Morgunblaðið - 30.07.2003, Page 43
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 43
FÓLK
KIM Magnús Nielsen, sterkasti
skvassspilari landsins til margra
ára, er einnig liðtækur kylfingur. Á
meistaramóti Keilis á dögunum fór
hann holu í höggi á sjöttu braut
vallarins og er þetta í annað sinn
sem hann leikur þann leik, hitt
skiptið var reyndar óopinbert eins
og hann orðaði það.
BLAKARAR sitja ekki auðum
höndum um verslunarmannahelg-
ina því þá verður strandblakmót á
vegum blakdeildar Þróttar í Nes-
kaupstað í tengslum við Neista-
flug. Keppt verður í fjórum flokk-
um og segja Þróttarar að þetta
verði fín æfing fyrir næstu Smá-
þjóðaleika því þá verður keppt í
strandblaki.
PORTÚGALSKI knattspyrnu-
maðurinn Sergio Conceicao hefur
verið leystur undan samningi við
ítalska liðið Inter Milano. Hector
Cuper, þjálfari liðsins, taldi að
Conceicao myndi ekki hafa hlut-
verki að gegna hjá Inter og hann
fær að fara frítt frá félaginu. Conc-
eicao hefur verið bendlaður við
Newcastle, AC Milan og Porto.
MICHAEL Stewart, leikmaður
Englandsmeistara Manchester
United, er genginn til liðs við 1.
deildarliðið Nottingham Forest að
láni. Stewart er afturliggjandi
miðjumaður – leikur svipaða stöðu
og Brynjar Björn Gunnarsson,
sem hefur verið til reynslu hjá
Forest.
ALEXANDER Zickler, sóknar-
maður Bayern München, meiddist
illa á fæti á æfingu í gær og verður
frá keppni í að minnsta kosti sex
mánuði.
FLAVIO Conceicao hefur ákveð-
ið að ganga til liðs við Borussia
Dortmund frá Real Madrid. Conc-
eicao, sem er 29 ára brasilískur
miðjumaður, verður í láni hjá
þýska liðinu á næsta tímabili.
HORACE Grant mun leika með
Los Angeles Lakers næsta vetur í
NBA-deildinni í körfubolta. Grant
er 38 ára gamall og var liðsmaður
Lakers þegar liðið varð meistari
árið 2001. Grant, sem leikur í stöðu
framherja, var samningslaus en
hann lék aðeins fimm leiki á síð-
asta tímabili með Orlando Magic
en hann hefur fjórum sinnum orðið
NBA-meistari.
ÍTALSKI knattspyrnukappinn
Roberto Baggio sagði í gær, að
hann myndi leggja knattspyrnu-
skóna á hilluna eftir þetta keppnis-
tímabil á Ítalíu. Það er takmark
hans að skora 200 deildarmörk, en
til þess að ná þeim áfanga verður
hann að skora sjö mörk fyrir
Brescia á keppnistímabilinu.
BAGGIO er nú að jafna sig eftir
fjórðu hnéaðgerðina, sem hann
gekkst undir á dögunum. Hann
hefur leikið 426 1. deildarleiki síð-
an hann lék sinn fyrsta leik árið
1986.
Gestirnir úr Mosfellsbænum byrj-uðu leikinn betur og voru meira
með boltann á upphafsmínútunum en
náðu ekki að skapa
sér nein umtalsverð
marktækifæri. Blikar
náðu foruystunni
þvert gegn gangi
leiksins á 19. mínútu. Þá átti Hreiðar
Bjarnason glæsilega sendingu inn
fyrir á Vestmanneyinginn í liði Blika,
Olgeir Sigurgeirsson, sem skoraði
með hnitmiðuðu skoti framhjá Axel
Gomez í marki gestanna. Það sem eft-
ir lifði fyrri hálfleiks gerðist lítið sem
ekkert nema á 24. mínútu var varn-
arjaxlinn Þorsteinn Sveinsson í liði
Blika borinn af velli og virtist mikið
meiddur.
