Morgunblaðið - 05.08.2003, Page 2
MIKIL umferð var um verslunar-
mannahelgina og gekk hún víðast
hvar vel samkvæmt upplýsingum
frá lögregluyfirvöldum. Lögregla
þurfti að hafa nokkur afskipti af
ökumönnum, bæði vegna ölvunar-
og hraðaksturs.
Lögreglan á Norðurlandi tók
marga ökumenn fyrir hraðakstur
og talsvert var um að ökumenn á
heimleið frá Akureyri væru ekki
búnir að sofa úr sér í gærmorgun
að sögn lögreglu á staðnum.
Nokkur umferðarslys urðu, bíl-
velta varð á Öxarfjarðarheiði á
föstudagskvöldið en ökumaðurinn,
sem var einn á ferð, slapp ómeidd-
ur. Bíll valt á Þorskafjarðarheiði á
laugardagskvöld og slasaðist öku-
maður á hálsi og baki og var flutt-
ur á heilsugæslustöð. Á Reykja-
nesbrautinni fór bifreið út af í gær
og er ökumaður grunaður um ölv-
un en minniháttar meiðsl urðu á
tveimur farþegum sem voru í bíln-
um. Við Grænás á Reykjanes-
brautinni sofnaði ökumaður undir
stýri í gær og nuddaðist bifreið
hans utan í staur en ökumanninum
varð ekki meint af.
Fá áföll í helgar-
umferðinni
Sigurður Helgason hjá Umferð-
arstofu segir að umferð um helgina
hafi gengið bærilega, að undan-
skildu rútuslysinu á Geldinga-
draga. Sigurður segir að sú aðferð
lögreglu víða um land að bjóða
ökumönnum að taka öndunarsýni
áður en lagt er af stað hafi reynst
vel og mikið um að ökumenn sem
ella hefðu ekið af stað hafi fengist
til að leggja sig í nokkra klukku-
tíma.
Hann segir að auglýsingar og
áróður fyrir helgina ásamt virku
eftirliti lögreglunnar hafi einnig
haft góð áhrif.
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TELUR LÖG BROTIN
Samkeppnisstofnun telur að Sam-
band íslenskra tryggingafélaga og
aðildarfélög hafi gripið til sam-
stilltra aðgerða til að hindra inn-
komu keppinautar á markað fyrir
fiskiskipatryggingar. Með því hafi
þau brotið samkeppnislög. Hvert fé-
lag fyrir sig andmælir þessari nið-
urstöðu og segir viðbrögð sín eðlileg
og ekki fela í sér brot á samkeppn-
islögum.
Flestir á Akureyri
Mestur fjöldi gesta um versl-
unarmannahelgina var á Akureyri
og er talið að um 12 þúsund manns
hafi sótt bæinn heim. Lögreglan
segir að mikið hafi verið um eftir-
litslausa unglinga og mikil ölvun í
bænum. Skemmtanir fóru annars
vel fram um allt land og er áætlað að
á milli átta og níu þúsund manns hafi
verið í Vestmannaeyjum, átta þús-
und á Ísafirði og sjö þúsund í Galta-
læk.
Velti rútunni viljandi
Bílstjóri rútubifreiðarinnar sem
valt á Geldingadraga í Borgarfirði á
laugardag segist hafa þurft að velta
langferðarbílnum viljandi til að forð-
ast dauðaslys þegar hann mætti
jeppa. Valið stóð á milli þess að fara
fram af brattri stórgrýtisbrekku eða
reyna að komast aftur upp á veginn
þar sem allar líkur voru á því að
velta rútunni.
Atkvæðagreiðslu frestað
Í gær stóð til að biskupadeild
bandarísku biskupakirkjunnar
greiddi atkvæði um hvort hinn sam-
kynhneigði Gene Robinson yrði
gerður að biskup í New Hampshire.
Hinni sögulegu atkvæðagreiðslu var
hins vegar frestað og sú skýring gef-
in að Robinson hefði gerst sekur um
ósæmilega hegðun. Íhaldsmenn hafa
mótmælt tilnefningunni harkalega
og hótað að segja sig úr kirkjunni
verði hann biskup.
