Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKI eru rök til að alhæfa út frá einstökum málum sem eru til skoð- unar hjá samkeppnisyfirvöldum um meðal annars Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) segir í svari samtakanna við fullyrðingum um „samráð“ viðskiptabankanna sem komu fram í leiðara Morgun- blaðsins á laugardag. „Aldrei á vettvangi SBV hafa verið tekin til umfjöllunar samkeppnismál fyrirtækjanna, svo sem vextir og gjöld, enda slíkt ólöglegt á grund- velli samkeppnislaga auk þess sem mikil samkeppni er milli fyrirtækj- anna um þau mál,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV. Guðjón segir hlutverk hagsmuna- samtaka vera þríþætt. Að vera mál- svari aðildarfyrirtækjanna í almenn- um hagsmunamálum, að stuðla að samkeppnishæfum starfsskilyrðum íslenskra fjármálafyrirtækja og taka þátt í erlendu hagsmunasamstarfi. „Þess konar tilgangur er nokkuð sem er alþekkt í öllum Evrópulönd- unum og Bandaríkjunum, og viður- kenna samkeppnisyfirvöld í þessum ríkjum fullkomlega mikilvægi tilvist- ar þess konar hagsmunasamtaka.“ Hann segir hlutverk SBV mikil- vægt til að vinna að framgangi fjár- málastarfsemi í landinu, að „vinna að sameiginlegum málum í þágu við- skiptamanna og markaðarins í heild, sem einstök fyrirtæki eru ekki fær um, og einfalda samskiptaferli við opinbera aðila, sem geta þá leitað á einn stað eftir tilnefningum í nefndir sem og til að fá athugasemdir við einstök atriði“. Guðjón segir að það sé mjög heppilegt fyrir stjórnvöld að hafa ein hagsmunasamtök til að leita til með álit á nýjum reglum í stað þess að fá mismunandi sjónarmið allra aðila sem málið varðar, með tilheyrandi tilkostnaði og fyrirhöfn. Slík samtök geta þannig náð fram sátt um til- teknar breytingar og miðlað athuga- semdum aðildarfyrirtækja til við- komandi stjórnvalds. „Ráðuneytin biðja okkur [SBV] einnig að tilnefna fulltrúa í alls konar nefndir til að fara yfir ákveðin mál. Þá fáum við oft að tilnefna einn eða tvo, og þá sjá menn að það gæti orðið mun flóknara ef það þyrfti að fara til einstakra fyr- irtækja með þessi mál.“ Einnig geta hagsmunasamtök gegnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að sameigin- legum tæknilausnum og stöðlum, svo sem á sviði greiðslumiðlunar, segir Guðjón. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafna hugmyndum um samráð banka „Aldrei tekið til umfjöllunar sam- keppnismál“ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ógilt kosningu varamanns í bæjarráð Vestmannaeyjabæjar sem fram fór á fundi bæjarstjórnar 26. júní sl., en þá var Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans (V-listans), kjörinn varamaður Andr- ésar Sigmundssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og óháðra (B- listans), í bæjarráði. Það þýðir að Guðríður Ásta Halldórsdóttir, vara- bæjarfulltrúi og annar maður á fram- boðslista B-listans, verður varamað- ur Andrésar í bæjarráði. Hún er jafnframt varamaður Andrésar í bæjarstjórn, skv. úrskurði ráðuneyt- isins, þar um í apríl sl. Eins og kunnugt er sleit Andrés meirihlutasamstarfi við sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn í mars sl. og gekk til samstarfs við V-listann. Í úrskurði ráðuneytisins, sem kveðinn var upp hinn 29. júlí sl., er vísað í 44. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar, þar sem segir m.a.: „Aðal- og vara- bæjarfulltrúar sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista eru varamenn kjörins bæjarráðsmanns af sama lista og í þeirri röð sem þeir skipuðu listann.“ Telur ráðuneytið ljóst með vísan í þessa málsgrein að bæjarstjórn hafi verið óheimilt að kjósa sérstaklega varamenn í bæjar- ráð. „…Er kjör varamanna, sem fram fór á umræddum bæjarstjórn- arfundi, því ógilt. Skulu kjörnir aðal- og varamenn hlutaðeigandi fram- boðslista í bæjarstjórn vera vara- menn í bæjarráði í þeirri röð sem þeir skipa hlutaðeigandi framboðslista. Fyrsti varamaður Andrésar Sig- mundssonar í bæjarráði er því 2. maður á framboðslista B-lista Fram- sóknarflokksins og óháðra,“ segir í úrskurðinum. Kjör varamanns í bæjarráð Vest- mannaeyja ógilt TALIÐ er að um 50 til 60 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðarhöld- unum í Gimli í Kanada um helgina en Íslendingadagshátíðin í Manitóba, sem fór fram í 114. sinn, hefur verið haldin árlega í Gimli síðan 1932. Þegar líða tók að helginni breytt- ist Gimli, þessi 1.600 manna rólegi og friðsæli bær, í tugþúsunda borg með iðandi mannlífi og marg- víslegum uppákomum. Kvikmyndahátíðin Gimli Film Festival gaf tóninn, þegar hún hófst á miðvikudag, golfmótið „Icelandic Open“ til styrktar vestur-íslenska vikublaðinu Lögbergi-Heims- kringlu dró að marga úr íslenska samfélaginu í Norður-Ameríku og síðan var samfelld dagskrá á veg- um Íslendingadagsnefndar þar til yfir lauk í gærkvöldi. Íslendingadagshátíðin er fyrst og fremst fjölskylduskemmtun þar sem boðið er upp á ýmsa viðburði í Gimli, „höfuðborg Nýja Íslands“, eins og bærinn er kallaður. Á strönd Winnipegvatns fer m.a. fram sandkastalakeppni og ýmiskonar íþróttakeppni, leiktæki eru sett upp í Gimli-garði og þar er margskonar starfsemi íslenska samfélagsins kynnt. Keppt er í hlaupum, sýn- ingar settar upp og svo má lengi telja. Séra Karl Sigurbjörnsson, bisk- up, flutti minni Kanada að þessu sinni og dr. T. Kenneth Thorlakson minni Íslands. Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra Íslands í Kanada, færði kveðjur íslensku þjóðarinnar og Kornelíus Sigmundsson, aðal- ræðismaður í Winnipeg, flutti ávarp auk þess sem fulltrúar ríkis- stjórnar Kanada, Manitóbastjórnar og Winnipegborgar ávörpuðu há- tíðargesti, en Sigrid Johnson var fjallkona. Veðrið lék við gesti í Gimli um helgina og hátíðin fór vel fram í alla staði. „Þetta hefur verið sam- felld gleði eins og vera ber,“ sagði Tim Arnason, formaður Íslend- ingadagsnefndar. Yfir 50 þúsund manns á Íslendingadagshátíð í Manitóba Samfelld gleði í Gimli Morgunblaðið/Steinþór Talið er að um 50 til 60 þúsund manns hafi verið á Íslendingadagshátíðinni. Gimli. Morgunblaðið. MIKIL gleði og kátína ríkti í Mountain í Norður-Dakóta í Banda- ríkjunum um helgina en þá fögnuðu heimamenn með fjölmörgum gest- um því að 125 ár eru liðin frá land- námi Íslendinga í ríkinu. „Þetta er fámennt en góðmennt samfélag og margir hafa lagt sitt af mörkum til að halda þessa hátíð,“ sagði Curtis Olafson, formaður Ís- lendingafélagsins í byggðinni. Heimamenn misstu Þingvallakirkju í Eyford í bruna í júní og var það mikið áfall