Síðari hálfleikur hófst með miklu
fjöri. Á 50 mínútu fengu Blikar sann-
kallað dauðafæri en Kristján Óli Sig-
urðsson fór illa að ráði sínu fyrir
framan mark gestanna. Mínútu síðar
sýndi hins vegar bróðir hans, Sigmar
Ingi Sigurðarson, einhver glæsileg-
ustu tilþrif sem sést hafa á Kópavogs-
velli í háa herrans tíð er hann varði
skalla Hennings E. Jónassonar á ein-
hvern undraverðan hátt. Átta mínút-
um síðar fengu Blikar vítaspyrnu eft-
ir að varnarmaður Aftureldingar
braut á Ívari Sigurjónssyni. Hreiðar
Bjarnason tók spyrnuna og skoraði.
Síðasta hálftímann lögðu Mosfell-
ingar allt kapp á sóknarleikinn en
sóknir þeirra strönduðu flestar á vörn
Blika eða Sigmari Inga. Þegar rúmur
stundarfjórðungur var eftir af leikn-
um fékk Gunnar B. Ólafsson að líta
rauða spjaldið frá Gísla H. Jóhanns-
syni, góðum dómara leiksins. Gunnar
braut þá á Henning E. Jónassyni sem
sloppinn var inn fyrir vörn Blika.
Mosfellingar sem voru spútniklið 1.
deildar í fyrra er nú komið í fallsæti.
Albert Arason var duglegur á miðj-
unni og Henning E. Jónasson var
síógnandi í framlínunni.
Sigur Blika var sanngjarn. Frænd-
urnir Sævar Pétursson og Olgeir Sig-
urgeirsson léku vel ásamt þeim
Magnúsi Páli Gunnarssyni og
Hreiðari Bjarnasyni en maður leiks-
ins var án efa Sigmar Ingi Sigurðar-
son markvörður, sem stóð vaktina vel
í fjarveru Páls Gísla Jónssonar sem
var í leikbanni.
Maður leiksins: Sigmar Ingi Sig-
urðarson, Breiðabliki.
Hjörvar
Hafliðason
skrifar
BREIÐABLIK sigraði Aftureldingu í 12. umferð 1. deildar karla 2:0 á
Kópavogsvellinum í gær. Sigur Blika var langþráður því fyrir leikinn
hafði Kópavogsliðið ekki fengið stig í rúman mánuð. Við sigur
heimamanna höfðu liðin sætaskipti, Breiðablik er nú komið í 8. sæti
en Afturelding í fallsæti og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Ný-
liði í liði Breiðabliks, Sigmar Ingi Sigurðarson markvörður, var
senuþjófur í gær og varði eins og berserkur í sínum fyrsta leik í
byrjunarliði í meistaraflokki.
Nýliðinn í markinu hjá
Breiðabliki stal senunni
Stjarnan byrjaði af krafti og á 5.mínútu komst Brynjar Sverris-
son einn inn fyrir vörn Hauka en
hann skaut boltan-
um í hliðarnetið úr
þröngu færi. Næstu
mínúturnar héldu
heimamenn áfram
að stjórna leiknum og gáfu Haukum
engin færi á sér. Á 17.mínútu var
Sveinn Magnússon nálægt því að
skora fyrir Stjörnuna en skot hans
fór yfir markið. Sex mínútum síðar
komust heimamenn yfir. Bernharð-
ur Guðmundsson skoraði eftir horn-
spyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar en
skot Bernharðs hafði viðkomu í
varnarmanni Hauka áður en boltinn
endaði í netinu.
Eftir markið gerðist lítt markvert
og Stjörnumenn höfðu forystu þeg-
ar flautað var til hálfleiks. Stjarnan
var miklu betri aðilinn í frekar tíð-
indalitlum fyrri hálfleik en Haukar
sköpuðu sér ekki eitt einasta mark-
tækifæri og komust lítt áleiðis gegn
sterkum varnarmönnum Stjörn-
unnar.
Það er ekki hægt að segja annað
en að heimamenn hafi nýtt færin sín
vel í síðari hálfleik. Stjarnan fékk
þrjú marktækifæri og skoraði úr
þeim öllum. Vilhjálmur Vilhjálms-
son skoraði örugglega úr vítaspyrnu
á 52. mínútu eftir að brotið hafði
verið á Valdimar Kristóferssyni.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari
Hauka, var ekki sáttur við víta-
spyrnudóminn og hann fékk að líta
rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk.
Þriðja markið kom á 78. mínútu en
það gerði Calum Þór Bett sem var
að leika sinn fyrsta leik með Stjörn-
unni eftir að hann kom frá FH.
Markið hjá Bett var stórglæsilegt
en hann tók boltann á lofti eftir fyr-
irgjöf frá Birni Mássyni og þrumaði
honum í netið af 13 metra færi. Síð-
asta mark leiksins gerði Benedikt
Árnason af stuttu færi eftir herfileg
mistök hjá Jörundi Kristinssyni,
markverði Hauka, sem missti knött-
inn eftir hornspyrnu. Gestirnir
fengu sitt fyrsta færi á 85. mínútu
en þá skaut Davíð Logi Gunnarsson
hátt yfir markið úr ágætu færi.
Stjörnumenn léku ágætlega en
þeir þurftu þó ekki að sýna neinn
stjörnuleik til að leggja slakt lið
Hauka að velli. Heimamenn gerðu
það sem þeir þurftu en varnarmenn
liðsins léku mjög vel. Miðjuspil
heimamanna var oft með ágætum
og í sóknarlínunni var Valdimar
Kristófersson oft hættulegur. Hjá
Haukum stóð enginn upp úr og
gestirnir vilja örugglega gleyma
þessum leik sem allra fyrst.
Önnur lið mega
fara að vara sig
Vilhjálmur Vilhjálmsson, miðju-
maður Stjörnunnar, var mjög
ánægður með frammistöðu liðsins.
„Við vorum miklu betri og þetta var
frábær leikur hjá okkur. Við lékum
varnarleikinn mjög vel og nýttum
færin ágætlega. Við töpuðum í
fyrra, 0:4, fyrir Haukum á Stjörnu-
velli og við hefndum fyrir það tap í
kvöld. Önnur lið mega fara að passa
sig á okkur og nú er stefnan tekin á
að ná öðru sætinu. Við vorum mjög
nálægt því í fyrra að fara upp í efstu
deild og ef við leikum áfram eins og
við gerðum í kvöld eigum við mögu-
leika á að lenda í öðru sæti,“ sagði
Vilhjálmur í samtali við Morgun-
blaðið.
Maður leiksins:Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, Stjörnunni.
Stjarnan á skriði
í átt að toppnum
STJARNAN sigraði Hauka, 4:0, í Garðabæ í 12. umferð 1. deildar
karla í gærkvöldi. Sigur Stjörnumanna var mjög sanngjarn en þeir
hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru komnir í toppbarátt-
una eftir að hafa verið í basli framan af sumri. Haukar léku mjög illa
og með sömu spilamennsku eiga þeir á hættu að lenda í bullandi
fallbaráttu.
Atli
Sævarsson
skrifar
FRANSKI knattspyrnukappinn Zinedine Zidane hefur
tilkynnt að hann muni leggja skóna á hilluna þegar
samningur hans við Real Madrid renni út sumarið 2005,
en þá verður hann 33 ára. „Ég ætla að gefa fjölskyldu
minni meiri tíma,“ sagði Zidane, sem var keyptur frá
Juventus 2001 fyrir metfé, 46,5 millj. punda.
„Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Real Madrid
og ég ætla að leika eins vel fyrir liðið og ég mögulega
get, eins og ég hef gert hingað til,“ sagði Zidane, sem
hefur ákveðið að leika sinn síðasta landsleik með
franska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Portúgal
næsta sumar.
Það hefur lengi verið draumur Zidane að leika við
hlið Patricks Vieira hjá Real Madrid. Kannski rætist sá
draumur hans síðasta keppnistímabilið með Real?
Vieira hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Ars-
enal en núverandi samningur hans við liðið rennur út
næsta sumar.
Zidane ætlar
að hætta 2005
ENSKA götublaðið Daily Star sagði frá því í gær að Manchester
United vildi fá íslenska landsliðsmanninn Eið Smára Guðjohn-
sen til sín frá Chelsea. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
United, er sagður hafa lengi haft augastað á Eiði Smára. Blaðið
segir að ef svo færi að argentínski landsliðsmaðurin Juan Seb-
astian Veron fari til Chelsea, en Lundúnaliðið hefur mikinn hug
á að fá hann til sín, þá vilji Ferguson fá Eið Smára, sem blaðið
segir að sé metinn á 760 millj. ísl. kr.
Það getur verið að þónokkrar breytingar séu framundan hjá
Chelsea. Tottenham er tilbúið að kaupa franska leikmanninn
Emmanuel Petit, sem Chelsea keypti frá Barcelona á 7,5 millj.
punda 2001, á 700 þúsund pund.
Þá er sagt að Chelsea hafi boðið Real Mallorca 25 millj. pund í
miðherjann Samuel Eto’o frá Kamerún. Ef hann kæmi til
Chelsea opnaðist möguleiki á að selja Jimmy Floyd Hasselbaink
til Real Betis.
Þá er ljóst að hollenski landsliðsmaðurinn Winston Bogarde á
litla framtíð fyrir sér hjá Lundúnaliðinu.
Skipti á Eiði Smára
og Juan Veron?
Morgunblaðið/Kristinn
Eiður Smári
Það var mikill baráttuleikur í 1.deildinni í gærkvöldi þegar
Njarðvíkingar tóku á móti HK. Fyrri
leikur liðanna fór 3:1
fyrir HK en í gær-
kvöld náðu Njarðvík-
ingar að hefna ófar-
anna með því að
sigra, 2:1, og liðin höfðu sætaskipti í
deildinni.
Gestirnir úr Kópavogi hófu leikinn
af miklum krafti og áttu nokkur
hörkuskot á upphafsmínútunum. Á 5.
mínútu skilaði sóknarþungi þeirra ár-
angri. HK fékk nokkrar hornspyrnur
í sömu sókninni. Heimamönnum tókst
ekki að hreinsa og barst boltinn út til
Jóhanns Inga Jóhannssonar sem
skaut föstu skoti af um 30 metra færi.
Boltinn lá í netinu eftir að hafa breytt
um stefnu af varnarmanni Njarðvík-
inga. HK-menn héldu áfram að sækja
en þær sóknir skiluðu engum árangri.
Sverrir Þór Sverrisson hóf seinni
hálfleikinn með Njarðvík og við það
varð sóknarleikur liðsins beittari.
Strax á 48. mínútu lék Sverrir vörn
gestanna grátt og sendi á Óskar Örn
Hauksson sem var óvaldaður á mark-
teig og skoraði. Aftur var Sverrir á
ferðinni á 53. mínútu þegar hann
sendi boltann á nærstöng. Þar kom
Eyþór Guðnason aðvífandi og skoraði
fallegt mark. Gestirnir vöknuðu við
vondan draum og reyndu ákaft að
jafna en tókst ekki.
. Í liði heimamanna var Guðni Er-
lendsson ódrepandi á miðjunni og var
mikið í boltanum. Óskar sýndi oft
skemmtilega takta og Sverrir Þór var
einnig mjög sterkur eftir að hann
kom inn á. Í liði HK var Guðbjartur
Haraldsson sterkur í vörninni ásamt
Ásgrími Albertssyni. Þá átti Zoran
Panic ágætan leik á miðjunni.
Maður leiksins: Guðni Erlendsson
Njarðvík
Njarðvík
komst upp
fyrir HK
Atli
Þorsteinsson
skrifar