Friðargæsluliðar komnir
Fyrstu friðargæsluliðarnir komu
til Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, í
gær. Vonast er til að vera þeirra í
landinu auki líkurnar á friði en blóð-
ug borgarastyrjöld hefur geisað þar
í 14 ár. Friðargæsluliðunum var
ákaft fagnað af almenningi en
hundruð manna komu á flugvöllinn
að taka á móti þeim og hylla þá.
Stjórn landsins og uppreisnarhópar
fögnuðu einnig komu þeirra.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 26
Erlent 14 Bréf 28
Viðskipti 15 Dagbók 30/31
Listir 16 Sport 32/33
Umræðan 16/17 Fólk 34/37
Hestar 18/19 Bíó 34/37
Forystugrein 20 Ljósvakar 38
Minningar 22/26 Veður 39
* * *
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
þriðjudagur 5. ágúst 2003 mbl.is
Of stór biti?
Við fyrstu sýn virðast sumir hlutir of kostnaðarsamir til að
hægt sé að ráða við þá. Þá er gott að geta notið hagstæðra
lána sem henta þörfum hvers og eins. Viðskiptavinum okkar
standa til boða húsnæðislán, hvort sem er til kaupa á nýju
húsnæði eða framkvæmda á eldra húsnæði.
Kynntu þér málið í næsta útibúi Búnaðarbankans
eða á www.bi.is
www.bi.is
Stjórnstöðvar
fyrir hitakerfi
Fasteignablaðið
// Café Amor
Café Amor við Ráðhústorgið á Akur-
eyri skartar listaverkum í lofti og
ljóðlínum Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi á gluggum 2
// Hörðuvellir
Í haust er gert ráð fyrir að úthlutun
hefjist á lóðum á Hörðuvöllum í Kópa-
vogi. Þar verður blönduð byggð sérbýla
og fjölbýlishúsa 22
// Stétt sótara/
Stétt sótara hefur aldrei verið til á Ís-
landi svo fólk þekkir lítið verksvið
þeirra. Í Lagnafréttum er fjallað um
sótara og iðn þeirra. 25
// Másstaðir II
Másstaðir II er 5,5 hektara nýbýli út úr jörð-
inni Másstöðum. Um er að ræða land sem
nær frá vegi niður að sjó. Allstórt íbúðarhús
og nokkur útihús eru á landinu. 34
NIÐURSTÖÐUR könnunar sem
Hafnarfjarðarbær gerði fyrir
skömmu um viðhorf aldraðra bæj-
arbúa til búsetu og þjónustu liggja
nú fyrir.
„Niðurstöðurnar eru þær að
langflestir töldu að framboð fyrir
eldri íbúa Hafnarfjarðar væri tak-
markað og það sem í boði væri yfir-
leitt væri alltof dýrt,“ sagði Stein-
unn Þorsteinsdóttir, upplýsinga- og
kynningarfulltrúi Hafnarfjarðar-
bæjar.
„Flestir hinna eldri íbúa sem
tóku þátt í könnuninni höfðu hug á,
þegar ellin tæki að sækja fastar að,
að flytja í sérhannað húsnæði fyrir
eldri borgara og töldu sig þurfa
íbúðir sem væru um og yfir 70 fer-
metrar eða stærri. Íbúðirnar áttu
að vera í meðalháum húsum sem
við skilgreindum sem þriggja til
sex hæða hús, með læstum bíla-
kjallara og beinu aðgengi þaðan inn
í húsið. Við spurðum fólk hvaða
staðir kæmu helst til álita fyrir
eldri borgara, þ.e. miðbæjarsvæði,
Rafhareiturinn, Langeyrarmalir,
Reykjavíkurvegur og nýbyggingar-
svæðið á Völlum og svo Norður-
bakka.
