Morgunblaðið - 30.07.2003, Page 44

Morgunblaðið - 30.07.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Fylkir – ÍBV ............................................ 3:0 Ólafur Páll Snorrason 9., Haukur Ingi Guðnason 38., Björn Viðar Ásbjörnsson 90. Staðan: Fylkir 12 7 2 3 19:9 23 KR 11 6 2 3 15:13 20 Grindavík 11 6 1 4 17:17 19 Þróttur R. 11 6 0 5 19:16 18 FH 12 5 3 4 20:19 18 ÍBV 12 5 1 6 18:19 16 KA 11 4 2 5 18:17 14 ÍA 11 3 5 3 14:13 14 Valur 12 4 0 8 16:22 12 Fram 11 2 2 7 14:25 8 1. deild karla Njarðvík – HK......................................... 2:1 Óskar Örn Hauksson 48., Eyþór Guðna- son 53. - Jóhann Ingi Jóhannsson 5. Stjarnan – Haukar ................................. 4:0 Bernharður M. Guðmundsson 23., Vil- hjálmur R. Vilhjálmsson 52. (víti), Calum Þór Bett 78., Benedikt Egill Árnason 83. Þór – Keflavík......................................... 2:2 Þórður Halldórsson 63., Pétur Kristjáns- son 80. - Þórarinn Kristjánsson 45., 71. Breiðablik – Afturelding....................... 2:0 Olgeir Sigurgeirsson 19., Hreiðar Bjarna- son 58. (víti). Rautt spjald: Gunnar B. Ólafsson (Breiðabliki) 71. Staðan: Keflavík 12 8 3 1 31:14 27 Þór 12 6 4 2 28:20 22 Víkingur R. 11 5 5 1 14:7 20 Stjarnan 12 4 5 3 19:16 17 Njarðvík 12 4 3 5 24:25 15 Haukar 12 4 3 5 15:19 15 HK 12 4 2 6 15:18 14 Breiðablik 12 4 1 7 12:16 13 Afturelding 12 3 2 7 13:24 11 Leiftur/Dalvík 11 2 2 7 16:28 8 2. deild karla Selfoss – Fjölnir...................................... 1:1 Jón Steindór Sveinsson - Andri Andrés- son. Staðan: Völsungur 12 9 1 2 45:19 28 Fjölnir 13 8 3 2 37:18 27 Selfoss 13 7 2 4 28:17 23 KS 12 5 4 3 22:19 19 Tindastóll 12 6 1 5 22:22 19 Víðir 12 5 2 5 15:16 17 ÍR 12 5 1 6 22:21 16 KFS 12 4 2 6 27:33 14 Léttir 12 2 1 9 10:48 7 Sindri 12 0 3 9 16:31 3 3. deild karla A Skallagrímur – Deiglan ........................ 11:2 Staðan: Víkingur Ó 11 9 2 0 37:10 29 Númi 11 7 3 1 32:21 24 Skallagr. 12 7 2 3 38:20 23 BÍ 12 5 2 5 23:27 17 Grótta 11 3 2 6 14:15 11 Drangur 10 3 1 6 19:29 10 Bolungarvík 11 2 1 8 22:37 7 Deiglan 12 2 1 9 18:44 7 3. deild karla B Hamar – Afríka ....................................... 7:1 1. deild kvenna A RKV – ÍR ................................................. 4:4 Fjölnir – Breiðablik 2 ............................. 2:1 Staðan: Breiðablik 2 9 8 0 1 51:10 24 Fjölnir 9 7 0 2 25:15 21 RKV 10 6 2 2 39:24 20 HK/Víkingur 10 4 1 5 21:13 13 ÍR 10 3 1 6 31:29 10 Þróttur/Haukar 2 9 2 0 7 10:40 6 HSH 9 1 0 8 11:57 3  Fjölnir og RKV tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitakeppninni um úrvalsdeild- arsæti. Breiðablik 2 getur ekki farið í þá keppni. 1. deild kvenna B Leiknir F. – Sindri.................................. 1:3 Ólympíudagar æskunnar 17 ára landslið kvenna: Ísland - Danmörk.................................... 0:1 Opna Norðurlandamót drengja Drengjalandslið 17 ára og yngri: Ísland - England ..................................... 