en Curtis sagði að það hefði þjappað fólki saman og gert það enn ákveðnara í að bjóða til eft- irminnilegrar veislu í ágúst. „Við verðum að standa saman í svona fá- mennu samfélagi og það höfum við gert,“ sagði hann. Íslendingar settust að á til- tölulega afmörkuðu svæði í norðausturhluta Norður-Dakota, en mikil fólksfækkun hefur orðið í sveitinni á nýliðnum árum. Til dæmis búa ekki nema um 8.500 manns í Pembinasýslu og þar af um 1.000 manns af íslenskum ættum. Íslendingahátíðin í Mountain fer fram fyrstu helgina í ágúst og var nú haldin í 104. sinn en hún stóð yfir frá 1. til 3. ágúst að þessu sinni. Í Mountain búa um 100 manns en áætlað er að um 5.000 manns hafi sótt hátíðina að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Í tengslum við hátíðina var af- hjúpað minnismerki skammt frá þar sem Stephan G. Stephansson, skáld, bjó í Garðar, og fjölmargir gestir flettu upp í Íslendingabók á Netinu til að rekja skyldleikann. Boðið var upp á fjölbreytta dag- skrá alla dagana með það að leið- arljósi að allir fyndu eitthvað við sitt hæfi en yfirskriftin var „Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur?“ Á meðal sérstakra gesta voru sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, sendiherrahjónin í Washington, Helgi Ágústsson og Hervör Jónasdóttir, sendiherrahjónin í Ottawa í Kanada, Hjálmar W. Hannesson og Anna Birgis, og að- alræðismannshjónin í Winnipeg í Kanada, Kornelíus Sigmundsson og Anna Soffía Hauksdóttir. Um 100 manns voru frá Íslandi og Johnson fjölskyldan í Mountain notaði tæki- færið og hélt niðjamót sem um 300 manns sóttu. Íslensku hóparnir skoðuðu meðal annars rústir Þingvallakirkju og í kjölfarið afhentu þeir Curtis pen- ingagjöf vegna minnisvarða sem til stendur að reisa þar sem kirkjan stóð. 125 ár frá landnámi Íslendinga í Norður-Dakóta Mikið um að vera í Mountain Morgunblaðið/Steinþór Fjallkonan var á sínum stað í skrúðgöngunni í Mountain. Mountain. Morgunblaðið. röst næsta vetur. Byggðarkjarn- inn er orðinn býsna sjálfbær þar sem rekin er verslun á staðnum, kaffihús, krá, bankaafgreiðsla og líkamsræktarstöð,“ segir Runólf- ur. Hann segir að verið sé að greina þörf á nýbyggingum og ræða fjármögnun á hugsanlegum nýbyggingum á háskólasvæðinu við Bifröst og þar sé verið að skoða bæði íbúðarhúsnæði og eins aukið húsnæði fyrir rann- sóknir. „Við þurfum með einhverjum hætti að svara þessari þörf en hvað kemur út úr því vitum við ekki enn,“ segir Runólfur. Hann segir líklegt að eitthvað kunni að skýrast í þessum efnum nú í haust. MIKIL fjölgun nemenda við Há- skólann á Bifröst á undanförnum árum hefur skapað mikla þörf fyrir að hafist verði handa við nýbyggingar á háskólasvæðinu. „Við erum með fyrirtæki sem heitir Nemendagarðar, sem er sjálfseignarstofnun. Það liggur fyrir að það er talsverður fjöldi nemenda á Bifröst sem ekki kemst í stúdentaíbúðir,“ segir Runólfur Ágústsson, rektor Há- skólans á Bifröst. „Við erum með býsna marga sumarbústaði í Munaðarnesi á leigu yfir veturinn en það er mjög slæmur íbúðarkostur. Við þurfum að sinna þörfum þessa fólks og erum að skoða þau mál,“ segir hann. „Það verða um 550 íbúar á Bif- Þörf á fjölgun stúd- entaíbúða á Bifröst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.