Flestir settu Rafhareitinn í 1.
sæti, fast á eftir fylgdu Langeyrar-
malir, Reykjavíkurvegur og mið-
bæjarsvæðið.
Hvað snertir þjónustu þá kom í
ljós að fólk vill þjónustu í formi
mötuneyta, heimilisaðstoðar og
tómstundaafþreyingar. Einnig kom
í ljós að fólk notar í ríkum mæli
bókasafnið og sundlaugar bæjarins.
Þessi könnun var gerð að undir-
lagi skipulags- og byggingarráðs.
Tekið var 300 manna úrtak úr tæp-
lega 2.000 manna hópi fólks á aldr-
inum 60 til 85 ára sem búsett er í
Hafnarfirði og var svarhlutfall 42%.
Ætlunin er að hafa niðurstöðurnar
til hliðsjónar við mat á þörf fyrir
húsnæði fyrir eldri borgara, hvað
byggt verður og hvar.“
Aldraðir Hafnfirðingar miðsvæðis
Miðbær Hafnarfjarðar. Inni á þessari mynd eru öll þau svæði sem best komu út í könnuninni.
!
"#$%&
'()&
*) !
+ ), $$&
-./0 01
)-./0 01
& 2
-./0 01
)-./0 01
3
3
34
53
30 3
34
!
-/70
-/70
-/70
3-/70
8
8
444
344
3444
44
444
44
"
"
#
$"
%
#
"%
& '
30533
04 035
30 (
0- 0
(
( "
05
306 034
EIN nauðgun var kærð til lög-
reglu yfir verslunarmannahelg-
ina. Meint nauðgun var framin á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum að-
faranótt sunnudags, og var mað-
ur handtekinn og yfirheyrður
vegna málsins. Honum var
sleppt að loknum yfirheyrslum,
að sögn lögreglu
Stígamót voru ekki með fólk á
neinum útihátíðum, en síminn
var opinn hjá þeim alla helgina.
„Það hefur ein kona hringt til
okkar vegna nauðgunar á útihá-
tíð,“ segir Rúna Jónsdóttir frá
Stígamótum. Hún segir það at-
vik hafa orðið á einni af stóru
útihátíðunum og að sú nauðgun
hafi ekki verið kærð til lögreglu.
Kærur berast oft seint
Rúna segir að ekki sé enn
hægt að fullyrða neitt um
helgina, ekki séu öll kurl komin
til gafar:
„Samkvæmt ársskýrslum okk-
ar í fyrra leituðu það ár til okk-
ar átta konur vegna nauðgana,
flestar þær konur komu ekki til
okkar fyrr en eftir verslun-
armannahelgi, vikum og mán-
uðum síðar.“ Hún segir því að
líklegt sé að kærum gæti fjölg-
að.
Ein nauðgun á útihátíð
kærð um helgina
ÞRÍR tékkneskir ferðamenn liggja
enn á gjörgæsludeild Landspítal-
ans í Fossvogi eftir alvarlegt hóp-
slys Skorradalsmegin efst á Geld-
ingadraga í Borgarfirði á
laugardagsmorgun. Ferðamenn-
irnir voru ásamt 25 löndum sínum í
rútu þegar hún mætti jeppa og valt
í kjölfar þess að vegkantur gaf sig.
Lýst er eftir jeppanum og öku-
manni hans. Ekki er ljóst um
hvers konar jeppa var að ræða, en
misvísandi upplýsingar hafa komið
fram um tegund hans og lit að
sögn lögreglunnar í Borgarnesi.
Segir hún að þeim sem telji sig
hafa séð jeppa beri ekki saman. Þó
er lýst eftir gráum jeppa sem kom-
ið hafi við sögu í slysinu.
Rútan rann 17 metra á hliðinni
áður en hún stöðvaðist. Tuttugu
farþegar voru fluttir á sjúkrahús,
þar af tólf á Landspítalann auk bíl-
stjóra, og voru átta enn á sjúkra-
húsi í gærkvöldi. Þrír eru á gjör-
gæsludeild Landspítalans, þar af
einn tengdur við öndunarvél. Þá
liggja þrír sjúklingar á bæklunar-
deild Landspítalans og tveir á
heilsugæslustöðinni á Akranesi.
