðust þrjú börn, þau
eru: 1) Svava, hjúkrunarfræðingur
í Ástralíu, f. 2.2. 1957, gift Sigurði
Ásgeirssyni sölustjóra og eiga þau
dæturnar Karenu og Kristínu
Ingu; 2 ) Guðrún, tækniteiknari á
Akranesi, f. 28.4.
1962, maður hennar
er Guðlaugur Jakob
Ragnarsson véla-
maður. Dætur þeirra
eru Inga Lára og
Rakel Ýr; 3 ) Einar
Björgvin, þjónustu-
stjóri hjá Eimskipi, f.
16.9. 1966, kona hans
er Ágústa Hugrún
Bárudóttir matvæla-
tæknir. Synir þeirra
eru Daníel Örn og Jó-
el Örn.
Birgir starfaði sem
bifvélavirki hjá Agli
Vilhjálmssyni og síðar í yfir 30 ár
sem verkstjóri á vélaverkstæði
Eimskipafélagsins.
Útför Birgis verður gerð frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku papus.
Nú ertu farinn frá okkur, allt of
snemma að okkar mati.
Við sitjum hér og rifjum upp
gömlu dagana. Sem krökkum þótti
okkur þú sterkasti og klárasti maður
í heimi. Þú gast lagað allt og búið til
svo margt.
Þegar mamma var búin að fá nóg
af látunum í okkur krökkunum og
sagði: „Bíddu þangað til pabbi þinn
kemur heim,“ þá brostum við með
sjálfum okkur, því við vissum að þú
varst aldrei reiður.
Þú vannst myrkranna á milli en
öllum frístundum var eytt með okkur
eða niðri í skúr að búa eitthvað til.
Tölum nú ekki um þegar þið mamma
ákváðuð að byggja ykkar eigin sum-
arbústað á Litlu-Skógum i Norður-
árdal, í landi sem hefur verið í fjöl-
skyldu mömmu í langa tíð. Þá þurfti
allt að vera gert rétt og nákvæmt.
Sem fullorðið fólk gerum við okkur
grein fyrir því, hvað við vorum hepp-
in að eiga þig fyrir pabba og hversu
góður maður þú varst.
Enda hefur það verið það, sem oft-
ast hefur verið sagt við okkur á und-
anförnum dögum þegar fólk hefur
frétt um andlát þitt.
Við sáum líka hversu mikilvæg
mamma var í lífi þínu og hvað þú
dáðir hana. Þú hefðir vaðið eld og
brennistein fyrir hana mömmu litlu.
Enda hrundi heimur þinn í rúst þeg-
ar hún lést óvænt í september 1999.
En kannski kenndirðu okkur mest
þegar þú fékkst heilablóðfall í febr-
úar 2001, sem gerði tjáskipti erfið og
þig svo líkamlega fatlaðan. Hvað þú
tókst þessu öllu með ótrúlegu
jafnaðargeði og hélst bara áfram að
reyna þitt besta.
Þú gerðir veröld okkar þriggja
bjarta, skemmtilega og umfram allt
örugga og fyrir það þökkum við þér,
papus.
Svava, Guðrún og
Einar Björgvin.
Það voru sorgleg tíðindi sem bár-
ust mér hingað til Sydney miðviku-
daginn 23. júlí þegar hringt var og
sagt að tengdafaðir minn hefði látist
eftir mikil veikindi.
Birgir Garðarsson var ekki bara sá
maður sem ég var svo heppinn að fá
fyrir tengdaföður heldur var hann
líka góður vinur. Ég naut samveru-
stunda okkar og á eftir að sakna
þeirra.
Með konu sinni, tengdamóður
minni, Ingu Einarsdóttir heitinni,
byggði Biggi fallegt heimili í Hlíð-
arbyggð 20 í Garðabæ, heimili sem
var fullt af hlýju og gestrisni.
Það er margra gleðistunda að
minnast þaðan, ekki síst þegar „ástr-
BIRGIR
GARÐARSSON
alski hópurinn“ kom í heimsókn.
Báðum dætrum mínum var spillt af
eftirlæti eins og hægt var, engin
furða að þær dýrkuðu afa Bigga og
ömmmu Ingu.
Biggi eyddi flestum af vinnuárum
sínum hjá Eimskipi sem verkstjóri
og rak vélaviðgerðaverkstæði félags-
ins. Hefði Eimskip ekki getað fengið
heiðarlegri og vinnusamari starfs-
mann en Bigga.
Afa Bigga, eins og hann er alltaf
kallaður á heimili okkar, verður sárt
saknað og skilur hann eftir sig stórt
skarð sem ekki er hægt að fylla.
Það gladdi mig, Svava mín, að þér
tókst að komast til Bigga áður en yfir
lauk.
Ég hugsa mikið til þín, Guðrúnar,
Einars og fjölskyldna þeirra.
Megi Guð vera með ykkur.
Sigurður Ásgeirsson,
Sydney í Ástralíu.
Elsku afi.
Ég veit að þér líður vel núna en ég
á alltaf eftir að sakna þín og á aldrei
eftir að gleyma þér. Sérstaklega man
ég þegar ég var alltaf hjá þér niðri í
bílskúr og þú varst að dunda eitthvað
í bílskúrnum og ég var alltaf að
renna mér niður brekkuna í bílskúr-
inn og var alltaf næstum búin að
keyra á þig og þú hlóst alltaf að
þessu, svo man ég þegar verið var að
steypa niðurfallið og ég steig ofan á
steypuna og skildi skófarið mitt eftir
og þú lagaðir það aldrei, heldur hafð-
ir það alltaf þarna. Ég gleymi heldur
aldrei Tomma og Jenna spólunum
sem þú settir alltaf í videotækið
handa okkur og það var alveg sama
hversu oft við horfðum á sömu þætt-
ina, þér fannst þetta alltaf jafnfyndið
og þú varðst alltaf jafnhissa yfir því
hvað þeir voru vitlausir.
Takk fyrir allt, afi minn, og ég
vona að þér líði vel hjá ömmu. Ég
vildi óska að við hefðum fengið meiri
tíma saman en ég er mjög þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum og
við eigum eftir að hittast aftur.
Ég sit hér og hugsa. Ég hugsa um
hversu lítið ég þekkti þig og hversu
lítið ég fékk að kynnast þér. Ég
hugsa um þig á kvöldin og hversu
sárt ég sakna þín. Ef þú heyrir og
sérð er þetta það sem ég vildi segja
þér.
Kannski veistu það nú þegar en ég
vildi að ég gæti hlaupið í faðm þinn
og verið þar til eilífðar.
Þín einlæg,
Inga Lára.
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Farðu í friði vinur minn
kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú
verður mér nær
aldrei ég skal þér
gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Mig langar til að skrifa nokkrar
línur til frænda míns sem kvaddi
heiminn ungur að aldri, aðeins 16 ára
gamall. Það eru aðeins þrjú ár síðan
hann lét lífið, þessi þrjú ár eru búin
að líða mjög fljótt, trúi ekki að það
séu svona mörg ár síðan.
Jóhann Ásgeir var skemmtilegur,
ljúfur og yndislegur drengur. Fal-
lega brosið hans var svo hlýlegt og
skein daglega hjá honum. Á mínum
yngri árum vorum við miklir vinir.
Ég bað pabba oft að fara í heimsókn
til Jóns og Ernu til að fá að leika við
Jóhann. Það var oftast á þriðjudags-
kvöldum sem við ákváðum að kíkja
til þeirra. Við lékum okkur oft saman
JÓHANN ÁSGEIR
JÓNSSON
✝ Jóhann ÁsgeirJónsson fæddist
á Ísafirði 4. apríl
1984. Hann lést á
Landspítalanum 30.
júlí 2000 og var útför
hans gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju 5.
ágúst.
í alls konar leikjum en
„mömmó“ eins og það
var nú kallað var oftast
í uppáhaldi hjá Jó-
hanni. Hann vildi oftast
fá að vera húsbóndinn
eða hundurinn, sem
gelti stanslaust.
Jóhann hafði mikinn
áhuga á fánum, enda
átti hann heilt safn af
þeim, í öllum regnbog-
ans litum. Hann var
mjög duglegur að
flagga þeim daglega.
Oftast þegar ég var að
koma heim úr skólan-
um stóð hann fyrir framan húsið að
flagga fánum sínum og sagði við mig
góðan daginn og svo skein brosið
breitt.
Sumarið 2000 var ég í ferðalagi
ásamt fjölskyldu minni, þegar mér
barst sú frétt að Jóhann Ásgeir væri
látinn. Ég gat ekki trúað því, það var
ótrúlega skrýtið. Mér leið illa því ég
hafði misst elskulegan frænda, sem
ég sakna sárt. En ég vona að honum
líði vel núna uppi hjá Guði, við
sjáumst svo seinna þegar minn tími
kemur.
Innilegustu samúðarkveðjur sendi
ég fjölskyldu og vinum Jóhanns, og
vil þakka fyrir að hafa kynnst þess-
um yndislega dreng.
Ég sakna þín, elsku Jóhann minn.
Þín frænka,
Ásgerður Friðbjarnardóttir.
✝ Lýður Bogasonfæddist á Akur-
eyri 16. september
1925. Hann lést 22.
júlí síðastliðinn. Lýð-
ur var sonur
hjónanna Boga Daní-
elssonar trésmiðs og
veitingamanns, f. 3.
ágúst 1881, d. 10.
september 1943, og
Elínar Friðriksdótt-
ur húsmóður, f. 23.
febrúar 1886, d. 30.
maí 1982. Alsystkini
Lýðs eru: 1) Ásta, f.
1916, 2) Gunnar, f.
1919, d. 1989, 3) Björn Friðrik, f.
1921, d. 1922, 4) Jóhanna Margrét,
Erla eignuðust tvær dætur. Þær
eru: 1) Antonía Marsibil hjúkrun-
arfræðingur, f. 1947, gift Sigurði
Hermannssyni tæknifræðingi, f.
1945. Dætur þeirra eru: Kristín
gjaldkeri, f. 1972 og Erla hjúkr-
unarfræðingur, f. 1975, sambýlis-
maður Jakob Yngvason verkfræð-
ingur, f. 1971, sonur þeirra er
Sigurður Yngvi, f. 2002. 2) Elín
Margrét tölvunar- og rekstrarhag-
fræðingur, f. 1960, gift Atla
Sturlusyni tölvunarfræðingi, f.
1962. Dætur þeirra eru Steinunn,
f. 1996 og Arndís, f. 2000.
Lýður bjó á Akureyri allt sitt líf.
Hann lærði húsasmíðar og vann
við smíðar lengi hjá trésmíðaverk-
stæðinu Skildi á Akureyri. Síðar
vann hann hjá Fasteignamati rík-
isins og við fasteignamat hjá
tæknideild Akureyrarbæjar.
Útför Lýðs verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
f. 1923, og 5) Björg, f.
1926. Hálfsystkini
samfeðra: 1) Ingibjörg
Dagný, f. 1902, d.
1954, 2) Margrjet Jón-
ína, f. 1904, d. 1907, 3)
Gunnhildur Halldóra,
f. 1905, d 1927, og 4)
Gunnlaugur Tryggvi,
f. 1906, d. 1976.
Lýður kvæntist 31.
desember 1947 Erlu
Guðlaugu Magnús-
dóttur frá Siglunesi, f.
16. maí 1926. Foreldr-
ar hennar voru Magn-
ús Baldvinsson, f.
1895, d. 1956, og Antonía Erlends-
dóttir, f. 1901, d. 1987. Lýður og
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku afi.
Okkur langar að þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar og allt sem þú
gerðir fyrir okkur. Margar minning-
ar koma upp í hugann á þessari
stundu, allar sögurnar sem þú sagð-
ir okkur og kvæðin sem þú söngst
fyrir okkur. Það sem kemur fyrst
upp í hugann eru sögurnar um Hans
og Grétu og Litlu stúlkuna með eld-
spýturnar og þegar þú dansaðir með
okkur á tánum. Einnig eru minnis-
stæðar 17. júní skrúðgöngurnar sem
þú fórst með okkur í og ísbíltúrarnir.
Það var alltaf jafngott að koma á
Ásveginn til ykkar ömmu. Þið tókuð
okkur alltaf fagnandi. Stundirnar
við eldhúsborðið eru ógleymanlegar
þar sem við sátum og spjölluðum og
spiluðum. Þú varst sælkeri mikill,
best þótti þér að fá tertu og súkku-
laði með rjóma. Þú vildir alltaf hafa
eitthvað fyrir stafni og tókst til
hendinni þar sem verk var að vinna.
Til minningar um það eigum við
muni eftir þig. Þú bjóst yfir miklum
fróðleik enda varstu bókaunnandi
mikill og bækurnar sem þú áttir
skipta hundruðum. Þú varst mikill
unnandi Akureyrar. Í gegnum störf
þín frá því í gamla daga þegar þú
starfaðir á Trésmíðaverkstæðinu
Skildi og síðar í störfum þínum fyrir
Fasteignamat ríkisins og Akureyrar
kynntistu mörgum og naut sín þá vel
áhugi þinn á ættfræði. Þú varst
óspar á að miðla þeim fróðleik, þótt
skilningur okkar hafi ekki alltaf ver-
ið mikill.
Þú tókst ekki síður vel á móti
langafabarninu þegar það fæddist
og naut hann ekki síður en við kær-
leika þíns þann stutta tíma sem þið
áttuð saman. Við viljum biðja góðan
Guð að geyma þig og veita ömmu og
öðrum í fjölskyldu okkar styrk í sorg
sinni. Í lokin kveðjum við þig með
ljóðinu sem þú söngst oft fyrir okkur
og minnir okkur á þig.
Þú ert yndið mitt yngsta og besta,
þú ert ástarhnossið mitt nýtt,
þú ert sólrún á suðurhæðum,
þú ert sumarblómið mitt frítt,
þú ert ljósið sem lifnaðir síðast,
þú ert löngunar minnar Hlín.
Þú ert allt sem ég áður þráði,
þú ert ósk, – þú ert óskin mín.
(Gestur.)
Þínar dótturdætur,
Kristín og Erla.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast Lýðs Bogasonar. Ég
kynntist þessum mæta manni þegar
ég og dótturdóttir hans bundumst
vinaböndum fyrir brátt um 19 árum.
Fyrir mér, 9 ára stelputátu var hann
alltaf nákvæmlega eins og öfum er
lýst í barnabókum, hæglátur en
ávallt geislaði af honum góðmennsk-
an og stutt var í glettnina. Þegar við
vinkonurnar urðum stórar og fórum
báðar í hjúkrunarnám við Háskólann
á Akureyri urðum við tíðir gestir hjá
Erlu og Lýði í Ásveginum. Já, oft var
skotist í hádeginu í kaffi til afa og
ömmu. Ekki leiddist Lýði að fara nið-
ur í kjallara til að sjá hvaða kræs-
ingar væru til í búinu til að bera á
borð fyrir yngismeyjarnar og oftar
en ekki varð fyrir valinu bakkelsi
sem nauðsynlegt var að hafa rjóma
með. Já, afi er mikill sælkeri sagði
Erla vinkona og hann vill helst hafa
rjóma með öllu. Þessi hádegi eru mér
líka mjög minnisstæð vegna allra
þeirra frásagna sem þau hjónin
leyfðu okkur að njóta. Í mínum huga
lifði Lýður fyrir fjölskyldu sína og
einlæg ást hann til eiginkonu sinnar
var alltaf áberandi.
En þessi fáu orð eru fátækleg og
ná engan vegin að tjá það sem hjart-
að býður mér að segja, því bregð ég á
það ráð að fá að láni ljóð sem kemur
því betur til skila.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku Lýður, það hafa verið mér
forréttindi að þekkja þig og mun ég
alltaf minnast þín með hlýju og vænt-
umþykju. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Fjölskyldunni sendi ég mína inni-
legustu samúðarkveðju.
Helga Sif Friðjónsdóttir.
LÝÐUR
BOGASON
Kæri tengdafaðir.
Ég kveð þig nú, kæri vinur,
um sinn, komin er kveðju-
stundin.
Þín sárt er saknað, það ég
finn, það styttist í endurfundinn.
Blessuð sé minning þín.
Þinn tengdasonur,
Sigurður Hermannsson.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Ég man eftir sögunum sem þú
sagðir mér. Ég gleymi þér aldrei.
Arndís er svo lítil að hún skilur
ekki að þú kemur ekki aftur og
heldur að þú sért úti að labba og
stundum finnst mér það líka. Þú
varst alltaf að syngja „Komdu og
skoðaðu í kistuna mína“ með
henni, það fannst henni skemmti-
legt. Kannski man hún enn eftir
því þegar hún verður stærri. Takk
fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk-
ur.
Steinunn og Arndís.
AFMÆLIS- og minningargrein-
um má skila í tölvupósti (netfangið
er minning@mbl.is) eða á disk-
lingi. Ef greinin er á disklingi þarf
útprentun að fylgja. Nauðsynlegt
er að tilgreina símanúmer höfund-
ar og/eða sendanda (vinnu- og
heimasíma). Ekki er tekið við
handskrifuðum greinum. Um
hvern látinn einstakling birtist ein
aðalgrein af hæfilegri lengd á út-
farardegi. Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsingum
um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um er fæddur, hvar og hvenær
dáinn, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan útför-
in verður gerð og klukkan hvað.
Frágangur minningargreina