0:3 KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akranes: ÍA – KR..................................19.15 2. deild karla: Sauðárkrókur: Tindastóll – KFS..............19 3. deild karla B: Selfoss: Árborg – Leiknir R. .....................20 Sandgerði: Reynir S. – Freyr....................20 3. deild karla C: Árskógst.: Reynir Á. – Magni ...................20 Hofsós: Neisti H. – Vaskur........................20 3. deild karla D: Fáskrúðsfj.: Leiknir F. – Huginn .............20 Vilhjálmsvöllur: Höttur – Neisti D...........20 1. deild kvenna B: Vopnaf.: Einherji – Fjarðabyggð..............20 Í KVÖLD FRANCO Baldini, framkvæmdastjóri ítalska knattspyrnu- félagsins Roma, staðfesti í gær að félag hans hefði hafnað til- boði Chelsea í Emerson, fyrirliða brasilíska landsliðsins. Til- boðið hefði hljóðað upp á 17,5 milljónir punda, eða tæplega 2,2 milljarða íslenskra króna. „Tilboð Chelsea er það alvarlegasta sem í hann hefur kom- ið,“ sagði Baldini, sem jafnframt virðist vilja halda öllum dyr- um opnum ef Chelsea myndi koma með hærra boð. Hann kvart- aði jafnframt undan því að Chelsea hefði nálgast leikmanninn á ólöglegan hátt eftir að Roma hafnaði fyrsta tilboðinu. „Það er eðlilegt að leikmaðurinn sé á báðum áttum þessa dagana. Við höfum sagt honum að við teljum hann ómissandi og að við vilj- um gera við hann nýjan samning og greiða honum hærri laun. Hann svaraði því til að Chelsea hefði augljóslega einnig mikla trú á hæfileikum sínum. Við áttum okkur á því að hann sér sannkallaðan gullvagn vera kominn til að ná í sig en nú er það hans að taka rétta ákvörðun,“sagði Baldini. Netútgáfa enska blaðsins The Independent sagði í gærkvöld að forráðamenn Chelsea væru að velta fyrir sér að hækka boð sitt í Emerson. Boði Chelsea í Emerson hafnað FJÓRIR leikmenn úr úrvalsdeild karla voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjög- urra gulra spjalda. Allir taka þeir bannið út í 13. umferð deildarinnar sem leikin er dagana 9.–11. ágúst. Þetta eru þeir Tommy Nielsen, FH, sem verður ekki með gegn Fylki, Gunn- laugur Jónsson, fyrirliði ÍA, sem spilar ekki gegn Fram, Atli Jóhannsson, ÍBV, sem verður ekki með gegn Grindavík, og Bjarni Ólafur Ei- ríksson, Val, sem spilar ekki gegn Þrótti. Þá fékk Sinisa Kekic úr Grindavík eins leiks bann vegna brottvísunar sem bætist við bann vegna fjögurra gulra spjalda sem hann fékk í síðustu viku og missir því af næstu tveimur leikjum sinna manna. Tveir leikmenn í neðri deildum fengu þriggja leikja bann vegna brottvísana. Það eru Róbert Haraldsson úr 2. deildarliði KS á Siglufirði og Fouad Hourri úr 3. deildarliði Afríku. Fjórir í banni í 13. umferðinni Leikaðferð Fylkis virtist komaEyjamönnum á óvart, en hefði auðvitað ekki átt að gera það. Þrír voru í vörninni, fjór- ir á miðjunni þar sem Helgi Valur Daníelsson hafði talsverða varnar- skyldu en tók virkan og skemmti- legan þátt í sókninni. Besti maður vallarins í gærkvöldi. Frammi var síðan stórhættuleg þrenna, Ólafur Páll Snorrason og hinir eldfljótu Sævar Þór Gíslason og Haukur Ingi Guðnason. Einhverra hluta vegna virtust Eyjamenn ekki viðbúnir hröðum sóknum heimamanna og hvað eftir annað munaði minnstu að illa færi við mark ÍBV. Fyrsta markið kom strax á níundu mínútu og var sér- lega vel að því staðið. Hröð sókn, gefið fyrir og mark þar sem varn- armenn gestanna voru fáliðaðir í vítateignum. Eyjamenn áttu samt fínar sóknir og nokkur þokkaleg færi framan af leik og þurfti Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, að taka á því nokkrum sinnum. Minnstu munaði að Fylkir kæm- ist tveimur mörkum yfir skömmu eftir fyrsta markið, en þá sendi Sævar Þór laglega fyrir markið en Haukur Ingi var aðeins of seinn og náði ekki að teygja sig í boltann við stöngina fjær. Gunnar Heiðar Þor- valdsson fékk gott færi skömmu síð- ar þegar hann og Steingrímur Jó- hannesson komust inn fyrir vörn Fylkis, en skot Gunnars Heiðars fór framhjá. Færin komu á færibandi, flest fengu Fylkismenn en Eyjamenn hefðu hæglega getað skorað. Gunn- ar Heiðar átti langskot sem Kjartan varði og hann átti einnig fínan skalla að marki sem Kjartan sá við. Hinum megin átti Haukur Ingi fínt skot en Birkir varði mjög vel og Sævar Þór fékk eitt besta færi leiksins á 28. mínútu. Það var í rauninni eins færi og þegar markið kom, nema hvað Sævar var ennþá meira aleinn, en skot hans fór framhjá. Það hlaut að koma að því að ann- að mark liti dagsins ljós og það var sérlega glæsilegt mark sem Haukur Ingi gerði eftir flotta sendingu frá Þórhalli Dan. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik, en áhorfendur skemmtu sér konunglega enda trú- lega einn sá líflegasti fyrri hálfleik- ur í deildinni í sumar. Fylkismenn voru mun betra liðið, fengu fleiri færi og spiluðu betur. Boltinn gekk hratt og nokkuð örugglega manna á milli og sóknirnar voru snaggara- legar þannig að Eyjamenn voru hvað eftir annað berskjaldaðir í vörninni. Sérstaklega þótti Fylkis- mönnum gaman að sækja upp hægri vænginn þar sem Helgi Valur fór á kostum og naut sín virkilega vel. Eyjamenn áttu í vök að verjast en beittu skyndisóknum sem voru hættulegar og hefðu hæglega getað jafnað metin, en þrátt fyrir að vera nokkuð ágengir í sóknum sínum gættu heimamenn þess að huga einnig að vörninni. Miðað við hvernig fyrri hálfleikur var leikinn var full ástæða til að búa sig undir eldfjörugan síðari hálfleik. Því miður var hann algjör andstaða þess fyrri. Eyjamenn virtust löngum stundum sáttir við stöðu mála, sóttu á færri mönnum en fyrir hlé og virtust bara þokkalega ánægðir með gang mála. Fylkis- menn tóku enga áhættu, voru tveimur mörkum yfir og gerðu ekki mikið til þess að ógna marki gest- anna. Finnur átti þó fínt skot að marki Eyjamanna snemma í síðari hálfeik en Birkir var vandanum vaxinn enn sem fyrr. Atli Jóhannsson átti ágæt- an skalla að marki Fylkis undir lok leiks, en framhjá. Heimamenn nýttu hins vegar leikinn til fulls og gerðu þriðja markið á síðustu sekúndum hans, Eyjamenn tóku miðju og leik- urinn var búinn. Sem fyrr segir léku Fylkismenn vel í gærkvöldi, sérstaklega voru miðjumennirnir sprækir, bæði við uppbyggingu sókna og eins var verkskipting þeirra góð, alltaf ein- hver til taks til að taka þátt í vörn- inni – þegar þess þurfti. Helgi Valur var bestur heimamanna, spilaði virkilega vel á hægri vængnum og það sama má segja um félaga hans á miðjunni, mikil barátta hjá þeim öll- um. Eyjamenn léku ágætlega á köfl- um, en voru ekki undir það búnir að mæta sóknarleik Fylkis. En þeir áttu samt nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik. Birkir varði mjög vel og kom í veg fyrir stærra tap – verður ekki sakaður um mörkin þrjú. FYLKISMENN áttu ekki í teljandi erfiðleikum þegar þeir tóku á móti Eyjamönnum í Árbænum í gærkvöldi. Fylkir sigraði 3:0 og Eyjamenn verða því að fagna Þjóðhátíð í sjötta sæti deild- arinnar en Fylkir er áfram í efsta sæti deildarinnar og hefur tíu mörk í plús. Leikurinn var dálít- ið skrýtinn, eldfjörugur fyrri hálfleikur en sá síðari með þeim rólegri og leiðinlegri í sumar. Átakalítið hjá Fylki gegn ÍBV SIGURINN á ÍBV í gærkvöld var tímamótasigur fyrir Fylkismenn. Þetta var 50. sigurleikur þeirra í efstu deild frá því þeir spiluðu fyrst í deildinni árið 1989. Nú hafa þeir jafnframt í fyrsta skipti í sögunni unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað á þessum vettvangi því tapleikir fé- lagsins í efstu deild eru 49 talsins. Fylkir féll í þremur fyrstu at- rennum sínum að því að festa sig í sessi í efstu deild, árin 1989, 1993 og 1996. Nú eru þeir hinsvegar að leika sitt fjórða tímabil í röð í deild- inni, hafa í öll skiptin verið í topp- baráttu og eru búnir að vinna upp tapleiki þriggja fyrstu áranna. Með úrslitunum í gærkvöld hafa Eyjamenn ekki náð að skora mark á Fylkisvellinum frá árinu 2000. Þá tókst þeim að sigra Fylki þar, 3:2, en síðan hafa Árbæingar sigrað þrí- vegis, 4:0, 1:0 og nú 3:0. Þeir eiga hinsvegar enn nokkuð í land með að jafna metin við Eyjamenn sem hafa sigrað í sjö af 12 viðureignum félaganna í efstu deild. Tímamótasigur hjá Fylki ÚRSLIT Fylkir 3:0 ÍBV Leikskipulag: 3-4-3 Landsbankadeildin, 12. umferð Fylkisvöllur Þriðjudaginn 29. júlí 2003 Aðstæður: Logn, 12 stiga hiti og smá úði um tíma. Fínn völlur. Áhorfendur: 1.481 Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA, 5 Aðstoðardómarar: Magnús Þórisson, Gunnar Gylfason Skot á mark: 16(10) - 17(6) Hornspyrnur: 11 - 8 Rangstöður: 0 - 2 Leikskipulag: 4-4-2 Kjartan Sturluson M Hrafnkell Helgason Kjartan Antonsson Þórhallur Dan Jóhannsson Helgi Valur Daníelsson MM Ólafur Ingi Skúlason M Finnur Kolbeinsson M (Arnar Þór Úlfarsson 69.) Sverrir Sverrisson M Sævar Þór Gíslason M (Theódór Óskarsson 62.) Haukur Ingi Guðnason M (Björn Viðar Ásbjörnsson 81.) Ólafur Páll Snorrason M Birkir Kristinsson MM Unnar Hólm Ólafsson M (Ian Jeffs 46.) Tom Betts Tryggvi Bjarnason Hjalti Jóhannesson Andri Ólafsson (Pétur Runólfsson 79.) Bjarnólfur Lárusson M Bjarni Geir Viðarsson M Atli Jóhannsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Steingrímur Jóhannesson (Ingi Sigurðsson 62.) 1:0 (9.) Eftir flotta sendingu Sævars Þórs Gíslasonar upp í hægra hornið sendi Haukur Ingi Guðnason boltann fyrir markið þar sem Ólafur Páll Snorra- son var lítt valdaður og sendi boltann í netið. Fallega að verki staðið hjá Fylki. 2:0 (38.) Þórhallur Dan Jóhannsson sendi glæsilega sendingu inn fyrir vörn ÍBV á vinstri vængnum, Haukur Ingi Guðnason stakk sér inn fyrir, náði knettinum rétt utan vinstra markteigshornsins og setti hann við- stöðulaust efst í hægra markhornið. 3:0 (90.) Helgi Valur Daníelsson komst upp að endamörkum hægra megin, sendi fyrir markið þar sem Björn Viðar Ásbjörnsson náði skoti en Birk- ir Kristinsson, sem kom vel út á móti, varði. Boltinn hrökk á ný í Björn Viðar sem stóð allt í einu aleinn með boltann á markteignum, fyrir inn- an alla Eyjamenn og skoraði auðveldlega. Síðasta spyrna Fylk- ismanna í leiknum. Gul spjöld: Atli Jóhannsson, ÍBV (34.) fyrir brot.  Ian Jeffs, ÍBV (66.) fyrir brot.  Arnar Þór Úlfarsson, Fylkir (85.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin Skúli Unnar Sveinsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.