Stefnt var að því að útskrifa fimm
síðastnefndu sjúklingana í gær.
Margir hinna slösuðu hlutu bein-
brot og innvortis áverka auk
útlimaáverka.
Af ummerkjum að dæma virðist
sem einn farþegi af 28 hafi verið í
bílbelti í slysinu að því er lög-
reglan í Borgarnesi segir.
Vék út í hægri vegkant
fyrir jeppa
Slysið varð á malarvegi á Geld-
ingadraga klukkan 9.55 á laugar-
dagsmorgun. Að sögn lögreglunn-
ar voru tildrögin með þeim hætti
að rútan mætti jeppa og taldi öku-
maður rútunnar sig þurfa að víkja
fyrir jeppanum út í hægri vegkant,
þar sem jeppinn var talinn of inn-
arlega á veginum.
Þegar rútan var komin út í kant
gaf hann sig með þeim afleiðingum
að slinkur kom á rútuna þegar bíl-
stjórinn náði henni aftur inn á veg-
inn. Rútan fór þá út í vinstri veg-
kant sem einnig gaf sig og slinkur
kom á rútuna á ný. Skall hún þá á
hliðina á veginn og rann 17 metra
áður en hún stöðvaðist.
Samkvæmt frásögn Milenu
Drahczalova, tékknesks farar-
stjóra hópsins, var rútan á leið til
Akureyrar þegar slysið varð. Með
henni var íslenskur leiðsögumaður
og bílstjóri, alls 31 í rútunni. Mil-
ena sagði við Morgunblaðið að
jeppinn hefði skyndilega birst á
veginum og virst rekast utan í rút-
una, sem valt inn á veginn og rann
eftir honum. Glerbrotum hefði
rignt yfr farþega og fljótlega varð
ljóst að slys hefðu orðið á fólki.
Lögreglan segir ekki hafa verið
gengið úr skugga um hvort jeppinn
hafi í raun rekist utan í rútuna en
málið sætir lögreglurannsókn.
Mikil leit hefur farið fram að um-
ræddum jeppa, sem er grár að lit,
og lýsir lögreglan eftir ökumanni
hans og biður hann að gefa sig
fram.
Þrír farþegar rútu enn á gjörgæsludeild eftir hópslys í Skorradal
Misvísandi upplýsingar um
jeppa sem mætti rútunni
Þeim farþegum, sem ekki meiddust, var hjálpað um borð í aðra rútu.
Rútan rann um sautján metra á hliðinni áður en hún stöðvaðist á veginum. Glerbrotum rigndi yfir fólkið sem sumt
slasaðist alvarlega og eru átta farþeganna enn á sjúkrahúsi.
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
HELGIN var fremur róleg hjá lög-
reglunni í Reykjavík. Tilkynnt var
um níu innbrot í hús og bíla. Brotist
var inn í þrjú íbúðarhús í Fossvog-
inum og eitt á Kjalarnesi, og var
meðal annars stolið skartgripum og
litlum rafmagnstækjum.
Þrjú innbrot til viðbótar voru
framin í Hafnarfirði um helgina.
Brotist var inn í tvö íbúðarhús, ekki
er vitað hvort einhverju var stolið í
öðru tilvikinu en í hinu var stolið
rafmagnstækjum, DVD-spilara,
hljómflutningstækjum og fleiru.
Einnig var brotist inn í iðnaðarhús-
næði sem í eru byggingarverk-
takar, en ekki er ljóst hverju var
stolið.
Lögreglan í Reykjavík þurfti að
hafa einhver afskipti af ölvuðum
einstaklingum á Austurvelli, en í
flestum tilvikum var um að ræða
góðkunningja lögreglunnar sem
fengu að sofa úr sér í fangaklefum.
Eitthvað var um minniháttar pústra
í miðbænum en ekkert kært til lög-
reglu.
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu